Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1983, Blaðsíða 6
22
DV. FÖSTUDAGUR 4. FEBRUAR1983.
Hvað er á seyðium helgina Hvað er á seyði um helgina
„Þeir hittu á
mig í fýiu-
kasti."
— Hermann
Sveinbjörnsson,
ritstjóri Dags á
Akureyri, í helgar
viðtali.
Allt um
Luton
Toframattur
Mery! Streep
Þegar
sjónin
er ekki
28 síðna
skíðabiað
fyigir
heigarbiaðinu
— Iltlð Vlð
hjá Hjálpar-
tækjaþjónustu
blindra.
Listmunahúsið:
Magiiús Kjartans-
son sýnir verk sín
— vatnslita-, þekjulita- og akrylmyndir
m
verða okkur
ti
— IMonni spámaður skyggnist
inn í framtíðina.
Magnús Kjartansson opnar
sýningu á verkum sínum í List-
munahúsinu að Lækjargötu 2 á
morgun, laugardag, klukkan 14.
Myndverkin eru unnin með vatns-,
þekju- og akryllitum. Þá verða þar
einnig myndverk unnin með tækni
frá bernsku ljósmyndarinnar og fá-
ein rauðleirsverk. Sýningin
stendur til 20. febrúar. Að
mánudögum undanskildum,
verður opið alla virka daga frá
klukkan 10—18 en laugardaga og
sunnudaga frá klukkan 14—18.
Magnús Kjartansson er 33 ára
Reykvíkingur. Lauk hann stúdents-
prófi 1969 og þrem árum síðar prófi
frá Myndlista- og handíðaskóla
Islands. Þá fór hann til Kaup-
mannahafnar og nam við Listaaka-
demíuna hjá prófessor Richard
Mortensen. Fjölmörgum sam-
sýningum hefur hann tekið þátt í,
bæði hér heima og erlendis. Einnig sýningar. Magnús býr nú og
hefur hann haldið margar einka- starfarvesturíBúðardal. -rr.
HELGARBLAÐ 76 SÍÐUR Á MORGUN
Magnús Kjartansson opnar
sýningu i Listmunahúsinu á
iaugardag klukkan 14. Sýning■
unni iýkur 20. februar.
Ferðalög
Frá Ferðafélagi íslands
Dagsferöir sunnudaginn 6. íebrúar:
1. kl. 10.30 Kolviöarhóll — Lækjarbotnar
(skíðaferð).
2. kl. 13 Skíðakennsla — skiðaganga.
3. kl. 13 Sandfell — Selfjall — Lækjarbotnar.
Verðkr. 130.
Takið þátt í ferðunum. Sláist í hópinn. Látið
ykkur líða vel og komið hlýlega klædd. Farið
frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far-
miöar við bíl.
Ferðafélag Islands.
Tilkynningar
Samhygð — bætt mannleg
samskipti
Að vinna með öðrum tengir fólk. Vinnum
saman í verkefnum sem byggjast á því sem
þú hefur áhuga á. Kynningarfundur í kvöld kl.
19 að Skólavörðustíg 36, sími 25118.
Þorrablót
Þorrablót Golfklúbbs Reykjavíkur verður
haldið laugardaginn 5. febrúar í Golfskálan-
um í Grafarholti kl. 19. Aðgöngumiðar fást
hjá framkvæmdastjóra. Kylfingum er bent á,
að þar sem takmarka verður fjölda þátttak-
enda, þá er rétt að panta miða tímanlega í
símum 84735 eða 35273. Verð aðgöngumiða
verður mjög í hóf stillt.
Vígsla safnaðar-
heimilis Kárnes-
sóknar
Sunnudaginn 6. febr. veröur aö venju guös-
þjónusta í Kópavogskirkju á vegum Kársnes-
safnaöar. Að lokinni guðsþjónustunni, sem
hefst kl. 14, verður safnaðarheimili Kársnes-
sóknar vígt og formlega tekið í notkun.
Sumarið 1981 festi söfnuðurinn kaup á
íbúöarhúsi við Kastalagerði. Húsið stendur
við gangstíginn yfir Borgarholtið eða innan
við 100 metra fjarlægð frá kirkjudyrunum.
Vegna nálægðar húsanna nýtast því bílastæði
viðkirkjuna vel.
