Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 20. AGUST1983. 3 Sveinn undirbýr sig afl hefja tœknifrjóvgunina. Hann heldur hór á hitabrúsa en í honum er stungið djúpfrystum sæðisskammti áður en hann hefur náö þvi hitastigi sem kvígan vill meðtaka. Bóndinn og ungur sonur hans fylgj- ast með. ekki þekkja til sveitaverka. Það er því kannski ekkert óeðlilegt að mönnum verði aðeins hverft við þegar fr jótækn- ar segja til starfs síns. Það er í raun- inni ekkert við slík viöbrögð að athuga þegar miðaö er við það uppeldi sem fólk fær, og þá er ég aðallega aö tala um borgarbúa sem eiga ekki að venj- ast öllum þeim verkum sem þarf að gegna til sveita, hvort sem mönnum h'kar betur eða ver.” Hlýtt á hendinni —Kanntu vel við starfann ? „Já, ágætlega. Mér finnst þetta við- kunnanlegt starf, reyndar mjög þægi- leg vinna. Að minnsta kosti er mér allt- af hlýtt á annarri hendinni,” segir Sveinn og glottir. „Beljurnar taka mér yfirleitt vel, blessaðar, þó oft gangi náttúrlega á ýmsu. Þær geta stundum verið stygg- ar, eru vissulega viðkvæmar í eðli sinu. Og þvi vill stundum bregða við að þær renni með allar lappir upp í loft þegar maður er að aðhafast við þær. Það er allur gangur á þessu.” — Laumast aldrei að þér, Sveinn, sá grunur að þetta sé ónáttúriegur starfi sem þú gegnir, ef svo má orða? „Jú, jú. Augljóslega er þetta vélræn og aö sumu leyti ómanneskjuleg aö- ferð.tæknifrjóvgunin.Auðvitað er hún líka langt frá því að vera sambærileg við hina eðlu tímgunaraðferð naut- gripa og þar af leiöandi ónáttúrleg. Ég efast reyndar aldrei um það að kvígunum finnist gamla aðferðin betri og eðlilegri, það er að segja að notast sé við tudda. En tækninni fleygir fram á öllum sviðum og framþróun hennar verður ekki stöðvuö i nautgriparækt frekar en annars staðar. Og þar eð bændur vilja nýta sér tækniframfarir í búgreinum sínum þá er í sjálfu sér ekkert við tæknifrjóvgun að athuga. Hún er að- eins einn lítill angi af tæknibyltingu síðustuára.” Tuddagreyin — Ekki er það samt alveg úr sög- unni að kúm sé haldið í sveitum lands- ins? „Neiee það kemur sennilega aldrei til. 1 hverju nútímafjósi er iöulega haföur einn tuddi til taks þó svo lang- mestur hluti kvíganna sé tæknifrjóvg- aður. Ef notkun tuddanna yrði aflögð meö öUu kæmi upp sú hætta að kyneðli kviganna brenglaðist að einhverju leyti og stofninn yrði smám saman náttúrulaus. Þannig má segja að tudd- inn sé enn í f uUu fjöri.” — Þetta viðtal við Svein er tekið í fjósinu við bæinn Arakot í Skeiða- hreppi þar sem búa hjónin Sigmar Guðbjömsson og Theodóra Svein- björnsdóttir ásamt þremur börnum sínum. Þau hjónin reka þrjátíu og tveggja kúa myndarlegt bú í nýtísku- legu og fullkomnu f jósi sem þau reistu fyrir hálfu öðru ári. Sveinn er í starfs- erindum í fjósi þeirra Sigmars og Theodóru í þetta skiptið. Hans bíða tvær kvígur í fjósinu. Þær eru báðar greinUega yxna og virðast bíða óþolin- móðar eftir að eitthvað gerist. Sveinn býr sig undir að tæknifrjógva þær meö sæði aöfengnu f rá Hvanneyri. ,3em dæmi um það hversu þetta starf mitt er í sjálfu sér ónáttúrlegt,” segir Sveinn,” get ég sagt þér að þetta sæði, sem ég er að koma fyrir í legi kvíganna, er fengið úr tveimur bolum frá Hvanneyri sem báðir eru fyrir löngu horfnir úr landi. Annar var send- ur tU Svíþjóöar, að ég held, fyrir tveimur mánuðum, en hinn drapst fyr- ir réttum fimm vikum eða svo. En sæði þeirra lifir engu að síður enn hérlendis — og bíður þess nú að komast í kvíg- urnarhéma.” Tæknihliðin — Hvemig má þetta vera? „Jú, sjáðu tU”, segir frjótæknirinn. „Þetta sæði, sem ég er að vinna með núna, er fengið úr bolunum fyrir lið- lega þremur mánuöum. Það er svo djúpfryst og sett í fljótandi köfnunar- efni. Þannig er það varðveitt í mínus hundrað níutíu og sex gráöu kulda þangaðtilþessþarf nieð. Það er kallað strá sem hver sæðis- skammtur er geymdur í inni í köfnim- arefnisdunkunum. Eitt slíkt strá — sem er vandlega merkt viðkomandi sæðisgjafa — tek ég svo úr dunknum mínum þegar að frjóvgun kemur. Strá- ið er því næst þítt í heitu vatni í um þrjátíu og fjögurra gráðu hita, þá er því komið fyrir í eins konar sprautu sem ég síðan þræði inn í leggöng kvíg- unnar. Með ákveönu handtaki losnar sæðið úr stráinu svo og sprautunni — og þar með er sjálfri frjóvguninni lokið.” Þá ar fijóvgunin hafln. sprautunni er komifl fyrir á sinum stafl. . . Heilmikil kúnst — Er ekki nokkurt vandaverk að koma sæðinu fyrir svo það haldist i skepnunni? „Jú. Það er reyndar heilmikil kúnst, mikið handverk og reyndar miklu vandameira en margur heldur. Kúnstin er að koma sæðimu á réttan stað í leggöngunum og það getur oft verið ansi erfitt. Ég þarf nefnilega að þræða endaþarmsgöng skepnunnar með annarri hendinni og þar eru mikl- ir hringvöðvar fyrir sem erfitt er að komast um. Það undrast það margir að frjótæknar þurfi að fara inn í gamir skepnunnar, en það þarf að gerc þar eð ógjömingur er að fara með höndina inn í leggöngin því þar þarf að vera rúm fyrir sjálfa sæðissprautuna að fara um. Þessvegna þarf að þreifa sig áfram eftir görnum skepnunnar þar til fundið er fyrir mótum leghálsins og legpípanna fyrir neðan, en þangaö þarf sæðiö að komast svo það haldist. Eftir að þessi staður er fundinn, er svo sæðissprautunni stungið inn i leggöng- in þar til endi hennar nær fyrrgreind- um mótum. Þar er sæðið loks losað úr sprautunni. Það er svo vissulega misjafnt hversu langur vegur þetta er, það fer vitanlega eftir byggingu hverrar skepnu fyrir sig. I erfiðustu tilfellunum þarf ég aö nota allan handlegginn, upp að öxl, í verkið. En vanalega dugar samt rúmur framhandleggur í þær flestar.” Hjátrúin — Að lokum Sveinn. Fylgir þessu starfi þínu ekki einhver hjátrú, svo sem hin aldna athöfn bænda að banka í bakiö á beljunum aö lokinni sæöingu og segja: Kálfuríkúoghaltunú!? „Nei, ég leiði alla hjátrú hjá mér í þessu verki mínu. Mér finnst hún ein- hvem veginn ekki hæfa þessari nú- tímaaðferð við að kelfa kýr. En ég get sagt þér eina ágæta sögu af bónda nokkmm sem hafði þá trú að ef hann biti í bakið á kvígum sínum, eftir að þær vom sæddar, þá héldu þær fremur en ella. Þetta gekk lengi vel með ágætum árangri, að minnsta kosti missti engin kvíga hjá honum sæði um langan tíma. En smám saman, eftir að aldurinn færðist yfir karlinn, fór samt að bera á því að ein og ein kviga missti. Og svo fór undir lokin að það hélst ekki sæði í einni einustu kvígu aumingja karlsins. Enginn átti skýringu á þessu háttalagi kvíganna, nema einn sem var vinnumaður karls. Hann benti á það að karlinn hefði með aldrinum misst æ fleiri tennur og væri nú orðinn vita tannlaus. Því hefðu áhrifin af biti hans í bak kvíganna alltaf farið þverrandi með árunum uns það urðu engin undir lokin. Og þess vegna misstuþær.” -SER. . . . og innan fárra sakúndna hafur hún þjónað hlutverki sinu og frjóvg- uninni þar mefi lokifl. Kvigurnar búnar afl fá sitt og ekki er annafl afl sjá en þær kunni hlutskipti sínu ágætlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.