Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1984, Blaðsíða 2
18
Sjónvarp Sjónvarp
DV. FÖSTUDAGUR 6. JULl 1984.
... '
Kvikmyndir Kvikmyndir
Það verða þeir félagar, Ásgeir Tómasson og Páii Þorsteinsson, sem sjá um
útsendingar rásar 2 á sunnudögum.
Útvarp, rás 2, sunnudag kl. 13.30:
RÁS2Á
SUNNUDÖGUM
í SUMAR
— með„opið útvarp”
Ákveöið hefur veriö aö rás 2 sendi út
á sunnudögum frá kl. 13.30 til kl 18
a.m.k. næstu tvo til þrjá mánuði.
Fyrsta útsendingin verður nú á sunnu-
daginn og hefst eins og áöur sagði kl.
13.30.
Þorgeir Ástvaldsson, forstöðumaöur
rásar 2, sagði að þetta yrði svokallaö
„opið útvarp” þar sem rey nt verður aö
höfða til þeirra sem eru á ferðalagi og
að hafa sem best samband við hlust-
endur. Þetta verður einfalt í sniðum og
léttleikinn mun ráða feröinni. Það eru
þeir Ásgeir Tómasson og Páll Þor-
steinsson sem verða með sunnudagsút-
varpiö og munu þeir þar með hætta í
morgunþættinum, en Jón Olafsson
verður þar áfram. I kjölfar þess að
þeir Ásgeir og Páll hætta, má eiga von
á töluverðum breytingum á morgun-
þættinum, t.d. munu fleiri raddir heyr-
ast í vikunni og þátturinn fer líklega í
fastara form.
Þetta eru þó ekki einu mannabreyt-
ingarnar sem standa fyrir dyrum hjá
rásinni að sögn Þorgeirs því að á næst-
unni munu verða verulegar tilfærslur í
ingum handritin í nafni dönsku
þjóðarinnar.
22.30 Berlin Alexanderplatz. Ní-
undi þáttur. Þýskur fram-
haldsmyndaflokkur í fjórtán
þáttum, gerður eftir sögu Álfreds
Döblins. Leikstjóri Rainer Wemer
Fassbinder. Það er þungur kross
að þurfa að greina á milli góðs og
ills og Biberkopf varpar öndinni
léttara er hann hefur ákveðið að
gleyma eiöum sinum og svar-
dögum og taka þátt í braskinu meö
Willy. Það er eins og sólin renni
upp þegar hann kynnist Mieze,
sem er ung og lagleg og vill leggja
allt í sölumar fyrir hann. Þýðandi
Veturliði Guðnason.
23.25 Fréttir í dagskrárlok.
Föstudagur
13. júlí
19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu
dögum. 10. Þýskur brúðumynda-
flokkur. Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir. Sögumaður Tinna Gunn-
laugsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttirogveður.
20.30 Auglýsingarogdagskrá.
20.40 Á döfinni. Umsjónarmaður
Karl Sigtryggsson. Kynnir Bima
Hrólfsdóttir.
20.50 Grínmyndasafnið. „ 3., t Bara-
þáttastjórn vegna þess að nokkrir
stjómendur munu hætta og nýir koma í
þeirra stað.
Varðandi dreifingarkerfið sagði Þor-
geir að hann vonaðist til að með
haustinu mundi rásin nást nánast um
allt land ef allt gengi að óskum því að
stefnt væri aö mikilli uppbyggingu
dreifingarkerfisins í sumar.
Aöspurður um aðstöðu dagskrár-
gerðarmanna hjá rás 2 sagði Þorgeir
að litla plötusafnið þeirra væri í stöö-
ugum vexti en strax í upphafi hafi ver-
ið gert ráð fyrir því að plötusafnið á
rás 1 yrði mikið notað og að þátta-
stjórnendur mundu nota sitt eigið
plötusafn. Enda er þaö vitað mál aö
hjá Ríkisútvarpinu er ekki mikið úrval
af ýmiss konar „spes” tónlist eins og
t.d. reaggietónlist.
„Utsendingarnar á sunnudögum eru
aöeins tilraun og segja má að þetta sé
skref númer tvö hjá rásinni því að nú
sendir hún í fyrsta skipti reglulega út
utan hins hefðbundna útsendingartíma
síns,” sagði Þorgeir Ástvaldsson að
lokum. SJ
fóstran. Skopmyndasyrpa frá
dögum þöglu myndanna með
Charlie Chaplin og Larry Semon.
