Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Page 3

Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Page 3
®agur-CEímhnx Fimmtudagur 5. desember 1996 -15 NEYTENDALIFIÐ L A N D I N U i ■■■■■ Jólamengunin og má ALLS EKKI setja blaðarifrildin frá aðfangadagskvöldi með dagblaða- pappír í gáma. Endurunna brúna maskínupappírinn, sem nú fæst mynstraður og litaður og hefur verið nokkuð vinsæll til að hylja jólagjafir undanfarin ár, má hins vegar setja í dagblaðagáma. Það sama á við um glansandi auglýsingabæklingana frá Bónus, Hagkaup og öðrum verslun- um, sem streyma inn um lúgurnar þessa dagana, þá má setja í gámana. Allmargir fá snert af hreinsunar- æði fyrir jól og þeir verða margir Aj- ax- og sjampóbrúsarnir sem tæmast á næstu vikum. Því miður eru allir plastbrúsar enn sem komið er óend- urvinnanlegir. Hins vegar má geta þess að ef hársápur eða krem frá Body Shop leynast í jólapökkunum þarf ekki að henda slíku því hægt er að fá áfyllingu hjá versluninni. LÓA Innan fárra vikna fara klukkur að hringja inn hless- uð jólin og þennan mengaðasta árs- tíma heimilanna. Hvað œtlar þú t.d. að gera við allan jólapappírinn? Nú þegar munn- vatnskirtlar land- ans auka smám saman framleiðslu sína við tilhugsunina um allar smákökurnarnar, hangi- kjötið, smérið, konfektið, koníakið..., þ.e. þegar neyslan á heimilinu nær sínu árlega hámarki, er rétt að staldra við og hugsa til þess hvað verður um allan jólapappírinn, kassana, auglýsingabæk- lingana, frauðbakkana og plastið sem fylgir jólum á s.hl. 20. aldar. Neysla matvæla og notkun einkabíls- ins, auk upphitunar húsnæðis, er það sem veldur mestri umhverfismengun hjá dönskum fjölskyldum. Ef frá er talin upphitunin þá eru helstu mengunarvald- ar hjá íslenskum fjölskyldum væntanlega þeir sömu. Þegar margt leggst á eitt, mikill akstur til innkaupa og jólagjafa- leiðangra, ofát o.fl., má teljast líklegt að mengaðasti tími ársins sé á jólum. Hins vegar geta íjölskyldur gert sitt hvað til að hemja mengunina sem af jólunum hlýst. Að sögn Rögnu Halldórsdóttur, kynn- ingarfulltrúa Sorpu, er meginreglan sú að jólapappír er óhæfur til endurvinnslu Ráðlegging vikunnar Gætið ykkur á öllum þessum ódýru kertastjökum, - krukkum og - dósum sem eru til sölu, sérstaklega núna fyrir jólin. Sumir hitna svo óg- urlega að þeir skilja eftir far á hús- gögnum eða brunabletti á dúkum. NS frétti af einum sem bræddi harð- plastið ofan á sjónvarpinu! Það er al- gjör óþarfi að forðast þessi krúttlegu jólaljós - setjið bara platta eða ann- að hitaþolið undir... - Ég keypti mér hárautt jólakerti um daginn. Svo var ég ein heima í fyrra- kvöld og hreiðraði um mig í sófanum við kertaljós. Þegar ég svo vaknaði í gær- morgun og fór fram í stofu var allt orðið svart! íbúðin er frekar opin og sótið var komið út um allt. Þegar ég tók þvotta- brúsann út úr eldhússkápnum var m.a.s. hvítt far í skápnum eftir brúsann. Af hverju í ósköpunum gerist svona? - Sko, kveikurinn var einmitt ofboðs- lega langur þannig að ég klippti hann áður en ég kveikti á kertinu. lleldurðu að verslunin myndi þá gera eitthvað fyr- ir mig? Ég meina þetta yrði rosaleg vinna að fara að þrífa alla skápa, leirtau og styttur núna þegar jólabaksturinn og allt það er að hellast yfir mann. Neytenda- samtökin svara - Við höfum fengið mikið af svona kvört- unum, sérstaklega eftir jólin, þannig að þú ert ekki ein um þetta. Það eru tvær mögulegar ástæður fyrir þessu, annað hvort hefur kveikurinn verið of langur hjá þér eða þá að þetta er út af efninu í kveiknum eða vaxinu. Maður verður alltaf að passa að klippa kveikinn því annars getur kertið ósað alveg rosalega. - Já, þú ættir að prófa að hringja í verslunina sem seldi þér kertið. Ég veit um aðra konu sem lenti f þessu sama og sú verslun var svo almennileg að senda menn til þess að hreinsa íbúðina frá hólfi ofan í gólf. Ekkinóg að hringja sem Geysileg athafnasemi gríp- ur suma þegar jólin nálg- ast. Heimilið skal verða fínt aldrei fyrr og menn þjóta af stað til að setja sófann í yfir- dekkingu, Soda Stream- tækið í við- gerð eða sjón- varpið í umboðssölu ef vera skyldi að einhver myndi ákveða að blæða í nýtt tæki til að setja í jólapakkann. Svo þegar Þorláks- messa rennur upp hefur pyngjan stundum lést illi- lega og ekki er til pening- ur til að borga viðgerðina eða bólstrunina. Áramótin líða og fyrstu Vísa-mánuðir árs- ins sömuleiðis. Og það gleymist að vitja hlut- anna. Neytendasamtökin vilja vara fólk við þessari gleymsku. Á nótum um- boðssala og verkstæða kemur oft fram að sé hlutar- ins ekki vitjað innan árs þá verði hann seldur eða honum hent. Enn- fremur benda NS á að ekki er nóg að hafa samband í síma. Með því er ekki tryggt að eigandinn fái skilaboðin. Ef svo fer að búið sé að henda hlutnum, eða selja upp í kostnað, þeg- ar viðskiptavinur- inn kemur loks á staðinn þá hefur hann enga sönnun í höndunum urn að hann liafi haft sam- band. Að sögn Sesseiju Ásgeirsdóttur kemur Qöldi svona rnála inn á borð NS og því vill hún brýna fyrir fólki að skoða nót- urnar vandlega og: a)fara sjálft á staðinn til að endurnýja um- boðssöluna, b) ná í þá hluti sem búið er að gera við/endurbæta um leið og verkinu er lokið. LÓA

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.