Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Síða 12

Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Síða 12
Laugardagur 7. desember 1996 - XII MINNINGARGREINAR Jlagur-'ðSntírai ANDLÁT Arinbjörn Sigurðsson. Snorrabraut 56, Reykjavík, lést á Hrafnistu, hjúkrunardeild, að- faranótt sunnudagsins 1. des- ernber. Arnfrfður Mathiesen, Austurgötu 30, Hafnarfirði, andaðist 29. nóvember. Baldur Jónasson, Afiagranda 40, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánu- daginn 2. desember. Björg Eyjólfsdóttir, Austurströnd 4, Seltjarnarnesi, er látin. Bogi Nikuiásarson, Sunnuvegi 18, Selfossi, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, sunnudaginn 1. desember. Eiríkur Guðberg Þorvaidsson, Dvergaborgum 3, lést á Land- spítalanum sunnudaginn 1. desember. Emilía Brynhildur M. Jóhannesdóttir frá ísafirði, Hrafnistu, llafnar- firði, lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 17. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Emilía Snorrason. Hrafnistu, Hafnarfirði, lóst mánudaginn 25. nóvember. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Georg Á.H. Kulp, tónlistarmaður og kennari, lést í Malente, Þýskalandi, 11. nóv. Guðbjörg (Lilla) Björnsdóttir Elsoff, síðast búsett í Bandaríkjunum, er látin. Guðmundur Magnússon frá Traðarbakka, Akranesi, síð- ar Bláhömrum 2, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 20. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hákon Þorkelsson, Arahólum 4, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 29. nóv. Helga Ágústsdóttir, Hamragerði 12, Akureyri, lést fimmtudaginn 28. nóvember. Hulda Samúelsdóttir er látin. Jóhanna G. Freysteinsdóttir, Blönduhlíð 8, lést á heimili sínu að morgni 18. nóv. Jón Jóhannsson frá Kirkjubóli, Brekkuhvammi 1, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 1. desember. Karl Jónsson, Skaftahlíð 25, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu- daginn 28. nóv. María Sigurðardóttir, Starengi 48, Reykjavík, er látin. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Pálína Lilja Guðnadóttir, til heimilis í Austurbergi 36, lést á Landspítalanum 30. nóv- ember. Ragnhildur Guðjónsdóttir, Rauðafelli, Austur-Eyjaíjöllum, lést á hjúkrunarheimilinu Ljós- heimum, Selfossi, föstudaginn 29. nóvember. Sigríður Kristjana Sigurðardóttir, Grettisgötu 56b, lést á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur 24. nóv. sl. Sigurður Sigurðsson listmálari lést þann 1. desem- ber. Skúli Bachmann, Bólstaðarhlíð 58, Reykjavík, lést á Landspítalanum 28. nóv. Steinunn Guðmundsdóttir frá Firði andaðist 16. nóvem- ber. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Svanlaug Finnbogadóttir frá Galtalæk á Landi, Víðimel 21, Reykjavík, andaðist sunnu- daginn 1. desember. Sæmundur Sigurðsson málarameistari lést sunnudag- inn 1. desember. Þórunn Woods, Blikabraut 3, Keflavík, lést þriðjudaginn 26. nóvember. Höskuldur Ágústsson Höskuldur Ágústsson fædd- ist á ísafírði 7. nóvember árið 1905. Hann lést á Reykjalundi 24. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingi- gerður Sigurðardóttir, f. 24.7. 1885, d. 19.11. 1918, húsmóðir á fsafirði og í Reykjavík, og Einar Ágúst Guðmundsson, f. 7.8. 1882, d. 16.3. 1965, fiskmatsmaður og verkamaður á ísafirði og í Reykjavík eftir 1913. Eignuðust þau sjö börn. Seinni kona Ágústs var Katrín Hreinsdóttir, f. 30.11. 1895, d. 6.5. 1994. Þau eignuðust tvær dætur. Systkini Höskuldar eru: Þóra, f. 1Ó.3. 1907, d. 28.5. 1977, hús- móðir í Reykjavík; Margrét Sig- ríður, f. 15.3. 1909, d. 24.7. 1992, húsmóðir í Reykjavík; Steinunn Sveinsdóttir (ættieidd), f. 1.2. 1911, húsmóðir í Reykjavík; Nanna Helga, f. 2.6. 1912, hús- móðir í Reykjavík; Ágústa, f. 8.10. 