Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Síða 11
©agur-ÍEíímtmt
Laugardagur 7. desember 1996 - XI
MINNINGARGREINAR
Helgi Eiríksson
Helgi Eiríksson fæddist
28. febrúar 1954. Hann
lést í Reykjavík 24. nóv-
ember síðastliðinn. Foreldrar
Helga eru Vaka Sigurjónsdótt-
ir, f. 25.6. 1933, og Eiríkur
Helgason, f. 25.6. 1927. Systk-
ini Helga eftirlifandi eru Anna
Eiríksdóttir, Jóhanna Eiríks-
dóttir og Jóhannes Eiríksson.
Helgi Eiríksson lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við
Tjörnina árið 1974 og uppeld-
is- og sagnfræðinámi í Háskóla
íslands. Hann var kennari við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja
frá 1979 tU 1989. Kenndi hann
sagnfræði, skipulagði tölvu-
kennslu í skólanum og hafði
umsjón með félagslífi nem-
enda. Helgi var framkvæmda-
stjóri Bandalags íslenskra
skáta frá 1989-1991. Starfs-
maður Reykjavíkurborgar frá
1991, síðast innkaupastjóri
Vatnsveitu Reykjavíkur. Hann
var virkur félagi í skátahreyf-
ingunni og gegndi þar öUum
helstu trúnaðarstörfum. Var
félagsforingi skátafélagsins
Skjöldunga í Reykjavík, sat um
skeið í stjórn Bandalags ís-
lenskra skáta, var yfirmaður
fræðslumála skátahreyfingar-
innar og átti sæti í Úlfljóts-
vatnsráði, stjórn skátamið-
stöðvarinnar að Úlfljótsvatni.
Leiðbeinandi og stjórnandi
námskeiða á vegum skáta-
hreyfingarinnar, Björgunar-
skóla Landsbjargar og Ferða-
félags íslands. Hann var félagi
í Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík. Hann var einn forvígis-
manna frjálsíþróttadeildar
Ungmennafélagsins í Keflavík.
Helgi Eiríksson tók þátt í
stjórnmálum og var formaður
Málfundafélagsins Óðins og
átti sæti í stjórn hverfafélags
Sjálfstæðisflokksins í Laugar-
nes- og Vogaliverfi. Hann sat í
stjórn Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar.
Kveðja frá félögum Landsbjarg-
ar
Helgi Eiríksson, félagi okkar,
er látinn langt um aldur fram.
Með honum er horíinn góður og
heilsteyptur drengur.
Helgi Eiríksson var virkur fé-
lagi í Hjálparsveit skáta í
Reykjavík og Landsbjörg. Þar
nýttust starfskraftar hans afar
vel, enda var hann mikill á-
hugamaður um útivist og ferða-
lög og hafði yfirgripsmikla
þekkingu á þeim sviðum. Björg-
unarskóli Landssambands
hjálparsveita skáta, sem síðar
varð Björgunarskóli Lands-
bjargar og Slysavarnafélags ís-
Iands, naut starfskrafta hans í
ríkum mæli, en Helgi var einn
af leiðbeinendum skólans. Helgi
var ávallt reiðubúinn til að
halda námskeið fyrir björgun-
arsveitir og önnur félagasamtök
og ekki síst nutu félagar björg-
unarsveitanna víðs vegar um
landið víðtækrar kunnáttu
hans. Síðasta verkefni hans fyr-
ir skólann var að hafa umsjón
með og stjórna viðamiklu nám-
skeiði fyrir væntanlega leið-
beinendur í ferðamennsku, en
því námskeiði lauk aðeins
nokkrum dögum fyrir Iát Helga.
Helgi Eiríksson var mikill
skáti og hugsjónamaður í bestu
merkingu þess orðs. Fyrir-
myndin í skátastarfinu var
sjálfur frumherji skátastarfsins,
Baden-Powell lávarður og hers-
höfðingi. Frá kenningum hans
og hugmyndum var ekki ráðlegt
að hvika mikið. Um árabil
gegndi Helgi framkvæmda-
stjórastarfi hjá Bandalagi ís-.
lenskra skáta og þar naut hann
sín best í hlutverki leiðbeinand-
ans. Á þeim árum átti hann
náið og gott samstarf við
Landssamband hjálparsveita
skáta og síðar Landsbjörg.
Helgi Eiríksson var sagnfræð-
ingur að mennt og um tíma
stundaði hann kennslu. Áhuga-
mál hans á sviði útivistar tog-
uðu þó ávallt í hann og hann
naut þeirrar gæfu að starfa inn-
an skátahreyfingarinnar og
Iljálparsveitar skáta. Á vegum
hjálparsveitarinnar tók hann
þátt í ótal ferðum og björgunar-
aðgerðum víða um Iand. Hann
öðlaðist mikla reynslu, oft við
erfiðar aðstæður, og hafði góða
eiginleika til að miðla reynsl-
unni til þeirra sem yngri voru.
