Dagur - Tíminn - 18.12.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 18.12.1996, Blaðsíða 6
®agur-®tmirat 6 - Miðvikudagur 18. desember 1996 FRÉTTASICÝRI N G Björn Þorláksson skrifar Nokkur atriði kunna að virðast sláandi hvað varðar kynjamuninn í grunnskólum. I’annig eru drengir yfir 70% þeirra sem eru taldir þurfa sérkennslu í grunn- skólum og ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustu. Drengir taka mun meira af tíma kennarans í ýmis konar vandamál og fyrir- ferð drengja er meiri en stúlkna. Það er þó ekki einhlít vísbending um sterka stöðu þeirra heldur þvert á móti. At- hyglin sem þeir fá er oft fyrst og fremst neikvæð. Einnig er bent á að námsárangur stúlkna sé betri, síðastliðið vor voru stúlkur með hærri meðal- einkunn en drengir í öllum fjór- um greinum samræmdra prófa 10. bekkjar. Vandamálin byrji snemma Þingmennirnir sem hafa mælt fyrir greinargerðinni eru Svan- fríður Jónasdóttir, Siv Friðleifs- dóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir og Guð- mundur Árni Stefánsson. í greinargerð sem fylgir tillög- unni segir að sérfræðingar hafi sett fram tilgátur um að þroski kynjanna sé mismunandi þegar grunnskólanám hefst. Þannig sé námið fyrstu árin eins og eðlilegt framhald af leikjum og föndri stúlknanna en drengirnir eigi erfiðara bæði með fínhreyf- ingar og tjáningu. „Markviss þjálfun strax í leikskóla gæti bætt úr ef niðurstaðan verður sú að taka þyrfti sérstaklega á þessum þáttum,“ segir í grein- argerð þingmannanna. Einnig hefur verið bent á að unglingspiltar eigi erfiðara með að tjá sig með orðum en stúlkur og séu því líklegri til að birgja inni tilfinningar sínar eða láta hendur skipta. Afskipti lögreglu af unglingspiltum sýna einnig að piltar eru mun líklegri til að lenda undir eftirliti lögreglu, eða 86% á móti 14% stúlkna. Dauði af völdum slysa er einnig margfalt hærri meðal drengja og unglingspilta, sama á við um sjálfsvíg. Heildstæða stefnu fremur en drengina sér Skólasálfræðingar sem blaðið ræddi við staðfesta að hegðun- arvandamál drengja séu tals- vert meira áberandi og drengir séu meira út á við. Nokkuð stór hópur nemenda á grunnskóla- aldri þarf að fá e.k. sérmeðferð og virðist sá hópur fara vax- andi. Hitt eru viðmælendur blaðsins ekki vissir um, hvort rétt sé að taka upp á Alþingi stöðu drengja á grunnskóla- aldri sérstaklega. Eðlilegra væri e.t.v. að bregða ljósi og leita úr- bóta á öllum hópnum, jafnt stúlkum sem drengjum. Þegar talað er um vaxandi vandamál skólabarna má ekki gleymast að áður fyrr flaut Qöldi barna með í skólakerfinu án athugasemda, en upplýstara þjóðfélag hefði greint hluta þeirra einhverf nú eða rakið truflaða hegðun þeirra til ann- arra truflana á miðtaugakerf- inu s.s. ofvirkni eða athygli- brests. Sigríður Torfadóttir hefur verið skólasálfræðingur síðan 1987 í Reykjavík og m.a. annast nemendur í Melaskóla, Vestur- bæjarskóla og Hlíðaskóla. Hún hefur margra ára reynslu í skólasálfræði og er ósátt hvern- ig staðið hefur verið að rann- sóknum á einhverfu. „Fyrir nokkrum árum gerðu tveir skólasálfræðingar ítarlega könnun á einelti en það fékkst ekki fjármagn til að vinna úr tölun- um. Það er aldeilis makalaust. Núver- andi fræðslustjóri, Gerður Óskarsdótt- ir, hyggst þó bæta úr þessú með könnunina en það er brýnt að þessi mál séu tekin fast- ari tökum,“ segir Sigríður. Tregða gagnvart sálfræðideild Aðrir sálfræðingar í Reykjavík voru sammála um að vanda- málum bama væri ekki sinnt sem skyldi og ákveðin tregða hafi verið í styrkingu sálfræði- deildarinnar í Reykjavík. Ekki aðeins hvað varðar mannafla heldur einnig greiningargögn. Þetta sé afar slæmt þar sem fyrsta skrefið sé mikilvægt, vandamálin verði alvarlegri eft- ir því sem lengra líður án þess að nokkuð sé að gert. Ofbeldismyndefni hefur tíðum verið rætt en ekki hefur verið sannað með órækum hætti að fylgni sé á milli ofbeldisefnis í sjónvarpi og bíó og hegðunar barna. Skólasálfræðingar segja Ijóst að foreldrar verði að huga vel að því hvað börnin horfi á og mjög gott sé að ræða hvaða áhrif efnið hefur á þau. Sýnilegt ofbeldi hefur stóraukist og að mati fagaðila ætti aðeins að vera tímaspursmál hvenær gangskör verður gerð í þessum málum hérlendis. Vandamálum drengja ekki fjölgað Ekki eru allir á eitt sáttir um að sigið hafi á ógæfuhliðina hjá drengjum, sérstaklega síðustu ár. Hjalti Jón Sveinsson, skóla- stjóri Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal, tekur ár- lega við nemendum úr grunnskólunum. „Það er erfitt að vera unglingur í dag og sennilega erfiðara að vera strákur. Meiri kröf- ur eru gerðar til þeirra og aga- vandamál, áfengis- og fíkniefnavand- mál eru vissulega meira bundin við stráka. Það er erfitt að segja til um hvað veldur þessu en það er eitthvað í uppeldinu og um- hverfinu. Ég held þó að það hafi ekk- ert breyst á síðustu árum. Hér í skólan- um hjá okkur eru strákar í meirihluta og hegðun- arvandamálum þeirra hefur ekki íjölgað upp á síðkastið. Og við erum með ágætan þverks- urð að íslenskum unglinum, þeir koma hingað af öllu land- inu,“ segir Iljalti Jón. Uppeldið brugðist En þótt viðurkennt sé að hegð- unarvandamál drengja og ung- lingspilta séu meiri nú hjá drengjum en stúlkum, hefur það ekki hreinlega alltaf verið svo? „Jú líklega,“ segir Hjalti Jón. „Það er t.d. þetta með að vera aðaltöffarinn í hópnum. Gogg- unarröðin í samfélaginu, strák- arnir gera sig til í augum stelpnanna með tilheyrandi stælum," segir skólastjórinn á Laugum og hlær. En hvað finnst honum um þingsályktunartillöguna nú? „Ég er efins um að rétt sé að taka drengina sérstaklega út, það á ekki að gera upp á milli kynjanna. Ég held að við ættum miklu frekar að huga að upp- eldinu almennt, alveg frá vöggu og upp úr. Það er greinilegt að þessi ’68 kynslóð sem ég er sjálfur af, hefur ekki staðið sig nógu vel í uppeldinu, það er okkur sjálfum að kenna og við þurfum að bæta það.“ Hjalti Jón Sveinson skólameistari á Laugum „Ég er efins um að rétt sé að taka drengina sérstaklega út, það á ekki að gera upp á milli kynjanna, “ Fimm þingmenn hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um stöðu drengja í grunn- skólum. Meginefni tillögunnar er að kannaðar verði orsakir aðlögunarvanda drengja í grunnskólum og bent á leiðir til úrbóta.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.