Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 10
SEAN Sean Connery segir aö það hafi verið Roguebrune, kona hans, sem hvatti hann til að snúa aftur til upprunalega' James Bond hlutverksins. Hún taldi að þaö gæti verið athyglisvert og skemmtilegt fyrir hann aö leika aftur 007 í Never Say Never Again. En Connery, sem er 52 ára, segist aldrei munu segja já aftur jafnvel þó að þessi mynd slái í gegn. „Þetta veröur allt og sumt, segir' hann, klæddur hertygjum til að leika í miðaldaleikriti sem heitir Sword of the Valiant. „Hérsetégmörkin.. .” Never say never again er endurgerð á Thunderball. I þeirri mynd lék Connery Bond fyrir 18 árum. Kevin McClory, framleiðandinn, átti réttinn á sögunni og hann afsalaði honum upphaflega til Cubby Broccoli sem á réttinn á næstum öllu ööru efni frálanFleming. Eftir tíu ár voru endurgeröarréttind- in hvers sem vildi og McClory samdi við framleiðandann, Schwartzman, sem fékk Connery til að leika í mynd- inni. Þá voru liðin 13 ár frá því að Connery lék Bond. Síðasta mynd hans hafði verið Diamonds are forever. Thunderball hefur veriö ástæða deilna í næstum tuttugu ár. Jafnvel eftir að endurgerðin var fullunnin var reynt að stöðva útkomu hennar af erfingjum Ian Fleming. Dómstólar í London höfnuöu þeirri kröfu. McClory byrjaöi að nauða í Connery fyrir tveimur árum að leika í kvik- myndinni og fékk brátt hjálp frá Schwartzman. Micheline lagði þá loka- hönd á verkið. „Hún sagði að það gæti verið gaman að reyna þetta,” segir Connery. Hún sagöi að ég skyldi prófa. Því meira sem ég velti málinu fyrir mér þeim mun skemmtilegra taldi ég að það gæti verið. From Russia with love uppáhaldið Hann tók hlutverkinu þegar fram- leiðendumir voru búnir að sannfæra hann um að allar lagalegar flækjur væru greiddar og ábyrgðust það að hann yrði aö minnsta kosti ekki á neinn hátt gerður ábyrgur. „Viö settumst allir niður með höf- undi og stjórnanda og enduðum eftir þá vinnu með það sem ég tel vera gott handrit,” segir Connery. , ,Fyrir mér erBond 13 árum eldri en hann passar nokkum veginn enn í gömlufötin sín.” Connery segist alltaf hafa verið ánægður með Thunderball í aðalatrið- um. Hann nefnir samt From Russia with love sem uppáhaldsmynd sína. Það er á hreinu aö Micheline setti Connery aftur í hlutverkið sem Bond en þaö er þins vegar ekki eins ljóst hvers vegna hann hætti upphaflega að leika Bond eins geysilega vinsæll og hann var. Aldrei aftur aldrei A tríöi ur Never say never again. Frá mínum bæjardyrum séð er Bond 13 árum e/drí en fötinpassa ennþá nokkum veginn. DV. LAUGARDAGUR 7. JANÚAR1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.