Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Side 5

Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Side 5
Jlagur-Œímiim Laugardagur 7. desember 1996 - V SÖGUR O G SAGNIR Þjóðargrafreiturinn eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. meistari ráð fyrir 44, auk duft- kershorna, og er reitnum skipt í fjórðunga. Allt skyldi vera sem þjóðlegast. Aðeins hvíla nú, 56 árum eftir stiftun og gerð þjóð- argrafreitsins, eitt og hálft norðlenskt skáld í hinum helg- aða, en auðmýkta snillinga kirkjubaksgarði. Hvort í sínum íjórðungi, allt um upprunann að norðan. Fyrr var hér graf- inn, og áður en reiturinn var hlaðinn og moldfylltur, Einar Benediktsson, ofurmenni and- ans og skáldgáfunnar. Stóðu um 30 manns yfir moldum hans hinn 29. janúar 1940, er síra til slyssins við Hraunsvatn um bræðurna, en af því að það get- ur ekki átt við um Önnu Margreti, er vísað jafnvel til dansks uppruna föðurkyns ömmu þeirra, Jórunnar Lárus- dóttur klausturhaldara á Möðruvöllum Schevings, síður til Eldjárns ættmenna síra Ilall- gríms Þorsteinssonar. Er sú undanfærsla órökstudd lausn, þar sem er útlent fólk og lítið um kunnugt, nema að Hans Scheving, hinn danski höfðingi á Möðruvöllum, var merkur og elskaði hið nýja föðurland sitt handan Atlantsála heitt og ævi- langt. Á leiðum Lárusar Schevings og fyrri konu hans, Þórunnar Þorleifsdóttur, eru elstu legsteinarnir í Möðru- vallakirkjugarði, hans 1722, hennar1696. Víkja skal nú að helguðum reit fjarri Eyjafjarðarprófasts- dæmi. Er það hinn s.n. þjóðar- grafreitur á Þingvöllum, all hátt upp hlaðinn og hringlaga að fornri hefð, jarðvegsfylltur, þar sem mold vantaði í hrauninu, gerður sumarið 1940 eftir teikningu Guðjóns Samúelsson- ar húsameistara rilcisins, en að fyrirsögn hins slynga stjórn- málamanns og framkvæmda- sinnaða þingmanns og ráð- herra, Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Þessi merkilegi for- göngumaður í íslensku þjóðlífi var ýmist dáður og hataður, virtur manna mest og öfundað- ur meir en nokkur samtíðar- maður annar. Var álit landa hans með fullum öfgum, eins og raunar sumar ákvarðanir hans með öllu ráðríki. Hann var for- maður Þingvallanefndar frá upphafi 1928, uns hann varð að víkja í október 1946, vegna þjóðargrafreitsins og þeirra lík- amsleifa Jónasar Hallgrímsson- ar, sem þá voru fluttar til lands- ins. Ætlun Jónasar frá Hriilu var sú í andlegra stórmenna draumi, að útvaldir kjörsynir andans og fremstu fyrirmenn þjóðarinnar yrði jarðaðir í þjóð- argrafreitnum á hinum forn- helga sögustað íslendinga. Að- eins fáir raunar, þó að sæi til framtíðar. Munu grafarstæðin hafa átt að vera 48 í minningu hinnar fornu lögréttu, en ein- hverra hluta vegna gerði húsa- Síra Friðrik J. Rafnar prófastur bað sýslumanninn leyfis, að síra Sig- urður mætti jarða beinin í kirkju- garðinum á bakka, helst hinn næsta dag. Friðjón Skarphéðinsson. Bakkakirkjugarði, skráði hann í prestsþjónustubókina á Bægisá „merkiskona“ við nafn Rann- veigar Hallgrímsdóttur í at- hugasemdadálkinn í dauðra- registrinu. Kirkjuhúsið á Bakka er næstelsta trékirkjuhúsið, sem enn stendur í Hólastifti. Byggði Þorsteinn Daníelsson á Skipa- lóni kirkjuna 1843 og er smíði hússins tiltakanlega fallegt. Á Bakka er því ekki aðeins hinn gamli