Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Side 36
VISA ÍSLAND V/SA Fyrir víðförla. Austurstræti 7 Sími 29700 Horfurá samkomulagi íEyjum Likur eru taldar á aö samkomulag náist í deilu verkalýöstélaganna í Vest- mannaeyjum og atvinnurekenda þannig aö ekki þurfi aö koma til yfir- vinnubanns sem boöaö hefur veriö á föstudaginn. Aö sögn Jóhönnu Friöriksdóttur, formanns Verkakvennafélagsins Snótar, bar ekki mikið á milli eftir samningafund í gær. Báöir 'aðilar heföu slakaö á og atvinnurekendur gefið vilyröi fyrir aö auka hlutdeifd sína í fatakostnaöi og fella niður svonefndan unglingataxta. Samninga- fundir hófust aftur í morgun. Ef ekki næst samkomulag mun boðað yfirvinnubann taka gildi klukkanl7áföstudag. -OEF. ísafjörður: 3 daga gæslu- varðhald — yfir skrifstof u- stjóranum Skrifstofustjóri Kaupfélags Is- firðinga var úrskurðaöur í þriggja daga gæsluvaröhald í gær vegna rannsóknar á meintum fjárdrætti hans ogskjalafalsi. Pétur Hafstein sýslumaður sagöi í morgun aö rannsóknin beindist aö á- kveönum þáttum í bókhaldi fyrirtækisins og væri hún töluvert umfangsmikil. Ekki væri á þessu stigi hægt að segja til um hve miklar upphæðir væri þarna um aö ræöa. -GB. Keflavíkur- flugvöllur lokaður Keflavíkurflugvöllur lokaöist síðdeg- is í gær sökum þoku. Flugvöllurinn var enn lokaður farþegaflugi í morgun. Millilandaflug hefur fariö úr skorö- um. Tvær þotur Flugleiöa, á leiö frá Kaupmannahöfn og Lúxemborg, neyddust í gær til aö snúa viö og lenda í Glasgow. Þar sváfu um 300 farþegar í nótt á kostnað Flugleiöa. Ráögert var aö önnur þotan lenti í Reykjavík fyrir hádegi. / -KMU \ I LOKI Ég irissi afítaf að það væri maðkur í mysunni. I KAFFIVAGNINN V|Ð GRANDAGARÐ110 Bakarí vorurnar TEGUNDIR AF KÖKUM OG SMURÐU BRAUÐI 0PNUM ELDSNEMMA - LOKUM SEINT 77072 auglýsingar SÍÐUMULA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR PVERHOLT111 86611 RITSTJÚRN SÍDUMÚLA 12-14 SKIPAGÖTU 13 AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR14. AAARS1984. ■ ' ' 3^, 'vf, . r\ . s ^ ^ ' r i ; j Verður mysunni breytt í sykur? Miklar skemmdir urðu á dagvistarheimilinu Hólaborg i brunanum i gærkvöldi. Sérstaklega varð álman sem elstu börjjin voru i illa úti. myndS Á ANNAÐ HUNDRAÐ BÖRN OG FORELDRAR í VANDA eftir að dagvistarheimiliö Hólaborg stórskemmdist íbruna Miklar skemmdir urðu í bruna sem kom upp í dagvistarheimilinu Hóla- borg í Breiðholti um klukkan átta í gærkvöldi. A heimilinu eru um 150 börn á hverjum degi og var aðeins hægt aö taka í vistun nokkur þeirra í morgun. Dagvistarheimiliö'er í þrem ein- ingum og varð sú sem elstu börnin eru i verst úti. Hinum tveim varö að loka vegnasót-ogvatnsskemmda en vonast er til að hægt verði aö opna þær aftur nú í vikunni. Þessi lokun kom sér mjög illa fyrir marga foreldra í morgun. Koma þurfti börnunum fyrir hjá ættingjum og vinum en aðrir þurftu aö fá fri í vinnu til aö geta gætt barnanna sjálf- ir. Var aöeins hægt að taka viö 18 börnum í Hólaborg í morgun og eru þau í viöbyggingu sem slapp alveg i brunanum. Ekki er vitað meö vissu um elds- upptök en málið er nú í rannsókn.