Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Síða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. Greinarkom að gefnu tilefni: Rétt andlit kvennaframboðs Tilefni þess aö ég drep niöur penna er frétt af fundi í stjóm dvalarheim- ila aldraöra á Akureyri, sem birtist í DV þriðjudaginn 15. mars sl. Þaö mun ekki algengt að nær hálf- síöufrétt af stjórnarfundi þessara stofnana birtist á áberandi staö í einu víölesnasta dagblaði landsins. Eitthvert mikilsvert málefni hlaut að vera tilefni til slíkrar athygli, ég las því greinina meö eftirvæntingu og varö svo sannarlega ekki fyrir vonbrigöum. Eftir því sem ég best veit hafa stjómir þessara stofnana alla tíö unniö hiö ágætasta starf og einbeitt sér aö uppbyggingu þeirra og velferð eftir mætti, tiltölulega ágreinings- lítiö þó að séu skipaðar konum og körlum meö ólíkustu pólitískar skoöanir. Nú bregður svo við aö tveir full- trúar í stjóminni láta bóka eftir sér töluveröa greinargerö vegna fyrir- hugaöra byggingaframkvæmda viö dvalarheimiliö Hlíð á Akureyri. Greinargerö þessi er vægast sagt hin furðulegasta. Þaö er sem betur fer sjaldgæft aö fyrir augu ber skrif, þar sem gætir annars eins hroka og fyrirlitningar gagnvart náunganum eins og þar kemur fram, þó aö ekki sé minnst á svo lítilsverða hluti sem atvinnuróg á hæsta stigi, samfara álygum. Sem betur fer em mannleg samskipti ekki almennt komin á svona lágt plan. Umræddir stjórnarmenn telja sig umkomna þess aö dæma um og draga í efa hæfni þessara manna til starfa, sem þeim hafa veriö falin af fyrrverandi stjórn þessara stofnana, og þar meö um leið dæma fyrrver- andi stjóm óhæfa til ákvaröanatöku. Jafnframt þessu væna stjómar- mennirnir viökomandi aðila um fjárdrátt (þjófnað) úr vösum okkar' bæjarbúa og síðast en ekki síst ljúga þeir því upp aö þeir hafi sjálfir taliö sig vanhæfa til verksins. Þaö er svo sannarlega engin furöa þó að blaðamanni DV þætti greinar- geröin þess eðlis að birta bæri hana á áberandistaöí blaöi sínu.Ég vilnota tækifæriö til þess að þakka blaða- manninum framtakið. Því er nefni- lega þannig fariö að trúlegast hefði mál þetta farið fram hjá flestum bæjarbúum, slíkt er afskiptaleysi þeirra um málefni þessa bæjar. Þetta afskiptaleysi notfærir sér ófyrirleitinn lýður sem á vafasömum Mb „Umræddir stjórnarmenn telja sig um- ^ komna þess aö dæma um og draga í efa hæfni þessara manna til starfa sem þeim hafa verið falin af fyrrverandi stjórn þessara stofn- ana og þar með um leið dæma fyrrverandi stjóm óhæfa til ákvarðanatöku.” FLUGOGBILL • Akstur að eigin vild í 1 - 4 vikur. Mikið úrval af bílategundum í boði. Dæmi um verð: Hjón með Ford Fiesta i 2 vikur: Kr. 10.939,- fyrir manninn, = Brottfarir vikulega apríl - september. Skoðið undur Stóra Bretlands með þægjndunn bílaleigubils. Hálendi Skotlands býður uppáótal skemmtilega gistjmöguleijca. Kr. 21.878.- fyrir bæði Hjón með tvö börn 2-11 ára og Ford Fiesta (B flokkur) í 2 vikur: Kr. 24.798.- fyrir alla. eða: 2 x fullorðnir (a 7.317,- = 14.634,- 2 x barn C« 3.817,- = 7.634.- Kaskótrygging = 1.960.- 4 x flugvallarskattur_______= 750.- Alls kr. 24.978.- Innifalið: Flug Keflavík - Glasgow - Keflavík. Flugvallarskattur. Bíla- leigubíll með ótakmörkuðum akstri í tvær vikur. Ábyrgðar- og kaskótrygg- ing. Söluskattur. Ekkert aukalega nema bensinkostnaður. 