Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1982, Blaðsíða 4
20
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1982.
Hvað er á seyði um helgina
Hvað er á seyði um helgina
VOJTSEK í FLENS-
BORGARSKÓLA
Sunnudaginn, 28. febrúar, mun
Leiklistarklúbbur Flensborgarskóla
frumsýna leikritið „Vojtsek” eftir
þýzka leikritaskáldið Georg Búchner
í leikgerð Ingu Bjarnason sem jafn-
framt er leikstjóri.
Verk þetta var skrifað 1836 en höf
undinum entist ekki aldur til að full
klára það. „Vojtsek” er talið eini.
helzti fyrirrennari hins „félagslega
leikhúss”(social drama) enda lýsir
það mikilli samkennd með þeim fá-
tæku og kúguðu.
Þemað er niðurlæging lítilmagn-
ans. Vojtsek er manneskja sem verð-
ur undir í samfélaginu. Hann er úr
lægstu stétt þjóðfélagsins, fátækur
hermaður og fær peninga fyrir að
raka höfuðsmanninn og láta nota sig
sem tilraunadýr hjá lækninum, auð-
mýktur af þeim sem hærra eru settir.
Óhætt mun að fullyrða að Inga
Bjarnason fetar ekki troðnar slóöir í
uppsetningu verksins. Má í því sam-
bandi geta þess að leikið er á fjórum
stöðum í húsinu (Flensborg) en að
öðru leyti mun hið klassíska orðtak
„sjón er sögu ríkari” eiga vel við. . .
Rúmlega 40 manns taka þátt í
uppfærslunni og í aðalhlutverkunum
eru Gunnar Richardsson og Anna
María F.inarsdóttir. Leikstjóri er sem
fyri scgirlnga Bjarnason og tónlistina
við verkið samdi Hákon Leifsson.
Uppsetningar Leiklistarklúbbs
Flensborgarskóla hafa verið árviss
viðburður síðustu sex árin og má
segja að þær hafi verið meginuppi-
staða menningarlífs Hafnfirðinga.
Sökum 100 ára afmælis Flensborgar-
skóla er óvenju mikið lagt í þessa sýn-
ingu til þess að sem bezt takizt til.
Það er von aðstandenda að sem flest-
ir leggi leið sína í Flensborgarskólann
til að sjá forvitnilega sýningu og
eiga þar minnisstæða kvöldstund.
Stundarfríðurá Hvammstanga
Leikflokkurinn á Hvammstanga
hefur á undanförnum vikur æft leik-
ritið Stundarfrið eftir Guðmund
Steinsson, undir leikstjórn Magnúsar
Guðmundssonar. Er þetta í fyrsta
skipti sem áhugaleikarar ráðast í það
stórvirki að færa upp Stundarfrið.
Má með sanni segja að með þessari
uppfærslu ráðist Leikflokkurinn á
Hvammstanga ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur.
Leikritið verður frumsýnt á
Hvammstanga föstudaginn 26.
febrúar og önnur sýning sunnudag-
inn 28. febr. Síðan verður farið með
leikritið um nágrannabyggðarlög og
víðar.
Verður fyrsta sýning utan
Hvammstanga á Skagaströnd,
sunnud. 7. marz og í Félagsheimilinu
á Seltjarnarnesi 14. marzkl. 16.
Einnig verða sýningar á Hofsósi
laugard. 20. marz og í Miðgarði 21.
marz. Ákvörðun um aðrar sýningar
verða teknar seinna. Leikendur í
Stundarfrið eru 9 en að sýningunni
standa yfir 20 manns.
ÆrsladraugurinnáVarmalandi
Föstudaginn, 26. febrúar kl. 21.00,
frumsýnir leikdeild Ungmennafélags
Stafholtstungna gamanleikinn
„Ærsladraugurinn” eftir Noel
Coward.
Leikstjóri er Svanhildur Jóhannes-
dóttir.
Þetta er þriðja viðfangsefni leik-
deildarinnar. Árið 1978 sýndu hún
„Nakin kona og önnur í pels” sem
var kynsnúningur á hinu fræga leik-
riti Dario Fo „Nakinn maður og ann-
ar í kjólfötum”. Árið 1980 sýndi
ieikdeildin svo leikritið „Fjölskyld-
an”.
Sýningar á „Ærsladraugurinn”
fara fram í hinu nýja héraðsheimili á
Varmalandi en þar er ágæt aðstaöa
til leiksýninga.
Leikmynd er unnin af meðlimum
leikdeildarinnar undir handleiðslu
leikstjórans.
Leikendur i „Ærsladraugurinn”
eru Birgir Hauksson, Bjargey
Magnúsdóttir, Dóra Sigurðardóttir,
Katrín Magnúsdóttir, Leopold
Jóhannesson, Sigríður Þorvaldsdótt-
ir og Þordís Þorvaldsdótdr.
