Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Blaðsíða 6
fi
DV. MIÐVIKUDAGUR11. MAl 1983.
Yamaha-skemmtari
77/ sölu Yamaha-skemmtarí B-35-N. sem nýr. Uppl.
á auglýsingadeild DVsimi27022-
Hitaveita Suðurnesja
óskar eftir aö ráöa skrifstofumann. Verslunarskóla- eöa sambærileg
menntun æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags
Suöurnesjabyggöa. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf
sendist til Hitaveitu Suöurnesja Brekkustíg 36, 230 Njarövík eigi síöar
en 25. maí 1983.
OPINBERT UPPBOÐ
Uppboö veröur haldiö við lögreglustöðina í Kópavogi að Auð-
brekku 57 í dag, miðvikudag, kl. 18.00 á ýmsum óskilamunum,
aðallega reiðhjólum sem eru í vörslu lögreglunnar í Kópavogi.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
HÚSBYGGJENDUR - FRAMKVÆMDAMENN
Leigjum út belta- og hjólagröfur,
jaröýtur, vibróvaltara o.fl. Tökum
að okkur alla jarövinnu, gröfum
grunna, útvegum fyllingarefni.
Tilboös- og tímavinna.
háfell
HÁFELLSF.
Bildshöfða 14 — Simi 82616
fOÖURAUTASKÓUNN
Fjölbrauta-
skólinn
Breiðholti
Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiöholti fer fram í Miöbæjarskólanum
í Reykjavík dagana 1. og 2. júní næstkomandi kl. 9.00—18, svo og í
húsakynnum skólans við Austurberg dagana 3. og 6. júní á sama tíma.
Umsóknir um skólann skulu aö ööru leyti hafa borist skrifstofu
stofnunarinnar fyrir 10. júní.
Þeir sem senda umsóknir síöar geta ekki vænst skólavistar. Fjöl-
brautaskólinn í Breiðholti býöur fram nám á sjö námssviðum og eru
nokkrar námsbrautir á hverju námssviöi. Sviö og brautir eru sem hér
segir:
Almennt bóknámssviö (menntaskólasviö). Þar má velja milli sex
námsbrauta sem eru: Eölisfræöibraut, Félagsfræöibraut, Náttúru-
fræðibraut, Tónlistarbraut, Tungumálabraut og Tæknibraut.
Heilbrigðissvið: Tvær brautir eru fyrir nýnema: Heilsugæslubraut
(til sjúkraliöaréttinda) og Hjúkrunarbraut, en hin síöari býöur upp á
aðfaranám aö hjúkrunarskólum.
Hússtjórnarsvið: Tvær brautir veröa starfræktar: Matvælabraut I
er býöur fram aöfaranám aö Hótel- og veitingaskóla Islands og Mat-
vælabraut II er veitir réttindi til starfa á mötuneytum sjúkrastofnana.
Listasvið: Þar er um tvær brautir aö ræöa. Myndlistabraut, bæöi
grunnnám og framhaldsnám, svo og Handmenntabraut er veitir
undirbúning fyrir Kennaraháskóla Islands.
Tæknisvið: (Iönfræöslusviö) Iönfræöslubrautir Fjölbrautaskólans í
Breiðholti eru þrjár: Málmiönabraut, Rafiönabraut og Tréiðnabraut.
Boöið er fram eins árs grunnnám, tveggja ára undirbúningsmenntun
aö tækninámi og þriggja ára braut að tæknifræöinámi. Þá er veitt
menntun til sveinsprófs í fjórum iöngreinum: Húsasmíöi, rafvirkjun,
rennismíði og vélvirkjun. Loks geta nemendur einnig tekiö stúdents-
próf á þessum námsbrautum sem og öllum 7 námssviöum skólans.
Hugsanlegt er aö boðið veröi fram nám á sjávarútvegsbraut á tækni-
sviöi næsta haust ef nægilega margir nemendur sækja um þá náms-
braut.
Uppeldissvið: Á uppeldissviöi eru þrjár námsbrautir í boöi: Fóstur-,
og þroskaþjálfabraut, íþrótta- og félagsbraut og loks menntabraut, er
einkum tekur miö af þörfum þeirra er hyggja á háskólanám til undir-
búnings kennslustörfum, félagslegri þjónustu og sálfræði.
