Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1984, Side 4
20
DV. FÖSTUDAGUR 20. JULÍ1984.
Handritasýning í
Stofnun Árna Magnússonar
Arnagarði við Suðurgötu er opin ó þriðju-
dögum, fimmtudögum og laugardögum frá
kl. 14—16. Sýningin stendur til 15. september.
Sýning á íslenskum skordýr-
um í anddyri Norrœna húss-
ins
I anddyri Norræna hússins hefur verið komið
fyrir sýningu á íslenskum skordýrum.
Er þetta iiður í þeirri starfsemi Norræna
hússins sem miðar að því að kynna Island,
náttúru þess, menningu og sögu, erlendum,
og þá einkum norrænum f erðamönnum.
Undanfarin sumur hafa staðið í anddyri
hússins sýningar náttúrufræðilegs eðlis og má
þar nefna sýningu á íslenskum steinum, sýn-
ingu á íslenskum jurtum og í fyrrasumar stóð
þar sýning á bjargfuglum, eggjum þeirra og
öðru tengdu. Hafa þessar sýningar jafnan
verið settar upp á vegum Náttúrugripasafns
Isiands í samvinnu við Norræna húsið.
Uppsetning skordýrasýningarinnar var í
höndum Erlings Olafssonar skordýrafræð-
ings og Manuels Arjonas hamskera.
Sýningin stendur f ram í miðjan ágúst.
GALLERÍ LANGBRÓK: I Gallerí
Langbrók stendur yfir sölusýning
Langbróka. Á sýningunni eru grafík-
myndir, keramik, textíl, vatnslita-
myndir, glermyndir, skartgripir úr
postulini, fatnaöur og fleira. Sýningin
er opin virka daga kl. 12—18 og kl. 14—
18 um helgar. Langbrækur eru einnig
með samsýningu í Laxdalshúsi á Akur-
eyri og lýkur henni um þessa helgi.
GALLERt BORG: Siðasta sýningar-
helgi Magnúsar Kjartanssonar á 30
verkum sem öll eru unnin á síðastliðnu
ári. Þetta eru málverk á pappír. Tvö
meginþema eru í sýningunni og eru
það mannveran og aðrar verur. Sýn-
ingin er opin í dag kl. 10—18 en um
helgina kl. 14—18.
NÝLISTASAFNIÐ: I dag verður opn-
uð grafíksýning í Nýlistasafninu.
Myndirnar eru eftir: Kess Visser,
Tuma Magnússon, Kristján Steingrim,
Harald Inga Haraldsson, Pétur
Magnússon, Helga Þorgils Friðjóns-
son, Sólveigu Aðalsteinsdóttur, Áma
Ingólfsson. Sýningin verður opin virka
daga kl. 16—20 og um helgar kl. 14—20.
Sýningunni lýkur 29. júlí.
LISTASAFN tSLANDS VK) SUÐUR-
GÖTU: Þar stendur yfir sýning á verk-
um í eigu safnsins, aðallega íslenskum
landslagsmyndum. I forsal eru sýndar
vatnslitamyndir eftir Gunnlaug Schev-
ing og grafíkmyndir eftir Jón Engil-
berts. Safnið er opið daglega kl. 13.30—
16.
Skemmtistaðir
ÁRTÚN: Gömlu dansarnir föstudags- og
laugardagskvöld. Hljómsveitin Drekar leika.
KLUBBUKINN: A föstudags- og laugardags-
kvöld verður diskó á tveimur hæðum og
hljómsveitin Upplyfting kemur stuði í mann-
skapinn.
BROADWAY: HLH flokkurinn skemmtir á
föstudags- og laugardagskvöld, sýnd verður
nýjasta tíska frá versluninni Flónni.
HÖTEL BORG: A sunnudagskvöld verða
gömlu dansamir á Hótel Borg og hljómsveit
Jóns Sigurðssonar leikur fyrir dansi.
LEIKHÚSK JALLARINN: Föstudags- og
laugardagskvöld diskótek ásamt matseðli.
SClúbburinn
Hvað er á seyði um helgina
Hvað er á seyði um helgina
Skálholtskirkja en Skálholtshátið verður á sunnudag.
Séð inn imatsalinn ímatsölustaðnum Við sjávarsiðuna.
D V-mynd Einar Ólason
Skálholtshátíð
Veitingahús vikunnar: Við sjávarsíðuna
Áhersla á ferskt hráef ni
og hlýlega þjónustu
Skálholtshátíð verður haldin sunnu-
daginn 22. júlí í Skálholti. Þar verður
fluttur helgileikur, messa og síöan
verður samkoma i kirkjunni eftir
messu.
