Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Blaðsíða 8
DV. FÖSTUDAGUR10. MAl 1985. Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd Söluturninn og myndbandaleigan afl Höteigsvegi 52. Þar eru mynd- bandaspólur leigðar út mefl helm- ingsafslœtti. „Gerum þetta tii afl auka söluna," segja eigendur. „Undirboð," segja samtök mynd- bandaleiga. DV-mynd VHV. Spólur á helmingsafslætti Samkeppnin á islenska myndbanda- markaðnum fer stöðugt harönandi. Nú munu ýmsar myndbandaleigur vera farnar að bjóöa viðskiptavinum sínum hagstæð útlánskjör. Menn taka á leigu ákveðinn fjölda af spólum og fá nokkr- ar fritt i kaupbæti. En sennilega bjóöast útlánskjör vart betri en í söluturninum Háteigsvegi 52. Helmingsafsláttur skal það vera. Fólk tekur tvöfalt meira „Við erum fyrst og fremst að þessu til að auka söluna,” sagði Sigurður Gunnarsson, ánnar eigandinn, í sam- tah við myndbandasiöuna. „Við leigj- um allt efni sem við erum með á 60 kr., eöa með helmingsafslætti. Það eru tvær vikur síðan við byrjuðum á þessu og viðskiptavinirnir virðast vera mjög ánægðir. Fólk tekur tvöfalt meira en áður og það er nánast allt efni úti.” Sölutuminn Háteigsvegi er ekki í samtökum myndbandaleiga. — Hvaða viöbrögð hafið þið fengiö frá öðrum leigum vegna þessara láns- kjara? „Engin. Þaö er öllum frjálst að leigja eins og þeir kæra sig um. Það eru ýmiss konar útleigusamningar í gangi í bænum. Sums staöar fá menn 3 spólur fríar ef þeir leigja 15. Við ákváðum aö fara þá leið að gefa helmingsafslátt af öllum spólum. Það hefur gefist vel og við munum halda þvi áfram,” sagði Sigurður Gunnars- son. En hvemig skyldi þetta mál horfa við samtökum íslenskra myndbanda- leiga? „Þetta stenst ekki" „Þetta er undirboð. Við lítum mjög alvarlegum augum á þetta,” sagði Þóroddur Stefánsson, formaður samtakanna. „Leiguverð á spólum hérlendis er í algjöm lágmarki miöað við nágrannaþjóðimar. Meðalverð á spólu í innkaupi er ca 4000 kr. Ef deilt er í þá upphæð með 60 kemur í ljós að leigja þarf spóluna 67 sinnum til þess aö hún borgi sig. Spólan er orðin gat- slitin áður en þessum 67 skiptum er náð. Þetta dæmi stenst því engan veg- inn. Og það sem meira er. Svona nokkuð verður til þess aö hægja á endumýjun á markaönum og gæðin minnka. Þetta kemur því ekki heldur viðskiptavinun- umtilgóða.” — Einhverjar aðgeröir af hálfu sam- takanna út af þessu? „Nei, þetta er frjáls markaður. Menn ráða sinni verðlagningu sjálfir. Við getum ekki gefið neitt ákveðið verð. Nú fer rólegur tími í hönd á myndbandamarkaðnum og þá vilja sumir gripa til neyðarúrræða sem þessa. Við því er ekkert að gera,” sagöi Þóroddur Stefánsson, formaður samtaka myndbandaleiga. Hvað nœst? Eitthvaö hlaut að gefa eftir. Skefja- laus innflutningur á myndböndum hefur orðið til þess að markaðurinn er orðinn yfirmettaður. Um leið harönar samkeppnin um viöskiptavinina. Fróö- legt verður að sjá hvaöa stefnu þessi mál taka á næstunni. -ÞJV. Myndir: 1. RITA HAYWARD 2. NAKED FACE 3. THE QUESTION 4. THE NATURAL 5. KILLJOY 6. ARABlU LAWRENCE 7. PHILADELPIA EXPERIM 8. CONAN 2 9. DOUBLE NEGATIVE lO.GLORY BOYS Pœttir: 1. RETURN TO EDEN 2. EVER GREEN 3. ELLIS ISLAND 4. CHIEFS 5. EMPIRE INC 6. STRUMPARNIR 7. GAMBLER 8. VlKINGASVEITIN 9. LAZE 10. FALCON CREST > Q Vinsældalisti DV er byggður á upplýsingum frð 10 myndbandaleigum vifls vegar um landifl. Tónlist IAL Af MURDER Pllí)!® SGte, ÓICKtNSOV Leikstjórí: BorísSagal. Aðalhlutverk: Christopher Piummer, Angie Dickinson. Breskt sjónvarpsleikrit byggt á sögu eftir Frederick Knott. Uppgjafa-tennisleikari (Plummer) ákveður að drepa konuna sina (Dickinson). Hann fær til verksins smákrimma nokkum. Odæðið skal framið meðan hann sjálfur er staddur í veislu með fyrrum elskhuga konu sinnar. Pottþétt fjarvistarsönnun og allt viröist tryggt. En ekki fer allt eftir áætlun. Eiginkonan nær nefnilega að drepa tilræðismanninn og lögreglan kemst i spilið. Á ýmsu gengur áður en mál eru til lykta leidd. Hér er á ferðinni ekta enskur „þriller”, a la Agatha Christie. 