Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 6
26 DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Leiklist Síðustu sýningar á Kirsu- berjagarðinum Leiklistarskóli Islands sýnir nú í síðustu skipti Kirsuberjagarðinn eftir Tjekof, leik- stjóri Kári HaUdór. Sýningar verða á morg- un, sunnudag og mánudag og hefjast þær kl. 20.00. Sýnt er í félagsheimili Seltjamarness og er aðgangur ókeypis. Brúðubíllinn á Lækjartorgi Laugardaginn 15. desember heldur BrúðubUl- ÓDÝR KVENSTÍGVÉL Verö kr. 2.213,- Verökr. 1.219,- Verð kr. 1.938,- Póstsendum Laugavegi 1 — Sími 1-65-84 inn tvær sýningar fyrir böm á Lækjartorgi. Þær hefjast kl. 14 og kl. 15. Ekki er að efa að þessari nýbreytni verður vel tekið meðal yngstu barnanna. Þau kannast flest við hann LUla, litla appelsínugula apann, sem ferðast hefur um landið þvert og endilangt í Brúðu- bUnum undanfarin ár og heillað alla með uppátækjum sínum. Helga Steffensen hefur skapað brúðurnar í BrúðubUnum og stjórnar þeim ásamt Sigríði Hannesdóttur. I þvi sambandi má geta þess að komin er út bók um Brúöubílinn sem nefnist Afmælisdag- urinn hans Lilla. Bókin er prýdd fjömtíu stór- um litmyndum af brúðunum hennar Helgu og er fyrsta bók um brúðuleikhús sem gerð er á Islandi og ætluö er börnum. Fundir Kvenfélag IMeskirkju heldur jólafund sinni nk. mánudagskvöld kl. 20.30 í safnaðarheimUi kirkjunnar. Ferðalög Áramótaferð Ferðafélags íslands í Þórsmörk (4 dagar) Brottför ki. 8 laugardag 29. desember, til baka þriðjudag 1. janúar. I Skagfjörðsskála, Þórsmörk, er sú besta að- staða sem gerist í óbyggðum, svefnpláss í 4— 8 manna herbergjum, miðstöövarhitun og rúmgóð setustofa. I góðum félagsskap, um áramót i Þórsmörk, leiðist engum. Farmiða- sala og allar upplýsingar á skrifstofu F.I, Oldugotu 3.Ath„ takmarkaður sætafjöldi. Ferðafélagið notar allt gistirými í Þórsmörk um áramótin fyrir sina farþega. Dagsferð sunnudag 16. desember. Kl. 13, gönguferð á Helgafell (338 m) við Hafnarfjörð. Stutt og létt gönguferð. Verö kr. 200. Brottför frá Umferöarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fuUorðinna. Ferðafélag tslands. Útivistarferðir Dagsferð sunnudaginn 16. des. Kl. 13, Hraun- tunga—Kapellan. Gamlar fjárborgir o.fl. áhugavert að skoða. Létt ganga. Verö 250 kr„ frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá BSI, bensínsölu (í Hafnarf. v. kirkjug.). Áramótaferö Útivistar í Þórsmörk. Brottför laugard. 29. des. kl. 8,4 dagar. Gist í hinum vistlega Otivistarskála í Básum. M.a. verða gönguferðir, kvöldvökur, áramóta- brenna og blysför. Uppl. og farm. á skrifst., Lækjarg. 6a, simi 14606 (simsvari). Farmiðar óskast sóttir í siðasta lagi 21. des. Ath„ Utivist notar aUt gistirými í Básum um áramótin. Sjáumst. Utivist. Tilkynningar Margir þurfa á aðstoð að halda Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hefur sent frá sér tUkynningu þar sem mrnnt er á að í Kópa- vogi eru margir sem þurfa á aðstoð félagsins að halda, einstæðar mæður, sjúklingar, ein- stæö gamalmenni og fleiri. Jafnframt því sem nefndin biður Kópavogsbúa um stuðning við starfið óskar hún eftir því að fólk hafi sam- band við nefndarmenn viti þaö af einhverjum bágstöddum