Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1984, Blaðsíða 1
DV. FÖSTUDAGUR 20. JULI1984. 17 Sjónvarp Sjónvarp Laugardagur 21.JÚIÍ 16.30 íþróttir. 18.30 Börnin við ána. Sexmenning- arnir — lokaþáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur gerður eftir tveimur barnabókum eftir Arthur Ransome. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 í fullu fjöri. (Fresh Fields). Nýr flokkur. Breskur gaman- myndaflokkur í sex þáttum. Aðalhlutverk: Julia Mackenzie og Anton Rodgers. Eftir tuttugu ára hjónaband fær Hester Fields loksins tíma til að sinna sjálfri sér og áhugamálum síniun því ung- arnir eru flognir úr hreiðrinu og eiginmaðurinn er önnum kafinn. Þýðandi Ragna Ragnars. 21.00 Petula Clark. Skemmtiþáttur með bresku söngkonunni Petulu Clark. 21.55 Frú Muir og draugurinn. (The Ghost and Mrs. Muir). Bandarísk bíómynd frá 1947. Leikstjóri Joseph Mankiewicz. Aðalhlut- verk: Rex Harrison, Gene Tierney, George Sanders og Natalie Wood. Ekkjan frú Muir flytur í afskekkt hús þar sem andi fyrri eiganda er enn á reiki og takast með þeim góö kynni. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 22. júlí 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Grímur Grímsson flytur. 18.10 Geimhetjan. Fjórði þáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur í þrettán þáttum fyrir böm og unglinga eftir Carsten Overskov. Þýðandi Guðni _ Kolbeinsson. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 18.35 Froskakvak. Bresk dýralífs- mynd um ýmsar tegundir froska í Austur-Afríku og lifnaðarhætti þeirra. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttlr og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Stiklur. 17. þáttur. Afskekkt byggð í aifaraleið. Við innan- verðan Arnarfjörö liggur þjóðleiðin um fámennt byggðarlag og afskekkt að vetrarlagi. Á mörgum bæjum búa einbúar, svo sem á Hjallkárseyri, þar sem þjóð- vegurinn liggur við bæjarhlaðið en búið er viö frumstæð skilyrði. Á leiðinni vestur blasa við eyðieyjar á Faxaflóa og Breiðafirði. Mynda- taka: Baldur Hrafnkell Jónsson, Omar Magnússon og örn Sveins- son. Hljóð: Agnar Einarsson. Myndband: Elías Magnússon. Umsjónarmaöur Omar Ragnars- son. 21.15 Sögur frá Suður-Afríku. Loka- þáttur. Þorp skæruliðanna. Myndaflokkur eftir smásögum. Nadine Gordimer. Skæruliöar leynast í þorpi innfæddra og ættar- höfðinginn hyggst fá herinn til aði flæma þá á brott. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 22.25 Arja Saijonmaa á Listahátíð. Upptaka frá hljómleikum finnsku söngkonunnar Arja Saijonmaa í Broadway þann 5. júní síðast- liðinn. 23.10 Dagskrárlok. Anton Rodgers og Julia Mackenzie i hlutverkum sinum i gamanmynda■ flokknum í fullu fjöri. Sjónvarp laugardag kl. 20.35: í fullu fjöri Nýr gamanmynda- flokkur um hress, miðaldra hjón Eftir fréttir í sjónvarpi á laugardag hefur göngu sína nýr breskur gaman- myndaflokkur í sex þáttum sem hefur hlotið nafnið I fullu f jöri. Þar segir frá hjónunum William og Hester Fields sem eru orðin miöaldra og bömin farin að heiman. William er önnum kafinn í vinnu en Hester finnst hún ekki hafa nóg viö að vera svo að hún fer í kvöldskóla þar sem hún legg- ur stund á ýmsar greinar. Hún tekur m.a. teikninámskeið og eldamennsku- námskeið en útkoman hjá henni er því miður ekki alltaf sem best. William sýnir ekki mikinn skQning á þessu uppá- tæki eiginkonu sinnar og skilur ekki hvernig nokkrum manni geti dottið í hug að legg ja svona hluti á sig „á gam- als aldri”. Með aðalhlutverkin fara þau Julia Mackenzie og Anton Rodgers en þau eru bæði vel þekkt úr breskum þáttum sem sýndir hafa verið í íslenska sjón- varpinu. Þýðandi þáttanna er Ragna Ragn- ars. Mánudagur 23. júlí 19.35 Tommi og Jenni. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Land úr greipum Ægis. Kana- dísk heimildamynd um landvinn- inga Hollendinga. Umsjónar- maður David Suzuki. Rúmlega fimmti hluti Hollands er undir sjávarmáh og voldugir múrar verja landið ágangi sjávar. Fersku vatni er veitt í síkjum sem kvíslast um allt landið. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.25 Hún Winnie okkar. (Our Frú Muir og draugurinn nefnist bandariska bíómyndin sem verður sýnd í sjónvarpi annað kvöld kl. 21.55. Með aðalhlutverk fara Rex Harrison, Gene Tierney, George Sanders og IVatalie Wood. Winnie). Breskt sjónvarpsleikrit eftir Alan Bennett. Leikstjóri Malcolm Mowbray. Aðalhlutverk: Elizabeth Spriggs, Constance Chapman og Sheila Kelly. Winnie er þroskaheft og móðir hennar, sem er ekkja, á erfitt með að sætta sig við þá staðreynd. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.05 tþróttir. Umsjónarmaður Ingólfur Hannesson. 22.35 Fréttir í dagskrárlok. Þriðjudagur 24. júlí 19.35 Bogi og Logi. Pólskur teikni- myndaflokkur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttlr og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Dagur í Vinarborg. Danskir sjónvarpsmenn heimsóttu höfuð- borg Austurríkis þar sem margt minnir á góða gamla daga. Á leið- inni til Vínar er ekið meðfram Dóná og litið inn í fornfræg klaust- ur. I Vín er farið á söfn og kaffihús og skoðaðar fagrar hallir, sem Franz Jósep keisari lét byggja á öldinni sem leið. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpiö. Miðvikudagur 25. júlí 19.35 Söguhornið. Þórný Þórarins- dóttir segir ævintýriö um Skógar- húsið. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Nýjasta tækni og vísindi. Um- sjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.05 Friðdómarinn. Breskur fram- haldsmyndaflokkur í sex þáttum, byggður á sögum eftir Sommer- ville & Ross. Aðalhlutverk: Peter Bowles og Bryan Murry. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.55 Beriín Alexanderplatz. Ellefti þáttur. Þýskur framhaldsmynda- flokkur i fjórtán þáttum, gerður eftir sögu Alfreds Döblins. Leik- stjóri Rainer Werner Fassbinder. Mieze er óbyrja en elskar Franz svo heitt að hún biöur Evu að eign- ast barn með honum. Nú hefur Mieze líka fast viðhald eins og Eva. Franz þykir fokiö í flest skjól því allir ráðskast með hann. Þýð- andi Veturliði Guönason. 22.50 Fréttir í dagskrárlok. Breskur framhaldsmyndaflokkur, sem nefnist Aðkomumaðurinn, hefur göngu sina þriðjudaginn 24. júli kl. 21.20. Með aðalhlutverkin fara John Duttine, Caroll Royle ogJoanna Dunham. 21.20 Aðkomumaðurinn. (The Out- sider. Nýr flokkur. Breskur fram- haldsmyndaflokkur í sjö þáttum eftir Michael J. Bird. Aðalhlut- verk: John Duttine, Caroll Royle og Joanna Dunham. Blaðamaöur- inn Frank Scully hyggst dvelja hjá gömlum vini sínum í sveitaþorpi í Yorkshire. En margt fer öðru vísi en ætlað er og aðkomumaðurinn lendir í hringiðu gamalla hneykshsmála sem þorpsbúar héldu að væru gleymd og grafin. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.10 Að loknum landsfundi. Frétta- skýringaþáttur um nýafstaðinn landsfund Demókrataflokksins i Bandaríkjunum. Umsjónarmaður Einar Sigurðsson. 22.35 Fréttir í dagskrárlok. Föstudagur 27. júlí 19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu dögum. 12. Þýskur brúöumynda- flokkur. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. Sögumaður Tinna Gunn- laugsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Augiýsingar og dagskrá. 20.40 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. 20.50 Grínmyndasafnið. 4. Larry gætir laga og reglu. Skopmynda- syrpa frá dögum þöglu myndanna með Charlie Chaplin og Larry Semon. 21.05 Kuwait — auðug þjóð í vanda. Bresk fréttamynd um Kuwait og Æskublóminn Ijúfi nefnist bandarisk biómynd frá 1962 sem sýnd verður i sjónvarpi föstudaginn 27. júlí kl. 21.35. Myndin er byggð á samnefndu leik- riti eftir Tennessee Williams. e»* vu*. x y*’MÉríejfe,-xv>»■ aVa’jVi.'W^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.