9®' pr. geng; 1.4.83 URVAL við Austurvöll ®26900 Umboðsmetm um allt land m I s > z z Vítaverð nefndarstörf staðfest Hér í DV18. þ.m. birtist grein eftir mann aö nafni Ragnar Karlsson. flugvirkja. Grein þessi ber fyrirsögn- ina: „Lögmannsskrif um flugmál”. Hún er sýnilega skrifuð í þeim til- gangi aö verja óhæf störf hans sjálfs aö því er tekur til afskipta Flugráðs af skipun í starf flugmálastjóra og skrifa undirritaðs um það mál í DV 10. þ.m. þar sem skrif blaösins, og sérstaklega annars ritstjóra þess, voru fordæmd. Greinarhöfundur mun vera einn af fjórum starfsmönnum Flugleiða hf., er sæti eiga sem aöal- eöa varamenn í Flugráði og svo ótrúlegt, sem þaö má vera, er hann varamaður Stein- gríms Hermannssonar samgöngu- ráöherra. Það er á sinn hátt dæmi um spiliingu í þjóöfélaginu aö í slíkri stofnun, sem Flugráö er, skuli sitja fjórir menn frá sama einkafyrirtæki, Flugleiöum, því aö yfirgnæfandi meirihluti þeirra mála, sem sú stofn- un þarf að taka afstööu til, mun varða þaö fyrirtæki. Slíkt mundi ekki geta átt sér staö meö öðrum þjóðum og jafnvel naumast þeim, sem rit- stjóri DV kallar bananalýðveldi. Skrif flugvirkjans staöfesta í megin- atriðum það sem sagöi í grein minni um hin óhæfu vinnubrögö Flugráös, er það skyldi gefa umsögn um um- sækjendur um starf flugmálastjóra, svo sem nánar skal gerð grein fyrir héráeftir. Forkastanleg vinnu- brögð staðfest Eftir lestur umræddra skrifa kem- ur mér ekki á óvart aö flugvirkjan- um þyki skrif mín undarleg því að ætla má að slíkri manngerð þyki þaö ekkí koma öörum við, hvort svo þýöingarmikil stofnun og Flugráö er, starfi meö þeim hætti, sem hæfi menningarþjóð. I greininni er vitnað til oröa Al- berts Guömundssonar alþm. á Al- þingi um máliö og hvemig hann fékk undirskrift samþingmanns síns Skúla Alexanderssonar, undir tillögu hans um veitingu embættisins áöur en það er lagt fyrir fund og hvernig aörir flugráösmenn skrifuöu undir þessa tillögu áöur en málið var tekiö til formlegrar afgreiöslu. Þetta er nákvæmlega þaö, sem undirritaöur fordæmdi í umræddri blaðagrein 10. þ.m. Reyndar var þaö sjálfgefiö, aö Skúli Alexandersson alþm. myndi skrifa undir tillögu um aö Leifi Magnússyni skyldi veitt embættiö því aö Lúðvík Jósepsson fv. ráöherra og Albert Guömundsson alþm. eru svo sem alkunnugt er fastagestir í morgunkaffiklíku, sem Magnús Þor- geirsson í Pfaff (faöir Leifs verkfr. Magnússonar) stofnaöi til fyrir mörgum árum og því hlutu vináttu- tengslin aö halda, svo sem er næst- um óbrigðult, þegar þannig stendur á. Annaö stendur óhaggað í skrifum mínum varðandi afgreiðslu málsins. Það skal áréttaö aö af þeim, sem þar aö verki voru, eru þrír samstarfs- menn eöa undirmenn Leifs Magnús- sonar hjá Flugleiöum og talar þaö sínu máli. Undirritaöur harmar aö þurfa þannig aö skírskota til ein- stakra manna, en skrif flugvirkjans gera þaö óhjákvæmilegt. Þaö skal áréttaö, aö í ljósi þeirra staðreynda og þess er segir hér á eftir, var umsögn Flugráðs harla léttvæg og tillaga tilkomin á fyrr- greindan hátt nánast marklaus. Stjórnmálalegar og einkaívilnanir viðtekin venja Undirritaður hefur um 30 ára skeiö starfaö í þjónustu hins opinbera eöa allt fram til 1976 að mér þótti rétt aö hætta þrammi mínu í hinu mikla gangrimlahjóli kerfisins. Þessi ára- langa þjónusta var lærdómsrík á sinn hátt, en vakti ekki aö sama skapi virðingu fyrir kerfinu nema síöur væri. Þessi reynsla mín vakti hjá mér hvöt til þess aö fordæma persónulegar árásir á mann, sem hlotiö hafði skipun í embætti, sem ekkert var athugavert viö. Ennfrem- ur til þess nú, þegar maöur sem hvorki hefur þekkingu né reynslu í þessum málum telur sig þess um- kominn aö gagnrýna skrif manna, sem byggö eru á staðreyndum og margra ára starfsreynslu í kerfinu. I þessu sambandi er og fróðlegt aö vitna til verks eins þekktasta lög- fræöings á Norðurlöndum og sér- fræöings í stjómarfarsrétti: Dansk Forvaltningsret eftir Poul Andersen. Bók þessi var höfö til kennslu í stjómarfarsrétti, þegar undirritaöur var í lagadeild H.I. Prófessor Olafur Jóhannesson hefur aö verulegu leyti stuöst við hana í verki sínu: Stjórnarfarsréttur. Poul Andersen segir á einum stað í verkisínu: „Ráðningar embættismanna em meðal þýðingarmestu ákvarðana stjórnvalda — þar eð lagaleg og hag-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.