Viöskiptasviö: Boönar eru fram fjórar námsbrautir: Samskipta- og
málabraut, Skrifstofu- og stjórnunarbraut, Verslunar- og sölufræöa-
braut og loks Læknaritarabraut. Af þrem fyrrnefndum brautum er
hægt aö taka almennt verslunarpróf eftir tveggja ára nám. Á þriöja
námsári gefst nemendum tækifæri til aö ljúka sérhæföu verslunarprófi
í tölvufræði, markaðsfræðum og reikningshaldi. Læknaritarabraut
lýkur með stúdentsprófi og á hiö sama viö um allar brautir viðskipta-
sviös.
Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskólann í Breiöholti má fá á skrif-
stofu skólans aö Austurbergi 5, sími 75600. Er þar hægt aö fá bæklinga
um skólann svo og Námsvísi F.B.
Skólameistari
Neytendur Neytendur Neytendur
Verðlaunahaf ar f heimilisbókhaldi DV:
Fjölskyldan aö Hábrekku 6, Ólafsvík, sem fékk verölaun IheimilisbókhaldiDVijanúar.
Áslaug Þráinsdóttir, Hilmar Gunnarsson og börn þeirra tvö. Díana og Davið. Þau völdu fíowenta djúp■
steikingarpott fyrir verðlaunapeningana.
DVmynd: GW — Ólafsvik.
„GERÐUNIMIKHD SJÁLF,
ANNARS EKKIGENGIД
Áslaug Þráinsdóttir og Hilmar Gunnarsson heimsótt
í Ólafsvík og verðlaunin af hent
„Konan mín hefur haldið heimilis-
bókhald síöan viö hófum búskap, en
þaö var áriö 1976,” segir Hilmar
Gunnarsson, iönaðarmaður í Olafs-
vík. Fréttaritari DV á staönum hefur
þegiö kaffisopa á heimili Hilmars og
k«iu hans, Áslaugar Þráinsdóttur, að
Hábrekku 6. Þau hjón eru þátttak-
endur í heimilisbókhaldi DV og
þeirra upplýsingaseöill var dreginn
úr janúarseðlum, sem veitti þeim
þrjú þúsund króna verðlaun. Aslaug
og Hilmar ákváðu aö verja þeim pen-
ingum til kaupa á Rowenta djúp-
steikingarpotti. Kaupin fóru fram
hjá Heklu hf. — raftækjaversluninni
í Reykjavík og potturinn sendur vest-
ur á Olafsvík. Fréttaritarinn smellti
mynd af fjölskyldunni, sem eru auk
hjónanna börn þeirra tvö, með verð-
launin, og innti þau frétta, svo sem
venja er þegar verölaunahafar eru
annars vegar. Aslaug sér um bók-
haldið, segir Hilmar og þá er þaö
spumingin sígilda um hvemig gangi
aö ná endum saman í dýrtíöinni!
„Þaö hefur nú gengið sæmilega.
Viö höfum byggt þetta hús í áföngum
og gert mjög mikið sjálf. Annars
hefði þetta ekki gengið,” svarar
Hilmar. „Þaö væri mjög erfitt aö
byrja á þessu í dag og kaupa alla
vinnu. Ég held raunar aö það sé ekki
hasgt, þó að margir geri þaö nú. En
þaö væri ekki hægt aö ná endum
saman ef konan væri ekki aö vinna
hálfan daginn í frystihúsinu. Ef mað-
ur veitti sér eitthvaö umfram nauö-
þurftir dygöi varla sólarhringurinn í
vinnu.”
Einbýlishúsið, sem fjölskyldan býr
í, byggöi Hilmar aö mestu leyti sjálf-
ur enda iðnaöarmaöur og starfar
sem slíkur á Olafsvík. Einnig starfar
hann sem héraöslögreglumaður og
er þaö aukastarf sem hann vinnur
aöallega um helgar. I húsið fluttu
þau 1981 en byggingin hófst árið 1977.
Fiskur, l'rfur og hvalkjöt
Þau Áslaug og Hilmar eru spurð
um verölag á nauösynjavörum á
Olafsvík, hvort dýrara sé aö versla
til heimilis þar en til dæmis í Reykja-
vík!
Þaö er Áslaug sem svarsr:
„Já, yfirleitt eru nauðsynjavörur
dýrari hér en í Reykjavik. Viö ger-
um okkar innkaup hér, því aö viö höf-
um varla efni á að fara til Reykjavík-
ur í sérstaka innkaupaferð. En við
vitum að það mundi borga sig aö
gera stórinnkaup í bænum. En til
þess þarf mikla peninga og ráöa nú
ekki allirviö þaö.”