Helgileikurinn sem verður fluttur
nefnist Spámaður og smiöur og er
hann í þrem þáttum. Flytjendur eru
Sönderjydisk Forsögsscene, hefst
flutningur helgileiksins kl. 11.00.
Messa hefst kl. 14.00 eftir að prestar
og biskupar hafa gengið til kirkju. Það
er sr. Sigurður Guðmundsson vígslu-
biskup sem prédikar. Sr. Olafur Skúla-
son vígslubiskup, sr. Sveinbjöm
Sveinbjömsson prófastur og sr. Guð-
mundur Oli Olafsson þjóna fyrir altarí.
Meðhjálpari er Björn Erlendsson. Jón
Sigurðsson og Ásgeir H. Steingrímsson
leika á trompet, og Guðmundur Gísla-
son syngur einsöng. Organleikari er
Guðni Þ. Guðmundsson. Skálholts-
kórinn syngur en söngstjóri er Glúmur
Gylfason. Dr. Róbert A. Ottósson radd-
setti eða hljómsetti alla þætti mess-
unnar.
Kl. 16.30 verður samkoma í kirkj-
unni. Þar er fjölbreytt dagskrá, bæði
söngur, orgelleikur, trompetleikur og
ræða sem sr. Jónas Gíslason lektor
flytur. I lok samkomunnar verður al-
mennur söngur. Undirleik á samkom-
unni annast Guðni Þ. Guðmundsson.
Við Tryggvagötu í Reykjavík var
opnaöur nýlega matsölustaðurinn Við
sjávarsíðuna. Eigendur staðarins era
hjónin Egill Kristjánsson og Guðbjörg
Vilh jálmsdóttir og Garðar Halldórsson
og Hólmfríður Pálsdóttir. Þeir Egill og
Garðar eru kokkar staöaríns og velja
sjálfir allt hráefni og leggja aðal-
áherslu á að hafa þaö alltaf ferskt.
Matseðill staöaríns er stór og fjöl-
breyttur og mikiö er Iagt upp úr sjáv-
arréttum, þó vitanlega sé einnig hægt
að fá kjötrétti. Þegar viðskiptavinur
kemur og pantar þá er ekkert tilbúið,
þ.e.a.s. fiskurínn og kjötið bíða sins
tíma og er rétturinn ekki unninn til
fulls fyrr en einhver hefur pantað
hann. Þetta tekur kannski aðeins
lengri tíma en i staðinn fá gestirnir
betri mat. Það er hvorki notað hveiti
né smjör í matseldina heldur aðeins
hreint soð, vín og jurtakrydd.
Við sjávarsíðuna er opið frá kl. 11.30
til kl. 24.00 alla daga vikunnar og hefur
staðurinn allar vínveitingar nema
bjórlíkið sem þau ætla ekki að sækjast
eftir, aö sögn Guðbjargar Vilhjálms-
dóttur, því þetta er matsölustaður
númer eitt tvö og þrjú.
I hádeginu er réttur dagsins á 290 kr.
ef það er fiskur og súpa en rétturinn er
mjög breytilegur dag frá degi, allt eftir
því hvaö kokkarnir ná í ferskt Það
sama er að segja um meðlætið, það fer
eftir því hvað er til ferskt hverju sinni.
Fiskréttir á matseöli eru á verðinu frá
285 kr. til 390 kr. fyrir utan humarinn
sem er dýrari. Kjötréttir eru frá 390 kr.
og upp úr.
Að sögn Guðbjargar hefur aðsóknin
verið jöfn og góð frá því að staðurinn
opnaöi og hann tekur um 70 manns.
SJ
Listamiðstöðin sf.:
Jón Baldvinsson sýnir
Fuglar nefnist málverkasýning er
Jón Baldvinsson listmálari heldur dag-
ana 21.-29. júlí í Listamiðstöðinni sf. á
Lækjartorgi. Sýning þessi er framhald
af sýningu á fuglafantasium er Jón
hélt síöastliöið haust í Galleríi Heiðar-
ási.
Á sýningunni eru um 49 verk frá síð-
asta og þessu ári, þar af nokkrar mál-
aöar á Tenerife síöastliðinn vetur þar
sem Jón dvaldist við að mála i þrjá
mánuði. Myndirnar á sýningunni eru
fantasíur eða skáldskapur, þó er stuðst
við náttúrulega hluti. Fuglafantasíur
eru ekki nýtilkomið yrkisefni hjá Jóni
en hefúr verið að þróast smátt og
smáttfrál977.