21.05 Nýja-Sjáland úr lofti. Fræðslu-
mynd frá ný-sjálenska sjón-
varpinu um náttúru landsins, at-
vinnuvegi og menningu. Þýðandi
Ragna Ragnars. Þulur Sigvaldi
Júliusson.
21.55 1 greipum dauðans. (Kiss of
Death). Bandarísk sakamála-
mynd frá 1947. Leikstjóri Henry
Hathaway. Aðalhlutverk: Victor
Mature, Richard Widmark, Brian
Donlevy og Coleen Gray. Dæmdur
sakamaöur neitar að koma upp
um félaga sína í bófaflokknum þar
til hann kemst á snoðir um að þeir
hafa reynst konu hans illa. Þýð-
andi Kristmann Eiðsson.
23.30 Fréttir á dagskrárlok.
Laugardagur
14. júlí
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Börnin við ána. Annar hluti —
Sexmenningamir. Breskur fram-
haldsmyndaflokkur í átta þáttum,
gerður eftir tveimur barnabókum
eftir Arthur Ransome. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
19.00 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 í blíðu og stríðu. Lokaþáttur.
Bandarískur gamanmyndaflokk-
ur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
21.00 Líf í tuskunum. (On the Town).
Bandarísk dans- og söngvamynd
frá 1950. Leikstjórar: Gene Kelly
og Stanley Donen. Aðalhlutverk:
Gene Kelly, Frank Sinatra, Betty
Garrett, Ann Miller, Jules Mun-
shin og Vera Ellen. Tónlist eftir
Leonard Bernstein, Betty Comd-
en, Adolph Green og Roger Edens.
Þrír sjóliðar fá dagsleyfi í New
York. Einn þeirra verður viðskila
við elskuna sína og upphefst þá elt-
ingarleikur um alla borgina.
Þýðándi Oskar Ingimarsson.
22.35 Raddirnar. (The Whisperers).
Bresk bíómynd frá 1967. Leik-
stjóm og handrit Bryan Forbes.
Aðalhlutverk: Edith Evans og
Eric Portman. Gömul kona býr við
bág kjör í fátækrahverfi. Hún er
einstæðingur og lifir að nokkru
leyti í eigin hugarheimi. Þýðandi
Rannveig Tryggvadóttir.
00.20 Dagskrárlok.
Sunnudagur
15. júlí
18.00 Sunnudagshugvekja.
18.10 Geimhetjan. Þriðji þáttur.
Danskur framhaldsmyndaflokkur
i þrettán þáttum fyrir börn og
unglinga eftir Carsten Overskov.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
(Nordvision — Danska sjónvarp-
ið).
18.35 Fjallafé. Bresk dýralífsmynd
um villt sauðfé, sem upprunnið er
frá Mið-Asíu en hefst viö í Kletta-
fjöllum í Norður-Ameríku. Þýð-
andi og þulur Jón O. Edwald.
19.00 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
20.50 Sögur frá Suður-Afríku. 6. Litli
betlarinn. Myndaflokkur í sjö þátt-
um sem gerðir em eftir smásögum
Nadine Gordimer. Ensk kona tek-
ur ástfóstri við bláfátækan dreng,
sem betlar á götum Jóhannesar-
borgar, og vill koma honum til
mennta. Þýðandi Öskar Ingimars-
son.
21.50 Klri Te Kanawa. Bresk heim-
ildamynd um hina heimsfrægu,
nýsjálensku óperusöngkonu Kiri
Te Kanawa, söngferil hennar og
einkalif. Þýðandi Jón Þórarinsson.
22.55 Dagskrárlok.
Það verðurlifí tuskunum i bandarísku söngva- og dansmyndinni sem sýnd
verður i sjónvarpi laugardaginn 14. júlí kl. 21.00. Myndin nefnist einmitt á
Jsleosku l ifJtúikwiumjaai»f.frÁ.J.95fU....................................
