Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Qupperneq 9

Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Qupperneq 9
^itgur-Œmtmn MINNINGARGREINAR Laugardagur 7. desember 1996 -IX Bogi Nikulásarson Bogi Nikulásarson var fæddur að Kirkjulæk í Fljótshlíð 10. aprfl 1912. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 1. desember sl. Foreldrar hans voru Nikulás Þórðarson, kennari og hómópati (f. 1861, d. 1927), og Ragnhildur Guðrún Pálsdóttir húsmóðir (f. 1888, d. 1945). Börn þeirra voru, í aldursröð talið: Sigríður Anna Elisabet, Páll, Halldóra Guðrún, Ragn- heiður, Bryndís, Þóra, Geirþrúð- ur Fanney og Bogi. Ein eftirlif- andi er Bryndís. Bogi Nikulásarson aílaði sér almennrar barnaskólamennt- unar að hætti þess tíma. Hann nam við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal 1931 til 1932, og 1932 til 1934 stundaði hann nám við Bændaskólann að Hvanneyri. Frá 1932 til 1952 var Bogi starfsmaður við Til- raunastöðina að Sámsstöðum í Fljótshlíð. Bogi og eftirlifandi eiginkona hans, Ragnhildur Sigurðardótt- ir frá Sólheimakoti í Mýrdal (f. 1918), voru gefin saman 1943. Árið 1952 stofnuðu þau nýbýUð Hlíðarból í landi Kirkjulækjar í Fljótshlíð, þar sem þau bjuggu til 1971. Þá fluttu þau á Selfoss og hafa búið þar síðan. Fram til ársins 1989 stundaði Bogi verkamannavinnu, einkum við byggingaframkvæmdir. Dætur Boga og Ragnhildar eru ijórar: Ragnhildur Guðrún (f. 1943), skrifstofumaður í Reykjavik, sem á eina dóttur, Mörtu Þyri Gunndórsdóttur, í sambúð með Þórarni Finnboga- syni. Þau eru búsett í Kaup- mannahöfn. Sigrún Gerður (f. 1948), sjúkraliði á Selfossi, gift Sævari Sigursteinssyni raf- virkja. Þeirra börn eru Sigurður Bogi, blaðamaður á Akureyri, Sigursteinn Gunnar nemi og Ragnhildur nemi. Ragnheiður (f. 1955), verslunarmaður á Sel- fossi, gift Magnúsi Kolbeinssyni lögregluþjóni. Þeirra börn eru Sigrún, húsmóðir á Selfossi, og ívar Bjarki nemi. Sambýhsmað- ur Sigrúnar er Sigurgeir Reyn- isson og dóttir þeirra er Ragn- heiður Inga. Yngst dætranna (jögurra er Geirþrúður Fanneg (f. 1961), tónlistarkennari í Njarðvík, gift Ilaraldi Árna Har- aldssyni skólastjóra. Þeirra börn eru Bogi, Haraldur og Hildur, öU eru á barnsaldri. Útför Boga Nikulásarsonar verður gerð frá Breiðabólstað- arkirkju í FljótshUð í dag, laug- ardag, og hefst kl. 14:00. í fórum mínum á ég mynd af afa mínum þar sem hann situr á hestasláttuvél á bleikum kornökrum Sámsstaða. Sláttu- vélin er dregin af þeim Doksa og Sindra, hans eftirlætishestum. í baksýn eru reisuleg bæjarhús og í fjarska sést til annarra bæja í Fljótshlíðinni, þeirri sveit sem var fósturmold hans og kærasti staður. Mér þykir vænt um þessa mynd. Hún er á margan hátt lýsandi fyrir hans líf. Við sjáum bóndann í önnum sínum; mann- inn sem yrkir jörðina og líkast til hefur ekkert verkefni verið afa jafn kært. f veikindum afa síðustu árin leitaði hugur hans oft austur í Fljótshlíð, til þeirra daga þegar hann annaðist búsmala, erjaði jörðina og var þátttakandi í sköpunarverki náttúrunnar. Fyrst í foreldrahúsum á Kirkju- læk, síðar á Tilraunastöðinni á Sámsstöðum og loks á Hlíðar- bóli, nýbýlinu í landi Kirkju- lækjar sem hann og amma byggðu — frá engu til bjargálna bús. Afí var einn þeirra manna sem sáu sveitina sína taka fram- forum sem svara til árþúsunds. Harla h'tið