Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Síða 3
DV. FÖSTUDAGUR18. NOVEMBER1983.
21
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi
sunnudaginn 20. nóvember 1983.
ÁRBÆJARPRESTAKALL. Barnasamkoma í
Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta í Safnaðarheimilinu kl. 2. öllu
eldra fólki i sofnuöinum sérstaklega boðiö til
guösþjónustunnar. Samvera og kaffiveitingar
Kvenfélags Arbæjarsóknar eftir messu. A
samkomunni talar sr. Sigurbjörn Einarsson
biskup og Guðrún Tómasdóttir syngur ein-
söng, auk annarra dagskrárliða. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL. Barnaguösþjónusta að
Norðurbrún 1 kl. 11. Messa á sama stað kl. 2.
Sr. Árni BergurSigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Laugar-
dagur: Barnasamkoma kl. 11. Sunnudagur:
Messa kl. 14 í Breiðholtsskóla. Sr. Lárus
Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA. Barnasamkoma kl. 11.
Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Guðsþjón-
usta kl. 14. Organleikari Guöni Þ. Guðmunds-
son. Fundur Bræðrafélags Bústaðakirkju
mánudagskvöld kl. 20.30. Félagsstarf aldr-
aðra miðvikudag milli kl. 14 og 17. Æskulýðs-
fundur miðvikudagskvöld kl. 20. Sr. Ölafur
Skúlason.
DIGR AN ESPRESTAK ALL. Laugardagur:
Barnasamkoma í Safnaðarheimilinu við
Bjarnhólastíg kl. 11. Sunnudagur: Guðsþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
DÚMKIRKJAN. Kl. 11. Prestsvígsla. Biskup
tsiands, hr. Pétur Sigurgeirsson, vígir guð-
fræðikandidat Jón Helga Þórarinsson til
prestsþjónustu við Fríkirkjuna í Hafnarfirði.
Dr. Einar Sigurbjörnsson lýsir vígslu. Vígslu-
vottar auk hans eru sr. Pétur Þórarinsson á
Möðruvöllum, sr. Bragi Friðriksson prófastur
og sr. Bemhaður Guömundsson fréttafulltrúi.
Altarisþjónustu annast sr. Þórir Stephensen.
Kl. 2 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Laugar-
dagur: Barnasamkoma að Hallveigarstööum
kl. 10.30. Sr. Agnes Sigurðardóttir.
ELLIHEIMILIÐ GRÚND. Messa kl. 2. Sr.
Magnús Guðjónsson biskupsritari messar.
Félag fyrrverandi sóknarpresta. Aðalfundur
Félags fyrrverandi sóknarpresta verður að
aflokinni guösþjónustu.
FELLA- og HÖLAPRESTAKALL. Laugar-
dagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl.
2.Sunnudagur: Barnasamkoma í Feliaskóla
kl. 11. Guðsþjónusta í Menningarmiðstöðinni
við Gerðuberg kl. 2. Sr. Hreinn Hjartarson.
FRIKIRKJAN IREYKJAVÍK. Baraa- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. GuðspjaUið í
myndum. Barnasálmar og smábamasöngv-
ar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin.
Sunnudagspóstur handa börnunum.
Framhaldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Al-
menn guðsþjónusta kl. 14. Altarísganga.
Safnaðarprestur prédikar og þjónar fyrir
altari. Tekið verður í notkun nýtt altarisklæði
og nýr hátíðahökuil sem Hólmfríður Áma-
dóttir hefur unnið, en Kvenfélag Fríkirkjunn-
ar fært kirkju og söfnuði að gjöf. Eftir messu
verður kaffisala í umsjá Kvenfélagsins á
Hótel Sögu, til styrktar orgelsjóði. Þar verða
tU sölu postulínsvasarnir sem gerðir hafa
verið í tUefni 80 ára afmælis Frikirkjunnar á
þessu ári. Sr. Gunnar Bjömsson.
GRENSÁSKIRKJA. BARNASAMKOMA kl.
11. Guösþjónusta kl. 2. Organleikari Ami
Arinbjarnarson. Kvöldmessa með altaris-
göngu kl. 20.30. ,,Ný tónlist”. Almenn sam-
koma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30.
Æskulýðsfundir á föstudag kl. 17 og kl. 20.30.
Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRtMSKIRKJA. Laugardagur: Basar
Kvenfélags Hallgrímskirkju hefst kl. 2.
Sunnudagur: Messa kl. 11. Organisti Gústaf
Jóhannesson. Bamasamkoma á sama tima.
Börnin komi í kirkju og taki þátt í upphafi
messunnar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17. Sr. Karl
Sigurbjörnsson. Þriðjudagur kl. 10.30: Fyrir-
bænaguðsþjónusta, beðið fyrir sjúkum.
Miövikudagur 23. nóv.: „Náttsöngur”.
Fimintudagur kl. 14.30: Opið hús fyrir aldr-
aða.
LANDSPtTALINN. Messa kl. 10. Sr. Karl
Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl.
11. Messa kl. 2. Organleikari dr. Orthulf
Prunner. Sr. Amgrímur Jónsson.
KÁRSNESPRESTAKALL. Laugardagur:
Barnasamkoma í Safnaðarheimilinu Borgir
kl. 11.00. Sunnudagur: Fjölskylduguðsþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 11.00 árd. Heimsókn
barna úr Tónlistarskóla Kópavogs. Sr. Arni
Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA. Öskastund bamanna
kl. 11. Söngur — sögur — myndir. Guðsþjón-
usta kl. 2. Prestur sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson, organleikari Jón Stefánsson.
Sóknamefndin.