1914, húsmóðir í Reykjavík; Guð- mundur, f. 8.11. 1916, d. 17.10. 1983, bakarameistari í Reykjavík. Hálfsystkini Höskuldar, sam- feðra; BoUi, f. 30.8. 1920, fyrrv. sundlaugarvörður í Reykjavík; Ingigerður, f. 30.9. 1923, fóstra í Reykjavík; og Unnur, f. 11.7. 1927, kennari í Reykjavík. Hinn 12. september 1931 kvæntist Höskuldur Áslaugu Ás- geirsdóttur, f. 24.6. 1910, hús- móður. Hún er dóttir Ásgeirs Torfasonar frá Ólafsdal, efna- fræðings í Reykjavík, og Önnu Louise Ásmundsdóttur, kvenhatt- ara og kaupkonu. Áslaug dvelst nú á Reykjalundi. Börn Höskuld- ar og Áslaugar eru: 1) Ásgeir, f. 16.12. 1932, d. af slysförum 25.4. 1977, rafmagnstæknifræðingur, var kvæntur Albínu Thordarson arkitekt. Börn þeirra eru þrjú. Albína er gift Ólafi Sigurðssyni fréttamanni. 2) Ásgerður, f. 9.11. 1937, innanhússarkitekt, gift Ó- lafi Haraldssyni framkvæmda- stjóra. Börn þeirra eru fimm. 3) Anna Margrét, f. 10.5. 1941, kennari, gift Gunnari Kristjáns- syni sóknarpresti. Þau eiga eitt barn. 4) Hclga Ragnheiður, f. 20.4. 1947, ljósmóðir, gift Guð- mundi Sigurðssyni deUdarstjóra. Börn þeirra eru þrjú. 5) Áslaug Sigríður, f. 8.10. 1952, leirlista- kona, var gift Jóni Steinari Árna- syni stýrimanni. Þau skildu. Börn þeirra eru þrjú. Höskuldur ólst upp á ísafirði til átta ára aldurs, en þá fluttust foreldrar hans tU Roykjavíkur. Hann lauk sveinsprófi í vélsmíði frá vélsmiðju J.H. Jessen á ísa- firði árið 1924, lauk prófum frá Vélskóla íslands 1927 og frá raf- magnsdeild sama skóla 1936. Hann var vélstjóri á togurum 1925-27 og á skipum Eimskipafé- lags íslands 1927-33; var á veg- um félagsins hjá Burmeister og Wain í Kaupmannahöfn 1930. Höskuldur veiktist af berklum 1933, hætti sjómennsku eftir það, var frá störfum í tæp tvö ár. Hann var fyrsti vélstjóri við nýja sQdar- verksmiðju hjá Djúpavík hf. við Reykjarljörð sumarið 1935, starfsmaður hjá Rafmagnsveitu ReykjavUcur frá 1936, fyrst við Elliðaárstöð í eitt og hálft ár, síð- an við rafstöðina við Ljósafoss í Grímsnesi, en var ráðinn yfirvél- stjóri Hitaveitu Reykjavíkur 1943 með búsetu við Dælustöðina á Reykjum í Mosfellssveit. Því starfi gegndi hann tii 1975, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eftir að Höskuldur lét af störfum hjá Hitaveitunni tók hann að sér ráð- gjafarstörf við niðursetningu á djúpdælum og öðrum búnaði við hitaveituframkvæmdir víða um land. Þá stundaði hann afieysing- ar til sjós sem vélstjóri í sumar- leyfum sínum. Höskuldur sat í hreppsnefnd MosfeUshrepps 1960-66, í stjórn vinnuheimilisins á Reykjalundi 1946-75. Hann var gerður að heiðursfélaga SÍBS og sæmdur gullmerki sambandsins 1975. Höskuldur Ágústsson var einn úr hópi vaskra manna ungra sem veiktust af berklum á ijórða ára- tug þessarar aldar, þá 27 ára gam- all. Höskuldi vegnaði vel í þeirri baráttu, því að hann náði bata, læknaðist af sínum berklum og varð heill heilsu á ný. Því miður var það síður en svo hlutskipti allra á þeim árum. Höskuldur sagði undirrituðum eitt sinn löngu síðar að það hefði skipt sköpum í hans tilviki að hann tók þá ófrá- víkjanlegu ákvörðun, þegar hann vissi um veikindin, að fara í einu og öllu nákvæmlega eftir því sem honum var sagt til um af læknum og hjúkrunarliði varðandi lífsmáta, fæði og klæði. En það var einmitt nákvæmnin sem alla tíð einkenndi Höskuld, bæði í starfi og almennum lífsstíl. Hjá honum átti allt sinn tíma og sinn stað, allt skyldi standa heima og vera eins og um var talað. Berklaveikinda- kaflinn í lífi Höskuldar tók yfir um það bil tvö ár, sem vissulega er langur tími í lífi ungs manns, en þó tiltölulega skammur miðað við öll atvik í berklamálum á þeim tímum. SÍBS var stofnað á Vífilsstöðum í októbermánuði 1938 og var Höskuldur virkur félagi í SÍBS frá upphafi og þar til yfir lauk. Ilösk- uldur