breyttist Hh'ðin frá þeim tíma þegar kappar Njáls- sögu riðu um héruð og fram á öndverða þessa öld. Þá tóku við þær umbyltingar aldamótakyn- slóðarinnar, sem á síðasta mannsaldri hafa skapað það samfélag sem við lifum nú í. Á kveðjustundu streyma margar góðar minningar fram, sem munu ylja okkur. Indælar samverustundir, umhyggja gagn- vart Ijölskyldunni: eiginkonu, börnum og barnabörnum og nú síðast Iangafabarni. Við minn- umst skemmtilegra spjallstunda um h'fið, tilveruna og það sem hæst bar á líðandi stund. Þá eru ónefndir ýmsir góðir þættir í daglegu fari afa míns, svo sem orðheldni, sáttfýsi, hæglæti og hlýhugur. Hann vildi ekki skulda neinum manni neitt og gerði það ekki heldur. Hann vék kærleik- anum að samferðafólki sínu. „Við verðum að komast af með friði við samferðafólk okk- ar,“ sagði hann einhverju sinni og hafði þar lög að mæla. Mætt- um við öll taka sitt Iítið af hverju úr eðlisfari afa okkur til eftir- breytni, og verða þá fyrir vikið heldur heilla og skárra fólk en við ef til vill erum. Afi var nefni- lega á margan hátt fyrirmynd þess hvernig við hin ættum að vera. Hann komst hávaðalaust í gegnum lífið og fyrst og síðast var það umhyggja fyrir sínum nánustu, sem hugur hans var bundinn við. Sveitabúskapur var starfsvett- vangur afa allt fram til ársins 1971. Þá fluttu hann og amma á Selfoss og við tóku önnur störf, meðal annars við virkjanafram- kvæmdir á hálendinu. Við slík störf og önnur tengd vann hann . allt fram til 77 ára aldurs. Tengslum við búskap hélt hann fram á hin síðari ár með hesta- eign. Hér get ég sérstaklega þáttar starfsfólks á Lundi á Hellu, sem hjúkraði afa síðustu mánuðina. Framlag þess fólks er þakkar- vert og ber fagurt vitni um þess innri mann. Það fer og vel á því, þar sem hugur afa leitaði svo oft austur í Fljótshlíð á síðustu árum, að hann sé til moldar bor- inn þar, að Breiðabólstað þar sem foreldrar hans og margir ættingjar hvila. Tjaldið er fallið. Stjarna er í nattstað. Eftir stendur minningin ein. Þó getum við ornað okkur við vísuna góðu, skagfirska að ætt, sem hér á vel við: Þegar byljir bresta á, best er að allir megi leika sér að Ijósmynd frá liðnum sumardegi. (Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka) Sigurður Bogi Sœvarsson. Það kom mér ekkert á óvart þeg- ar mér var sagt að afi væri dáinn. Hann var búinn að vera mikið veikur undanfarnar vikur. En samt trúi ég því ekki. Það var orð- inn vani að líta inn í herbergið hans afa, þegar ég kom í heim- sókn, og gá hvort hann lægi þar á bekknum sínum, en núna verður aldrei framar afi minn þar, í mesta lagi h'til langafabörn að lúlla hádegislúrinn. Oftast þegar börnin og barna- börnin hittust heima hjá ömmu og afa, var hlegið, borðað og bakað. Og þá voru andlitin rauð af lilátri, en núna eru þau rauð af tárum. Mér þykir rosalega vænt um afa, og örugglega hugsa allir eins sem þekktu hann. Ilann var einn af þessum sem skömmuðu mig aldrei, og þannig fólk finnur mað- ur sér aldrei ástæðu til að vera illa við. Afi var bara þessi maður sem var vinur allra og vildi að all- ir væru vinir sínir. Ég man eftir hvað mér fannst afi alltaf fallegur, gamall maður. Hann var með tær og svo góðleg ljósblá augu. Svona ljósblá eins og við öll óskum okk- ur. En ég var ekki að horfa á ytri fegurðina, það var sú innri. Þessi sem er inni í