Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Side 6
6 DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984. Öll höfum við margoft lesið blaðafrá- sagnir af hugvitssamiegum og blátt áfram ótrúlegum brellum þeirra vísindamanna sem fást við tiiraunir á fóstrum manna og dýra og við höfum líka flestöll veitt því athygii hve mjög þeir færa sig upp á skaftið og verða sí- fellt aögangsharðari við sköpunar- verkið í sinni víðtæku tilraunastarf- semi. Fyrir þremur áratugum eða svo þótti það tíðindum sæta er nokkrir menn fyrir vestan haf fóru að frysta niður sæði úr mönnum og skepnum; núna þykir slikt ekki lengur neitt tiitökumál; núna eru visindamenn farnir að íhuga frystingu fóstra og sölu þcirra á opinberum markaði til þeirra sem vilja. En hvar er þá komið hhium náttúr- lega gangi þessara mála? Og hvað um allar þær fíngerðu tilfinningar sem sérhver maður elur í brjósti gagnvart samneyti kynjanna, getnaðinum, meðgöngutímanum og fæöingunni? Þaö er einfalt mál aö slá því föstu að nú sé nóg komið, nú verði hinir betri menn að taka saman höndum og stöðva ósómann — en það er svo hætt við því aö efndirnar yrðu minni um sig en ásetningurinn. Það er líka hægt um vik að trúa engu, siá því fram að allar frásagnir séu ýktar og þær framtíðarspár sem grandvarir menn hafa sett fram séu fals eitt og hégómi — en þeir sem þannig mæla eru af því tæi manna sem forðast vilja óþægilegar staðreyndir í iengstu iög og lifa samkvæmt þeirri lifsregiu að notaleg fáfræði sé fremri BÖM M* H.ÍVLT1.1-1 mW1 ARIMAR beiskum sannleika — og milljón dæmi sanna hvílikar hörmungar spretta iðu- lega upp í gróðrarstíu þessháttar fá- fræði og heimskunnar hroka. Nýlega rakst ég á eftirtektarverða grein í bresku timariti þar sem dregin eru saman ýmis meginatriði þessa viðkvæma máls og varpaði örlitlu ljósi fram eftir þeim vegarsióöa sem mannkynið hefur nú lagt inn á og ætlar vist að feta á allra næstu áratugum. Greinin er eftir konu nokkra að nafni Sheila Kitzinger og birtist i janúarhefti „Parents” og munum við hér víkja að ýmsu því sem þar er um fjallaö þó aö vitaskuld sé enginn kostur að gera ' neinskonar úttekt á stöðunni í þessum efnum og þeirri þróun sem við biasir. Má þó vera að síðar gefist tækifæri til þess að leita álits fróðra manna íslenskra og birta skoðanir þeirra á síðum þessa dagblaðs, samkvæmt þeirri ágætu grundvaliarreglu að „sannleikurinn mun gera yður frjálsa”. -BH Sjúkrahús nútímans hafa yfir að iða tækjum og tólum til þess aö halda 'andi líkömum manna, sem lent hafa slysum, þótt heili þeirra starfi ekki ngur og teljist raunar dauður. Frá því hefur veriö greint aö læknar ífi þannig haldið gangandi skrokkum ikkurra heiladauöra kvenna, vegna :ss að þær voru vanfærar og ekki var tja langt í burðinn. Þegar fóstrin >ru oröin nægilega þroskuö voru þau imin úr kviöi hinnar meövitundar- usu móður meö skuröaögerð og inunum síðan leyft aö deyja. Harla ógeðfellt, kynni nú einhver aö ;gja — en hvað er í rauninni ógeðfellt ö þaö að bjarga lífi barnanna smáu? r ekki líklegt aö hinar ólánsömu æður hefðu einmitt kosiö aö þessi amgangsmáti yrði við haföur úr því :m komiö var f yrir þeim? Þaö sem valda kann einhverjum ónotatilfinningu viö lestur slíkra frétta er auðvitað sú staöreynd aö þarna voru líkamir kvennanna notaöir nánast sem einskonar sálarlaus buröarhylki eöa fósturílát og síðan fleygt þegar þeirra varekki þörf lengur. En hvaö skal þá segja um alla þá geysivíötæku tilraunastarfsemi sem nú er stunduö víöa um heiminn á eggjastokkum kvenna, legkökum