Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Blaðsíða 6
28 DV. FÖSTUDAGUR10. MAI1985. Leikhús — Leikhús — Leikhús — Leikhús Leikfélag Akureyrar Kötturinn sem fer sínar eigin leíöir, leikrit eftir Olaf Hauk Símonarson verður sýnt í dag, föstu- dag, og laugardag kl. 15. Sigrún Val- bc-rgsdóttir leikstýrir. Leikendur cru: Theódór Júlíusson, Þórey Aðal- -teinsdóttir, Þráinn Karlsson, Sunna B'.rg, Pétur Eggertz, Marinó Þor- steinsson og Rósberg Snædal. Edith Piaf, söngleikurinn vinsæli um litríkt líf og list frönsku söngkon- unnar Edith Piaf, verður sýndur föstudags-, laugardags-, sunnudags- og þriðjudagskvöld kl. 20.30. Leikfélag Eeykjavíkur Draumurinn, næstsíðasta sýning í kvöld og síðasta sýning á sunnudags- kvöld kl. 20.30. Draumurinn gerist, eins og nafnið gefur til kynna, á Jóns- messunótt í skógi einum hvar ýmsar kynjaverur eru á sveimi ásamt mannfólkinu. Eftir ýmsar værir.gar meðal álfa og manna fellur allt í ljúfa löð og allt fer vel aö lokum. Með helstu hlutverk fara Gísli Halldórs- son, Bríet Héðinsdóttir, Guðmundur Pálsson, Karl Ágúst Ulfsson, Þor- steinn Gunnarsson, Jón Hjartarson, Hanna María Karlsdóttir, nemar úr 4. bekk Leiklistarskóla Islands o.fl. Þjóðleikhúsið Gæjar og píur, sýning í kvöld (föstudagskvöld) og eru þá aöeins tvær sýningar eftir. Kardimommubærinn, þá eru síðustu forvöð að sjá Kardimommu- bæinn á þessu vori. Tvær sýningar verða á barnaleikritinu um helgina, á laugardag og á sunnudag, og hefj- ast kl. 14 báða dagana. íslandsklukkan, 7. sýning verður á laugardagskvöld. Dafnis og Klói, allra síðasta sýning á ballettinum Dafnis og Klói eftir Nönnu Olafsdóttur verður í Þjóðleik- húsinu á sunnudagskvöldiö. Valborg og bekkurinn eftir Finn Methling, sýning á sunnudagskvöld á Litla sviðinu. Minnt er á veitingar fyrir sýningu. Leiklistarskóli íslands „Fugi sem flaug á snúru”, sem Nemendaleikhúsið: „Fugl sem flaug á snúru Nemendaleikhúsið frumsýndi í Lindarbæ síðastliðinn þriðjudag nýtt leikrit eftir Nínu Björk Arnadóttur. Leikritiö heitir „FUGL SEM FLAUG A SNURU” og var sérstaklega samið fyrir þennan hóp sem að þessu sinni útskrifast frá Leiklistarskólanum. Næstu sýningar verða í Lindarbæ, laugardaginn 11. maí og þriðjudag- inn 14. maí kl. 20.30. Miðasalan er op- in alla daga milli 18 og 19 og til 20.30 sýningardaga. Miðapantanir eru all- an sólarhringinn í síma 21971. Þau sem taka þátt í sýningunni eru: Alda Arnardóttir, Barði Guð- mundsson, Einar Jón Briem, Jakob Þór Einarsson, Kolbrún Erna Pét- ursdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Þór H. Tulinius og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson, leikmynd gerði Grétar Reynisson og Ölafur Örn Thoroddsen sér um lýsingu. Leikhús — Leikhus Nína Björk Arnadóttir samdi sér- staklega fyrir hópinn sem út- skrifaðist að þessu sinni, verður sýnt í Lindarbæ laugardaginn 11. maí kl. 20.30. Miðasalan er opin alla daga milli kl. 18 og 19 og til 20.30 sýningar- daga. Miðapantanir eru allan sólar- hringinn í síma 21971. Revíuleikhúsið — Broadway Græna iyftan, hin sprellfjörugi gamanleikur, verður sýndur í veitingahúsinu Broadway á sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Leikstjóri er Þórir Steingrímsson og leikarar Magnús Olafsson, Steinunn Jó- hannesdóttir, Lilja Þórisdóttir, Bjarni Ingvarsson, Evert Ingólfsson, Elfa Gísladóttir og Eyþór Árnason. Léttar veitingar eru í boði fyrir sýningu og í hléi. Miðasala er í Broadway alla daga frá kl. 14. tslenska óperan Leöurblakan eftir J. Strauss verður sýnd í kvöld (föstudags- kvöld), laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 20. Kvikmyndahús — Kvikmyndahús Austurbæjarbíó Þær eru orönar nokkrar myndirnar sem Terence Hill og Bud Spencer hafa leikið saman í. Fyrst voru það myndimar um Trinity, síðan allar gerðir hasarmynda. I Austurbæjar- bíói er nú sýnd nýjasta mynd þeirra félaga NJOSNARAR I BANASTUÐI (GO FOR IT). Aðdáendur þeirra ættu aö geta gengiö aö því visu um hvað myndin fjallar og það má segja þeim félögum til hróss aö þrátt fyrir að uppbygging mynda þeirra sé í spennumyndastíl, þá er aldrei langt í húmorinn. Tvær aðrar ágætismyndir LÖGREGLUSKOLINN (POLICE ACADEMY) og LEIKUR VIÐ DAUÐANN (DELIVERANCE) eru einnig sýndar í Austurbæjarbíói. Bíóhöllin DÁSAMLEGIR KROPPAR (HEAVENLY BODIES) er dans- mynd þar sem popptónlistin er höfð í hávegum. Fetar hún dyggilega í spor annarra mynda af þessu tagi. Af öðrum msuidum má nefna nýjustu mynd Francis Ford Coppola COTTON CLUB. Virkilega skemmtileg mynd þar sem sakamál og tónlist fara saman. 2010 er framhald hinnar eftirminnilegu kvikmyndar Stanleys Kubricks 2001 A Space Odyssey. Laugarásbíó Það eru ekki margar kvikmyndimar sem Jack Lemmon leikur í þessa dagana. Velur hann handritin af mikilli kostgæfni áður en hann sam- þykkir að vera með. KLERKUR 1 KLIPU (MASS APPEAL) hefur greinilega höföaö til hans. Leikur hann fulloröinn prest sem er falið það verkefni að siða til uppreisnar- gjarnan djákna og fær hann til þess einn mánuö. Kynni hans af djákn- anum verða hins vegar til þess að gjörbreyta skoðunum hans til kirkj- unnar. Regnboginn I dag frumsýnir Regnboginn SKUGGAHLIÐAR HOLLYWOOD (THE GLITTER DOME). Þetta er sakamálamynd byggð á sögu eftir hinn þekkta rithöfund Joseph Wam- baugh. Fjallar hún um nokkra furðu- fugla innan lögreglunnar, einkalíf þeirra og starf. Ef myndin er eitt- hvað i líkingu við bókina er þama um góða skemmtun að ræða. Tvær ósk- arsverðlaunamyndir eru í Regnbog- anum. FERÐIN TIL INDLANDS (A PASSAGE TOINDIA) og VlGVELL- IR (THE KILLING FIELDS). Tvær myndir er vert er að sjá. Einnig má minna á íslensku kvikmyndina HVITIR MÁVAR. HÁSKÓLABÍÓ: LÖGGAN I BEVERLY HILLS Löggan í Beverly Hills er mest sótta kvikmynd í heiminum á und- anförnum mánuðum. Aðalástæöan fyrir þessari miklu aösókn er aðal- leikarínn Eddie Murphy. Hann fer á kostum í myndinni. Leikur hann löggu í Detroit, sem þrátt fyrir góðan árangur í starfi skapar enn fleiri vandamál fyrir yfirmenn sína en hann leysir. Vinur hans sem er í heimsókn hjá honum er drepinn í dyragættinni hjá honum. Hann tekur sér frí og fer til Kaliforníu, nánar tiltekið Beverly Hills, þar sem hann heldur að lausn morðmálsins sé að finna. Þar lendir hann strax í úti- stöðum við lögreglu staðarins og er margt kómiskt sem þessum aðilum fer á milli. Hann kemst fljótt á snoðir um hverjir hafa drepið vin hans og æsistþáleikurínn. Eddie Murphy er stórkostlegur gamanleikarí og hann kann svo sannarlega að kitla hláturtaugar áhorfenda. Myndin er uppfull af alls konar senum sem eru grátbroslegar. Má búast við að Löggan í Beverly Hills fái sömu aösókn hér og erlendis. -HK. Kvikmyndahús Stjörnubíó SAGA HERMANNSINS (A SOLIDER’S STORY) er merkileg kvikmynd. Fjallar hún um rannsókn á morðmáli sem kemur upp í her- búðum í Suðurríkjum Bandaríkj- anna árið 1944. Svartur liöþjálfi er drepinn og fellur strax grunur á Ku Klux Klan. Lögfræðingur frá Washington er sendur til að stjóma rannsókninni. Hann er einnig svartur og á í fyrstu erfitt upp- dráttar... Margt óvænt á eftir að koma á daginn áður en myndin er öll. Saga hermannsins var tilnefnd til óskarsverðlauna. önnur kvikmynd sem sýnd er í Stjörnubíói var einnig tilnefnd. Var þaö I FYLGSNUM HJARTANS (PLACES IN THE HEART). Nýja bíó Nýjasta íslenska kvikmyndin SKAMMDEGI virðist ætla að ganga vel, enda má hafa gaman af. Myndin er spennumynd er gerist vestur á fjörðum og fjallar um glæpi og tor- tryggni. Leikurinn í myndinni er með því besta sem sést hefur í íslenskri kvikmynd. Kvikmynda- tökuvélinni er oft skemmtilega beitt og þrátt fyrir nokkra lausa enda í handritinu ætti fáum aö leiðast yfir henni. Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um Sýninga r Ljósmyndasýning i Fellaskóla Framhaldskólamir í Reykjavík em með ljósmyndasýningu í Fellaskóla. Tveir sýningadagar eru eftir — föstudagur og laugardagur. Sýningin er opin frá kl. 14—18. Ásgrimssafn Bergstaðastrœti 74 Árleg skólasýning Ásgrímssafns. Tímapantanir og nánari upplýsingar eru veittar hjá Sólveigu og Bryndísi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurum- dæmis í síma 621550. Símatími mánudaga kl. 13.30—16 og fimmtudaga kl. 9—12. Sýningin er opin á þriöjudögum, fimmtudögum og sunnudögum kl. 13.30—16. Gallerf Langbrók Amtmannsstfg 1 Á morgun opnar japanski lista- maðurinn Kunito Nakaoka sýningu á grafík. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir list sína á grafík- biennölum víða um heim á síðasta áratug. Listmunahúsið Lækjargötu 2 Þar sýnir Sigrún Eldjám teikningar og grafíkmyndir. Sýningin er opin virka daga kl. 10—18 og um helgar kl. 14—18. Lokað á mánudögum. Sýningunni lýkur 19. maí. Listasafn Einars Jónssonar v/Njarðargötu Safnið er opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30—16. Höggmynda- garðurinn er opinn sömu daga kl. 11— 17. Myndir úr Iffi Jónasar frá Hriflu Sýningu á ljósmyndum tengdum æfi Jónasar frá Hriflu lýkur sunnudaginn 12. maí. Á sýningunni eru um 60 svart/hvítar myndir af viðburðum í opinberu- og einkalifi Jónasar. Jafnframt er sýnd skyggnuröð þar sem ferill þessa umdeilda stjórnmála- manns er rakinn. Sýningin er opin frá kl. 14.00 til 22.00 í Hamragörðum við Hávallagötu. Ásmundarsafn v/Sigtún Lokaö vegna framkvæmda við safna- húsin. Ný sýning verður opnuð í lok maí og mun hún bera yfirskriftina „Konan í list Ásmundar Sveinssonar”. Gallerf íslensk list Vesturgötu 17 Engin sýning um þessa helgi. Myndlistasýning I Gerðubergi Sunnudaginn 12. maí kl. 16 verður opnuð myndlistarsýning í Gerðubergi Breiðholti sýning á verkum nemenda Myndlista- og handiðaskóla Islands. Sýningin er haldin á vegum SALl, samstarfs listanema á Islandi. Hún veröur opin frá kl. 16 til 22 alla daga. Sýningunni lýkur 17. júní. Aðgangur er ókeypis. Við vekjum athygli á að leið 12 og 13 stöðva fyrir framan Gerðuberg. Listasafn ASÍ Grensásvegi Þar er að finna málverk Tryggva Olafssonar. Á sýningunni eru 50 málverk og klippimyndir sem unnar eru á sl. tveimur árum. Sýningin verður opin til 27. maí og er opnunar- tími virka daga kl. 14—20 og kl. 14—22 um helgar. Listasafn islands Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Jóhannesar Jóhannssonar list- málara. Verkin á sýningunni eru unnin í gvass, collage og vatnsliti. Safnið er opið á virkum dögum kl. 13.30—16 og um helgar kl. 13.30—22. Sýningin stendur til 19. maí. Mokkakaffi v /Skóla vörðustíg Þar eru til sýnis veggmyndir Hall- grims Helgasonar (Grims). Árbæjarsafn Opið eftir samkomulagi. Upplýsingar veittar í síma 84412. Listamiðstöðin v/Lækjartorg Síðasta sýningarhelgi á málverkum Kristjáns Hall. Opið daglega kl. 14—19, sýningunni lýkur á sunnudagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.