varð yfirvélstjóri Hitaveitu Reykjavíkur árið 1943, fyrstur manna í því starfi, og átti búsetu við Dælustöðina á Reykjum í Mos- feUssveit. Árið eftir að Höskuldur tók við þessu ábyrgðarmikla starfi gerðist það að SÍBS keypti land- spildu í MosfeUssveit, aðliggjandi landi Hitaveitunnar. Ekki réð því tUviljun ein saman að SÍBS keypti land þar sem rísa skyldi Reykja- lundur, það var „útspekúlerað" eins og sagt er í dag. Þótt ekki hafi ég heimildir fyrir þvf, tel ég víst að þar hafi m.a. komið til góð ráð frá Höskuldi. Starfsemin á Reykja- lundi hófst 1. febrúar og má segja að upp frá því hafi legið saman leiðir Höskuldar og Ijölskyldu hans annars vegar og Reykjalundar hins vegar. Eða með öðrum orð- um: rúmlega fimmtíu ára sam- staða og samvinna. Höskuldur tók sæti í fyrstu stjórn Reykjalundar árið 1945 og sat þar óslitið allt til ársins 1974. Uppbygging og þróun Reykjalund- ar í tímans rás hefur grundvallast á stuðningi og hollráðum góðra manna. Höskuldur var í þeim hópi öll sín ár. Svo hagaði til á landi Reykja- lundar að þar hafði nýlega verið byggður herskálakampur, þegar SÍBS festi kaup á því, og hafði am- eríski herinn borað þar eftir heitu vatni og sett upp litla dælustöð. Þessa borholu og dælustöðina fékk Reykjalundur til afnota. Reykjavík- urborg átti, og á, hins vegar rétt- inn á mestöllu heitu vatni sem úr iðrum jarðar kemur í Mosfells- sveit. Þáverandi borgarstjórn gaf SÍBS, og þar með Reykjalundi, um- rædda borholu og dælustöð og dugði hvort tveggja vel fram eftir árum. Síðan gerðist það snemma á áttunda áratugnum, þegar Hita- veita Reykjavíkur boraði nýjar hol- ur víðs vegar í Mosfellssveit, þar á meðal í landi Reykjalundar, að fyrrnefnd borhola þornaði, tæmd- ist. Þetta var að sjálfsögðu mjög slæmt mál og stefndi í verra. Höskuldur bjargaði þessu þó við, nánast samdægurs, með því' að láta leggja í skyndi leiðslu úr hita- veitustokk sem liggur um þvert land Reykjalundar. Seinna beitti hann sér fyrir því ásamt með öðr- um að leggja sérstaka leiðslu frá Dælustöðinni til Reykjalundar. Ég vil leyfa mér að nefna annað dæmi um stuðning Höskuldar og hjálpsemi til handa Reykjalundi. Á upphafsárum Reykjalundar, og raunar einnig Hitaveitu Reykjavík- ur, var framleiðsla og miðlun á rafmagni ekki í jafn öruggum far- vegi og nú er. Rafmagn fór gjarnan af nokkrum sinnum að vetrinum. Þess vegna var settur upp stór og mikill rafall í Dælustöðinni í Mos- fellssveit, knúinn ohu, sem settur var í gang þegar rafveitan brást. Fljótlega eftir að starfsemin hófst bauðst Reykjalundi að tengjast þessari rafaflsstöð, þannig að ljós- in kviknuðu fljótt aftur á Reykja- lundi ef rafmagnið datt út, sem gat varað í nokkra klukkutíma ef því var að skipta. Var þetta að sjálf- sögðu hið mesta hagsmunamál fyrir Reykjalund. I’að væri hægt að rekja hér ýmis önnur dæmi um stuðning og góðvild Höskuldar og konu hans, Áslaugar, við Reykjalund, en hér verður staðar numið í bili. Eftir að Höskuldur lét af störfum yfirvél- stjóra bjuggu þau hjón áfram um hríð í húsi sínu skammt frá Dælu- stöðinni, þar tU þau fluttu í íbúðar- húsnæði aldraðra í Mosfellsbæ. Þegar aldur færðist yfir máttu þau sæta ýmsum heilsufarslegum áföll- um, eins og oft vill verða hjá þeim sem ná háum aldri. Þeim hjónum tókst engu að síður að halda reisn sinni og bar Höskuldur, þessi há- vaxni og sterkbyggði maður, höf- uðið hátt allt til dauðadags. SÍBS og Reykjalundur eiga Hös- kuldi Ágústssyni margt að þakka og íjölskyldu hans eftir hálfrar aldar sambýli og samstarf. Ás- laugu eru sendar samúðarkveðjur frá stjórnum SÍBS og Reykjalundar og starfsmönnum, og einnig börn- um þeirra hjóna, tengdabörnum og afkomendum öllum. Haukur Þórðarson.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.