Helgi tók miklu ástfóstri við
skátaskálana undir Skarðsmýr-
aríjalli á Hellisheiði. Hann hafði
forgöngu um endurbyggingu
eins skálans og gerði hann upp
ásamt félögum sínum. I það
verk fór drjúgur tími, en hug-
takið tími var nokkuð afstætt í
liuga Helga. Hann vissi sem var
að til góðra verka þarf góðan
tíma og ekki er ráðlegt að flana
að neinum hlut.
Við, sem störfuðum með
Helga Eiríkssyni innan Lands-
bjargar, kveðjum hann með
trega. Við erum þakklát honum
fyrir samfylgdina og störf hans
fyrir hjálparsveitina, Lands-
björg og Björgunarskólann.
Ættingjum hans vottum við
samúð okkar alla.
Landsbjargarfélagar.
Guðmundur Þórarinsson
Guðmundur Þórarinsson
fæddist í Reykjavík 24.
mars 1924. Hann lést á
Landspítalanum að morgni 29.
nóvember síðastliðinn. For-
eldrar Guðmundar voru Þórar-
inn Magnússon, f. 29.3. 1895,
d. 18.3. 1982, skósmiður í
Reykjavík, og Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, f. 5.1. 1900, d.
20.6. 1989, húsmóðir. Systkini:
Magnús Þórarinsson, f. 4.1.
1926, d. 11.6. 1996, trésmiður;
Helga Áslaug Þórarinsdóttir, f.
14.7. 1927, handavinnukenn-
ari; Guðbjörg Ólína Þórarins-
dóttir, f. 30.11. 1929, ritari;
Þuríður Þórarinsdóttir, f. 10.3.
1932, húsmóðir. Guðmundur
kvæntist Elínborgu Jóhannes-
dóttur úr Vestmannaeyjum
4.8. 1949, þau slitu samvistum
1962. Börn þeirra: 1) Jóhann-
es Þór, f. 20.5. 1949, kvæntur
Erlu Guðjónsdóttur og eiga
þau þrjú börn, þau eru: Guð-
rún Osk, f. 19.1. 1965, Ragnar
Þór, f. 21.8. 1973, Björgvin
Freyr, f. 30.5. 1977. 2) Kristín
Ingibjörg, f. 2.8. 1951, gift
Viggó Hagalín Hagalínssyni og
eiga þau þrjú börn, þau eru:
Guðmundur Jón, f. 16.4. 1977,
Kristján Ingi, f. 9.6. 1981, Elín
Þóra, f. 18.3. 1986.
Það er skammt stórra högga
á milli í frjálsíþróttahreyfing-
unni. Fyrir skömmu féll Ólafur
Unnsteinsson frá, löngu fyrir
aldur fram, og nú er fallinn í
valinn Guðmundur Þórarinsson.
Þessir tveir menn áttu það sam-
eiginlegt að vera sérstakir á-
hugamenn um frjálsar íþróttir
og fylgdu þeim áhuga eftir með
starfi sínu, orðum og gerðum.
Guðmundur var lærður íþrótta-
kennari og kenndi íþróttir við
marga skóla, síðast í Öskjuhlíð-
arskólanum frá 1968. Hann var
frjálsíþróttaþjálfari um ára-
tugaskeið, lengst af hjá ÍR, þar
sem hann var heiðursfélagi, en
þjálfaði einnig í Svíþjóð og ís-
lenska landsliðið í frjálsum í-
þróttum og fór sem slíkur með
íslensku keppendunum á
Ólympíuleikana 1976 og 1980.
Auk þess þjálfaði Guðmundur
lyftingamenn og í ýmsum öðr-
um íþróttagreinum.
í stuttu máli má segja að
hann hafi helgað íþróttunum líf
sitt og lífshlaup hans markaðist
af því. Þar voru þeir Ólafur
Unnsteinsson og Guðmundur á
sama báti og þrátt fyrir mótbyr
í frjálsum um nokkurra ára
skeið, létu þeir félagarnir ekki
deigan síga og voru hvarvetna
mættir til leiks, til að blása lífs-
þrótti og eldmóði í þá sem
lögðu leið sína á æfingar til
að var mikil gæfa fyrir ung-
an dreng úr kaupstað að
vera á sumrin í sveit á góðu
heimili hjá indælu fólki. Þegar ég
kom í fyrsta skipti til slíkrar dvalar
vorið 1954 til þeirra heiðurshjóna
Kristínar Sigvaldadóttur og Jóns
Pálssonar í Þórunnarseli í Keldu-
hverfi, fann ég strax að þarna yrði
gott að vera; allt í traustu jafnvægi
þar sem saman fór hörð lífsbar-
átta, virðing fyrir vinnu, dýrum og
jarðargróðri og einstök umhyggja
fyrir mannfólkinu. Yfir allri þess-
ari tilveru sveif síðan létt lund
þeirra hjóna, sem aflaði þeim vin-
sælda og trausts í sveitinni og virk-
aði eins og segull á ættingja og vini
frá íjarlægum stöðum, sem fjöl-
menntu oft í Þórunnarsel á sumr-
in. Þá var mikið um að vera á
þeirra. Og reyndar hvarvetna
þar sem við var komið. Nú eru
þeir báðir horfnir yfir móðuna
miklu, með stuttu millibili, og
skilja eftir sig stórt skarð.