1 fyrstu virðist vanta persónu á borð við Piro til að leysa gátuna, en þumbara- legi varðstjórinn leynir á sér. Hann er ekki allur þar sem hann er séöur. 1 aðalhlutverkum eru Christopher Plummer og Angie Dickinson. Þau skila sinu bæði ágæt- lega, sérstaklega er Plummer góður í hlutverki eiginmannsins. Dial „M” for murder er ágæt tilbreyting frá hefðbundnu bandarísku afþreyingarefni. Pink Floyd er vafalaust ein af frægari hljóm- sveitum vorra tíma. Með Roger Waters í broddi fylkingar hefur þeim félögum tekist að skapa sér töluverða sérstöðu innan poppsins, gæöin eru sett ofar öllu. A þessu tónlistar-myndbandi er aö finna 12 ára gamla „live” upptöku meö hljómsveitinni. Sú var gerö á Italiu, nánar tiltekið i rústum Pompeii. Tónlistin hefur, rétt eins og borgin fomfræga, staöist fremur illa tímans tönn. Þetta hljómar hálfgamaldags. Þó verður að taka mið af þvi aö á þessum árum var hljóm- sveitin önnum kafin við aö finna tónlist sinni far- veg. Þetta er þvi eins konar forsmekkur á það sem síöar átti eftir að heyrast frá þeim félögum. Dark side of the moon, platan sem kom út tveimur árum eftir aö þessi upptaka var gerð, er nærtækt dæmi um það. Það vekur sérstaka athygli á þessu mynd- bandi hve tæknileg úrvinnsla er góð. Hljóðið og myndatakan eru til fyrirmyndar. Umhverfið gefur siöan öllu saman þennan framandi blæ sem Pink Floyd aðdáendum er að góðu kunnur. Bestu lög: Echoes 1 og 2. © 1| <a| t o O £ LL Lelk«t)óri: DanM Pattle. AðalHlutverk: Paul Nawman. Edward Aanar, Kan Wahl. Bronx hverfið er ömurleikinn uppmálaöur. Þar ganga um götur eiturlyfjasalar og moröingjar. Enginn er óhræddur um lif sitt, ekki einu sinni lögreglan. Við fylgjumst meö lögreglumanninum Murphy (Newman) í starfi og leik. Hann er bú- inn að vera lengi i löggunni og þekkir hverfið út og inn. Hann þolir því illa þegar nýr yfirmaður tekur við stjóm mála og fer að beita nýjum aðferðum i baráttu við glæpalýöinn. Það verður m.a. til þess að lögreglumaður drepur óbreyttan borgara í óeiröum sem upphefjast vegna nýrra starfsaðferða lögreglunnar. Þessir atburðir verða til þess að Murphy ákveður aö hætta í lögreglunni. Inn í þetta allt saman blandast svo ástir Murphys og hjúkrunarkonu, sem deyr að lokum vegna ofneyslu eiturlyf ja. Þetta er sæmilegasta spennumynd sem sver sig i ætt við aðrar bandariskar lögreglumyndir. Hæfileg harka meö samblandi af ást og öðrum mannlegum tilfinningum. Paul „gamli” New- man stendur svo alltaf fyrir sínu. LeikstjóH: Tony Scott. AAalhlutverk: C. Deneuva, Davkl Bowla, Suaan Barandon. Þreytuleg vampírumynd. Aldagamlar egypskar vampírur halda sér gangandi á mannablóði. Þær lokka til sin fómarlömb og sjúga blóð úr æðum þeirra. Namm, namm. Þessi mynd væri sennilega flestum gleymd ef aðstandendum hennar heföi ekki dottið i hug að fá til liðs við sig David nokkum Bowie. Sá er nefnilega býsna þekktur. Bowie leikur í mynd- inni elskhuga vampírunnar. Hlutskipti hans veröur að eldast og deyja. Það hljómar e.t.v. hlægilega en eini ljósi punktur myndarinnar er aö sjá piltinn eldast um 80 ár á ca 10 min. Sá hluti er alveg ágætlega gerður. Síöan er Bowie úr sögunni og við tekur kvenlæknir nokkur sem vampiran heillar til sin. Þær lesbast dagstund i rúminu og að þeim leik loknum hafa þær blandaö blóöi. Hlutskipti beggja er að lifa á mannablóði. Svona vampírumyndir eru fyrir löngu orðnar úreltar. Maður er nokkuð hissa á aö Bowie skuli leggja ööm eins lið. En hann er nú frægur fyrir aö feta ekki alltaf troðnar slóðir i verkefnavali. Létt flipp á þeim bæ. ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg O Afleit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.