Dagur - Tíminn - 18.12.1996, Side 10

Dagur - Tíminn - 18.12.1996, Side 10
10- Miðvikudagur 18. desember 1996 jDagur-Œtmtrat HANPBOLTI J KARFA > Úrvalsdeildin [ FRJÁLSAR Oleg Titov nefbrotnaði í leik gegn Haukum, en lék með grímu gegn KA-mönnum. Slíkt er bannað sam- kvæmt alþjóðareglum. Grímur á bannlista Dómaranefnd HSÍ hefur sent bréf til formanna hand- knattleiksdeilda, þar sem það er tekið fram að notkun andlits- gríma verði með öllu óheimil eftir áramót. Bann er lagt við notkun þessa hlífðarbúnaðar í aljþjóðlegum handknattleiks- reglum, en því banni hefur að- eins verið fylgt eftir í einstaka leikjum hér á landi. Nokkur dæmi eru um það að menn hafa notað andlitsgrímur, til að mynda sem vörn eftir nef- brot en slíkt er með öllu óheim- ilt samkvæmt alþjóða dómara- reglum. Svo virðist sem íslensk- ir dómarar hafl ekki kynnt sér alþjóðareglurnar nægjanlega vel, því dómarar hér á landi hafa margir látið það átölu- laust. Ein stúlka lék með and- litsgrímu í nokkrum leikjum í úrslitakeppni íslandsmótsins í kvennaflokki og fyrir stuttu lék Oleg Titov, lxnumaðurinn sterki hjá Fram, með grímu í 1. deild- arleik gegn KA, en hann nef- brotnaði í leiknum á undan, gegn Haukum. Rökin fyrir því að banna notkun þessa hlífðarbúnaðar mun vera sá að hann geti vald- ið öðrum leikmönnum hættu og jafnframt að varnarmenn lið- anna skirrist við að „taka á“ þessum leikmönnum. SKAUTAR Magnús kjörinn Arsþing Skautasambandsins var haldið um síðustu helgi í Reykjavík. Töluverðar breyt- ingar urðu á stjórn og Magnús Finnsson frá Akureyri tók við formennsku sambandsins af Þormóði Sveinssyni sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Þingið var með rólegasta móti. Framhalds- adalfundur knattspyrnudeildar Þórs verður haldinn í Hamri föstudaginn 20. des. kl. 19. Stjórnin. Hrannari sagt upp hjá Njarðvík Ástþór Ingason tekur við liðinu Stjórn Körfuknattleiks- deildar Njarðvíkur sagði Hrannari Hólm, þjálfara meistaraflokks karla, upp störf- um í gærdag og búist er við því að aðstoðarþjálfarinn, Ástþór Ingason, taki við fiðinu, að minnsta kosti fyrst um sinn. Stjórn deildarinnar sendi íjölmiðlum símbréf í gær þar sem sagt var að Hrannar hefði verið leystur undan störfum og ástæður uppsagnarinnar hafi verið þær að árangur liðsins hefði ekki verið samkvæmt þeim væntingum sem stjórnin hefði gert sér í upphafi mótsins en Njarðvíkingar eru nú í 4.-5. sæti úrvalsdeildarinnar og hafa hlotið 14 stig úr fyrstu ellefu leikjum sínum. Njarðvíkingar funduðu í gær- kvöldi en útkoma fundarins var ekki ljós þegar blaðið fór í prentun. Líklegt er talið að Ást- þór Ingason, aðstoðarmaður Hrannars, stjórni liðinu í næstu leikjum, sem ekki eru fyrr en í næsta mánuði. Þess má geta að Hrannar var Hrannar Hólm, fyrrum þjálfari UMFN. með óuppsegjanlegan samning við stjórn körfuknattleiksdeild- arinnar til vors, en Gunnar Þor- varðarson sem sæti á í stjórn- inni sagði að hún mundi reyna að komast að samkomulagi við Hrannar um starfslok. W'IUI AafliRC[|VDM A Fer Guðjón til Þróttar? Orðrómur um að Guðjón Þórðarson, fyrrum þjálf- ari íslands- og bikar- meistara ÍA, verði næsti þjálfari 2. deildarliðs Þróttar verður nú háværari með degi hverjum. Dagur-Tíminn bar þessa fregn undir formann Þróttar, Tryggva Geirsson, sem hafnaði þessari sögu alfarið. Hann við- urkenndi þó að menn hefðu rætt þetta innan félagsins, en þá meira í gríni en alvöru og það ekki innan stjórnarinnar. Hann sagði að búið væri að ráða þjálfara og meðan samn- ingurinn við hann væri í gildi kæmi ekki til að annar yrði ráð- inn. Annar Þróttari sem blaðið hafði samband við fannst ekk- ert einkennilegt við það þó Þróttur eða önnur félög reyndu að fá Guðjón til starfa því hann væri margbúinn að sanna sig sem besti þjálfari landsins. gþö Sigurður besti skautamaðurinn Sigurður Sveinn Sigurðsson, leikmaður í ís- hokkí með Skautafélagi Akureyrar, var val- inn Skautamaður ársins af Skautasambandi ís- lands. Sigurður hefur keppt með Skautafélagi Ak- ureyrar frá árinu 