Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Síða 10

Dagur - Tíminn - 05.12.1996, Síða 10
22 - Fimmtudagur 5. desember 1996 jDítgur-3Iimtmt JOLABÆICURNAR íslandsförin Guðmundur Andri Thorsson Mál og menning Jónar og Gunnur þessa lands voru fram á þessa öld speg- ilmyndir forfeðra sinna, ein- trjáningar með draugslega skugga kynslóðanna í halarófu að baki sér. Fólk sem bisaðist við það sama öld eftir öld, frá lokum glæstrar hetjualdar og fram á þá 20. Þessir fjölfölduðu íslendingar komu við sögu í ís- lenska drauminum og þeir ganga aftur í pælingum ensk-ís- lenska ferðalangsins í nýju bók- inni hans Guðmundar Andra. Englendingar af fínna taginu sem skrifuðu ferðasögur frá ís- landi á síðustu öld voru að mestu leyti uppteknir af hver- tun og eldgosum. Pegar þeir neyddust til að eiga samskipti við þessa þjóð vakti hún þeim ýmist viðbjóð, smælingjasamúð eða eih'tinn áhuga. íslenskur höfundur á 20. öld getur valið ýmsar leiðir til að læðast inn í þessa hefð, skoða hana ofan frá og sýna samtíð- armönnum sínum aðra hhð á 19. öldinni en áður þekkist. Guðmundur Andri fetar áfram slóðina úr íslenska drauminum með því að grufla í og greina sjálfsmynd þjóðarinnar. Ferða- langi hans þykir líklegt að slit- inn verði strengurinn milli for- tíðar og þjóðar í framtíðinni, að þessi undursamlegu róman- tísku tengsl við hjartslátt nátt- Stílleg U-beygja úru kafni í þægindum nýs lífs. Jón Hólm, fylgdarmaður ferðalangsins, er ofurhugi sem ætlar að koma landi sínu á kort- ið og hann er í bókinni tákn fyr- ir þá sem verða í fararbroddi við að hrekja drauga kynslóðanna úr halarófunni íslendingsins. 2-3 drömu eru undirliggjandi í dagbókinni, ástarsaga Hólms, leitin að íslenskri móður ferða- langsins og leit hans að friðþæg- ingu vegna voðaverks úr ná- lægri fortíð. Drömun eru djúpt grafin í ferðalýsingunni og þeim stingur sjaldan upp þar til rétt undir lokin að dulargáturnar leysast. Ekki þannig að maður hafi iðað í skinninu eftir lausn- inni heldur var þessum málum bara einhvern veginn lokað. Málalokin sögðu lítt meira en feluleikur þeirra í sögunni. En erfiðast er að sætta sig við höfuðkarakterinn, þennan íslenskættaða unga mann sem skrifar dagbókina. Hann skrifar Lóa Aldísardóttir skrifar um bœkur svo vandað mál og er svo sam- viskusamur að skrá niður um- ræðuefni dagsins og það er svo sjaldan að hann laumi því út úr sér sem gæti neglt hann niður sem mannskepnu, að karakter- inn verður fljótandi, fjarlægur og manni óviðkomandi. Þá er Hólm mun líflegri karakter, þó kunnuglegur sé, og nokkrum sinnum kemur höfund- urinn á skemmtilegum fundum ferðalangsins við þjóðkunna ís- lendinga eða aðra almúgamenn. En eiginlega átti maður von á fleiri smámyndum, að fleiri áhugaverðar vangaveltur yrðu færðar til bókar í þessari sögu. Eflaust er ekki einfalt að loka sögu þar sem ekki er boð- legt að láta elskendur ná sam- an í langþráðum kossi. Nýróm- antískt fall hetju íslenska draumsins er blandað trúar- legri tilvísun í íslandsförinni. Hér er fallið opnara og getur lesandinn hugsað sér lending- una dúnmjúka eða harkalega. Eða kannski bara verið sama. Eitthvað tært, ferskt og næst- um líkamlegt hefur einkennt texta og sögur Guðmundar Andra til þessa. í nýju bókinni tekur hann U-beygju í stílnum sem verðxu- á yfirborði kórrétt- ur og áferðarsléttur. Stfllinn hefur verið aðall hans til þessa en smurður og vandlega unninn textinn teymir söguna inn í ein- hverja sómakæra nýrómantíska þoku. Það vantar á hann horn- in, það vantar í hann lífið - til að gefa þessari annars ágætu hugmynd tilhöfðun hérna meg- in aldar. Laufabrauð « og lcökur Félag harmonikuunnenda við EyjaQörð verður með laufabrauðssölu og kökubasar í Blómaskálanum Vín, laugardaginn 7. des. eftir kl. 14. Harmonikuleikur Bingó Harmonikuunnendur verða einnig með stórkostlegt matar- og munabingó í Lóni við Hrisalund sunnudaginn 8. des. kl. 15. Laufabrauðssala. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Blóðakur Blóðakur Ólafur Gunnarsson Útg.: Forlagið 1996 508 síður S Blóðakri, bók númer tvö í trflógíu Ólafs Gunnarssonar um íslenskan samtíma, eru ofin saman örlög tveggja íjöl- skyldna. Önnur er af því tagi sem enskumælandi þjóðir kalla „upper middle class“, hin stríð- ir við bág kjör, ijármálaóreiðu og í meira lagi skrautlegar heimiliserjur. Best er að undir- ritaður tefji ekki að lýsa þeirri skoð.un sinni að árangurinn er frábær. Hið ríkulega safn per- sóna, efnaðra sem snauðra, nýtur allt óskoraðrar samúðar hans. Persónur sem í höndum minni höfundar hefði legið beint við að lýsa sem hlægileg- um hofróðum, sem gáfu kjörið tilefni til þess að draga þær sundur og saman í háði, mótast í meðferð Ólafs sem viðkvæmar og gjarna sárvorkunnverðar manneskjur með djúpt særðan metnað og sumar gæddar of viðkvæmu eðli - eins og Axel forstjóri - til þess að lifa af þá prísund sem það „Heiðnaberg" er sem þær líkt og óafvitandi hafa gengið í og eiga ekki aftur- kvæmt úr. Hér er réttur staður til þess að benda á skyldleikann milli nafns Tröllakirkju og fjöl- skyldufyrirtækisins volduga Heiðnabergs. Blóðakur ber sterkan trúarlegan undirtón - eins og Tröllakirkja - og hér togast á öfl sem varla nokkur nútímamaður kemst hjá að velja í milli, fyrr eða seinna. Meginfulltrúi hins fyrirferðar- mikla trúarlega þáttar bókar- innar er kaþólski presturinn séra Bernharður. Þrátt fyrir að hann reyni - uns trúarsannfær- ing hans hrekur hann loks út í horn - að hafa sig sem minnst í frammi og minnir því stundum á óframfærið barn, verður hann til að tengja örlög hinna gjör- ólíku Qölskyldna saman. Og það verður að lyktum hlutskipti hans að við hann má segja eins og séra Matthías orðar það: „Langt með Kristi sastu kvala- kvöld...“ En er Blóðakur þá kannski „kaþólsk" bók? Hreint ekki, þótt auðvitað sé hverjum frjálst að skoða hana sem slíka. Ólafur hefur komið sér upp full- komlega persónulegum stfl og það er ríkur stfll, heillandi flæði þar sem ég vil ekki kannast við að honum verði nokkurs staðar fótaskortur. Stfllinn einkennist af stakri orðgnótt sem notuð er af næmi og smekkvísi, en notast þó best hvað viðkemur fádæma athyglisgáfu höfundar og glögg- skyggni á smáatriði. Það er ein- mitt þessi síðasttaldi eiginleiki sem gert hefur stórskáldum kleift að leiða lesanda sinn í gegnum oft svo langar bækur. Lesandinn hættir aldrei að trúa - myndin á síðunum er svo sannfærandi. Þetta er lífsves- sinn í stfl Ólafs Gunnarssonar og í þessum stfl er ósvikið „hjarta", þótt ég finni mig kom- inn út á hálan ís að grípa til svo huglægrar líkingar. Þá dáist ég ekki minnst að því hvernig Ólaf- ur leysir eina hina erfiðustu þraut skáldsöguritarans, það er hlutverk sögumannsins — sem samt er kvaddur til sögunnar strax í upphafi bókarinnar og það með heldur en ekki sköru- legum hætti. Fyrr en varir er hann þó orðinn að alvitrum höfundi, sem veit upp á hár hverju fram fer við viðkvæm- ustu og leyndustu athafnir sögupersónuna. En það truflar aldrei. Slík er kænska höfundar, þótt þessi dálítið undarlegi fugl, sögumaðurinn, skjóti af og til upp kolli og þá helst við fremur grátbrosleg tilefni. Á sína vísu tel ég að með Blóðakri hafi enn orðið nokkur þáttaskil á rithöfundarferli Ól- afs Gunnarssonar. Án þess að ég skilgreini það nokkru frekar, er Tröllakirkja í huga mér öllu þyngri á bárunni en Blóðakur. Ég vil dirfast að lflcja Trölla- kirkju við nýtt, glæsilegt skip, sem eigi að síður er bundið svo- sem einum spotta við bryggju. í Blóðakri er skipið aftur á móti komið á fulla siglingu, það sér vítt of, og skipstjóri stendur hátt í lyftingunni og velkist ekki Atli Magnússon skrifar um bœkur í neinum vafa hvert hann ætlar. Ég giska á að höfundur hafi mátt sigla krappastan sjó, þegar hann stendur andspænis þeim vanda að láta séra Bernharð fá unglingastóðið, sem fyllir Aust- urstræti um helgar, til þess að fylkja sér um málstað serbneska drengsins Dragutins og hertaka húsið við Suðurgötu, því þar lætur höfundur „drengsmálið" fræga endurtaka sig, þegar flytja á þennan umkomuleys- ingja úr landi. En auðvitað er vandinn að safna unglingunum .saman ekki séra Bernharðar - hann er höfundarins! Og líka þessari þraut reynist hann fær um að rísa undir og leiðir les- andann þéttu handtaki inn á sjálfan blóðakurinn og sleppir handtakinu ekki fyrr en við sögulok. í stuttri umsögn verður því oft ekki öllu að komið sem ritdómara langar til að segja. En eftir stendur að við höfum eignast höfund, sem reynst hef- ur vaxinn þeim vanda að rita 508 síðna frábært skáldverk - og án þess að kljúfa það nokkru sinni, sem þó hefur hent ekki minni menn en til dæmis F. Scott Fitzgerald og Joseph Conrad, svo aðeins tvö dæmi séu nefnd. Ríkti enn sú tíska að menn bæru hatta, væri ekki annað hægt en að biðja menn að taka ofan fyrir Blóðakri. En úr því að hattatískan er fyrir bí, verðum við að láta nægja að bukta okkur.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.