Guðmundur var skemmtileg-
ur maður, hress, ákveðinn,
glaðbeittur. Ósérhlífinn og
þrautseigur. Stundum jafnvel
harðskeyttur. Hvort heldur
vestur í gamla ÍR-húsi, suður á
Melavelli, inni í Laugardal, á
fundum eða mótum íþrótta-
manna, var Guðmundur mætt-
ur til að stappa stálinu í sína
menn, rökræða um þjálfun og
afrek, glettast og gantast, ávallt
undir því formerki og forsendu
að íþróttir væru gulls ígildi.
Síðast hitti ég Guðmund í
bænum og margt skrafað og
skeggrætt.
Þau hjónin hófu búskap sinn á
Svínadal, föðurleifð Jóns, þar sem
nú er þjóðgarður í almennings-
eign. Þarna bjuggu þau sannköll-
uðum heiðarbúskap í mikilli ein-
angrun í nokkur ár, innanum öll
undrin og óviðjafnanlega fegurð
náttúrunnar. Þeir tímar voru
Kristínu mjög dýrmætir í minning-
unni og aldrei þreyttist hún á að
segja frá árunum í Svínadal þar
sem lífið snérist um að nýta nátt-
úruna, berjast við hana þegar
stormar og hríð geisuðu og njóta
þegar betur viðraði. Þá naut frá-
sagnargáfa Kristínar sín best þeg-
ar hún lýsti þessu mikla samspiii
náttúru, manna og dýra. Aldrei
hef ég kynnst öðru eins stálminni
á smá sem stór atvik; hún gat rak-
ið löngu liðna atburði af ótrúlegri
nákvæmni og á svo h'flegan hátt að
ég var oft sannfærður um að hafa
upplifað þá sjálfur.
Kristín Sigvaldadóttir var síð-
asta húsmóðirin á Svínadal. Nú er
þar þjóðgarður með Hljóðakletta,
Vesturdal og Jökulsárgljúfrin auk
hinna fjölmörgu undrastaða, sem
Jón og Kristín áttu að vinum. Iifs-
baráttan var vissulega hörð og
fáir, sem leggja leið sína þangað,
leiða hugann að baráttu þess
fólks, sem þar bjó langt frá
annarri byggð. Kristín tók þátt í
henni með sínu fólki, en loks urðu
þau að lála undan síga og fluttu til
byggða og settust að í Þórunnar-
seli. Þar bjuggu þau næstu áratug-
ina; byggðu allt upp og ræktuðu
stúkunni á Laugardalsvellinum.
Þar sat hann og fylgdist með
frjálsíþróttamóti. Ég heilsaði
upp á hann og áttaði mig á því
að sjón hans hafði enn hrakað.
Nú sá hann vart mig, hvað þá
keppendurna úti á leikvangin-
um. Það aftraði honum ekki frá
því að mæta. Þótt sjónin væri
biluð, var hugurinn á sínum
stað, ákafinn og eftirvæntingin,
hvernig unga fólkinu, hinu upp-
rennandi afreksfólki, gengi í
þeirri íþrótt sem hann unni.
Sem liann lifði fyrir og dó.
íslensk íþróttahreyfing þakk-
ar Guðmundi Þórarinssyni fyrir
öll hans miklu og góðu störf fyr-
ir æsku þessa lands í hálfa öld.
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ.
með börnum sínum af miklum
myndarskap og smekkvísi.
Það var dýrmætt veganesti að
fá að vera með þessu góða fólki,
kynnast baráttu þess og viðhorfum
og taka þátt í daglegum störfum
þess, áhyggjum og gleði. Kristín
var ein af þeim konum, sem settu
svip á umhverfi sitt með gæsku
sinni og óbugandi lífsgleði; ekkert
mannlegt var henni óviðkomandi,
ekki síst ef hún gat á einhvern hátt
liðsinnt öðrum og linað þrautir. Og
nú er hún horfin til annarra heima
og eftir stendur minning um góða
konu og gáfaða, sem var mikils
virði að kynnast og starfa með.
Blessuð sé minning Kristínar Sig-
valdadóttur.
lngólfur Sverrisson.
Kristín Sigvaidadóttir
frá Þórunnarseli íKelduhverfi