Framsýning helgarinnar—Þjóðleikhúsið:
Nútíma klassékt verk
við tónlist Strauss
—Sögur úr Vínarskógi, stærsta verk leikhússins í vetur
Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld
lcikritið Sögur úr Vinarskógi eftir
Ödön von Horváth. íslenzk þýðing
leiksins er eftir Þorstein Þor-
steinsson. Söngtexta þýddi Böðvar
Guðmundsson.
Sögur úr Vínarskógi er nútíma-
klassískt verk og þykir það bezta
leikrit höfundar. Hefur það m.a.
nýlega verið kvikmyndað.
Einkunnarorð þessa leikrits eru:
„Ekkert minnir jafn sterkt á óendan-
leikann og heimskan.”
Sögur úr Vínarskógi var frumsýnt
í Berlín árið 1931, með Peter Lorre
og Karole Neher í aðalhlutverkum.
Hlaut Horváth hin eftirsóttu Kleist-
verðlaun fyrir.
Leikritið gerist i Vin og næsta
umhverfi. Undir Ijúfum tónum
Jóhanns Strauss er brugðið upp
mynd af almenningi, mynd sem hefur
töluvert annan tón en Sirauss. í
miðdepli atburðanna er
auðnuleysinginn Alfreð, sem flöktir
frá einni konu til annarrar, og
Maríanna, ung stúlkan sem sér í
honum von um að geta brotið af sér
fjötra kúgunar. Fjölbreytilegt safn
manngerða litar þetta þema og undir
ólgar hugboðið um voveiflega heims-
viðburði.
Ödön von Horváth var fæddur
árið 1901. Hann var af austurrísk-
ungverskum ættum. Faðir hans
starfaði í utanrikisþjónustu gamla
keisaradæmisins og vegna þess
fluttist fjölskyldan mikið milli staða í
Evrópu.
Horváth leit á sig sem föðuriands-
lausan mann er taldi sig þýzkan
rithöfund. Eftir hann liggur fjöldinn
allur af leikritum en Horváth lézt
ungur aðárum, aðeins 37 ára gamall.
í aðalhlutverkum í leikritinu eru
Hjalti Rögnvaldsson, Tinna Gunn-
laugsdóttir, Rúrik Haraldsson og
Helga Bachmann. Auk þess kemur
fjöldinn allur af leikurum fram i
leiknum. Um lýsingu sér Kristinn
Daníelsson, en leikmynd og búninga
Alistair Powell. Leikstjóri er Haukur
Gunnarsson.
-ELA.
Frá æfingu á leikritinu Sögur úr Vínarskógi. Valur Glslason, Helga Bachmann og Viðar Eggertsson i hlutverkum sinum.
DV-mynd Bjarnleiftir.*
Leiklist
Skjaldhamrar f Logalandi
Frumsýnt verður leikritið Skjaldhamrar eftir Jónas
Árnason. Leikritið er nú sýnt í Noregi við mikla að-
sókn og hefur hlotiö frábæra dóma.
Sýningar f
Þjóðleikhúsinu
Sögur úr Vínarskógi, frægasta leikrit Ödön von
Horváth verður frumsýnt i kvöld í Þjóðleikhúsinu"
og önnur sýning verður á sunnudagskvöldið.
Hús skáldsins eftir Halldór Laxness, i leikgerð
Sveins Einarssonar, veröur á fjölunum á laugardags-
kvöldið og er það 20. sýning verksins. Nýlega hlaut
Hjalti Rögnvaldsson verðlaun Dagbiaðsins og Vísis •
fyrir túlkun sina á Ljósvikingnum.
Spýtukarlinn Gosi heldur áfram aö gleðja
leikhúsgesti og veröa tværsýningar á leikritinu um
hann nú um helgina: á laugardag og á sunnudag og
hefjast sýningarnar báöa dagana kl. 14.00.
Aldrei er friður
Á sunnudag kiukkan 15 verður fjölskylduleikritið
Aldrei er friður sýnt og cru fáar sýningar eftir.
Leikfólag Kópavogs
sýnir gamanleikinn
Leynimel 13
í Kópavogsieikhúsinu verður mikið um að vera um
helgina. Á laugardagskvöidiö klukkan 20.30 veröur,
önnur sýning á Leynimel 13. í nýrri leikgerð.
Guðrúnar Ásmundsdóttur. Leynimelur var frum-
sýndur um siðustu helgi, en vegna veikinda féllu
fyrirhugaðar sýningar í s i ðustu viku niður.
Leynimelur 13 verður siðan sýndur í 3. sinn
mánudagskvöld klukkan 20.30.
Síðustu sýningar
á lllum feng
Nú eru síðustu forvöð á að sjá hið bráðskemmtilega
gamanleikrit Joe Ortons, Illur fengur. Tvær sýning-
ar verða nú um helgina, föstudags- og sunnudags-