okkur öllum, en kemur mismikið út, og í afa tilfelli kom hún öll út. Ég hugsaði um það þegar afi lá banaleguna, hvort ég ætti að heimsækja hann í hinsta sinn. Og ég sé ekki eftir því að hafa sleppt þvi, þær minningar sem ég á um hann eru það góðar að ég hefði séð eftir því alla ævi, ef ég hefði skemmt þær. Afi hefði aldrei átt að vera bóndi, hann hefði átt að vera eng- ill. Og nú er hann engill, eins og honum var alltaf ætlað. Og nú hð- ur honum vel. Ragnhildur Sœvarsdóttir. Alda Guðlaugsdóttir Alda Guðlaugsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 21. desem- ber 1928. Hún lést 24. nóv- ember s.l. á Sjúkrahúsinu á Húsa- vík. Foreldrar Öldu voru Ragnhild- ur Friðriksdóttir húsmóðir, fædd 12. júní 1902 að Rauðhálsi í Mýr- dal, dáin 16. ágúst 1977, og Guð- laugur Halldórsson útgerðarmaður, fæddur 20. maí 1898 að Stórabóli, Mýrum í Hornafirði, dáinn 2. apríl 1977. Systkini Öldu voru: Friðþór, fæddur 11. okt. 1926, búsettur í Vestmannaeyjum; tvíburasysturnar Guðbjörg og Elín, fæddar 21. apríl 1930, Guðbjörg búsett í Reykjavík og Elín í Vestmannaeyjum; og Vig- fúsína, sem lést 1994. Eiginmaður Öldu var Hreiðar Sigurjónsson, fæddur 7. ágúst 1920, fyrrverandi bifreiðarstjóri frá Heiðarbót í Reykjahverfi, Suður- Þingeyjarsýslu. Börn þeirra hjóna eru: 1) Ragn- hildur, f. 30. ágúst 1948, búsett á Húsavík, maki Sveinn Rúnar Ara- son, f. 14. feb. 1946. Þeirra börn eru Helga Eyrún, f. 1. okt. 1966, Örvar Þór, f. 5. nóv. 1970, og Alda, f. 23. apríl 1977. 2) Sigurjón, f. 5. des. 1952, búscttur í Keflavík, maki Helga Árnadóttir, l'. 31. okt. 1956. Börn þeirra eru Hreiðar, f. 29. júní 1975, Birkir Freyr, f. 30. sept. 1977, Tinna Rós, f. 10. apríl 1984, og Kristján, f. 12. sept. 1995. 3) Hreið- ar, f. 4. mars 1966, búsettur á Húsavík, maki Steingerður Ágústa Gísladóttir, f. 12. júlí 1 ‘'69. Þeirra börn eru Sigurður Ágúst, f. 3. okt. 1991, og tvíburarnir Ragnhildur og Sigurjón, f. 16. ágúst 1966. Barna- barnabörnin eru sex. Alda ólst upp hjá foreldrum sín- um í Vestmannaeyjum, en dvaldist sem barn nokkur sumur hjá frænd- fólki sínu að Pétursey í Mýrdal. Alda fluttist til Húsavíkur 1947, en þá var hún trúlofuð Hreiðari. Þau giftu sig á annan í jóium 1948. Alda vann ýmis störf utan heimilisins, síðast vann hún við ræstingar í Borgarhólsskóla, en hætti þar í desember 1995, þá nýorðin sextíu og sjö ára. Fyrir rúmum mánuði stóðum við Alda mín hlið við hlið með bros á vör í brúðkaupi barna okkar, Steingerðar og Hreiðars, ótrúlega montnar með afkvæmin þegar þau stóðu þarna og játuðust hvort öðru. Litli augasteinninn hennar Öldu, hann Sigurður Ágúst, stóð tilbúinn með hringa foreldra sinna á púða, sem hann sveiflaði með til- þrifum þegar að þeim þætti kom. Og ekki minnkaði stoltið þegar tví- burarnir voru færðir upp að altar- inu til afanna, þvílíkt ríkidæmi! Þarna voru þeir skírðir og látnir heita í höfuðið á eldri börnunum hennar, Ragnhildi og Sigurjóni. „Ja, alltaf kemur hún manni á ó- vart,“ varð Öldu að orði og glamp- aði á gleðitár í augum hennar þeg- ar athöfninni lauk, og átti þá við nýbakaða tengdadóttur sína í sam- bandi við nöfnin á tvíburunum. Þennan ógleymanlega dag kom kona til mín og sagði: „Þið hjónin eruð svo heppin með tengdafor- eldra Steingerðar. Þau eru svo hress og samband ykkar við þau svo náið og ljúft.