Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Page 19
DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984. 19 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Um jólin reyna flest kvikmynda- húsin aö skarta sínu fegursta meö því aö bjóöa upp á nýjar og vinsælar stórmyndir. Meðal jólamyndanna hérlendis eöa erlendis má sjá Sean Connery í hlutverk James Bond í Never Say Never Again og sprellgos- ana Eddie Murphy og Dan Ackroyd í John Landis myndinni Trading Places. En þaö er ein mynd sem veröur frumsýnd um jólin í Evrópu sem stingur dálítiö í stúf viö hinar jólamyndirnar. Þaö er hin rándýra mynd Jaws D-D sem hefur halaö inn peninga vestanhafs. Eins og nafniö gefur til kynna er hér um að ræða þriöju myndina í óvættamynda- flokknum og þaö sem gerir hana svo- lítiö ööruvísi er aö hún er tekin í 3-D. Svo viröist sem kvikmynda- framleiðendur hafi enn einu sinni dregiö fram í sviösljósiö 3-D tæknina í þeirri von aö laða fleiri áhorfendur inn í kvikmyndahúsin. Þessar myndir hafa skotiö upp kollinum meö reglulegu millibili en blóma- skeiö 3-D myndanna var á árunum 1950—1955. Þá voru kvikmynda- framleiöendur hræddir viö vinsældir sjónvarpsins og notuöu 3-D tæknina sem vopn gegn því. Nú er annað upp á teningnum því ætlunin er aö 3-D myndirnar keppi viö myndsegulbönd og tölvuleiktæki. Því er von á þó nokkrum nýjum 3-D myndum á næstunni, ekki síst eftir aö Jaws 3-D fékk svona góöar viðtökur. 3-D og sjónvarpið En þaö eru ekki bara kvikmynda- húsin sem sýna 3-D myndir. Haustiö 1982 sýndi lítil óháð sjónvarpsstöö í Los Angeles 3-D myndina The Mad Magican (1954). Yfir 3 milljónir manna keyptu sér sérstök gleraugu sem voru til sölu svo aö sjónvarps- áhorfendur gætu skynjaö þrívíddar eiginleika myndarinnar. Síöar sama ár sýndi bresk sjónvarpsstöö fyrstu 3-D myndina sem sýnd var í sjónvarpi þar í landi. Var þaö myndin The Real World. Aformaö var aö framleiða um þaö bil 60 myndir í 3-D áriö 1983 — allt frá safnmyndinni The 3-D Movie yfir í hörku klámmynd sem átti að heita Sexcalibur. Sum stóru kvikmynda- verin eins og Columbia, Paramount og Walt Disney voru talin vera að framleiða 3-D myndir í laumi sem áttu síðan að koma öllum á óvart. Einnig var talað um að setja í dreifingu nokkrar 3-D myndir sem höfðu aldrei verið settar í almenna dreifingu af ýmsum ástæöum. Má þar nefna myndina Domo Arigato sem Japaninn Arch Oboler geröi 1972. Sumt af þessu rættist og auösýnilegt er aö 1983 markaði nokkur tímamót í framleiðslu 3-D mynda. Hvort framhald verður á þessum vinsældum 3-D mynda eða hvort einhver önnur ný tækni taki við getur tíminn einn skoriö úr um. Byrjunin En hver er saga 3-D myndanna? Breski kvikmyndafrumkvöðullinn William-Friese-Greene er yfirleitt talinn upphafsmaöur þrivíddar- mynda, þótt eins og með marga hluti sé erfitt að sanna þaö vegna skorts á skríflegum heimildum. Friese- Greene notfærði sér vísindi sem lágu aö baki tækni sem nefndist „View- master”. Tvær ljósmyndir voru teknar af sama hlutnum. Þegar síðari myndin var tekin var mynda- vélin færö um tvo og hálfan þumlung sem er fjarlægöin milli augnanna. Þegar þessar myndir voru svo