sóknarkirkjugarður Jónasar Hallgrímssonar og í næstu grennd við Steinsstaði, heldur var þetta sama kirkju- hús kirkja Rannveigar móður hans, dætra hennar og fjöl- skyldu. Bakkakirkja er hús minninganna, vígð tæpum tveimur árum áður en skáldið og náttúrufræðingurinn dó á Friðriksspítalanum í Kaup- mannahöfn, og kirkjugarðurinn á Bakka helgur reitur fjölskyldu hans, frændliðs og fornra vina. Þorsteinn bróðir Jónasar flutti úr Bakkasókn, þegar hann kvæntist og hóf búskap á Neðstalandi í Öxnadal 1829, en Neðstaland er í Bægisársókn. Kona hans var ein hinna nafn- kenndu Kjarnasystra í Eyjafirði, Guðný Þórðardóttir, með af- brigðum fríð, en systurnar voru svo þekktar af kvenlegri fegurð, að orð fór af víða um Iand. Bjuggu þau Þorsteinn á Neðsta- landi, sem raunar er fleytings- jörð vegna einkum góðra engja og nærtækra, til 1838, er þau fóru að óðali móðurfeðra hans að Hvassafelli í Eyjafirði. Þrír synir þeirra, Hallgrímur, Jónas og Þorsteinn, voru allir fæddir á Neðstalandi, en Rannveig dóttir þeirra í Hvassafelli. Þorsteinn dó 56 ára og var jarðaður í Miklagarði, að sóknarkirkju Hvassafellsfólks, hinn 8. apríl 1857. Síra Jón E. Thorlacius, prestur hans, náinn vinur og tengdamaður, skráir með sinni fallegu hendi í Miklagarðsbók, að Þorsteinn dæi úr geðveiki. Nokkur veila eða taugabilun hefur blundað í þeim systkin- um, nema Rannveigu, rakin oft Friðriksgáfa, amtmannsstofan á Möðruvöllum, reist eftir brunann 1826, þegar Rannveig Jónasdóttir var þar hinn fyrra vetur sinn. Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni, prófastur Árnesinga, vígði hinn tilvonandi þjóðargrafreit. í nær 7 ár var þetta eina, steinsteypulagða leiði í framúr- skarandi manna garðinum, enda mæltist þessi uppáfynding Jónasar Jónssonar vægast sagt misjafnt fyrir, vakti jafnvel fulla andúð fólksins í landinu. Hefur það og komið í ljós, að slíkur þjóðargrafreitur á ekki hljóm- grunn með íslendingum. Þegar aska hins fyrsta forseta lýðveld- isins var ekki jarðsett í þessum garði, en að sóknarkirkju hans á Bessastöðum, má segja, að væri úti um hugmynd hins fyrr- verandi formanns Þingvalla- nefndar. Þá höfðu orðið mikil tíðindi, sár og illskeytt, þegar bein Jónasar Hallgrímssonar voru grafin í reitnum á fæðing- ardegi skáldsins fyrir Ðmmtíu haustum. Engin ldsta síðan í hálfa öld. Gerræðisleg og harm- full átökin, eftir að uppvíst var, að bein Jónasar skálds hefðu komið til landsins í kassa með Brúarfossi hinn 4. október, voru slík smán, að síðan líta íslands börn á þjóðargrafreitinn sem blett á menningu vorri og hin- um helgasta sögustað. Áh'ta má, að Jónas Jónsson hafi haft í hyggju að láta taka upp bein annarra Fjölnis- manna, en Brynjólfur Pétursson og Konráð Gíslason dóu báðir í Kaupmannahöfn og voru grafn- ir í Assistentskirkjugarðinum, barnlausir eins og Jónas Hall- grímsson. Nærtækastur var síra Tómas Sæmundsson á Breiða- bólstað í Fljótshlíð, en hann átti vörn í þjóðmerkum afkomend- um, fólkinu austur í Rangár- þingi á öld þessari og forgöngu Bakkakirkja í Öxnadal, reist 1843, forkirkjan byggð 1910. Hér stóð beinakistan uppi í eina viku í októ- ber1946. AS57 síra Sveinbjörns Högnasonar, og fengu bein hans grafarró og frið. Leifar Baldvins Einarsson- ar fengu einnig að vera í sínum reit í