samborgara. Gíróreikningur Mæðrastyrksnefndar Kópavogs er 66900—8. Nefndina skipa Svana Svanþórsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Olöf Ásgeirsdóttir og Þóra Davíðsdóttir. Kveikt á jólatré á Akranesi A morgun, laugardag kl. 15, verður kveikt á jólatrénu á Akratorgi, Akranesi. Vinabær Akraness, Tönner í Danmörku, sendir Akur- nesingum tréð líkt og undanfarin ár. Lúðra- sveitin leUtur jólalög fyrir afhendinguna og frést hefur af komu jólasveinanna sem munu skemmta ungum sem öldnum. Jólaskap í Kvennahúsinu við Vallarstræti Laugardaginn 15. desember verður boðið upp á jólaglögg og laufabrauðsútskurð frá kl. 13— 16. AUir velkomnir. Húshópur. Kökubasar á Lækjartorgi Lokaárangur hjúkrunarnema í Hjúkrunar- skóla Islands heldur kökubasar laugardag 15. des. og einnig 22. des. á Lækjartorgi. Mikið úrval af kökum til jólanna á vægu verði. Ágóði rennur tU styrktar útskriftarferðalagi síðasta árgangs skólans. Basarinn verður opinn á búðartíma. Jólatréssala Kiwanisklúbbs- ins Geysis Kiwanisklúbburinn Geysir MosfeUssveit heldur hina árlegu jólatréssölu nú um helgina 14.—16. desember í glerverksmiöjunni við Eeykjaveg gegnt fuglasláturhúsinu Isfugli. Verður selt auk jólatrjáa greinar, jólapappír og jólakort. Jólatrén verða flutt heim fyrir þá MosfeUinga sem þess óska endurgjaldslaust, greiðslukort gilda. AUur ágóði rennur til kaupa á endurhæfingar- tækjumfyrb-Reykjalund. . Kveikt á jólatré í Garðabæ Garðabæ hefur borist fallegt jólatré frá vina- bæ bæjarins Asker, í Noregi. Kveikt verður á trénu við Garðaskóla v/Vífilsstaðaveg sunnu- daginn 16. desember nk. kl. 15.00. Dröfn Farestveit, varaforseti bæjarstjóm- ar, flytur ávarp. Barn úr hópi viðstaddra verður beðið um að kveikja á trénu. Garða- kórinn syngur jólalög. Jólasveinar koma og bregða á leik og á eftir er boðið upp á smáveit- ingar. Norræna félagið í Garðabæ. Jólasöfnun Hjálpræðishers- ins laugardaginn 15. desem- ber rennur til hjálparstarfs- ins í Eþíópíu Eins og vegfarendur hafa ábyggilega tekið eftir, eru jólapottar Hjálpræðishersins komn- ir út á götumar í Reykjavík, Akureyri og á Isafirði. Margir hafa þegar lagt sinn skerf í jólapottinn og má segja að söfnunin gangi nokkuö vel miðaö við undanfarin ár. Vegna þeirrar miklu neyðar sem rikir í Eþíópíu hefur Hjálpræðisherjnn ákveðið að allt það fé sem safnast í jólapotta okkar laug- ardaginn 15. desember skuli renna óskert til hjálparstarfs í Eþíópíu. Vegna þess að Hjálp- ræðisherinn er ekki með starf í Eþíópíu eins og stendur höfum við ákveðið að afhenda Hjálparstofnun kirkjunnar það sem safnast. Við höfum haft fregnir af því að í Noregi ætli starfsbræður okkar einnig að safna til Eþíópíu laugardaginn 15. desember og munu þeir einnig láta féð renna til „Kirkens Nöd- hjelp”. Við treystum á að Islendingar muni sjá til þess að það sjóði vel í jólapottum Hjálpræðis- hersins hér á landi laugardaginn 15. desem- ber þannig að vel muni safnast til hjálpar- starfsinsíEþíópíu. Jólatréssala Kiwanis- klúbbsins Elliða Að venju um þetta leyti árs munu félagar í Kiwanisklúbbnum Elliða Reykjavík gangast fyrir jólatréssölu. Þetta er í 10. skiptið sem klúbbfélagar bjóða jólatré til sölu og er þetta fastur liður í fjáröflun klúbbsins. Trén, sem að þessu sinni eru flutt inn til landsins frá Hol- landi, verða seld við Fáksheimilið, á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, og er áætlað að salan standi yfir til 23. desember, svo lengi sem birgðir endast. Opið verður virka daga frá kl. 17—22 en um helgar frákl. 