skoð- aðar gegnum Viewmaster fengust þrívíddaráhrif. Friese beitti þessu lögmáli viö kvikmyndir. Notaöar voru tvær kvikmyndatökuvélar samtímis til myndatöku. Myndin sem vinstra augaö átti aö sjá var lituð rauð en þaö sem hægra augað sá var litaö grænt. Viö filmuvinnslu voru þessar filmur settar saman og þegar horft var á filmuna meö rauöum og grænum gleraugum feng- ust þrívíddaráhrifin. Þann 27. september 1922 leit dags- ins ljós fyrsta stórmyndin í 3-D. Hún bar heitið The Power Of Love og var fimm spólu mynd meö Barböru Bed- ford og Noah Berry í aðalhlutverk- um. Frumsýningin fór fram meö miklum glæsibrag í Ambassador hótelinu í Los Angeles. Hryllingsmyndin House of Wax er ein vinsælasta 3-D myndin sem gerð hefur verið. AIAiTI ÞRÍY'ÍDD Margt bendir til þes§ ad 3-D myndir séu ad kemast einu sinni enn i tísku medal bíégesta Líkt og frá öðrum heimi Tveimur dögum seinna mátti lesa í blaðadómum eftirfarandi lýsingu. „Ahorfendur báru gleraugu sem gerði þá alveg eins spennandi á aö horfa og myndina sjálfa. Svo áhrifa- mikil eru þrívíddaráhrifin aö erfitt var að fylgjast með efnisþræðinum vegna þess aö hugurinn vildi dvelja viö tæknina.” Fjölmargar tæknilegar útfærslur á 3-D tækninni komu fram á sjónar- sviöið þótt allar byggðu þær á sömu grundvallarlögmálunum. Haustiö 1922 kom Wiiiam van Doren Kelley fram meö Plasticon, útfærslu á 3-D tækninni, og nokkrum árum siöar voru framleiddar nokkrar stuttar 3- D myndir meö þessari tækni sem nefndust Plastigrams. Einn af stofn- endum Essany fýrirtækisins vann baki brotnu viö aö fullkomna þrívíddartækni sem bar heitið Natural Vision. Ein mynd var aö minnsta kosti kvikmynduð meö Natural Vision og var þaö Danger Light (1930) meö Louis Wolfheim og Jean Arthur í aöalhlutverkum. Næst tók viö Teleview sem Laurens Hammond og William F. Cassidy voru upphafsmenn aö. I staö gler- augna horföu áhorfendur nú gegnum sérstakan glerskerm. Myndin Mars (sem einnig gekk undir nafninu Radio Mania) var tekin í Teleview en hún fjallaöi um uppfyndingamann sem reyndi að smíöa talstöð sem gæti komið honum í samband viö Marsbúa. Abel Gance hugleiddi á þessum tíma aö kvikmynda Napoleon (1927) í 3-D en hætti viö. En aðrar myndir frá þessum tíma voru m.a. Audio- scopiks (1936) eftir Peta Smith og svo Third Dimension Murder (1941) sem var kvikmynduð meö nýrri tækni sem nefndist Metroscopix 3-D. Ný útfærsla Nokkur tímamót uröu í framleiöslu 3-D mynda þegar Edwin H. Land kom fram með Polaroid tæknina. Með því aö beita henni tókst John A. Hryllingsmyndir virðast mjög vinsælar meðal 3-D framleiðenda. Hér er atriði ur myndinni Creature from the Black Lagoon. Norland aö gera „polariseraða” þrívíddarmynd. Ekki nóg meö þaö heldur var hægt aö nota þessa tækni á litmyndir. Til aö sýna þessar myndir þurfti þó tvær sýningarvélar sem var mikill ókostur. Þetta kraföist mikils af sýningarmann- inum sem varö að sjá til þess aö báðar vélarnar væru samhæfðar. Þegar myndin var sýnd voru settar ljóssíur fyrir framan sýningar- vélarnar. Onnur hleypti láréttum ljósbylgjum í gegn en hin lóöréttum. Sama gilti um gleraugun sem kvikmyndahúsagestir uröu aö setja