Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Blaðsíða 6
18 - Fimmtudagur 5. desember 1996 |Dagur-®mTOm RADDIR FÓLKSINS eiðis Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Kæru sambúendur í íslensku samfélagi! Eg er 24 ára og á 2 börn sem eru 3 og 4 ára. Ástæðan fyr- ir þvx að mér dettur í hug að ávarpa ykkur er: Mér er farið að blöskra „hræsnin" sem Utar okkar þjóðfélag. Við þykjumst vera svo mikið velmegunarþjóðfélag og stönd- um sko ekki öðrum löndum á sporði. Mörgum tugum ef ekki hundruðum milljóna er eytt á ári hverju í að takast á við vandamál af ýmsum toga, sem út af fyrir sig er gott mál. En ég tel að skynsamlegra væri að taka á „rótunum". Sem sagt, ég trúi því að gott þjóðfélag og góður efnahagur byggist á fjöl- skyldueiningunni, að hún sé hornsteinn samfélagsins. Hvepnig er hægt að ætlast til að reisa glæsilegan „skýjakljúf' ef grunninum er kippt undan honum? Hann hlýtur að hrynja. Mikið af vandamálunum sem við vöðum í er hægt að rekja beint til þess að fjölskyldan er I ! llíOí! n r SJ J»1 FíllftiÍTÍRll 1 ~ B b s % 71 í JUui wFiÍ LEIKFÉLAG AKUREYRAR Undir berum himni eftir Steven Tesich Frumsýning á „Renniverkstæðinu" (Strandgötu 49) sunnudaginn 29. des. kl. 20.30. 2. sýning mán. 30. des. kl. 20.30. 3. sýning fös. 3. jan. kl. 20.30. 4. sýning lau. 4. jan. kl. 20.30. 5. sýning sun. 5. jan. kl. 20.30. Athugið takmarkaðan sýningarfjölda. Leikhúsunnendur athugið! Leikfélag Akureyrar opnar nýtt leiksvið á 80 ára afmælisári sínu. I tilefni af þvi verður þeim gestum sem koma á einhverja af fyrstu fimm sýningunum boðið að fá nöfn sín rituð á sérstaka árnaðaróska- skrá í leikskránni. Til þess þurfa leik- húsunnendur að tryggja sér miða fyrir 15. desember. Miðasalan er hafin. Tryggið ykkur miða. Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner Sýningar: Laugard. 7. des. kl. 14. Sunnud. 8. des. kl. 14. Sunnud. 15. des. kl. 14. Ath! Síðustu sýningar. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Simi í miðasölu: 462 1400. S99SSS9SSSSSS999S3SSS Í3agur-®tnmm - besti tími dagsins! ekki sem slík, þ.e. henni er ekki leyft að starfa sem skyldi. Hvar á nýja kynslóðin að læra eigin- leika eins og samkennd og hlýju, rökrétta hugsun? Þjóðfé- lagið er svo aldursskipt í dag að börn vita varla hvað gamalt fólk er. Og þorri þeirra elst upp á stofnunum 9 tíma á dag, ég fæ að hitta mín í 3 klst. á dag, meðan þau vaka. Ég vil leyfa mér að halda því fram að allavega íjórði hver fs- lendingur sé með skuld upp á 500.000 kr. eða meira á bakinu og mikill meirihluti þess fólks tilheyrir hinum almenna verka- manni. Mér persónulega finnst verkamenn fá þau skilaboð frá þjóðfélaginu að þeir séu bara „vinnudýr" og að það nægi að þeir rétt skrimti. Nú, ef þeir hrökkva upp af þá er bara nýtt vinnudýr tekið inn. Sumum þeirra er það iífs- spursmál að skattleysismörkin verði hækkuð upp í 80.000 kr. á ÞJÓÐLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20 . ÞREK OG TÁR eftir Olaf Hauk Simonarson í kvöld, fimmtud. 5. des. Uppselt. Siðasta sýning fyrir jól KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson 4. sýn. á morgun, föstud. 6. des. Nokkur sæti laus. 5. sýn. sunnud. 8. des. Nokkur sæti laus. Síðustu sýningar fyrir jól. NANNA SYSTiR eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Laugard. 