Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1983, Blaðsíða 32
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 FOSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983. Verðbætur á laun 11—13 af hundraði Vísitala framfærslukostnaöar hækk- ar um nálægt 15 af hundraöi 1. mars næstkomandi, miöaö viö verölag í byrj- un febrúar. Veröbætur á laun veröa um tveimur til fjórum af hundraöi lægri, fyrst og fremst vegna skeröing- ar ákvæða í Olafslögum en einnig vegna rýmandi viöskiptakjara og ann- arra þátta. Þetta þýðir aö þeir sem hafa í kringum 13 þúsund í laun á mán- uöi mega búast viö launahækkun á bil- inu 14 hundruð til 17 hundruö krónur á mánuöi. -SþS Akureyri: Hðfuðkúpu- brotinn — eftirslysí bátaverkstæði Rafvirki um tvítugt höfuökúpubrotn- aöi þegar hann f éll úr stiga í Bátaverk- stæöi Birgis Þórhallssonar á Akureyri um klukkan tíu í gærmorgun. Maöurinn mun hafa verið aö fara um borö í bát sem var til viðgeröar og var kominn ofarlega í stigann þegar hann féll. Hann var fluttur á sjúkrahús en síðan meö flugi til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir frekari aögerö. Aö sögn Ölafs Jónssonar, yfirlæknis á gjörgæsludeild Borgarspítalans, er líðan mannsins sæmileg. Hann gat þess einnig aöspuröur aö maöurinn sem slasaöist í Vélsmiöju Olafsfjaröar væri á batavegi. -JGH Agabrot tannlæknanema: Annarfundur háskólaráðs Agabrot tannlæknanema varð ekki útrætt á fundi háskólaráðs í gær. Ráðiö kemur aftur saman til aukafundar vegna þessa máls í hádeginu í dag. Málið snýst um meinta áfengis- drykkju tíu til tuttugu nema í tannlæknadeild í miöri síðustu viku i húsi viö Aragötu, þar sem deildin hefur haft aðstööu. Einhver átök munu hafa orðið í „partíinu”. Ennfremur uröu skemmdirá eignum. Að sögn Guðmundar Magnússonar háskólarektors mun nemendum þeim sem máliö snýst aðallega um veröa gefinnkosturá aðmæta á háskólaráðs- fundinum í dag. -KMU. LOKI Ætíi það sé búið að góma þessa tannlæknanema? Forsætisráðherra flytur einn frumvarp í vísitölumálinu: ALLTIHAALOFT í STJÓRNARUÐINU — „Framsókn sveik grundvallaratriði f janúar/’ segir Ólafur Ragnar - Alþýðubandalagið sakað um vanefndir Allt er upp í loft í ríkisstjórninni vegna vísitölumálsins. Otkoman veröur aö Gunnar Thoroddsen for- sætisráöherra mun einn flytja frum- varp um breytt vísitölukerfi í trássi við Alþýðubandalagið, að sögn Pálma Jónssonar landbúnaðarráö- herra, í viötali við DV í morgun. Forystumenn stjórnarliösins bera þungar sakir hver á annan. „Það hefur aldrei verið samþykkt í þingflokki okkar aö það ætti aö fara aö breyta vísitölukerfinu með þeim hætti sem nú er rætt um. Hverjir hafa svikið? Þaö var grundvallarat- riöi bráöabirgöalaganna að sama hækkun skyldi veröa á fiskverði, launum í landi og launum bænda. Þetta grundvallaratriöi sviku þeir Steingrimur Hermannsson og Tómas Arnason í janúar: þá var fiskverö hækkað um 20% og gengislækkun helmingi meiri en Seðlabankinn lagöi til,” sagöi Olafur Ragnar Grímsson, formaöur þingflokks Alþýöubandalagsins, í viðtali viö DV í morgun. „Þessu mótmælti Alþýðu- bandalagiö í ríkisstjórn. Við höfum ekki haft hátt um það en fyrst fariö er að saka okkur um svik er rétt aö þaðkomifram.” Tómas Árnason viðskiptaráðherra sagöi i DV í fyrradag aö Alþýöu- bandalagiö hlypi frá samkomulagi í rikisstjórninni frá í ágúst ef þaö stæöi ekki að frumvarpi um nýtt vísi- tölukerfi. Pálmi Jónsson ítrekaöi þetta í viðtali viö DV í morgun. Pálmi sagöi að frumvarp forsætis- ráöherra mundi ekki ná fram að ganga nema stjómarandstaðan veitti því brautargengi á þingi. Tím- inn væri