Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐID& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1982. 19 Hvað er á seyði um heigína Hvað er á seyði um helgina '7 Messur Guflsþjónustur I Reykjavíkurprófastsdæmi sunnu- dnglnn 28. fcbniíir 1982. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma i Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guosþjónusta i Safnaöarheimilinu kl. 2. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa að Norðurbrún 1 kl. 2. Sr. Árni Bergur Sigurbjönsson. Miövikudagur 3. marz: Kirkjukvöld á föstu, í Laugarneskirkju, kl. 20.30. Dr. Gunnar Kristjánsson flytur erindi og sýnir litskyggnur. Manuela Wiesler leikur einteik á flautu. Kirkjukór Ás- og Laugarnessóknar syngja nokkur lög, enda er kirkjukvöldið á vegum beggja safnaðanna. BREIDHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14 i Breiðholtsskóla. Altarisganga. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasamkoma kl. ll.Messa kl. 2. Organleikari Guðni P. Guðmundsson. Æsku- lýðsfundur mánudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudag milli kl. 2 og 5. Föstumessa miðvikudagskvðld kl. 20.30. Sr. Óiafur Skúlason, dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Safnaðarheimilinu við Bjarnhólastig kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Sunnudagur: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 2. Sr. Þórir Stephensen. Guðfræðinemar koma i heimsókn. Ólafur Jóhannsson, stud. theol. prédíkar. Vænzt er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeírra. Dómkórinn syngur, organleikari Marteirm H. Friðriksson. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 10. Organleíkari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þórir Stephensen. ELLIHEIMILID GRUND: Messa kl. 10. Sr. Árelius Níelsson. — FéUfyrrverandi sóknarpresta. FELLA- or HÓLAPRESTAKALL: Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnudagur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 f.h. Guðsþjónusta i Safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Samkoma nk. þriðjudagskvöld í Safnaðar- heimilinu kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Örn B. Jónsson, djákni, prédikar. Guftsþjónusta og altarisganga ki. 20.30. Ný tónlist. Almenn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr, Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur 2. marz kl. 10.30. fyrirbænaguðsþjónusta, beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur 3. marz kl. 20.30. föstumessa. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kvöldbænir verða kí. 18.15 alla virka daga föstunnar nema miðvikudaga og laugardaga. Kirkjuskóli barnanna er í gömlu kirkjunni á laugardögum kl. 2. HATEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jónsson. Föstuguðsþjónusta fímmtudag 4. marz 1.1. 20.30. Sr. Arngrímur Jónsson. KARSNESPRESTAKALL.FjÖlskylduguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Fullorðnir eru hvattir til að ' koma með bornunum tíl guðsþjónustunnar. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óskastund barnanna kl. 11. Sigurður Sigurgeirsson. Söngur, sögur, myndir. Guðsþjónusta kl. 2. Organleikari Kristin Ögmunds- dóttir. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Safnaðarnefnd. LAUGARNESKIRKJA: Sunnudagur: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Mánudagur I. marz. Kvenfélagsfundur kl. 20. Þriðjudagur 2. marz: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Æskulýðsfundur kl. 20.30. Miðvikudagur 3. marz: Kirkjukvöld á föstu kl. 20.30, dr. Gunnar Kristjánsson flytur erindi og sýnir litskyggnur. Manuela Wiesler leikur einleik á flautu. Kirkjukórar Ás- og Laugarnes- sóknar syngja nokkur lög, enda er kirkjukvöldið á vegum beggja safnaðanna. NESKIRKJA: E.augardaginn 26. febrúar: Samverustundaldraðraki. 