Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR1. NOVEMBER1982.
Enska knattspyrnan
Fallbyssuskot John
Wark sökktu Albion
— hann skoraði fjögur mörk þegar leikmenn Ipswich
sýndu snilldarleik og unnu stórsigur 6:1 á WBA
Skotinn John Wark var heldur
betur á skotskónum þegar Ipswich
sýndi snilldarleik gegn W.B.A. á
Portman Road, þar sem félagið vann
stórsigur, 6—1. Wark skoraði f jögur
mörk í leiknum og var hreint óstöðv-
andi, Ipswich fékk óskabyrjun —
Mark Grew, markvörður Albion,
mátti hirða knöttinn tvisvar sinnum
úr netinu hjá sér þegar aðeins tíu
min. voru búnar af leiknum.
Eric Gates opnaði markareikning
Ipswich og síðan bætti Hollendingur-
inn Frans Thijssen öðru marki við
eftir góðan undirbúning Alan Brazil.
Þá var komiö að þætti John Wark,
sem bætti tveimur mörkum við fyrir
leikhlé. Hann skoraöi fyrst eftir að
Erik Gates haföi leikið vörn Albion
grátt og 4—0 skoraöi hann með
þrumufleyg eftir sendingu frá Alan
Brazil. Wark var þó ekki búinn að
segja sitt síðasta orð því að hann
kom hungraður sem úlfur til leiks í
seinni hálfleik og skoraði sitt þriðja
mark eftir að hann haföi leikið
skemmtilega á Derek Statham, bak-
vörö Albion. Fjóröa mark hans kom
með sannkölluðum þrumufleyg, sem
Gre w átti ekki möguleika á aö ver ja.
Þrátt fyrir þennan stórsigur
Ipswich léku leikmenn Albion á fullu
allan timann en náöu ekki aö skapa
sér nema eitt marktækifæri, sem
blökkumaöurinn Cyrille Regis nýtti.
Loksins skoraði
Dalglis
Liverpool vann góðan sigur, 3—1,
yfir Brighton á Anfield Road. Það
voru leikmenn Brighton sem voru á
undan til að skora — Gary Ryan á 9.
mín. Mark Lawrenson jafnaði, 1—1.
Hann skoraði hjá sínu gömlu
félögum eftir sendingu frá Ian Rush.
Kenny Dalglish skoraöi síðan, 2—1,
fyrir Liverpool — hans fyrsta mark á
keppnistímabilinu og síðan skoraði
hann aftur. Sammy Lee átti þá góöa
sendingu til Dalglish, sem lék
skemmtilega á fjóra varnarleik-
menn Brighton og sendi knöttinn
síðan örugglega fram hjá Graham
Moseley markverði. Dæmigert mark
Dalglish.
Tottenham fékkskell
Mikil meiðsli eru í herbúðum
Tottenham og gat Lundúnahðið
ekki teflt fram sínum bestu leik-
mönnum gegn Aston Villa. Leikur
liðanna var góður og léku þau yfir-
vegað þannig aö allt stefndi í marka-
laust jafntefli. Aston Villa fékk víta-
spymu i byrjun seinni hálfleiks —
Gary Mabbutt feldi Peter Withe inni
í vítateig. Gordon Cowans skoraði
ömgglega úr vítaspyrnunni. Rétt á
eftir átti Mabbutt þmmúskot í
slána á marki Aston Villa. Þegar 10
mín. vom til leiksloka gáfust leik-
menn Tottenham upp. Cowans lék þá
skemmtilega á Ray Clemence mark-
vörð og skoraöi 2—0 og síðan bættu
þeir Tony Morley og Gary Shaw við
mörkum og tryggöu AstonVilla stór-
sigur —4—0.
Kveðjuleikur
Alan Ball
Alan Ball lék sinn síðasta leik í
Englandi þegar Southampton vann
Everton, 3—2, á Goodison Park. Ball
misnotaði vítaspymu, en það kom
ekki að sök. Keit Cassells og Steve
Moran skoruðu fyrir Southampton,
Moran úr vítaspymu sem Ball
fiskaði. Billy Wright og Andy King
jöfnuðu fyrir Everton, 2—2, áöur en
nýliðinn David Wallace skoraði
sigurmark Dýrlinganna — hans
þriðja mark í þremur leikjum.
Nottingham Forest vann góðan
sigur, 2—0, yfir Luton í Hattaborg-
inni frægu. Ian Wallace og Brynley
Gunn skomðu mörk Forest. Gunn
skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir
félagið.
Asa Hartford tryggði Manchester
City sigur, 2—1, yfir Swansea.
Gamla kempan Dennis Tueart
skoraöi fyrst fyrir City, en Bob
Latchford jafnaði 1—1 fyrir
Swansea.
Stoke náði að tryggja sér jafntefli,
2—2, gegn Sunderland á Roker
Park. Það var Paul Maquire sem
skoraði fyrst fyrir Stoke, þeir
Nicholas Pickering og Gary Rowell
svöruðu fyrir Sunderland með
góðum mörkum. Blökkumaðurinn
Mark Chamberlain skoraði svo
jöfnunarmark Stoke — 2—2.
