Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Síða 8
Laugardagur 7. desember 1996 - VIII
MENN O G ICYNNI
iOagur-®ímmn
Auöunn Bragi Sveinsson:
Kynni Sveins frá Elivogum við Hermann
Jónasson og heimilið á Syðri-Brekkum
Fyrir nokkru fór ég yflr ljóðahandrit
föður míns, sem enn eru í mínum
fórum. Síðar munu þau falin hand-
ritadeild Landsbókasafns íslands til varð-
veislu. Þar er að finna ljóð um heimili eitt
í Skagaflrði frá öndverðri þessari öld.
Á unga aldri orti faðir minn mikið og
valdi sér mörg viðfangsefni. Mest snérust
þau að vísu um fólk, sem á leið hans varð,
bæði í héraði hans, Skagafirðinum og víð-
ar, svo og í vinnuhópum.
Hér er meðal annars ætlunin að rekja
nokkuð kunningsskap föður míns við einn
ágætan Skagfirðing, sem fæddur var rúm-
um sjö árum síðar en hann, eða 25. des-
ember 1896. Maðurinn var Hermann,
sonur Jónasar bónda Jónssonar að Syðri-
Brekkum í Blönduhlíð í Skagafirði, og
Pálínu Guðnýjar Björnsdóttur konu hans.
Bæði voru þau hjón hreinræktaðir Skag-
firðingar. Hann frá Grundarkoti í Blöndu-
hlíð, en hún frá Hofsstöðum í sömu sveit.
Hermann ólst upp að Syðri-Brekkum.
Hann gekk menntaveginn, eins og kunn-
ugt er. Lauk lögfræðiprófi, þá orðinn 27
ára, enda þurfti hann að vinna fyrir námi
sínu. IJann var einn þeirra mörgu ágætu
manna, sem „brutust" áfram til mennta.
Þá voru ekki námslán eða styrkir, svo að
neinu næmi.
Leiðir föður míns og Hermanns lágu
fyrst saman, að því ég ætla, er þeir unnu
við byggingu brúar yfir austurálmu Hér-
aðsvatna, en það verk var framkvæmt
sumarið 1918. Við brúargerðina unnu
margir vaskir menn, flestir á besta starfs-
aldri. Hermann var þá 21 árs að aldri og
stundaði nám í Menntaskólanum í Reykja-
vík. Þá var hann orðinn fullharðnaður
maður og kappsfullur vel. Glímu tók hann
að æfa er hann var nemandi í Gagnfræða-
skólanum á Akureyri, og varð síðar þjóð-
kunnur glímumaður, eins og kunnugt er.
Sveinn Hannesson, þá bóndi í Elivogum
á Langholti, var orðinn 29 ára, fæddur 3.
apríl 1889. Ilann var drjúgur verkmaður,
líkur á vöxt og Hermann Jónasson frá
Syðri-Brekkum. Enda gaf Hermann föður
mínum alföt af sér, svo og frakka, árið
1932. Þetta man ég glöggt, þótt ég væri
ekki nema 8 ára, er faðir minn kom að
sunnan eftir að hafa gengið frá samningi
við Hagyrðinga- og kvæðamannafélag
Reykjavíkur um útgáfu ljóðabókarinnar
Andstæður, er út kom fyrir jólin 1933.
Hermann var heitinn eftir Hermanni
Jónassyni, sem var skólastjóri búnaðar-
skólans á Hólum frá 1888 til 1896, en
bóndi á Þingeyrum næsta áratuginn og
löngum kenndur við þann stað. Um þessi
nafnatengsl kvað faðir minn eftirfarandi
stöku:
Listastór um lífsins braut
lofstír safna kann og lýði.
Skólastjóra Hermanns hlaut
heiðrað nafn — og ber með prýði.
Hermann var yngstur bræðra sinna, en
þeir voru ijórir að tölu. Hér á eftir fara
enn vísur um Hermann:
Hermann brœðra yngstur er;
á jafningja sína fáa.
Vegi œðri velur sér
viskuslynga kempan háa.
Auðna Ijáist honum hress;
kappa spái ég verði ríkur.
Og í háum hefðarsess
hann við sjáum fyrr en lýkur.
Um bræður Ilermanns, þá Pétur, Sig-
urð og Björn, kveður Sveinn á þessa leið:
Pétri skýrafyrst skal frá,
—frœgða hraður bauganjerður,
elstur hlýra sinna sá;
sœmdarmaður er og verður.
Sinnisglaður Sigurður
svörum hreyfir kímnisjxnum,
heppnismaður hæglátur;
harðla líkur fóður sínum.
Burðaríkur Björn mun fá
bjarta og unga silkihlíði.