“ Það má með sanni segja að það hafi verið „ást við fyrstu sýn“ fyrir átta árum, þegar þessi glæsilegu hjón komu í fyrsta sinn í heimsókn til okkar hjóna. Allur taugaóstyrkur hvarf eins og dögg fyrir sólu, þegar þau birtust með sína stóísku ró og hlýju. Það reyndist auðvelt að tala við þau um allt milli himins og jarðar. Aldursmunurinn hafði ekkert að segja. Ekki leið á löngu þar til við Alda vorum farnar að hlæja og flissa, en það áttum við eftir að gera æði oft síðar og ekki þurfti mikið til, enda var konan með hár- fínan húmor og dillandi hlátur. Það var gaman að tala við Öldu, maður kom aldrei að tómum kof- unum hjá henni, hún hafði yfirleitt myndað sér skoðun á því sem um var rætt. Alda var frábær húsmóðir og uppskriftirnar hennar, sem hún lét mig fá að ýmsu góðgæti, eru vel geymdar. Það var gaman að vera undir hennar handleiðslu í slátur- og laufabrauðsgerð, eins og við mæðgur reyndum. Heimilið henn- ar var sérlega snyrtilegt og hlýlegt og garðurinn bæjarprýði, enda sameiginlegt tómstundagaman þeirra hjóna. Þegar andlátsfregnin kom og Guðný, átta ára dóttir mín, var búin að átta sig, sagði hún: „Ég verð að segja kennaranum mínum frá því að amma min sé dáin.“ Til að fyrirbyggja allan misskilning, sagði ég: „Þú verður að segja Alda amma, því hún var ekki alvöru amma þín.“ „Ég veit það, en hún sagði að ég mætti kalla sig ömmu. Hún var alltaf svo góð, það var alltaf svo notalegt heima hjá henni. Hún var alltaf að búa til eitthvað handa okkur, pönnukökur eðavöfílur. ...“ Þetta var eins og talað út úr mínu hjarta. Það var svo sannar- lega notalegt að vera heima hjá Öldu og Hreiðari og oft erfitt að koma sér af stað, þegar komið var að heimferðartúna. Alda kunni svo sannarlega að meta börnin sín og fjölskyldur þeirra, þau voru hennar lífsgæði. Hún átti afar auðvelt með að um- gangast börn og ungt fólk. Þar þekktist ekkert kynslóðabil, enda fordómalaus og jákvæð kona á ferð. Hún hafði gott lag á að byggja upp í stað þess að rífa nið- ur. Vel tók hún á móti dóttur minni, nítján ára gamalli, þegar þau hjónin buðu unga parinu að koma og búa hjá sór meðan þau kæmu undir sig fótunum. Það varð strax mjög kært á milli þeirra Steingerðar og Öldu og gott að vita af dóttur sinni undir handarjaðri þessara heiðurshjóna. Það er mannbætandi að hafa kynnst Öldu og það kom sannar- lega í ljós hvaða mann hún hafði að geyma þegar hún tókst á við veikindin sín fyrir tæpu ári. Hún sýndi mikinn viljastyrk. Hún ætlaði ekki að leggjast í vol og víl, heldur takast á við veikindin sín eins og hvert annað verkefni sem fyrir hana væri lagt, og taka einn dag í einu. Fyrsta heimsókn mín til hennar á sjúkrahúsið var eftir- minnileg vegna þess hversu já- kvæð hún var og svo þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert og ó- spör á hrósyrði hjúkrunarfólkinu til handa. Hún var svo bjartsýn að maður trúði á kraftaverk. Við Sigurður viljum þakka þess- ari heiðurskonu alla hlýjuna, góð- mennskuna og skemmtilegheitin. Héðan í frá verður þetta mál- tæki hjá mér um konu sem er „allt í lagi“: „En hún er engin Alda“, eins og Helgu Jónu dóttur minni varð að orði, þegar ég var að spyrja um mannkosti ákveðinnar konu og Helga Jóna taldi ágætis manneskju, en komst þó ekki í hálfkvisti við Öldu. Sigríður Guðnadóttir.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.