upp. Fyrsta myndin sem byggð var á þessari tækni var 15 mínútna kynningarmynd um Chrysler fyrir- tækiö sem gerö var vegna heims- sýningarinnar í New York áriö 1939. Taliö var aö meira en 1,5 milljón manna hafi séð þessa mynd. Begg- ar’s Weekend (1936) var framleidd á Italíu en frá Þýskalandi komu tvær 3-D myndir, eöa You Can Nearly Touch H (1937) og Six Girls Drive Into The Weekend (1939). Jafnvel Rússarnir notfæröu sér Polaroid tæknina sem virtist hafa tekiö heiminn með trompi. Gullaldarárin Næstu tíu órin var hljótt um 3-D myndir, eða þar til að þeir Milton Gunzburg og Arch Oboler óttuöu sig áriö 1952 á því hve mikUr möguleikar gætu legið í 3-D myndum. Þeir framleiddu sama ár Bwana Devil, sem fjaliaöi um yfirmann verktaka- fyrirtækis í Afríku sem ákvaö að leita uppi tvö ljón sem höföu orðiö fólki aö bana þar í landi. Þótt myndin væri ómerkilegt rusl þá varö hún gífurlega vinsæl og var m.a. skrifað um hana í Time aö þarna væri ef til vill komin merkilegasta kvikmyndin sem Hollywood hefði framleitt síðan The Jazz Singer var gerö. ÖU stóru kvikmyndaverin í Holly- wood hlupu upp til handa og fóta og hófu undirbúning á framleiöslu fleiri 3-D mynda. Viöbrögðum HoUywood var ef til vill best lýst af fram- leiðandanum Bill Thomas sem var spurður hvort hann héldi aö áhorf- endur myndu vilja vera meö sérstök gleraugu. Hann sagöi, „þeir myndu bera um hálsin klósettsetu ef þeir fengju þaö sem þeir eru aö leita eftir.” Hámarki náði þetta 3-D myndaæöi áriö 1953 en þá voru framleiddar meira en 60 myndir í 3-D. Merkileg- asta og einnig vinsælust reyndist vera House Of Wax sem framleidd var af Warner Brothers og var hér um aö ræða endurútgáfu á myndinni My stery Of The Wax Museum (1933). Það sem koma skal? Fleiri myndir frá þessum tíma eru It Came From Outer Space (1953), Man In The Dark (1953) og Creature From The Black Lagoon (1954), aUt þekktar myndir. En eftir gullaldar- árið 1953 þá voru ekki framleiddar meira en 30 myndir áriö 1954. Þar á meðal var Hitchock myndin Dial M For Murder þótt fólk fengi ekki að sjá þrívíddarútgáfuna fyrr en 1979 í Los Angeles. Eftir 1954 voru örfáar 3- D myndir framleiddar því aö ný tækni haföi rutt sér til rúms en það var Cinemascope. Þessi tækni gaf ekki eins flata mynd og venjulega tiökaöist og fólk þurfti ekki aö hafa sérstök gleraugu til aö njóta hennar. A árunum 1970—1975 tóku 3-D myndir smá f jörkipp. Má þar nefna myndirnar The Stewardess (1970) og Andy Warhol myndina Frankenstein sem sýnd var í Bíóbæ nýlega. Universal kvikmyndaveriö notaði tækifærið og setti aftur á markaðinn nokkrar af gömlu 3-D myndunum sínum eins og It Came From Outer Space. Áriö 1982 kom svo Friday The 13th Part II í 3-D og halaöi hún inn peninga hvarvetna og vakti einu sinni enn áhuga kvikmyndaveranna á tækninni. Nú er þar aö auki hægt aö bjóöa upp á 3-D myndir á 10 rása Dolby stereo kerfi og tækninni varð- andi útfærslu 3-D hugmyndarinnar fer stöðugt fram. Þaö er því fátt sem bendir til annars en aö viö munum fá aö sjá hér á Islandi þó nokkrar þrívíddarmyndir á næstunni. Baldur Hjaltason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.