Ástin ríkir honum hjá;
héraðs verða talinn prýði.
Um systur Hermanns og bræðra hans
orti Sveinn stökur. Um Sigríði, sem var
yngst systkinanna, kvað faðir minn eftir-
farandi stökur, sem telja verður henni
mjög til tekna:
Hún Sigríður hrósið fœr,
— hrunda prýðin gáfnasnjalla —
eins og blíða blómið grær
best í hlíðum upp til fjalla.
Fögrum krýnist kvendyggðum;
klárum skín á œskudegi.
Yngst af sínum systkinum;
sorg og pínu þekkir eigi.
Hana leiði hamingjan,
henni veiti öll sín gœði.
Dýran heiðurs hljóti mann,
helst sem kann að laga kvœði.
Þá er eldri systirin ein eftir. Hún hét
Margrét. Sveinn var hrifinn af þessari
stúlku og vænti sér mikils af henni, enda
segja vísur Sveins það, sem segja þarf.
Hér yrkir ástfanginn maður um konuna,
sem hann þráir heitast af öllu:
Margrét systra eldri er,
íturvaxin fríðleiksmeyja.
Hver sem listakvendið sér
kné sín finnur skylt að beygja.
Gáfnasvipinn besta ber;
bragi kann að meta góða.
Ef að Jipast ekki mér,
er hún sannur gimsteinn Jljóða.
Hárafléttur gullnar gljá;
glampi nœrist ásta fríður,
bakið slétt og brjóstin há,
brosin skœr og rómur þýður.
Blendin eyðist bragaskrá;
brestur efni í kviðlingana.
Ekki reiðast Margrét má
manni, sem að dýrkar hana.
Margrét giftist Guðvarði Guðmundssyni
og bjuggu þau á Syðri-Brekkum.
Hér að framan hefur verið vikið að
systkinum Hermanns Jónassonar, vegna
kynna hans við systur hans, Margréti.
Ungt fólk verður hrifið hvert af öðru, eins
og gengur, og leiða þau kynni ekk; nærri
alltaf til ævilangrar samfylgdar. Sá mun
vilji Sveins hafa verið, en um hennar vilja
er ekki vitað. Greinilegt er, að Sveini muni
hafa sárnað, að ráðahagur tókst ekki með
þeim. Trúlega fjallar ljóðið „Mansöngur",
sem birtist í ljóðasafninu „Andstæður“, er
út kom á vegum Skuggsjár 1988, um sam-
band þeirra Sveins og Margrétar, svo og
ljóðið, sem hefst á erindinu:
Við kynntumst á ungdómsins árum
með œskunnar saklausu ráð.
Með flughraða fram leið svo tíminn,
uns fullorðinsaldri var náð.
En víkjum enn að Hermanni. Eins og
að framan sagði, unnu þeir faðir minn við
byggingu brúar yfir austurkvísl Héraðs-
vatna í Skagafirði sumarið 1918. Verk-
stjórinn, Jóhann Ólafsson frá Krossi, bað
Svein að kveða um verkamenn sína. Hlaut
hann að kvæðalaunum frí úr erfiðisvinn-
unni dag þann, sem yrkingarnar stóðu.
Um Hermann Jónasson kvað harm þá
þetta:
Hermann dóla að hauðri gat
hrist á fyrsta bragði.
Faldasólin mörg þann mat,
— menntaskólakandidat.
Athyglisverð eru þau ummæli Sveins
um Hermann, er hann spáir að hann megi
síðar líta í háum hefðarsessi. Ef til vill bar
Hermann þá þegar með sér, að hann yrði
foringi mikill, er fram liðu stundir. Svo
mikið er víst, að hann varð forsætisráð-
herra aðeins 37 ára að aldri og var æðsti
valdsmaður þjóðarinnar í næstum sam-
felld átta ár, sem á eftir fóru (1934 til
1942). Síðar var Hermann forsætisráð-
herra í hálft annað ár, frá 1956 til 1958. Á
Alþingi átti hann sæti í 33 ár, frá 1934 til
1967.
Eins og gengur um stjórnmálamenn,
átti Hermann sína öfundarmenn og var
umdeildur nokkuð. Að því vék faðir minn í
vísum, sem hann orti til hans 1932, en þá
var Hermann lögreglustjóri í Reykjavík.
Vísurnar birtust í „Andstæðum" 1933:
Aldrei hálfur eða veill,
œttlands mæri hlynur.
Vertu í málum happaheill,
Hermann, kæri vinur.
Þó að eitruð öfundin
að þér hramminn teygi,
frœgðin skreyti feril þinn
fram að lokadegi.
Itöfundur er kennari.