15. Vilhjáimur FPálmars- son fyrrv. ráöherra segir frá einu og öðru í léttum dúr og alþíngismennirnir Helgi Seljan og Karvel Pálmason syngja. Vísnavinurinn Hjaltí Jón Sveinsson tekur lagið. Sunnudagur 28. febrúar: Barnasamkoma kl. 10.30. Guösþjónusta k). 14. Þriðjudagur 2. marz: Æskulýðsfundur kl. 20. Bibliulestur kl. 20.30. Miðvikudagur 3. marz: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 18.15. Beðið fyrir sjúkum Fimmtudagur 4. marz: Föstuguðsþjónusta kl. 20. Sýnd verður kvikmynd frá ísrael. Kaffiveitingar. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN. Barnaguðsþjónusta í ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta að Seljabraut 54 kl. 10.30. Guðsþjónusta í ölduselsskóla kl. 14. Altaris- ganga. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN f HAFNARFIRÐI: Barnatíminn kl. 10.30 fyrir unga sem eldri. Guðsþjónustá kl. 14. Dr. Björn Björnsson, prófessor prédikar. Við orgelið Jóhann Baldvinsson. Eftir messu er fundur ferming- arbarna og foreldra þeirra með Sævari B. Guðbergssyni fjölskylduráðgjafa. Safnaðarstjórn. Listasöfn NORRÆNA HÍJSID: Samíska Ustakonan og Ijóö- skaldtð ROSE-MARIE HUUVA er komin hingað t il lands i tengslum við sýninguna SÁMI DÁIDDA, sem cr Í sýningarsolum Norrœna hússins. Fiistudaglnn 2«. febr. kl. 20:30 flytur hún eríndi um samiska listiðn og listiönaðarmenn og svarar fyrír- spurnum. Sýnd verður kvikmyndin „Konstens hander, 33ja mín. mynd 1 lit. Myndin fjallar um Iist- iðnað Sama en eínnig um stöðu þeirra sem minni- hlutahóps. Einar Bragi skáld les þýðingar sínar m.a. á Ijóöum Rose-Marie Huuva. ARBÆJARSAFN Árbæ, sími 84412: Upplýsingar um opnunartíma milli kl. 9 og 10. Strætisvagn 10 gengur frá Hlemmi að safninu. ASGRÍMSSAFN, Bergstaðastræti 74, sími 13644: Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga trá kl. 13.30—16. Vetrarsýning. DJÚPIÐ sími 13340. Eggert Magnússon sýnir 44 oliumálverk, aðallcganáttúrulífsmyndir.SýningÍn er opin á sama limaog vciUnga&iaðuritni lloinið, (sem er á hæöinni fyrir ofan) eða frá kl. 11.00—23.30. LISTASAFN ÍSLANDS v/Suðurgötu: verður lokað til 6. marz vegna viðgerða. HÖGGMYNDASAFN Asmundar Svelnssonar: simi 32155: Opið þriðjudaga, fímmtudaga og laugardaga frákl. 14—16. MOkkA-kAí i I Skólavörðustlg 3a. Stefán frá Möðrudal sýnir vatnslitamyndir. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ. Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og um helgar, frá kl. 13.30. Síminn er 22220. PIZZAHUSIÐ, Grensásvegi 7, Elin Magnúsdóttir sýnir Ijósmyndir. Sýningin stendur frá 30. janúar- 21. febrúar. LISTMUNAHÚSIÐ, Lækjargötu 2: Gunnar Orn Gunnarsson opnaði málverkasýningu laugardaginn 6. febrúar. Sýningunní lýkur 28. febrúar. Virka daga er opið frá kl. 10—18, laugar- og sunnudaga frá kl. 14—22. Lokað á mánudögum. RAUÐA HUSIÐ AKUREYRI: Kess Visser, hollenzkur myndlistarmaður sýnir verk sín. GALLERÍ LANGBRÓK, Amtmannstfg 1: Guörún Auöunsdóttir sýnir verk sin. Virka daga er opið frá kl. 12—18enumhelgarfrákl. 