Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Qupperneq 8
Texti: Erling Æspelund DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984. JONEE JONEE ÍNEWYORK Jonee Jonee er aö hasla sér völl í New York. Þeldökkur bassaleikari, Reggi Aiain, hefur gengið til liös viö sveitina og er tónlist hennar orðin öliu „svartari” fyrir vikið. Hljómsveitin hélt tónleika í hinum góökunna Limbo Lounge 15. þ.m. og fleiri uppákomur eru ráðgeröar á næstunni. Hugsanlega veröur gefin út plata í vor en í sumar mun Jonee Jonee gera víöreist um fósturjöröina með Reggi í broddi fylkingar — þann blakka ástarguö. Eg hitti Jonee Jonee á knæpu inn daginn, neðarlega á sjöundu tröö, og spjallaði viö hana um hljómsveitina, bransann og borgina stóru, New York. Eftir að hafa komið okkur fyrir viö endann á löngum bar, pantaö bjór og kveikt í vindlum, byrjuöu félagar hennar að segja mér frá tónleikaferö sem þeir fóru í um Italíu í september. Til Ítalíu með tveggja daga fyrirvara Þaö bar helst til tíöinda eitt miöviku- dagskvöld aö Einar í Gramminu hringdi í Þorvar og sagði honum aö Steini Þeysari heföi fengiö flensu. Þaö vantaði því hljómsveit til aö vera full- trúi Islands á alþjóölegri tónlistarhátíö á Italiu, sem hæfist eftir tvo daga. Hann sagöi þetta bara sí-svona, eins og ekkert væri sjálfsagöara. „Eg hélt aö maðurinn væri orðinn eitthvaö skrýtinn,” segir Þorvar, „en varö svo náttúrlega aö trúa honum fyrirrest.” Þetta var tilboö sem hann gat ekki hafnað og hann vissi það. Gallinn var bara sá að Jonee Jonee haföi ekki æft í marga mánuöi og það sem verra var: þaö vantaði bassaleikara. Þorvar átti aö gefa Einari svar innan tveggja klukkustunda og nú voru góö ráð dýr. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst eins og þar stendur, og ber er hver aö baki nema sér bróöur eigi, (svo aö við höldum aðeins áfram í þessum dúr). I sama bili og Þorvar er að gefa upp alla von,. hver kemur þá blaðskellandi annar en Hringur bróöir og meö honum frændi þeirra, Bergsteinn, en sá hefur veriö potturinn og pannan í Jonee Jonee ásamt Þor- vari allt frá stofnun hljómsveitarinnar fyrir þremur árum. Þeir ákveöa í snatri aö kenna Hring á bassa og taka hann meö, (Hringur minnist þess ekki að hafa nokkum tímann snert á þessu hljóöfæri fyrr), hringja íEinar, æfa sig í sex tíma, pakka, kveðja og fljúga svo út á föstudagsmorgni. Óvæntar viðtökur Þremenningarnir héldu tónleika í Róm, Mílanó, Flórens, Bólognu og Capri; tóku upp plötuna „Blár- Azzurro”; og komu því til leiðar aö Jonee Jonee veröur boöiö á sams- konar tónlistarhátíð á Spáni á næsta ári. Þeirslóguígegn. „Viðtökumar áttu stóran þátt í því aö viö ákváöum aö reyna fyrir okkur í New York,” segir Bergsteinn. „Þær vom vægast sagt ótrúlegar. Italirnir trylltust. Ég hef aldrei séö aöra eins á- heyrendur. Þeir höföu heldur aldrei heyrt aöra eins músík. Viö vorum greinilega eitthvaö alveg nýtt fyrir þeim. En Italir em fyrst núna aö uppgötva nýbylgjuna þannig aö þaö er • e.t.v. ekki að furða þótt Jonee Jonee hafi komiö þeim á óvart. ” Tónleikaferöin stóö í hálfan mánuö. Síðan héldu þeir félagarnir til New York eftir þriggja daga viökomu á Islandi. „Fyrirtækið" Þorvar og Hringur komu í fyrsta sinn til New York fyrir tveimur árum. Þá heimsóttu þeir eldri bróöur sinn, Jón Oskar, sem hér er viö myndlistar- nám. Þorvari leist þaö vel á aöstæður aö hann skellti sér í hljóöupptökutækni um síöustu áramót í „Institute of Audio Researce” sem er angi af þeim ágæta skóla New York University. Hringur sigldi í kjölfariö í haust og er að læra kvikmyndun viö The New York School. Bergsteinn hefur aldrei komið hingað áöur. Hann er einnig aö læra hljóðupptökutækni viö Institute of Audio Research og Reggi reyndar líka. „Þetta er eiginlega upphafiö á fyrir- tæki,” segir Hringur glottandi. „Þeir sjá um að taka upp og gefa út plötumar á meöan ég geri video- myndirnar.” Aö baki þessum oröum kann þó aö leynast einhver alvara. Þótt drengirnir