Allison vill
fá Beattie
til liðs við Middlesbrough
Malcolm Allison, framkvæmda-
stjóri Middlesbrough, hefur mikinn
áhuga á að fá Kevin Beattie, fyrr-
um leikmann Ipswich og cnska
landsliðsins, til liðs við „Boro”.
Beattie, sem leikur nú með
Colchester, hætti að leika með
Ipswich vegna þrálátra meiðsla.
Hann var skorinn fimm sinnum
upp við meiðslum á hné á aðeins
þremur árum.
Allison hafði aðeins verið fjóra
daga hjá „Boro” þegar hann var
búinn að hafa samband við Beattie.
— Ég sagðl við Beattie að ég vildi
fá hann hingað. Þetta er áhætta, en
ég held að ég geri rétt. Þó að
Beattie hafi verið meiddur og gcng-
ur ekki heill til skógar þá er hann
stórgóður leikmaöur og reynsla
Kevin Beattle.
hans mun koma að notum hér hjá
Middelsbrough, sagði AUison.
Beattie sagði að hann væri mjög
ánægður með tUboð „Boro”. Þetta
er mjög freystandi tUboð, sem ég
mun kanna nánar. -SOS
John Wark—skoraði fjögur mörk.
Óskabyrjun
Watford
dugði ekki
Leikmenn Watford fengu óska-
byrjun gegn Notts County á County
Ground í Nottingham — komust í 2—
0 meö mörkum f rá blökkumönnunum
Luther Blissett og John Barnes, sem
skoruöu með tveggja mín. millibili.
Nrian Kilcline minnkaði muninn í 1—
2 fyrir leikhlé og síðan tryggðu þeir
Ian McCuUoch og Paul Hools Notts
County sigur, 3—2.
Mark Hateley og Gary Thompson
skoruðu mörk Coventry — 2—0 gegn
Norwich, undir lok leiksins.
Skrílslæti
á Elland Road
MikU skrílslæti brutust út á EUand
Road í Leeds þegar Leeds fékk New-
castle í heimsókn og þurfti aö stöðva
leikinn í sex mín. John Anderson
skoraði fyrst fyrir Newcastle, en
Frank Worthington jafnaði 1—1 meö
glæsilegu marki. Hann kastaöi sér
fram og skaUaði sendingu Frankie
Gray í netið. Þeir Kenny Bums og
Aidan Butterworth skoruðu síðan
fyrir Leeds.
Simon Stainrod tryggði Q.P.R.
sigur, 1—0, yfir Bolton meö góðu
marki. Geoff Palmer og Andy Gray
skoruðu mörk Ulfanna (2—1) gegn
Derby, en Kevin Wilson skoraði fyrir
Derby.
Sean O’Driscoll skoraöi fyrir
Fulham, en Vinch HUlaire jafnaði,
1—1, fyrir Crystal Palace.
Mark vörður fékk
reisupassann
Enn einn markvörðurinn var rek-
inn af leikvelU í Englandi á laugar-
daginn. Nú fékk Terry Gennoe hjá
Blackburn að kæla sig í leik gegn
Charlton. Steve White skoraði tvö
mörk fyrir Charlton, sem vann 3—0.
Joey Jones hjá Chelsea var rekinn
út af í sínum fyrsta leik fyrir
LundúnaUðið, sem tapaði 1—2 í
Carlisle. Alan Shoulder og Micky
Droy, sem varð fjrir því óhappi að
senda knöttinn í eigið mark, skoruðu
fyrirCarUsle.
Sheffield Wednesday er komið á
toppinn í 2. deild. Mirocevic og Gary
Shelton skoruöu mörkin.
Hollendingurinn Heine Otto
skoraöi mark „Boro” með þrumu-
skoti af 25 m færi, en Ronnoe Moore
náði að jafna, 1—1, fyrir Ritherham
þegar 4 mín. voru til leiksloka.
„Boro” var heppiö aö tapa ekki því
að Emlyn Hughes átti sláarskot og
nokkrum sinnum björguðu leUtmenn
„Boro” á markUnu hjá sér.
Kevin DrinkeU tryggði Grimsby
sigur, 1—0, yfir Cambridge.
-SOS.
/nnréttingar
Smíðum
# eldhúsinnréttingar
# klæðaskápa
# baðinnréttingar
Smíðum eftir yðar hugmyndum.
Höfum einnig teikniþjónustu. Getum
afgreitt með stuttum fyrirvara. Sýnishorn
á staðnum.
Trésmíðaverkstæði
Þorvaldar Björnssonar
Súðarvogi 7 — sími 86940.
Tilboð óskast í eftirtaldar
bifreiðar
sem skemmst hafa í um-
ferðaróhöppum.
arg.
’74
’77
’82
’73
’77
’76
Volvo B88, vörubifreiö m/krana
Opel Manta
Daihatsu Charmant 1600
Datsun 1200
Ford Cortina
Mini
Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmuvegi 26,
mánudaginn 1/11 kl. 12—17.
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga G.T.
fyrir kl. 17 þriðjudaginn 2/11 ’82.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA3 SÍMI81411
róttir
íþrótt
íþróttir