Kom fram í máli þeirra hjóna að
fiskur væri mikiö á borðum hjá
þeim. Einnig lifur og hvalkjöt, sem
hvorttveggja væri tiltölulega ódýr
matur en hollur. Ýmislegt væri reynt
til að halda matarreikningnum í lág-
marki, en þaö væri sífellt erfiðara
vegna verölagsins.
Tómstundir kváðu þau hafa verið
fáar undanfarin ár. Þau hafa varið
nær öllum fristundum sínum í hús-
bygginguna.
Næg atvinna
Okkur hefur stundum dottiö í hug
aö breyta til, en það er ekki auð-
hlaupiö aö því núna.” Þau svara hér
spurningu fréttaritarans um hvemig
þeim líki búseta í Olafsvík. „Svo er
alltaf hálferfitt aö slíta sig frá æsku-
stöövum, þar sem maður er alinn
upp,” svara þau. „Og í Olafsvik er
næg atvinna og ekki yfir neinu aö
kvarta. Okkurliöurmjögvel hérna.”
Verðlaunahöfum í heimilisbók-
haldiDV fyrir janúairoánuðerþakk-
að spjalliö. Vonandi fáum við áfram
að fylgjast með bókhaldi þeirra í
framtíöinni. Þess má geta aö verö-
laun febrúarmánaðar fóru til fjöl-
skyldu norður á Siglufiröi og verður
f lj ótlega knúið dyra þar.
-ÞG/GW- Ölaf svík.
HOLLA FÆÐIÐ ER DÝRARA
Kona, sem ekki lét nafns síns getiö,
hringdi á dögunum. Hana langaöi til aö
vekja athygli á því aö svonefndar holl-
ustuvömr em oft á tíðum dýrari en þaö
sem ekki er talið eins hollt. Nefndi hún
dærni af heilhveiti og hvítu hveiti og
hýöishrisgrjónum og hvítum hrísgrjón-
um. Sagöist hún á dögunum hafa keypt
heilhveitipoka, 2 kg, á rúmlega 40
krónur. Þá kostaöi hveitipoki hins veg-
ar ekki nema um 20 krónur, sama
þyngd. Svipaö væri aö segja meö hrís-
grjónin.
Þegar máliö var kannaö kom í ljós
aö konan fór aö hluta til með rétt mál.
Þannig er til dæmis í Hagkaupum til
hveiti sem kostar 22,30 krónur 2 kíló á
meðan heilhveitipoki (2,265 kg) kostar
38,05. En margt veldur þessum verö-
mun. Hiö fyrsta er aö varan er
ekki frá sama framleiöanda. Þannig er
hveitiö sænskt, Juvel heitir þaö. Heil-
hveitið er hins vegar ameriskt, Pills-
bury Best. Flutningskostnaöur er því
mun meiri á því. (Þannig kostar Pills-
bury Best hvítt hveiti einnig meira en
Juvel hveitiö, 37,20, 2,265 kg). Önnur
skýring er sú aö heilhveiti er flutt mun
sjaldnar inn til landsins en hvítt hveiti.
Olafur Karlsson, sölustjóri hjá O.
Johnson og Kaaber, sem flytur inn
Pilsbury Best sagöi aö heilhveiti væri
ekki flutt inn nema í um 10. hvert skipti
sem hvítt hveiti er flutt inn. Þannig
gæti verðið á heilhveitinu veriö hærra
en á hvíta hveitinu núna, en eftir mán-
uð heföi dæmiö alveg snúist við. Hann
sagöi aö svipaö innkaupsverö væri á
hvítu hveiti og heilhveiti, þó að hvíta
hveitiö væri meira unniö. Munurinn
væri þaö lítill aö hann væri óverulegur.
Þaö er því enn verðbólgan sem er aö
rugla menn. Þriöja skýringin er svosú
aö Juvel hveitiö sænska er greitt niöur
til útflutnings af þarlendum stjóm-
völdum.
Verömunur á hrísgrjónum er heldur
minni en á hveitinu. Þannig kosta hvít
hrísgrjón 16,65 454 grömm á meðan
hýðishrísgrjón kosta 16,85 krónur 320
grömm. Hvítu hrísgrjónin kosta þann-
ig 36,67 krónur kílóið en hýðishrís-
grjónin 52,66.
Verömunurinn kann að skýrast af
því að brúnu grjónin eða hýðisgrjónin
em sérstaklega valin úr. Þau em aö
jafnaöi lengri, og þar af leiöandi dýrari
en hvít hrísgrjón. Einnig kann aö ráöa
einhverju aö oft er minna af þeim í
hverjum pakka og því umbúðaverðið
hærra hlutfall af veröinu en í verði
hvítugrjónanna.