-klp Hægt er aö vinna 400—500 tonn af sykri árlega úr mysu frá Mjólkur- samlaginu á Akureyri. Mjólkurbúin á Norðurlandi framleiöa 60—70% af mysu í landinu og gætu veriö fólgin í henni mikil verömæti meö því aö breyta henni í sykur og nýta t.d. í matvælaiðnaöi. Hægt væri aö full- nægja 13—15% af sykurneyslu lands- manna meö því að vinna úr mysu sem búin er til í landinu. Þetta kom fram á fundi sem Jón Bragi Bjarnason, lífefnafræðingur viö Háskólann, hélt í gær meö sveit- arstjórnarmönnum á Noröurlandi um lifefnaiðnað. Þar kynnti hann hugmyndir um fullnýtingu íslenskra hráefna, auk mysuvinnslunnar aö- ferðir viö aö vinna slógmeltu og framleiöa úr henni ensím til að nota í iðnaði. Taldi hann aö þar væru mikl- ir möguleikar fyrir Islendinga vegna stööugt vaxandi þarfa iðnaöar heimsins fyrir ensím. Arin 1979—81 unnu starfsmenn Raunvísindastofn- unar Háskóla Islands aö tilraunum á þessu sviöi en uröu þá aö hætta vegna fjárskorts. Síðan hafa þær leg- iö niðri að mestu. Jón Bragi sagði í'samtaliviöDVað lífefnaiönaöurinn ætti eftir að verða milljarðaatvinnugrein á Islandi, all- ar spár bentu til þess. Mikilvægast væri kannski aö meö aðferðafræði hans fengist eldsneyti framtíðarinn- ar þegar annaö væri þrotið. Tvær milljónir til rannsókna myndu þvi fljótt skila sér. -JBH/Akureyri Hilmar Helgason látinn Hilmar Helgason, fyrrverandi for- maður SAA, lést af slysförum í gær- kveldi. Hann drukknaöi í Bláa lóninu við Grindavík. Hilmar var gestur á hótehnu viö Bláa lónið og fór út aö synda ásamt nokkrum öörum um átta- leytið i gærkveldi. Er hann kom ekki fram aftur var hafin leit og fannst hann látinn síöar um kvöldiö. ÖEF Sókn felldi samningana — og kennarar berjast ámótiþeim A 453 manna f undi í Starfsmannafé- laginu Sókn í gærkvöld voru samning- ar ASI og VSI felldir meö 246 atkvæö- um gegn 177. Ný fimm manna samn- inganefnd var kosin, sem nú mun kljást viö talsmenn ríkis og borgar. Þá samþykktu kennarar á þúsund manna fundi í gærkvöldi áskorun til fé- lagsmanna í BSRB um aö fella samn- ingana viö ríkiö og sveitarfélögin. Fundurinn samþykkti einnig tillögu um undirbúning aö úrsögn kennara úr BSRB og BHM og stofnun kennara- sambands í kjaramálum. I heildaratkvæðagreiöslu innan BSRB gildir einfaldur meirihluti allra félagsmanna. Bankamenn hafa samþykkt sams konar samninga og ASI og BSRB gerðu, meö fyrirvara um úrslit alls- herjaratkvæðagreiöslu. HERB Reyndi rán í Regnboganum — sneri upp á hönd miðasölustúlkunnar .Jíomdu meö peningana.” Þetta sagöi maöur á þrítugsaldri sem réöst á miðasölustúlku í kvikmyndahúsinu Regboganum laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Er fólk kom stúlkunni til aöstoöar haföi árásarmaöurinn sig á brott. Hann var óvopnaður. Atvik voru þau aö árásarmaöurinn kom röltandi upp að miöasölunni. Er miðasölustúlkan hugöist afgreiöa hann kippti hannannarrihendi hennar út um lúguna og sneri upp á. Um leið kraföist hann þess aö hún afhenti peningana. Stúlkunni tókst aö hrópa. Þaö bar árangur. Fólk kom henni til aöstoðar og viö þaö tók maöurinn á rás. Hann haföi ekkert upp úr krafsinu. Miöasölu- stúlkan marðist á hendi og er bólgin. Arásarmaöurinn haföi ekki fundist i morgun. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.