Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1983, Side 17
DV. MIÐVKUDAGUR11. MAl 1983.
17
Lesendur
„Það væri ekki dónalegt að fá Arnór, Ásgeir... á skerminn endrum og
eins," segir knattspyrnuáhugamaður og vill gefa ensku knattspyrnunni fri
endrum og eins istaðinn.
Hvernig væri að
gefa „ensku” frí?
0536-9460 hringdi:
Mig langar til aö koma á framfæri
áskorun til Bjarna Felixsonar, íþrótta-
fréttamanns sjónvarps. Hvemig væri
að gefa ensku knattspymunni frí um
stund? Nánast frá því sjónvarpið var
stofnað hafa enskir knattspymuleikir
verið sýndir vikulega. Fyrir bragðið
hafa íslenskir knattspymumenn litið á
toppmenn enska boltans sem sínar
hetjur og stælt leikaðferðir enskra liða.
Væri ekki ráð að sýna meira frá knatt-
spyrnu á meginlandinu? Eg held aö
það viðurkenni allir að gæði þýskrar,
ítalskrar, belgískrar, hollenskrar og
franskrar knattspyrnu séu meiri en
breskrar og verðugra að líta upp til
þessara þjóða eins og úrslit síðustu
heimsmeistarakeppni sýndu og sönn-
uðu.
Að því ógleymdu að okkar bestu
knattspymumenn leika á meginland-
inu. Það væri ekki dónalegt að fá Arn-.
ór, Ásgeir, Teit, Pétrana Ormslev og
Pétursson, Atla og Lárus á skerminn
endram og eins og gefa Liverpool og
Lutonfríaf ogtil.
Vegna greinar4. maí um Hafnarf jardarsyrpur:
ekki verðlaun
vegna mistaka”
— segir Halldór Árni Sveinsson
HaUdórÁrniSveinssonskrifar: neinn hátt ókurteislega fram viö
í DV á miðvikudaginn birtist grein vinningshafa. Væntanlega hefur
eftir lesanda sem hafði tekið þátt í bréfritari fengið verðlaun sín er
getraunum einnar Hafnarf jarðar- þetta birtist og bið ég hann að taka
syrpunnar og unnið til verðlauna. þessa afsökunarbeiðni til greina og
Bréfritari kvartar yfir þvi aö virða þetta til betri vegar.
verðlaunin hafi ekki borist honum Um framhald þessarar þáttagerð-
þrátt fyrir aö langur timi sé liðinn ar er það að segja aö allt er í óvissu
fráútsendingumsyrpunnar. enn. Syrpugerðin hefur legið niöri
Um þetta var mér alls ókunnugt og um skeið þar sem gífurlegt tap hefur
harma ég mjög þau mistök sem verið á þessu. Þau fyrirtæki sem
þarna hafa átt sér stað. Staðreyndin kynnt hafa þjónustu sína í þessum
í málinu er sú aö vegna mikilla anna syrpum hafa sýnt þessu framtaki
um þetta leyti fól ég öðram aðila að iofsverðan skilning. Kann ég þeim
sjá um dreifingu verðlauna ásamt bestu þakkir fyrir. Því miður er ekki
ýmsu öðra. Vegna misskilnings hef- hægt að segja það um alla aðila sem
ur orðiö einhver misbrestur þama á til hefur verið leitað um samstarf.
og verður nú haft samband viö alla Hefur það orðið mér til mikilla
verðlaunahafa syrpunnar frá vonbrigöa þar sem yfirlýstur til-
upphafi til þess að ganga úr skugga gangur syrpunnar hefur verið aö
um að allir hafi fengiö sín verðlaun kynna hafnfirska verslun, þjónustu
meðskilum. og iðnað og reka áróður fyrir því aö
Bréfritari segist ekki hafa náð Hafnfíröingar geri viðskipti sín í
sambandi viö mig þrátt fyrir ítrekað- heimabyggðinni. Auk þess höfum við
ar tilraunir. Þar sem ég hef ekki kappkostað að skýra frá öllu því
síma og nafn mitt þar af leiðandi helsta í menningar- og félagslifi í
ekkiísímaskráhefurþaðskiljanlega bænum. Nú er verið aö kanna fjár-
verið erfitt. Harma ég mjög að bréf- hagsgrandvöll fyrir frekari þátta-
ritara hafi ekki tekist aö ná sam- gerð og er það einlæg von mín að
bandi við mig svo að mátt hefði leið- „Hafnarfjaröarsyrpur” komist í
rétta mistökin fyrr. Mér þykir leitt gang á ný. Væri gaman að heyra
aö þessi mistök skyldu eiga sér stað. hugmyndir frá Hafnfirðingum um
Þaö var aldrei ætlunin að koma á slíkt.
JILKYNNING
til garðeigenda í Reykjavík um nauðsyn aðgæslu við
notkun sterkra eiturefna við garðúðun.
Fjölmargir garöeigendur láta ár hvert úða garða sína með eiturefnum úr X- og A-flokkum eitur-
efna í því skyni að útrýma skordýrum. Af þessum efnum mun parathion algengast. Hér gengur
það undir verslunarheitinu Egodan-Parathion sem er 35% upplausn hins virka efnis (parathions).
Efni þessi eru ekki einungis eitruð fyrir skordýrin sem þeim er ætlað að eyða heldur koma verk-
anir þeirra fram hjá öllum dýrum, sem fyrir þeim verða, þ.á m. fuglum og þau valda gjarnan
eitrunareinkennum hjá fólki. Eigi er taliö unnt að komast hjá notkun þessara sterku efna enn sem
komiö er, svo sem í gróðurhúsaræktun, en leyfi til notkunar þeirra í þágu almennings eru mjög
takmörkuð og bundin þeim einum sem hafa undir höndum sérstök leyfisskírteini frá lögreglustjór-
um, sem þeir skulu bera á sér þegar úðun fer fram.
Jafnframt þessari aðgát er nauðsynlegt, aö garðeigendur geri sér grein fyrir, að æskilegt er að
draga sem mest úr notkun hinna sterku eiturefna og fullreyna í þeirra stað önnur hættuminni efni,
sem leyft er að selja almenningi (sjá yfirlit útgefiö af heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu 1. júní
Þeim garöeigendum, sem samt sem áður vilja fá garða sína úöaöa með eiturefnum úr X- og A-
flokkum skal bent á eftirfarandi:
1. Að ganga úr skugga um að þeir sem framkvæma úðunina hafi undir höndum gild leyfisskír-
teini, útgefin af lögreglustjóra.
2. Einungis má úða í þurru og kyrru veðri.
3. Egodan-Parathion má aðeins nota með styrkleikanum 0.03—0.08% þ.e 30—80 ml. í 1001 vatns.
4. Úðun er þýðingarlítii og jafnvel gagnslaus nema á aðalvaxtarskeiði lirfunnar, sem algengast
er að eigi sér stað fyrstu 3 vikurnar í júní.
5. Virða skal að öllu leyti aðvörunarspjöld þau sem skylt er að hengja upp í görðum að lokinni
úðun með áðurnefndum eiturefnum.
Garöeigendum er bent á að kynna sér rækilega hvaða trjátegundir er óþarft aö úða til varnar gegn
skordýrum og ennfremur að afla sér upplýsinga um hvenær hægt er að komast af með notkun
hættuminni efna til útrýmingar þeim.
Reykjavík 5. maí 1983
BORGARLÆKNIRINN í REYKJAVÍK.
VIKAN er komin út.
Fœst á nœsta bladsölustað.
Blaðsölubörn!
Komið á afgreiðsluna Þverholti 11.
ss ^