Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1984, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1984, Qupperneq 2
18 DV. FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 1984. Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð þegar Hrafnseyrarhátiðin var haldin þar árið 1980. Sjónvarp Sjónvarp Sjónvarp sunnudag kl. 20.45: Stiklur Afskekkt byggð í alfaraleið Sautjándi þáttur Omars Ragnars- sonar, Stiklur, er á dagskrá sjónvarps á sunnudagskvöldið kl. 20.45. Nefnir hann þáttinn Afskekkt byggð í alfara- leið og er hér átt við byggðina viö inn- anverðan Arnarf jörð. Eins og venjulega í Stikluþáttum sín- um ræðir Omar við íbúa þess svæðis sem hann stiklar um og í þættinum í kvöld spjallar hann meöal annars viö einbúa á Hjallkárseyri. Sá bær er svo sannarlega í alfaraleið því þjóðvegur- inn liggur um hlað bæjarins þar sem Hákon Sturluson býr. Hann býr þarna einn og hefur gert lengi. Að sögn Omars er hann hress maður en sér- stakur og er fyrir löngu orðinn þjóö- sagnapersóna. Hákon bjó áður á Þing- eyri en kunni ekki við sig í fjölmenninu og Quttist þá að Hjallkárseyri. Hann hefur stundað sjómennsku en hefur mjög gaman af búskap og nytjar næstu jörð fyrir innan sína því hann er með nokkuð myndarlegt bú. Síma hefur hann ekki, telur það vera verra að haf a slíkt tæki. Að sögn Omars má segja að þetta minni á villta vestriö í raun því þama hanga dauðir refir og allt er mjög villt í kringum bæinn og búskap Hákons. í þættinum lítur Omar einnig við í Mjólkárvirkjun og Hallgrímur á Hrafnseyri mun ganga með Omari um sögustaöinn. Eins og Omars er von og vísa Qaug hann vestur og var flugferð- in nýtt til myndatöku yfir Faxaflóa og Breiðafirði. Myndatökumenn í þessum Stiklum voru þeir Baldur Hrafnkell Jónsson, Omar Magnússon og örn Sveinsson, um hljóöið sá Agnar Einarsson en Elías Magnússon sá um myndbandið. SJ áhrif styrjaldar Irana og Iraka á hag landsins og framtíðarhorfur. Þýðandi og þulur Bogi Ágústsson. 21.35 Æskublóminn ljúfi. (Sweet Bird of Youth). Bandarísk bíó- mynd frá 1962 byggð á samnefndu leikriti eftir Tennessee Williams. Leikstjóri Richard Brooks. Aðal- hlutverk: Paul Newman, Geraldine Page, Shirley Knight og Ed Begley. Metnaöargjam ungur maður fer til Hollywood og lætur einskis ófreistaö til aö verða fræg- ur. Þegar hann kemur aftur heim í fylgd fölnandi kvikmyndastjörnu fer að hitna í kolunum. Þýðandi Kristmann Eiösson. 23.30 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 28. júlí 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Ing- ólfur Hannesson. 18.30 Um lúgu læðist bréf. Finnsk sjónvarpsmynd um bréfaskriftir og þær krókaleiðir sem pósturinn fer frá sendanda til viötakanda. Þýðandi Þorsteinn Helgason. (Nordvision — Finnska sjónvarp- ið). 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 í fullu fjöri. Annar þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sex þáttum. Aðalhlutverk: Julia Mackenzie og Anton Rodgers. Hester Fields heldur ótrauð út á atvinnumarkaðinn og lætur hvergi deigan síga. Þýðandi Ragna Ragnars. 21.00 Grái fiðringurinn. (Guide for the Married Man). Bandarisk gamanmynd frá 1967. Leikstjóri GeneKelly. Aðalhlutverk: Walter Matthau, Robert Morse, Inger Stevens og Sue Anne Langdon. I aukahlutverkum eru fjöimargar frægar stjömur, t.d. Lucille Ball, Jayne Mansfield og Terry Thomas. Eftir fjórtán ára hjóna- band er miðaldra mann hálfpart- inn farið að langa til aö halda framhjá. Hann leitar til besta vin- ar síns sem gefur honum góð ráð og ítarlegar leiðbeiningar. Þýö- andi Björn Baldursson. 22.30 Brautarstöðin. Sovésk bíó- mynd frá 1983. Leikstjóri Eldar RyazanovAðalhlutverk: Ljudmila Gurchenko Oleg Basilashvili og Nikita Mikhalkov. Framreiðslu- stúlkan Vera og píanóleikarinn Platon Gromov kynnast á járn- brautarstöð og fella hugi saman þótt þau séu ólik að eðlisfari. Þýöandi Hallveig Thorlacius. 24.00 Dagskráriok. Bandarisk gamanmynd frá 1967 verður i sjónvarpinu á laugar- daginn, 28. jútí, kl. 21.00 og nefnist hún Grái fiðringurinn. Skartar sú mynd stórum hóp af frægum gamanmyndaleikurum eins og t.d. Walter Matthau og Lucille Ball. Sunnudagur 29. júlí 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Grímur Grímsson flytur. 18.10 Geimhetjan. Fimmti þáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur í þrettán þáttum fyrir börn og unglinga. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. (Nordvision — Danska sjón- varpið). 18.35 Mika. Nýr flokkur. Sænskur framhaldsmyndaflokkur í tólf þáttum fyrir börn og unglinga byggður á sögu eftir Arne Stivell. Aðalhlutverk: Per Ola Svonni. Samadrengnum Mika er falið aö fara með hreindýr heiman frá Lapplandi í dýragarð í París og hann lendir í ýmsum ævintýrum á leiðinni. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur Helga Edwald. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttirogveður. 20.25 Auglýslngar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Úsinn. Kanadísk kvikmynd um auðugt lífríki í árós og óshólmum í Bresku Kólumbíu og nauðsyn verndunar þess. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.00 Hin bersynduga. (The Scarlett Letter). Nýr flokkur. Bandarískur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum byggður á samnefndri skáldsögu eftir Nathaniel Hawthome. Leikstjóri Rick Haus- er. Aðalhlutverk: Meg Foster, Kevin Conway og John Heard. Sagan hefst árið 1642 í Boston. Söguhetjan er ung kona, Hester Prynne, sem neitar aö segja til fóður bams síns og er dæmd til aö sæta varðhaldi og opinberri smán. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.55 Ölympíuleikarnir í Los Angel- es. Setningarhátíð 23. ólympíuleik- anna sem hefjast í Los Angeles laugardaginn 28. júlí eða aðfara- nótt sunnudags að íslenskum tíma. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. (Evróvision — ABC via DR). 23.50 Dagskrárlok. KVIKMYNDIR UM HELGINA UMSJON: HILMAR KARLSSON Það er enginn vafi á því að í harðnandi samkeppni vídeoleiganna í borginni verða nýrri og nýrri myndir á boðstólum fyrir sjónvarps- sjúka áhorfendur og eftir því sem eigendur vídeóleiga segja þýðir ekki lengur annað en að endurnýja nógu ört til að tapa ekki kúnn- um yfir til næstu vídeoleigu. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á kvikmyndahúsunum og þrátt fyrir að þau hafi flest tekið tillit til þessarar samkeppni og boðið upp á nýjar myndir, þá er í hverri viku frumsýnd kvikmynd sem til er á einhverri vídeóleigunni. Faðirinn (Martin Sheen) tekur á móti óskilgetnum syni sinum ásamt fjöl- skylclu sinni í Maður, kona og barn. Það kvikmyndahús sem einna best stendur sig í baráttunni gegn vídeóleigunum er Bíóhöllin enda hafa þar verið sýndar undanfarið þó nokkrar myndir sem ennþá eru ekki komnar á myndbönd. Á morgun frumsýnir Bíóhöllin í kröppum leik (The Naked Face), alveg nýja mynd gerða eftir einni af skáldsögum metsölu- höfundarins Sidney Sheldon. Sögur Sidney Sheldon hafa verið vin- sælt myndefni og yfirleitt hlotiö mikla aðsókn. Það er breski leik- stjórinn Bryan Forbes sem stjórnar miklu liði leikara. Roger Moore leikur aðalhlutverkið. Honum til aðstoðar eru Elliott Gould, Rod Steiger, Anne Archer og Art Carney. Bíóhöllin sýnir einnig hina miklu kvikmynd Sergio Leone Einu sinni var i Ameríku (Once Upon A Time In America) og er hún sýnd í tveimur hlutum sökum lengdar og er mönnum ráðlagt að reyna að koma því þannig fyrir að þeir geti séð hlutana hvorn á eftir öðrum. Stjörnubíó hefur einnig hafið sýningar á nýrri mynd sem gerð er eftir sögu metsöluhöfundar Maður, kona og barn (Man, Woman And Child). Höfundurinn er Eric Segal sem samdi á sínum tíma Love Story, sem þekkt kvikmynd var einnig gerð eftir og ef mig minnir rétt vöknaði mörgum um augu á sýningum á henni á sínum tíma. Þetta er rómantísk kvikmynd um föður og eiginmann sem fréttir að hann á óskilgetið barn í Frakklandi. Eftir lýsingum að dæma ættu viðkvæmar sálir að taka með sér vasaklútinn. Klifrað í ölpunum í kvikmyndinni i hcngiflugi sem er tif sýningar í Austur- bæjarbíói. Austurbæjarbíó frumsýndi einnig í vikunni rómantíska kvik- mynd í hengiflugi (Five Days One Summer). Fjallar hún um mið- aldra, giftan, skoskan lækni sem fer með ungri stúlku í leiðangur í svissnesku Alpana. Aðalhlutverkið er í höndum Sean Connery en leikstjóri er gamla kempan Fred Zinnemann sem á að baki nokkr- arágætismyndir. Það kveður við annan tón í Ráðherraraunir (Don’t Just Lie There, Say Something), sem frumsýnd var í vikunni í Regnbogan- um. Þetta er bresk gamanmynd með Leslie Phillips í aöalhlut- verki. Gamanmynd um ráðherra sem er siðapostuli á yfirborðinu en sleppir vandlætingunni í einkalífinu. Regnboginn hefur einnig tekið til sýninga íslensku kvikmyndina Skilaboð til Söndru. Og þeir sem misstu af henni ættu að nota tækifærið og sjá hana. Háskólabíó heldur áfram sýningum á spennumyndinni 48 stundir (48 Hours), sem fengið hefur mjög jákvæða dóma. Félagarnir Jack Lemmon og Walter Matthau skemmta okkur í Nýja bíói í Óvenju- legir félagar (Buddy Buddy), leikstýrði af gamanmyndaséníinu Billy Wilder. Myndin er sæmileg afþreying, þótt þessi snjalla þrenning valdi í heild nokkrum vonbrigðum. Ovenjuleg teikni- mynd, Hey Good Looking, er sýnd í Laugarásbíói og Tónabíói held- ur áfram sýningum á sakamálamyndinni Þjófurinn (Violent Street). Kvikmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.