þeirra og sæði karla? Sú starfsemi á sér langa sögu, mjög langa. Á öldinni sem leiö varö banda- rískur læknir til þess aö ríöa á vaðið meö því aö frjóvga konu eina meö sæöi úr námsmanni nokkrum og tókst þetta bragö meö miklum ágætum en ekki haföi eiginmanni hennar heppnast aö gera henni barn þrátt fyrir góðan vilja og margar atrennur. Fyrir nokkurnveginn þremur ára- tugum tóku menn upp á því að frysta sæöi til geymslu og olli sú nýstárlega tækni hreinni byltingu í nautgriparækt og sauöfjárrækt, jafnt á Islandi sem annars staöar í heiminum. Þá varð nefnilega kleift aö dreifa erföalyklum afburöagripa sem víðast þótt höfundur þeirra væri löngu liðinn burt úr þess- um heimi og má nærri geta hve mjög þessi tækni varö til þess að bæta stofn hinna ýmsu þarfadýra landbúnaöarins víöa um löndin. Sæðisbankar og fósturbankar Hin velþróaða frystingartækni kemur einnig aö drjúgum notum viö sæöingu kvenna. Erlendis hafa konur sumstaöar aðgang aö sérstökum sæðisbönkum þar sem þær geta aflað sér þunga fyrir óbeina tilstilli hvers- kyns andlegra afreksmanna, nóbels- verölaunahafa og annarra sáösala sem hafa getið sér orö fyrir afburða dugnaö ogatorku. Sæöisbankastjórarnir þykjast í rauninni bjóöa betur en upphaflegu sáösalarnir því aö þeir láta sáö- frumurnar í sérstakar skilvindur og greina þannig hiö góöa sæðiö frá hinu gallaða. Frystingartæknina má einnig nota til þess aö varöveita fóstur langtímum saman. Vísindamennirnir kunna á því lagið aö pumpa hormónum í konur til þess aö stórauka afköst eggjastokk- anna; eggin eru síöan frjóvguö í tilraunaglösum meö aðkeyptu sæöi og fóstrin eöa fósturvísamir geymdir í frysti uns þeim er fundinn staöur í konukviði sem vitaskuld þarf að búa undir hlutverk sitt meö viöhlítandi hormónagjöfum. Auk sæðisbankanna getum viö vænst þess er stundir líöa aö fósturbankar taki tii starfa og geti þar fólk í uppeldishugleiöingum pantaö sér fóstur meö þá eiginleika sem því hugn- ast best þá stundina — bláeyg böm og ljóshærö, grannvaxin og beinvaxin, heilsteypt aö lundarfari og prýðilega gefin. Gert er ráð fyrir því aö mýmargar konur, sem af einhverjum ástæðum eiga bágt meö aö taka frjóvgun, myndu nýta sér þessa þjónustu en einnig er nú til umræöu aö hlífa konum viö meögöngutíiiianum og ráða sér- stakar konur til þeirra starfa — ef störf skyldi kalla. Framgjarnar konur og ómissandi í atvinnulífinu gætu þá keypt af þessum kynsystrum aö ganga með fóstur fyrir sig og afhenda þau í fyllingu tímans og komist þannig sjálf- ar hjá forföllum, ógleði og hinum margvíslegu annmörkum meögöng- unnar. Mannsbarn í spendýrskviði Finnst einhverjum lesanda heldur ósennilegt aö framtíðin muni þróast á þann veg sem hér er lýst aö nokkru? Þá er þess aö geta aö tilraunastarf- semi í þessa veru er nú þegar í fullum gangi og reynslan af síðustu áratugum ætti aö sanna okkur áþreifaniega aö ekkal veröur óhugsandi fyrir þá sök eina að þaö er ókræsilegt — því að ekki skal þaö véfengt aö ókræsilegar eru margar þær aögeröir sem hér hefur veriö drepiö á í stuttu máli. Aö venju eru ítarlegar tilraunir geröar á dýrum áöur en farið er a® káklast viö konur og þaö er "N^vert aö gefa því gaum hvaða skref hafa veriö Karlmenn hafa löngum þótt sleppa heldur billega við byrðar meðgöngutimans en nú eru horfur 6 þvi að jafnrótti komist i i þeim efnum sem öðrum því að uppi eru ráðagerðir um að framieiða sérstakar legkökur iír plastí og öðrum efnum handa körlum svo að þeir geti alið börn eins og konur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.