13-22.00. Allur ágóði af jólatréssölunni rennur til líknarmála og er fólk hvatt til að láta sjá sig á staðnum og styrkja gott máiefni. Norræn jólagleði í Norræna húsinu Sunnudaginn 16. des. kl. 16 býður Norræna húsið í samvinnu við vinafélög Norðurlanda til norrænnar jólagleði í Norræna húsinu. Þetta er skemmtun í anda norrænnar sam- vinnu fyrir alla fjölskylduna, unga sem gamla. A dagskrá verður heimsókn Lúsíu, upplest- ur, leikir og dansar og Hamrahliðarkórinn syngur norræn jólalög undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Á boðstólum verða ókeypis veitingar, jóla- kökur, gosdrykkir, jólaglögg (áfengislaustj ogkaffi. Aðgangur er ókeypis. Norræna húsið biður þá sem eiga þjóðbún- inga að mæta í þeim svo gera megi jóla- gleöina ennþá hátíðlegri. Að lokinni jólagleöinni verður sýnd dönsk gamanmynd — Kassinn stemmir og hefst sýningin kl. 19. Jólavaka við kertaljós á 70 ára afmæli Hafnarfjarðar- kirkju 3. sunnudag í aðventu, 16. desember, verður hin árlega jólavaka við kertaljós haldin í Hafnarfjarðarkirkju og hefst hún kl. 20.30. Tengist hún að þessu sinni 70 ára afmæli kirkjunnar sem vígð var 20. desember árið 1914. Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, flytur hátíðarræðu. Operusöngvararnir Sieg- linde Kahman og Sigurður Björnsson syngja. Jónas Ingimundarson leikur einleik á píanó (slaghörpu) og Þórhallur Birgisson einleik á fiðlu. Auk þess sem kór Hafnarfjaröarkirkju mun flytja valin kórverk undir stjóm organ- ista kirkjunnar, Helga Bragasonar. Eftir jólavökuna í kirkjunni er svo kirkju- gestum boöið í afmælishóf í veitingahúsinu Tess Trönuhrauni8. Hamborgarjólatréð A morgun, laugardaginn 15. desember, kl. 16, veröur kveikt á Hamborgarjólatrénu sem Reykjavíkurhöfn hefur nú, eins og mörg und- anfarin ár, fengið sent frá Hamborg. Tréð er gjöf frá klúbbnum Wikingerrunde sem er félagsskapur fyrrverandi sjómanna, blaða- og verslunarmanna í Hamborg og ná- grenni. Achim D. Möller, blaðamaður frá Ham- botg, er hingað kominn ásamt konu sinni til þess að afhenda tréð sem að venju verður reist á hafnarbakkanum við Hafnarbúðir. Af- hendingin fer fram á morgun kl. 16 að við- stöddum borgarstjóranum í Reykjavik, sendi- herra Þýska sambandslýðveldisins á Islandi og öðrum gestum. Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóri mun veita trénumóttöku. Lúðrablásarar munu leika við Hafnarbúðir frákl. 15.45. USTRÆNN HUJTURER geymir MINNINGAR Gerum afsteypur fyrir þá sem þess óska af t.d. fæti barnsins, hendi afa eða ömmu eða andlitinu af sjálfum þér. Hringið í síma 77340 og pantið tíma. Við komum á staðinn og tökum mót af viðkomandi og afhendum síðan styttuna með eða án undirstöðu og í þeim lit sem óskað er eftir. Afgreiðslutími 2—3 dagar. skemmtileg gjöf sem kemur á óvart

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.