14—18. Listsýningar helgarinnar—Kjarvalsstöðum: Óvenjulegar sýningar hjá þrem listamönnum myndlist. skúlptúr og myndverk Listviðburður helgarinnar gerist á Kjarvalsstöðum um helgina en þar verða þrjár sýningar opnaðar á morg- un kl. 15. Það eru listamennirnir Einar Hákonarson, Karl Júlíusson og Steinunn Þórarinsdóttir sem sýna og standa sýningar þeirra yfir fram til 13. marz. Einar Hákonarson er með sína sýn- ingu í vestursal þar sem hann sýnir 56 olíumálverk, sem unnin eru sl. þrjú ár. Flest verkin eru til sölu. f mynd- um sinum lýsir Einar mannlífinu í öll- um sinum margbreytileika — ís- lenzku mannlífi. Karls Júlíusson sýnir margvísleg myndverk, unnin úr ólíkum efnum í austurforsal. öll hans verk eru unnin með sleðaformi í grunni. Steinunn Þórarinsdóttir sýnir í vesturforsal skúlptúra þar sem fram koma margar meiningar. Þungamiðj- an er manneskjan og umhverfi henn- ar og kemur mengunin þar við sögu. Allar þessar þrjár sýningar eru mjög óvenjulegar og má segja að það sé sérstakur listviðburður að fá þannig þrjá ólika listamenn saman á ánumstað. -ELA Steinunn Þorarinsdouir gerir manneskjuna og umhverfi hennar að viö- iangsefni slnu. DV-myndir Bjarnieifur. I Karl Júliusson riA eitt verka sinna, sem hann nefnir simaklefa. Einar Hákonarson rið eitt verka sinn sem hann ncfnir A Valhusahæð. Bækur vikunnar—Litlu lista verkabækurnar: Mikil list í of smáu broti Óhætt mun að fullyrða að litlu listaverkabækurnar teljist til minnstu kvera er undirritaður hefur augum barið á sínu lífsskeiði. Þær hljóta að vera of litlar ef höfð er í huga sú stað- reynd að hér er um listaverkabækur að ræða. Verkin sem slík njóta sín aldrei til fulls á þeim örfáu senti- metrum sem þau þekja • hvert fyrir sig. Það er ókostur bókanna — og fleira kemur til. Þau verk sem einhverra hluta vegna þekja opnur bókanna falla hlutfallslega lengra inn i kjöl þeirra en ef um stærri bækur væri að ræða. Verður þetta oft þess valdandi að hlutar myndanna og í flestum tilvik- um miðjur þeirra hverfa í kjölinn, ef svo má segja, og verða vart greindir. Er augljóst að margar undurfagrar og vel gerðar myndir gjalda þessa beinlínis— ogerþaðver. Hvað það var sem olli því að ákveðið var að hafa bækurnar í þessu litla broti, sem raun ber vitni, skal ósagt látið. Hitt er víst að litlu lista- verkabækurnar hefðu að ósekju mátt vera liðlega þrisvar sinnum stærri en þær eru og hefði slíkt gert þær að raunverulegum djásnum, en þær voru einmitt auglýstar sem slikar á sínum liina. Bækurnar eru fjórar og fjalla um jafnmarga listamenn, er sett hafa ríkulega svip á evrópska listmennt allt frá miðöldum til okkar tíma. Leonardo da Vinci, Rembrandt van Rijn, Francisco Goya og Vincent Willem van Gogh — allt eru þetta merkir og mikilsmetnir listamenn og raunar brautryðjendur hver á sínu sviði. Steinprent og striðsmyndir Goya, biblíumyndir Leonardos, ljós- beiting Rembrandts og hinir skæru litir van Goghs — allt eru þetta hug- lægar af urðir meistara sem enn lif a i veröld nútímans. Listaverkabækurnar skiptast, hver um sig, í tvo meginhluta. Annars vegar er tæpt á æviatriðum, listsköp- un og stíl viðkomandi Hstamanns en hins vegar er skrá yfir helztu eða þekktustu málverk þeirra. Vel er komizt frá fyrri hluta bók- anna. Sá texti er undantekningarlítið tæmandi og vel upp settur. Hann er ekki of langur og ekki of stuttur held- ur miklu fremur skilmerkilegur og gagnlegur fyrir leikmenn jafnt sem lærða. Því er þó ekki að leyna að sumsstaðar gætir of mikillar tilhneig- ingar til ofútskýringa, sem verða þess iðulega valdandi að fyrir leikmenn eru þær illskiljanlegar. Þetta ríkir mjög i hugtökum og þar sem lýst er stefnum í listsköpun. Skylt er þó að benda á það að íslenzkan er ákaflega illa í stakk búin fyrir