Jón hefur frá 1971 helgað sig listinni
og þeim andlegu verðmætum sem
henni fylgir og hyggur enn á að víkka
sjóndeildarhring sinn í þessu efni á
næstunni með námi við listaháskóla í
San Fransisco.
Jón Baldvinsson lærði hjá Myndsýn
hjá þeim ágætu mönnum Einari Há-
konarsyni og Ingiberg Magnússyni
árið 1971. Þá hélt Jón til Danmerkur
um eins árs skeið og nam við Det
Jydske Kunstakademie í Árósum. Frá
árinu 1971 hefur Jón haldið fimmtán
sýningar, stórar og smáar. ÁKjarvals-
stööum 1975, í Norræna húsinu, Boga-
sal, hjá Arkitektafélagi Islands og sýn-
ingu í Danmörku. Sýning Jóns i Lista-
miðstöðinni sf., Fuglar, er eins og áður
var nefnt opin dagana 21. til 29. júlí.
HOLLYWOOD: A fdstudags- og laugardags-
kvöid verða vanír menn í diskótekinu og vin-
sæl lög aö vanda. HLH flokkurinn skemmtir á
sunnudagskvöld.
HÖTEL SAGA: Hljómsveit Magnúsar Kjart-
anssonar leikur fyrir dansi á föstudags- og
laugardagskvöld ásamt diskóteki sem Gísli
Sveinn Loftsson sér um.
ÞORSKAFFI: A föstudags- og laugardags-
kvöld leikur hljómsveitin Goögá fyrir dansi.
GLÆSIBÆR: Um helgina leikur hljómsveitin
Glæsir fyrir dansi. Athugiö að nýja ölver
verður opiö.
íþróttir
íslandsmót
í fótbolta
Föstudagur 20. júli
2. deild Húsavíkurvöllur-
yölsungur-Víöir Kl. 20.00
3. deild A Kópavogsvöllur- IK-Stjarnan Kl. 20.00
3. deild A Selfossvöliur- Selfoss-Fylkir Kl. 20.00
4. deild A Félagsgarðsv.- Drengur-Hafnir Kl. 20.00
4. deild A Hvaley rarholtsv.- Haukar-Arvakur Kl. 20.00
4. deild A Melavöllur- Armann-Augnablik Kl. 20.00
4. deild A Varmárvöllur- Afturelding-Víkverji Kl. 20.00
4. deild B Hveragerðisv.- Hverag-Eyfellingur Kl. 20.00
4. fl. A Hvaleyrarhv,- Haukar-Fram Kl. 18.00
4. fl. A Keflavikurv,- IBK-IK Kl. 20.00
4 fl. A KR-vSlur- KR-IR Kl. 20.00
4. fl. A Vestmannaeyjav.- Týr-Valur Kl. 20.00
4. fl. A Þróttarvöliur- Þróttur-Víkingur Kl. 20.00
4. fl. B Árbæjarvöllur- Fylkir-Leiknir Kl. 20.00
4.fl.BSandgeröisv,- ReynirS-Grindavík Kl. 20.00
4. fl. B Stjörnuvöllur- Stjarnan-FH Kl. 20.00
4. fl. B Vallargeröisvöllur- UBK-Grótta Kl. 20.00
4. fl. B Vestmannaeyjav.- ÞórV-Víðir Kl. 19.00
Laugardagur 21. júli 1. deild Keflavíkurvöllur- lBK-lA Kl. 14.00
1. deild Laugardalsvöllur- KR-Valur Kl. 14.00
2. deild Vopnaf jv.- Einherji-Skallagrímur Kl. 14.00
2. deild Kaplakrikavöllur- FH-lBI Kl. 14.00
2. deild Sigluf jarðarvöllur- KS-IBV Kl. 14.00
3. deild A Sandgerðisvöllur- ReynirS-HV Kl. 14.00
3. deild A Stykkishólmsv.- Snæfell-Vikingur O Kl. 14.00
3. deild B Eskif jarðarvöllur- Austri-Magni Kl. 14.00
3. deild B Neskaupstaðarv.- Þróttur-HSÞ Kl. 14.00
3. deild B Oiafsfjarðarvöllur-
Leiftur-Valur KL 14.00
4. deild B Hásteinsv,- Hildibrandur-Léttir Kl. 14.00
4. deild B Vikurvöllur- Drangur-Stokkseyri Kl. 14.00