Litla leikfélagið í
Garðinum:
Frumsýning
á Spansk-
fíugunni
íkvöld
Litla leikfélagiö í Garðinum
frumsýnir í kvöld, föstudag kl. 20.30,
hið vinsæla leikrit, „Spanskfluguna”
eftir Amold og Bach meö söngtext-
um eftir Böðvar Guðmundsson.
Leikstjóri er Guðrún Ásmunds-
dóttir. Hún þekkir þetta leikrit mjög
vel því hún setti það upp þegar það
var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur
1970 en það gekk þar í tvö ár og alltaf
fyrir húsfylli.
Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún
vinnur að uppsetningu á leikriti með
áhugaleikhópi og sagöi hún í stuttu
spjalli viö DV aö hún hefði haft mjög
gaman af aö vinna með hinum
áhugasama hópi í Garðinum. „Hann
hefur kennt mér meira á þessum
tíma en ég gat kennt honum,” sagði
Guðrún.
Litla leikfélagið í Garðinum er
með mjög harðsnúið lið og er jafnan
mikil gróska í starfsemi þess. Þaö
setur upp þrjú leikrit á ári — á sama
tíma og atvinnuleikhús hér setja upp
fimmleikrit.
Reikna má með góðri aðsókn aö
„Spanskflugunni” í Garðinum eins
og annars staðar þar sem þetta
skemmtilega leikrit hefur verið sýnt.
Frumsýningin verður í kvöld, eins og
fyrr segir, en önnur sýning verður á
sunnudaginn. -klp-
Bókasýning
íAmts-
bóka-
safninu
Þýsk-íslenska félagið á Akureyri
opnar bókasýningu í Amtsbókasafn-
inu í dag. Eru þarna sýndir um 250
titlar og eru allar bækurnar fengnar
frá samtökum bókaútgefenda í
Þýskalandi og fyrir milligöngu Þýsk-
íslenska félagsins. -klp-
Líf og land:
INGUNN EYDAL MEÐ SÍNA FYRSTU
MÁLVERKASÝNINGU
Á morgun kl. 14 opnar Ingunn Ey-
dal málverkasýningu að Kjarvals-
stöðum. Eru á sýningunni rúmlega
40 málverk, flest unnin á þessu ári.
Ingunn nam grafík við Myndlista-
og handíðaskóla tslands auk annars
myndlistamáms. Hefur hún tekið
þátt í um 50 grafíksýningum hér
heima og erlendis. Eiga opinberar
stofnanir í Bandaríkjunum, Svíþjóð,
Finnlandi og á Islandi verk eftir
hana.
Þetta er fyrsta (málverka)-einka-
sýning Ingunnar Eydals og er hún
haldin í tilefni þess aö hún hlaut
starfslaun Reykjavíkurborgar 1983.
Sýningin stendur til 4. desember og
er opin daglega frá 14—22. Lokað er
kl. 17—19 opnunardaginn. Aðgangur
aðsýningunnierókeypis. -klp-
...................-
Ráðstefna um þjóðarvandann
Samtökin Líf og land efna til ráðstefnu á Hótel Borg næstkomandi
Hér sjást nokkrir þeirra aðila sem munu halda erindi á ráðstefnu Lífs og lands
um þjóðarvandamálin um helgina. DV-myndS.
laugardag í því skyni að hrinda af
stað þjóðammræöu um þann alvar-
lega vanda sem Islendingar eiga nú
við að glíma á mörgum sviðum.
Ráðstefnan, sem hefst klukkan 9.30,
verður meö nýstárlegu sniði þar sem
blandað verður saman erindaflutn-
ingi og yfirheyrslum.
Meðal þeirra sem flytja erindi og
verða yfirheyrðir eru forsætisráð-
herra, Steingrímur Hermannsson,
og Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra. Að loknum erinda-
flutningnum fara fram pallborðs-
umræður.
Öll erindin sem flutt verða á
ráðstefnunni veröa gefin út í sér-
stakri bók, „Þjóð í kreppu”, sem
i verður til sölu á ráðstefnunni.
Ráðstef nan er öllum opin. SþS
„Draumur f höfðinu”
Athyglisverð sýning hjá Stúdentaleikhúsinu
„Við getum sagt að þetta sé tilraun
til kynningar á nýjum bókum því þetta
eru allt bækur sem eru að koma út
eöa hafa komið út að undanfömu,”
sagöi Arnór Benónýsson, sem er leik-
stjóri á mjög athyglisverðri sýningu
sem Stúdentaleikhúsið frumsýnir á
sunnudaginn kl. 20.30 í Félagsheimili
stúdenta við Hringbraut.
„Sumir kaflar úr bókunum eru
færðir í leikform, það er lesið upp úr
öðrum, fluttar smásögur og ljóð og
tónlist tengir dagskrána síðan
saman,” sagði Arnór.
Að sýningu þessari standa á milli
20 og 30 manns en flytjendur eru 13
talsins.
Kynnt veröa verk eftir Berglindi
Gunnarsdóttur, Birgi Svan Símonar-
son, Einar Má Guömundsson, Einar
Kárason, Gyrði Elíasson, Isak
Haröarson, Kristin Sæmundsson,
Kristínu Bjamadóttur, Olaf Hauk
Símonarson, Pál Pálsson, Sigmund
Emi Rúnarsson, Steinunni Sigurðar-
dóttur, Vigdísi Grímsdóttur og
ÞórarinEldjárn.
Leikmynd gerði Sigríöur E.
Sigurðardóttir, lýsingu annast Einar
Bergmundur og tónlist er í höndum
JóhannsG. Jóhannssonar. -klp-
Kristján Franklin Magnússon í hlutverki sinu sem byggt er á kafla úr bókinni
„Beðið eftir strstó” eftir Pál Pálsson, sem Stúdentaleikhúsið sýnir á
sunnudaginn.