7. des. Nokkur sæti laus. Siðasta sýning fyrir jól. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjorn Egner Aukasýning sunnud. 8. des. kl. 14. Allra síðasta sýning. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT AÐ HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Á morgun, föstud. 6. des. Sunnud. 8. des. Síðustu sýningar fyrir jól. Athygll skal vakin á að sýningin er ekkl við hæfi barna. Ekk! er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTþ MYRKRI eftir Karl Agúst Úlfsson (kvöld, fimmtud. 5. des. Laugard. 7. des. Siðustu sýningar fyrir jól. Athuglð að ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. ★ ★ ★ GJAFAKORT í LEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, miðvikudaga til sunnudaga kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tima. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200. mánuði, að frídögum vegna veikinda barna sé fjölgað. 7 dagar á ári, alveg sama hvort börnin eru eitt eða tíu, er til há- borinnar skammar. Launin verða líka að vera í samræmi við hvað það kostar að lifa. Eins fyndist mér réttlætanlegt að einstæðir foreldrar fái allavega helming af þeim dögum sem maki annars fengi. Ég tel það sjálfsögð réttindi allra að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því hvort börnin þeirra fái mat á morgun eður ei. Því miður er raunin sú að allt of margir eru í þeirri stöðu að þurfa einmitt að velta þessu fyrir sér. Mitt í þessu „velmegunarþjóðfélagi" fyrirfinnst fátækt af þessu tagi sem ekki er hægt að loka aug- unum fyrir lengur. Hvernig stendur á slíkri skuldabyrði að börnin verða að mæta afgangi? Jú, í mörgum tilvikum er það vegna þess að fólk er að reyna að veita fjöl- skyldu sinni öryggi, kaupa þak yfir höfuðið. Ég persónulega ætlaði að kaupa íbúð, þegar ég gekk með fyrra barnið mitt, í félagskerfinu, kerfi fyrir fólk sem ekki á mikla peninga. Ég fór inn í kerfið með 500.000 kr. eign og var langtum ofmetin, svo ég kom út úr kerfinu í bull- andi skuld, sem hélt svo áfram að veíja upp á sig. í dag er ég alltof tekjulág til að geta keypt á þeim kjörum að borga 10% út, en of tekjuhá til að geta fengið 100% lán. Þannig sit ég uppi með að verða að leigja, sem þýðir að til að eiga mögu- leika á að eignast húsnæði verð ég að vinna „þann stóra“ í lottó. Hversu margir haldið þið að eigi þann draum? Að ekki sé nú minnst á óör- yggið sem fylgir því að treysta á leigumarkaðinn um fast hús- næði. Ég er heppin að þurfa einungis að borga 23.000 kr. á mánuði fyrir tveggja herbergja íbúð sem ég er í, plús leikskól- ann, lánið mitt, alla almenna reikninga, fæði og klæði á 4 manna fjölskyldu. Einhvern veginn nær þetta oftast að reddast, það eru allavega margir sem hafa það verra en ég, og það finnst mér grátlegt. Það er ekki bara verið að dæma okkur til að vera föst í neðstu þrepum samfélagsins, heidur líka börnin okkar. Mér finnst þetta þjóðfélag vera farið að líkjast full mikið „ævintýrunum" sem maður les fyrir börnin og þau hafa gaman af en eru enn ekki farin að sjá samlíkinguna. Á hæð einni stendur glæsileg höll og stór- fengleg borg í kringum hana og þar búa hinir hátt settu. Og svo fyrir utan „borgarmúrana“ lifir alþýðan við örbirgð og skort, og mænir vonaraugum til hallar- innar. Ekki vil ég ganga svo langt að ætlast til að allir fái að búa í „höllinni" en allavega inn- an „borgarmúranna". Minn draumur er að börnin mín og annarra fái að lifa í samfélagi sem býður börnin þeirra vel- komin. Samfélagi sem hlúir að fjölskyldunni, samfélagi sem samhugur og hjálpsemi þekkist í, samfélagi sem metur þau og veitir þeim tækifæri til að lifa sómasamlegu lífi, að þau eigi kost á því að vera meira en „vinnudýr" sem enginn kippir sér upp við, hvort sem það lifir eða deyr, að þau geti stolt sagt: Ég tilheyri verkamannastétt og get séð fyrir fjölskyldu minni. Því vil ég skora á alþýðuna að hætta að mæna vonaraugum til „hallarinnar“, standa upp og láta í sér heyra, við erum til, við skiptum máli, við viljum viður- kenningu fyrir það sem við ger- um. Kristrún Jakobsdóttir. Kuba heillar Undirtektir íslendinga við ferðatilboði Samvinnu- ferða-Landsýnar til Kúbu á dögunum voru mjög miklar og heimsóttu alls um 1000 manns eyjuna í tveimur ferðum. Flogið var með Boeing-747 þotu flugfé- lagsins Atlanta, en félagið hefúr yfir að ráða mun meira af sætaframboði í sínum flugvélakosti en sjálfar Flugleiðir. Af viðbrögðum ferða- langa að dæma heillaði Kúba marga mörlanda upp úr skónum og sérstaklega þá sem reyndu að upplifa þjóðlíf eyjarinnar á for- sendum heimamanna. Hin- ir sem horfðu á þjóðlífið út frá gildismati hins vest- ræna þjóðfélags urðu hins- vegar fyrir einhverjum vonbrigðum vegna þess að á Kúbu er þjóðlífið með allt öðrum hætti en íbúar Vest- urlanda eiga að venjast. Enda ekki nema von í landi sem er staðsett nokkru sunnar en Floridaskaginn, í viðskiptaherkví Banda- ríkjanna og hefur lotið ein- ræðisstjórn Kastrós svo lengi sem næst, næst elstu menn muna. Hvað sem því líður ein- kennist mannlífið af mikilli lífsgleði, matur virtist vera nægur, ólæsi hefur verið útrýmt og heilbrigðisþjón- usta á háu stigi. í þeim efn- um er vert að benda á að tannlæknaþjónusta er ókeypis, öndvert við nægtasamfélög Vestur- landa. Drykkjarvatnið þótti hinsvegar ódrekkandi vegna klórblöndunar. Aftur á móti fór það ekki framhjá upplýstum landanum að eyjaskeggjar eiga í miklum efnahagsþrengingum vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna og falls Sovétríkjanna. Sámi ögrað Kúba kom því mörgum í opna skjöldu og þá sér- staklega þeim sem aldrei hafa véfengt bandarískar og aðrar vestrænar fréttir af þessu eylandi. Enda var það svo að obbinn af ís- lensku ferðalöngunum vildu ólmir og uppvægir fá kúbanska stimpla í vega- bréfm sín þótt það kunni að valda þeim erfiðleikum síðar meir þegar þeir heimsækja Bandaríkin. En samkvæmt nýsamþykktum lögum þar vestra er hægt að refsa þeim sem ferðast til Kúbu eða eiga viðskipti við landið á einn eða ann- an máta. Umsjón: Guðmundur R. Heiðarsson f- & Þegar meinhornsritari fór í sjoppu um daginn og keypti sér súkkulaði og skilaði því vegna elli- bragðs sagði Leiðarljóssísk afgreiðslustúlkan: „Ertu bara ekki með vont bragð upp í þér????“ Ilalló hver elur af sér slík börn, kurteisi og kúnnafræði eru sumum gleymd og grafin. Já svo langar kvenkyns meinhornsritara að leggja sitt í púkkið í umræðuna um óréttlæti kynjanna. Haldiði ekki að kyrrsetu karlmaður brenni jafnmörgum kaloríum á klukkustund og kona sem er á nokkuð góðri siglingu, svona stússandi í vinnu eða á heimili. Ég þetta hægt? ig meina - er

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.