ró í Hjástoðargarði, enda átti hann son, sem fór til Ham- borgar og á þar niðja, sem bera enn nafn Einars umboðsmanns á Hraunum í Fljótum. Sam- þykki þeirra hefði orðið að ná. Hitt er annað, að ekkert sam- ráð var haft við ættingja Jónas- ar skálds, sem eru margir í byggðum Eyjaíjarðar, afkom- endur Þorsteins í Hvassafelli og Rannveigar systur hans á Steinsstöðum. Höfðu faðir minn og síra Benjamín á Laugalandi, prestur Eyfirðinga fram, sam- ráð við hina elstu og forsvars- menn þessa fólks, sem vildi að beinin yrði jarðsett á Bakka í Öxnadal, úr því að þau höfðu á annað borð verið rifin upp af 101 árs grafarkyrrð. Ekkert til- Iit var tekið til þessa, skriflegr- ar áskorunar allra helstu á- hrifa- og embættismanna á Ak- ureyri og nágrannasveitunum í Eyj afj arðarsýslu, náttúrufræð- inga og rithöfunda og harðvít- Síra Sigurður Stefánsson spurði prófastinn ráða um jarðsetningu beinanna á Bakka. ugra blaðaskrifa í Degi og Verkamanninum á Akureyri og raunar einnig í sunnanblöðum. Þar varð næsta hjáróma hin slóttuga staðhæfing Þjóðviljans, fundin í djúpri, pólitískri andúð á Jónasi frá Hriflu, að raunar skipti engu um þessi bein, þau væri hvort eð væri ekki líkams- leifar Jónasar skálds, heldur dansks bakara. Allt um það, að Jónas frá Hriflu ylti út úr pólitík stuttu eftir beinamálið og sé nú löngu horfinn af ókyrri þjóðlífs- braut sinni, skýtur hinni þrá- kelknislegu áróðurskenningu enn upp, þannig sögð og sett, að gefur aðeins í skyn tvíræða og tapaða von. Ef þessir menn hefði vitað, að öll kurl skáldsins komu ekki til grafar á Þingvöll- um, því að ekki náðist nema hluti hkamsleifanna 31. ágúst 1946: höfuðkúpa, herða- og handabein, krosslögð á brjóst, lægi enn undir fargi mýrajarð- vegsins á Norðurbrú og fóta- göflum hkkista, er síðar voru lagðar þar yfir, horfði málið öðruvísi við í togstreitu og þver- sögn. En hvernig átti nokkrum heilvita manni að koma til hug- ar, að Sigurjón Pétursson á Ála- fossi, sem hafði alla forgöngu um uppgröft beinanna, sam- kvæmt endurteknum óskum Jónasar skálds á miðilsfundum, að eigin sögn, fyndi ekki á sér við kistulagningu beinanna í Reykjavík, að ekki væri allt með felldu? Eitthvað vantaði — og ekki lítið. Er sú ályktun varla út í hött, því að svo næmur var Sigurjón, að þegar hann kom í kirkjugarðinn á Bakka, í fyrsta sinni og með öllu ókunnugur, á öðrum degi eftir kistulagning- una, gekk hann rakleitt að leg- stöðum síra Ilallgríms og frú Rannveigar og sagði, að hér ætti að grafa ástvin sinn. Var það tilvik býsna sannfærandi. Eins og áður er sagt, varð nokkur sjóður afgangs 1907, þegar líkneskið var gert og sett á stall við Landlæknishúsið, nú Amtmannsstíg 1. Leið og beið, uns Sigurður Ólason lögfræð- ingur, sem var formaður Stúd- entafélagsins 1938-1939, vildi hrinda í framkvæmd þeirri gömlu ætlun að láta gera leg- stein og setja á leiði Jónasar skálds í Kaupmannahöfn. Slík drifljöður sem Sigurður var, hlaut málið góðar undirtektir og komst á fremsta hlunn, en þá braust stríðið út og batt skjótan endi á. Hefði legsteinn- inn verið á hinu gamla leiði, er ósennilegt að sagan um danska bakarann í Þjóðviljanum fengi vængi, að vísu stýfða og ekki til flugs. Matthías Þórðarson þjóð-

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.