þýðingar á list- fræðilegum texta. Hún er fátæk að því leyti— og er það auðsjáanlegt við lestur bókanna. Samt sem áður verð- ur umfjöllunin oft á tíðum hrífandi og ekki er laust við að lesandinn geti á köflum komizt inn í þann blæ sem ððru jöfnu hefur leikið um meistar- ana og gjörðir þeirra. Er það vel, þvi til mikils er að vinna að skilja verkin og það sem þau hafa yfir að búa fyrir allar frekari listfræðilegar rannsókn- ir, ef svomá nefna. Seinni hluta bókanna, sem geymir málverkin, geldur mjög hins smáa brots bókanna, eins og áður segir, og er í raun ónauðsynlegt að bæta þar nokkru við. Hitt er víst að þessi margfrægu listaverk standa alltaf fyrir sínu sem slík og munu gera í ókominni framtíð. Samnefnara þeirra má lesa á blaðsíðu 18 í bókinni um Rembrandt, þar sem listamaður- inn van Hoogstraten segir: „í þínu eigin landi er svo margt fallegt að finna, að lif þitt endist ekki til þess að skilja það allt og tjá og túlka. Hversu fagurt sem landið kann að vera, verð- ur það þér einskis nýtt, ef þú ert ekki þess umkominn að tjá og túlka það sem er allt í kringum þig." (Staðfærsla blms). Eins og í öllum sönnum fræðibók- um, getur að líta í lok litlu listaverka- bókanna skrá yfir helztu æviatriði viðkomandi listamanna og þær bæk- ur sem vert er að lesa til þess að gruska í þeim og verkum þeirra. Slik- ar skrár eru nauðsynlegar bókum sem þessum— og verða bækurnar að teljast mikið gagn þeim er áhuga hafa á list, þó litlar séu. Bækurnar kosta hver um sig út úr búð kr. 49.40, en allar saman kr. 197.60. -SER. NVLISTASAFNIÐ VATNSSTtG 3b. ÞriSjudaginn 2. marz, klukkan 20—22, sýnir Eggert Pétursson 1 Nýlistasafninu, Vatnsstig 3b. Eggcrt sýnir citt verk og þaS vcrour aSeins til sýnis þctta eina kvöld. VerkiS er unuiS meS sal Nýlistasafnsins i huga. Eggcrt nam viS Myndlistaskúla Reykjavikur, Mynd- lista- og handiSaskólann og síSan viS Jan van Eyck Academie i Maastricht, Hollándi. Hann hefur áSur haldiS tvær einkasýningar og tekiS þátt i nokkrum samsýningiim. Eftir Eggert liggja einnig nokkrar bækur. ASMUNDARSALUR, Freyjugbtu: Engin sýning fyrr en i marz. LISTASAFN ALÞÝÐU, Grensasvegl 16: Yfírlits- sýning á verkum Vigdisar Kristjánsdóttur vefjar- listakonu, en hún lézt II. febrúar 1981. Á sýning- uiini eru 28 myndvefnaSarverk. Sýningin stendur yfír til 6. marz. EDEN Hveragerfli: Engin sýning fyrr en 1 marz. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR Skólavördu- holti: SafniS er lokaS um sinn. ALASKA BREIÐHOLTI: Peter Tybjerg danskur kennari i HandiSa- og myndlistaskólanum hefur haldið sýningar viSa um heim. Hann sýnir nú kera- mik og skreytir á staSnum. OpiS laugardag og sunnudag frá kl. 14—18. KJARVALSSTAÐIR: Ounnsteinn Oíslason sýnir nýja tækni i veggmyndagerS hérlendis. Myndirnar eru unnar í múrristu (sgraffito.) í vestursal er sýning á húsgögnum, grafik og nytjalist, Rud Thygesen og Johnny Sörensen frá DanmOrku sýna. í Kjarvalssal og á austurgangi er alþjóðleg skakmót. Allt stendur þetta yfir til 21. febrúar. OpiS virka daga frá kl. 20—22, cn um helgar frá kl. 14—22. GALLERI KIRKJUMUNIR: Sigrún Jónsdóttir listakona heldur sýningu á kirkjulegum munum, batik, virka daga er opiS frá ki. 9—18 cn um hclgar frákl.9—16. GALLERl HVERFISGÖTU 32. Harpa Bergsd6ttir sýnir 47 blýants- og pastelsmyndir. Sýningin stendur frá 20. febr. n.k. til 5. marz n.k. og er opiS frá kl. 12.00 til 18.00 alla daga vikunnar og kostar ckkert inn. Þetta mun vcra fyrsta einkasýning Hörpu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.