4. deild C Gróttuvöllur- Grótta-Grundarfj. Kl. 14.00
4. deild C Suðureyrarvöllur- Stefnir-Reynir Kl. 14.00
4. deild D Hólmavíkurvöllur- Geislinn-Reynir Kl. 14.00
4. deild D Siglufjarðarv.- Skyttumar-Hvöt Kl. 17.00
4. deild E Laugalandsvöllur- Arroðinn-Tjörnes Kl. 14.00
4. deild E Svalbarðseyrarv.- Æskan-Vorboðinn Kl. 14.00
4. deild F Egilsstaðavöllur- Höttur-Hrafnkell Kl. 14.00
4. deild F Fáskrúðsfjarðarv.- Leiknir-Neisti Kl. 14.00
4. deild F Homaf jarðarv.- Sindri-Umf. B Kl. 14.00
4. deild F Stöðvarfjarðarv,- Súlan-Egill Kl. 14.00
4. fl. C Isaf jarðarvöllur- IBI-Selfoss Kl. 15.00
4. fl. C Olafsvíkurv.- VikingurO-ÞórÞ Kl. 14.00
4. fl. CStokkseyrarv,- Stokkseyri-Skallagr. Kl. 14.00
5. fl. C Grindavíkurv.- Grindavík-Skallagr. Kl. 14.00
5. fl. C Isaf jarðarvöllur- IBI-Víðir Kl. 14.00
Sunnudagur22.jú!i 1. deild Akureyrarvöllur- Þór-Þróttur KL 20.00
1. deild Laugardalsvöllur- Víkingur-KA Kl. 20.00
2. deild Njarðvíkurv.- Njarðvík-Tindastóll Kl. 14.00
4. deild C iR-völlur- IR-Grundarfjörður Kl. 14.00
1. d. Kv. B Þórsvöllur- Þór-Höttur Kl. 14.00
l.d. Kv.BKA-völlur- KA-Súlan KL 14.00
3. fl. D Húsavíkurvöllur- Völsungur-Hvöt KL 16.15
3. fl. DSauðárkróksvöllur- Tindastóll-KA Kl. 16.15
3. fl. D Siglufjarðarvöllur- KS-Þór Kl. 16.15
3. fl. E Hornafjarðarv.- Sindri-Einherji KL 15.00
4. fl. C Stykkishólmsv,- Snæfell-Þór Þ K' 14.00
4. fl. D Húsavíkurvöllur- Völsungur-Hvöt KL 15.00
4. fl. D SauðárkróksvöUur- TindastóU-KA Kl. 15.00
4. fl. D Siglufjarðarvöllur- KS-Þór Kl. 15.00
4. fl. E Hornafjarðarvöllur- Sindri-Súlan Kl. 14.00
5. fl. B Varmárvöllur- Afturelding-Þór V Kl. 14.00
5. fl. D Húsavíkurvöllur- Völsungur-Hvöt Kl. 14.00
5. fl. D Sauöárkróksvöllur- TindastóU-KA Kl. 14.00
5. f 1. D Sigluf jarðarvöUur- KS-Þór KL 14.00
5. fl. E Hornafjarðarv.- Sindri-Einherji Kl. 13.00
Útivistarferðir
Dagsferöir sunnudag 22. júli.
1. kl. 8.00 Þórsmörk, eins dags ferö, 3—4 tíma
stans í Mörkinni. Verð 500 kr. Fararstj.:
Nanna Kaaber.
2. KI. 13.00 VigdisarveUir — Sog. Létt ganga
um litríkt svæði. Verö 300 kr., frítt f. böm.
Fararstj.: Einar Egilsson. Brottfór i
ferðirnar er frá BSI, bensínsölu.
Sumarleyfisferöir Útivistar:
1. Landmannalaugar — Þórsmörk 5 dagar,
25.-29. júlí. Bakpokaferð um Hrafntinnu-
sker-Alftavatn og Emstrur í Þórsmörk.
2. Eldgjá — Þórsmörk 7 dagar, 27. júli—2.
ágúst. Skemmtileg bakpokaferö m.a. aö
Strútslaug (bað). Fararstj.: Trausti Sigurös-
son.
3. Hálendishringur: Kverkfjöll — Askja —
Gæsavötn og margt fleira áhugavert skoöað.
9 dagar, 4.—12. ágúst. Fararstj.: Kristján M.
Baldursson.
Horastrandir:
1. Hrafnsfjöröur-Ingélfsfjöröur 8 dagar, 25.
júli—1. ágúst, bakpokaferð.
4. Hornvík — Horastrandir 10 dagar, 3,—12.
ágúst. Upp. og farmiðar á skrifst. Lækjarg.
6a, símar 14606 og 23732.