hafi ekki haldið nema eina tónleika til þessa hafa þeir verið iönir viö aö koma sér upp samböndum. Framtíöin lofar góöu. Líkur eru á aö þeir spili í hinni velþekktu búllu CBGB á næstunni svo og í Dansateríu, A7 og jafnvelá Ritz. Platan þeirra ,,Svonatorrek” hefur heyrst nokkuö reglulega hjá þremur „underground”-útvarpsstöðvum í New Jersey og er þá kynnt sem þaö nýjasta ííslenskri nýbylgju. Skólafélagi Bergsteins, John, hefur séö til þess aö Jonee Jonee mun prufukeyra nýtt og fullkomið digital- stúdíó, sem tekið veröur í notkun í janúar. Þetta mun vera næststærsta stúdíó sinnar tegundar í New York. Eigendur vantar hljómsveit til aö aðstoöa sig viö aö kanna hljómburö og fyrir vikið fær Jonee Jonee 30 tíma ókeypis. Afraksturinn gæti oröið plata. Þá hefur Jonee Jonee komist í samband viö kunnan umboösmann, Giorgio að nafni, sem er þó einna þekktastur fyrir viötöl sín á MTV. Hann hefur þegar útvegaö drengjunum æfingahúsnæði og mun nú vera meö einhverjar þreifingar í gangi. „John taldi aö ef viö kæmumst undir vemdarvæng þessa náunga mundi hann gera okkur fræga á einni nóttu,” segir Bergsteinn. Þá er bara aö bíða og sjá. „Hún er svört og hvít og reikar stræti um nætur" Jonee Jonee hóf æfingar að nýju fyrir mánuði. Hefur tónlist hennar breyst frá þvi sem áður var? „Músíkin hefur breyst þónokkuö,” segir Bergsteinn. „Hringur bætist viö og leikur nú á hljómborð og gítar. Siðan erum viö komnir meö nýjan bassaleikara sem hefur, eins og gefur aö skilja, þau áhrif að þetta fer meira út í svarta tónlist. Gömlu taktarnir heyrast samt áfram.” Hringur lýsir því yfir aö hljóm- sveitin æth ekki aö laga sig aö aöstæöum, heldur bjóöa upp á eitthvaö nýtt. „Þaö er áberandi hvað hljóm- sveitir hérna spila mikiö af dans- músík. Viö ætlum að gera eitthvaö annað.” Eins og hvaö? „Viö ætlum aö leika íslenska ný- bylgju blandaða eþíópískri reggae- tónlist,” segir Reggi og tónar síöar eftirfarandi stöku, viö mikinn fögnuö þeirra sem til heyra — einkum þó vertsins: She’ s black and white And walks the street at night.. . — She’ s Jonee Jonee in New York! Abessiníumaðurinn Reggi En hver er þessi Reggi — hinn nýi blakki bassaleikari Jonee Jonee? Reggi Alain er fæddur og uppalinn í Eþíópíu. Faöir hans er Abessiníu- maður en móöir hans bandarísk. Þau hjónin voru lítiö hrifin af mennta- kerfinu í Eþíópíu og sendu son sinn í einkaskóla til Ameríku þegar hann var sex ára. Þar undi Reggi glaður viö sitt fram til fjórtán ára aldurs en þá fór hann til Spánar, þar sem hann dvaldi í sex ár. Hingað kom hann fyrir rúmu ári og lítur nú á sig sem Abessiníu- mann frekar en Kana. „Eg vil sem minnst eiga saman viö þá að sælda,” segir hann. Og hvemig lenti hann í slagtogi meö JoneeJonee? „Eg bjó meö tveim Islendingum í Barselóna, þegar ég var þar í há- skóla, þeim Agh Mássyni og Þorra,” segir Reggi. ,,Smám saman lærði ég aö þekkja þessa takta sem Islendingar hafa og fannst jafnvel á köflum eins og ég væri aö breytast í „landa”. (Hann segist hafa talaö íslensku upp úr svefni, lygnir aftur augunum og gefur sýnishorn: „þrrótzunndikunndípúlandi . . . Neeiiiii!) Nú, fljótlega eftir aö ég byrjaöi í Institute of Audi Reserace varö ég var viö náunga sem ég vissi aö hlaut aö vera íslenskur. Eg fylgdist meö honum dágóöa stund, læddist síöan aftan aö honum og hrópaði (á ástkæra ylhýra málinu aö sjálfsögðu): „Islendingur! ” Þorvar fraus! Eg hef aldrei séð nokkrum manni bregða jafnrosalega. Þetta var frábært! (Þorvar horfir lúpulegur niöur í bjórinn sinn.) Islendingar eru nokkuö auöþekkjan- legir. Þeir skera sig úr. Viö urðum síöan hinir mestu mátar, lékum saman í nokkrum samkvæmum í vor og ákváöum aö stofna hljómsveit í haust þegar Hringur og Bergsteinn komu. Eg vissi bara ekki aö þessir drengir væru svona afkáralegir útlits — sérstaklega Bergsteinn. Þú ættir aö sjá hann í svörtu sokkabuxunum! Getur maöur látiö sjá sig á sviði meö þessu?”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.