knappur og ekki unnt aö koma því fram gegn eindreginni andstöðu. -HH / gær fór hópur ibúa við Norðurbrún í Reykjavik i fræðs/uferð um borgina á vegum Fó/agsmálastofnun- ar og lögreglunnar. í ferðinni var kennt hvernig nota ætti gönguljós og bent á ýmis atriði i umferðinni, sem gangandi vegfarendur þurfa að varast. Á eftir var boðið upp á kaffi í lögreglustöðinni við Hverfis- götu. Ætiunin eraðbjóða öldruðum borgarbúum islikar fræðsluferðirnæstu fimmtudaga. DV-mynd: S ISAFJORÐUR: Kaupfélagið og Ljónið standa ennþá í stríði — deilan um hverá að kosta breytingará verslunarlofti Deilur hafa risið milli kaupfélags- st jóra Kaupfélags Isafjarðar og fyrr- um eigenda Vörumarkaöarins Ljóns- ins en kaupfélagiö keypti hann í októ- ber síðastliðnum. Þá var gerður kaupsamningur en hann aldrei undirritaður formlega. Átti þaö að gerast 1. febrúar en varð ekki. Nýr kaupfélagsstjóri, Sverrir Bergmann, tók við um áramótin. I samtali viö DV sagðist hann fljótlega hafa kom- ist að því að efri hæð Ljónsins heföi ekki verið samþykkt af brunaeftirliti og sé því ólögleg. Þetta mikla vöru- hús var reist fyrir nokkrum árum. Er þaö á einni hæö, um 900 fermetr- ar, en seinna var sett loft í húsiö og verslunin stækkuö um helming. Af þessu lofti eru um 500 fermetrar ekki samþykktir. Kvaöst Sverrir hafa kannað hve mikiö mundi kosta að gera þær breytingar sem þyrfti til þess aö fá þaö samþykkt. Væri þaö hátt á aöra milljón. Heföi hann farið fram á viö fyrri eigendur aö kosta þessar breytingar en þeir væru ekki tilbúnir til þess. Yröi samningnum hugsanlega riftað ef þeir breyttu ekkiafstöðusinni. Heiðar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Ljónsins, sagöi i gær að málið væri nú í höndum lögfræðinga begg ja aöilanna. En í haust þegar samning- ar voru geröir hafi allir vitað að loft- ið var ekki löglcgt en samt engin athugasemd ',erö. „Ætli sé ekki þaö aö mennirnir vilj^».sna út úr dæm- inu,” sagði Heiðá?\jaínframt sagði hann aö vegna þess að allir vissu hiö rétta í haust neiti Ljónsmenn alfarið aö taka þátt í að kosta breytingu á verslunarloftinu. -JBH Þinglausnir í fyrstu viku mars? — samkomulag flokk- anna veltur á Framsókn Samkomulag stjórnmálaflokkanna fjögurra um kosningakerfiö, af- greiðslu annarra þingmála og þing- lausnir veltur nú á afstööu Framsókn- arflokksins. Miðstjómarfundur er hjá flokknum um helgina. Ef framsóknar- menn slíta ekki friöinn við hina flokk- ana um þessi mál er reiknaö með frá- gangi frumvarps um kosningakerfiö og samkomulagi um önnur mál á mánudaginn. Stefnt er aö þinglausnum í fyrstu viku mars og alls ekki miklu síðar. Timi er því náumur og naumari vegna fjarveru, 13 ráöherra og þingmanna 21.—25. þessa mánaöar, en þeir sitja- þing Noröurlandaráös í Osló. I morgun sátu formenn flokkanna enn á fundi um kosningakerfið. I dag klukkan 14 hefst fundur í neöri deild Al- þingis. Þar veröa bráöabirgöalögin rædd fram eftir degi, ef að líkum lætur. Ljóst er aö þau veröa ekki afgreidd í deildinni í dag. HERB Doppelmayer íBláfjöllin — lyftan kostar á tólftu milljón króna Doppelmayer-stólalyfta veröur sett upp í Bláf jöllum næsta sumar. Borgar- stjóm samþykkti slíkt á fundi í gær meö þrettán atkvæðum gegn fjórum. Sjálfstæðismenn, utan Alberts Guö- mundssonar, og Sigurjón Pétursson studdu kaupin. Á móti voru, auk Alberts, fulltrúar Kvennaframboös og einn f ulltrúi Alþýðubandalags. Doppelmayer-lyftan mun uppsett kosta milli 11,4 og 11,6 milljónir króna. Odýrasta lyftan sem völ var á er tveimur milljónum króna ódýrari. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.