Vitað var að framkvæma þurfti gagngerðar
breytingar á húsinu, svo það hentaði betur
þeirri starfsemi sem því er ætluð. Því var haf-
ist handa við endurinnréttingu hússins í upp-
hafi vetrar og er því verki nú lokið. Að vonum
urðu breytingarnar kostnaðarsamar þótt
margir ynnu viö þær fyrir lág laun og bygg-
ingarefni ýmist gefið eða selt á góðum kjör-
um. Skuldir safnaðarins eru því miklar nú
vegna framkvæmdanna og vegna kaupa á
húsgögnum. Mikil bjartsýni ríkir þó um
áframhaldandi fjárstyrk frá almenningi og
fyrirtækjum til þess að hægt sé að kljúfa
kostnaöinn.
Klúbburinn
Nú þegar langþráöu takmarki er náð skulu
öllum þeim mörgu færðar þakkir, sem þegar
hafa lagt fram vinnu og fjármuni til þess að
bæta félagslega aðstöðu safnaðarins.
OA, samtök fólks
sem á við offitu-
vandamál að stríða
OA-samtökin á Islandi voru stofnuð 3. febrúar
1982 og eru því eins árs gömul um þetta leyti.
Þau eru angi af alþjóðafélagsskapnum Over-
eaters Anonymus. Inntöku- eða félagsgjöld
eru engin og eru samtökin öllum opin sem
telja sig eiga við offitu eða matarvandamál
að etja. Fundir eru haldnir að Ingólfsstræti
la, 3. hæð gegnt Gamla bíói á miðvikudögum
kl. 20.30 og laugardögum kl. 14. Upplýsingar í
síma 71437 eftir kl. 17.
Skagfirðingafélagið
í Reykjavík
verður með félagsvist í Drangey, félagsheim-
ilinu að Síðumúla 35, sunnudaginn 6. febrúar
kl. 14.
Skemmistaðir
ÞORSKAFFI: á föstudags- og laugar-
dagskvöld mun Dansbandiö skemmta gestum
hússins. Þórskabarettinn hefst kl. 22.
KLÚBBURINN: Á föstudags — og laugar-
dagskvöldið mun hljómsveitin Upplyfting
leika fyrir dansi ásamt tveim diskótekum.
BROADWAY: Á föstudags- og laugardags-
kvöldið munu Magnús og Finnbogi Kjartans-
synir leika á meöan á borðhaldi stendur.
Hljómsveit Björgvins Halldórssonar leikur
fyrir dansi. Fram koma: Sóley með stripper
og Jassport. SUNNUDAGSKVÖLD: SATT
kvöld — konur í framlínu.
VEITINGAHUSIÐ BORG: A föstudagskvöld-
ið sér Ásgeir Bragason um músíkina og Nes-
ley á laugardagskvöldið. Sunnudagskvöld
verður hljómsveit Jóns Sigurðssonar með
tónlist af vönduðu tagi sem hæfir gömlu
dönsunum.
GLÆSIBÆR: Grétar Laufdal verður í diskó-
tekinu. Hanp er með ferðadiskótekið Rocky
og segir eins og er, að í Glæsibæ ég fer. Þar er
fjörið í diskósa'l 74. Urvals tónhst og trylltur
dans. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi í
öðrum sal hússins.
HOLLYWOOD: Þar verður diskótekið á fuhu
aUa helgrna undir öruggri handleiðslu hinna
sívinsælu diskótekara.
HREYFILSHÚSIÐ: Opið laugardagskvöld,
gömlu dansamir.
HÓTEL SAGA: A föstudags- og laugardags-
kvöld mun hljómsveit Ölafs Gauks leika fyrir
dansi og er opið frá kl. 22—03. Auk þess er
grUlið opið aUa daga.
SIGTÚN: Diskótek verður bæði föstudags- og
laugardagskvöld.
ÖÐAL: A föstudagskvöld verður Ásmundur í
diskótekmu, Fanney á laugardag og Dóri á
sunnudag og að venju aUir í banastuði.
SNEKKJAN: Á föstudagskvöld verður HaU-
dór Ámi í diskótekinu en á laugardagskvöld
mun hljómsveitm Metal skemmta gestum
staðarins.