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
KVIKMYNDIR
UM HELGINA
UMSJÓIM: HILMAR KARLSSOÍM
Sú var tíöin að í Hafnarfirði voru sýndar margar merkilegar
kvikmyndir og lögðu þáverandi eigendur tveggja kvikmyndahúsa í
Hafnarfirði í það að sýna evrópskar verðlaunamyndir og myndir
jjekktra kvikmyndaleikstjóra. Þar voru tilaðmynda sýndar marg-
ar af bestu kvikmyndum Ingmars Bergmans, einnig myndir eftir
Miehelangelo Antonioni, Carl Dreyer og Orson Welles svo einhverj-
ir séu nefndir. En það eru ekki alltaf gæðin sem sópa áhorfendum
til sín og á því fengu bíóin í Hafnarfirði að kenna. Þetta er rifjað
upp af því tilefni aö nú hefur Leikfélag Hafnarfjaröar tekið viö
rekstri Bæjarbíós og ætlar aö hafa kvikmyndasýningar á fimmtu-
dögum og sunnudögum. Það er 39 þrep (The Thirty Nine Steps)
sem sýnd verður á næstunni. Þetta er endurgerð á hinni frægu
kvikmynd Alfreds Hitchcocks og er hún hin ágætasta skemmtun.
Hetjan í Kruil, Prince Colwyn (Ken Marshall), heldur á
óvenjulegu vopni sem á eftir að reynast honum vel.
Stjörnubíó hefur hafið sýningar á mikilli ævintýramynd, Krull.
Það er varla hægt að kalla Krull geimferðamynd þótt hún gerist í
veröld þúsundum ljósára handan alls ímyndunarafls. Það er frek-
ar að búningar og gervi leikenda minni á miðaldir. En þetta er
kvikmynd fyrir alla þá sem kunna að sleppa ímyndunaraflinu
lausu.
Bíóhöllin hefur hafið sýningar á allsérkennilegri kvikmynd,
Tvífaranum (The Man With Bogart’s Face). Er þetta gamansöm
spennumynd um hinn eina sanna Humphrey Bogart, eða réttara
sagt tvífara hans, sem Robert Sacchi leikur. Bíóhöllin heldur
einnig áfram sýningum á hinni umtöluðu kvikmynd Sergio Leone,
Lagt á borð fyrir tvö á strönd í Einu sinni var i Ameríku.
Einu sinni var í Ameríku (Once Upon A Time In America). Þetta
er stórbrotin kvikmynd sem spannar fimmtíu ára tímabil og ættu
allir sem hug hafa á að sjá hana að reyna aö koma því þannig fyrir
að þeir geti séð báða hlutana þótt sýndir séu hvor í sínum salnum.
Einhver mest sótta kvikmyndin í Bandaríkjunum á síöasta ári var
Herra mamma (Mr. Mom) og kom það víst flestum á óvart. Fjall-
ar hún um föður sem tekur að sér heimilisstörfin en eiginkonan
vinnur úti.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að þaö er verið að kvik-
mynda upphafsatriöi nýjustu Bond-myndarinnar hér á landi.
Hefur verið fylgst með því á siðum dagblaðanna. Kannski er það í
tilefni þess að Tónabíó hefur hafið endursýningar á Moonraker þar
sem Roger Moore leikur Bond, allavega þegar ekki er um hættuleg
atriði að ræða. Moonraker er að mínu mati einhver slappasta
Bond-myndin, aðallega vegna þess að mér finnst ekki passa við
Bond-típuna að vera að flækjast út fyrir gufuhvolfið.
Austurbæjarbíó frumsýndi í vikunni í neti gleðikvenna (Intimate
Moments). Þeir auglýsa hana sem djarfa kvikmynd, byggöa á ævi-
sögu Madame Claude. Ekki veit ég hver Madame Claude var eða
er en nafnið bendir til að hún hafi eitthvað fengist við „elstu at-
vinnugrein í heimi”.
Gene Hackman stillt upp við vegg af stjórnarhermönnum
í Under Fire.
Af öðrum athyglisverðum kvikmyndum í borginni er helst að
nefna í eldlínunni (Under Fire) sem sýnd er i Háskólabíói. Þetta er
mjög spennandi kvikmynd um störf stríösfréttaritara í Nicaragua
þegar uppreisnin gegn harðstjórn Somoza var gerð og honum
steypt af stóli. Þar er tekin eindregin afstaða með skæruliöum. En
um -leið lýsir myndin því lífi sem stríösfréttaritarar lifa og hvort
þeir eigi að hafa skoðanir á hlutunum eöa eingöngu hugsa um að
afla frétta.
Kvikmyndir
iiimimMinp
Kvikmyndir
x