1991 þegar fyrsta deildar- keppnin í x'shokkí hófst og var einn af máttar- stólpunum í liði SA á síðastliðnu keppnistíma- bili þegar liðið vann sinn fimmta íslandsmeist- aratitil í röð. Sigurður Sveinn Sigurðsson. Mynd: Norðurmynd HANDBOLTI Jafnasta mótið okkar etta var okkar jafnasta mót til þessa og það má segja að við höfum fengið uppreisn æru, með því að fá að dæma úrslitaleikinn,“ sagði Stefán Arnaldsson, milliríkja- dómari, en hann og félagi hans Rögnvald Erlingsson dæmdu úrslitaleik Dana og Norðmanna á Evrópumóti kvennalandsliða, sem lauk um síðustu helgi, í Danmörku. Um fimm þúsund manns sáu dönsku stúlkurnar tryggja sér Evrópumeistaratitl- inn, með sigri á Norðmönnum 25:22. Stefán og Rögnvald voru ekki valdir til að dæma á Ólympíu- leikunum, sem kunnugt er, en þeir fengu góðan vitnisburð fyr- ir dómgæsluna á EM kvenna sem var þeirra tíunda stórmót saman. Þeir fengu rúmlega 82 stig að meðaltali fyrir dómgæsl- una á mótinu, sem var tæpum sjö stigum yfir meðalskorinu og Stefán Arnaldsson. telja má nokkuð víst að með frammistöðu sinni hafi þeir fet- að í fótspor íslenska handknatt- leikslandsliðsins og tryggt sér þátttökurétt á HM í Japan á næsta ári. „Þetta mót hefur örugglega ekki eyðilagt fyrir þeim mögu- leika, en við erum farnir að læra það, að það er aldrei neitt öruggt í þessum efnum,“ sagði Stefán, en það verður líklega tilkynnt í kringum áramótin hvaða fimmtán dómarapör verða í eldlínunni í Kumamoto í Japan. Þeir Stefán og Rögnvald munu hafa nóg fyrir stafni í vet- ur og eru þegar komnir með þrjú verkefni erlendis. Það fyrsta verður að dæma stórleik þýska liðsins THW Kiel gegn Winterthur í Meistarakeppninni 19. janúar og þeir hafa fengið boð uin að dæma í Lotto-mótinu og viku síðar verða þeir í Nor- egi þar sem þeir dæma leik Drammen við franska liðið Creteil í Borgakeppninni. Guðrún heiðruð Jólagleði frjálsíþróttadeild- ar Ármanns hófst um helg- ina með íþróttamóti í Laugardalshöllinni þar sem keppt var í þremur aldurshóp- um. Mikill uppgangur er hjá deildinni og fjöldi félaga hefur aukist til muna. í kaffisamsæti sem haldið var eftir mótið veitti félagið afreksfólki sínu viður- kenningar fyrir frábæran ár- angur. Ivar Indriðason, sem er 14 ára og byrjaði að æfa fyrir að- eins einu ári, fékk viðurkenn- ingu sem efnilegasti unglingur félagsins en hann er margfald- ur íslandsmeistari innan- og utanhúss í 100 m. og 800 m. hlaupum. Þá fékk Geir Sverris- son viðurkenningu fyrir árang- ur sinn á ÓL fatlaðra en þar var hann í fremstu röð. íþróttamað- ur ársins hjá Ármanni varð að sjálfsögðu hlaupadrottningin Guðrún Arnardóttir. Hún stóð sig best allra íslendinganna á Ólympíuleikunum í sumar og varð í 10. sæti í 400 m. grinda- hlaupi. Einnig fékk Guðrún framfarabikarinn fyrir mestu framfarir á árinu en sá bikar var gefinn af golflandsliðinu ár- ið 1981. Þá hefur hún unnið mjög gott starf við kynningu íþróttarinnar með heimsóknum sínum í skóla. Hún vann Fóst- bræðrabikarinn fyrir besta af- rekið í spretthlaupi er hún setti íslandsmet í 200 m. hlaupi. Guðrún hefur nú verið valin besta frjálsíþróttakonan tvö ár í röð. Þegar Guðrún keppti fyrir Athens háskólann í Georgíu í Bandaríkjunum varð hxín þriðja á bandaríska háskólamótinu. Stúlkurnar í 1. og 2. sæti eru nú heims- og Ólympíumeistarar. Hver er þá staða þessarar ís- lensku hlaupakonu í 400 m. grindahlaupi í dag? Hún er í 13. sæti í heiminum, 6. sæti í Evrópu og langbest á Norðurlöndum. Það er því nokkuð öruggt að hún gerir til- kall til þess að vera valin íþróttamaður ársins 1996. Samkvæmt heimildum Dags- Tímans fékk Guðrún Arnardótt- ir aðeins 250 þúsund krónur í styrk frá Ólympíunefndinni til undirbúnings fyrir þessa stærstu íþróttakeppni sem fram fer í heiminum. Það mun vera lægsta upphæð sem keppandi fékk en hún náði þó besta ár- angri íslendinganna á þessu móti auk þess sem hún er nú komin á meðal fremstu íþrótta- kvenna heimsins. -gþö Guðrún Arnardóttir.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.