Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 2
2
AÐALFUNDUR SÍS Á BIFRÖST:
DV. FOSTUDAGUR14. JONI1965.
„Kaffimálið ítrekað til
meðferðar hjá stjóminni”
— sagði Valur Arnþórsson á Bif röst f gær
„Ekki þarf að fara í launkofa
með það að eitt sérstakt mál og mjög
óvenjulegt var til ítrekaörar með-
ferðar hjá stjórninni á þessu síðasta
starfsári en það er svokallað kaffi-
mál,” sagði Valur Amþórsson
stjómarformaður i ræðu sinni á
Bifröst í gær. Las Valur yfirlit frá
endurskoðanda Sambandsins um
athugun rannsóknardeildar ríkis-
skattstjóraembættisins á framtölum
Sambandsins, bókhaldi þess og árs-
reikningum vegna áranna 1979 og 80-
81.
I yfirlitinu segir að Sambandiö
hafi lent í úrtaki ríkisskattstjóra árið
1981 vegna kostnaðarliða sem
tengdust störfum framkvæmda-
stjóra og forstjóra SlS og væri hér
um aö ræða ferðakostnað og risnu-
bílamál o.fl. Þ.e. hve hátt skuli meta
til skattskyldra tekna eða hiunninda
ýmsar greiðslur sem viðkomandi
telja vera endurgreiðslur á útlögðum
kostnaði vegna starfa þeirra.
I greinagerð endurskoðandans
segir um kaffimáliö að það sé aö
sjálfsögðu matsatriði hversu háa
þóknun beri að greiða fyrir þjónustu
sem þá sem Sambandiö léti af hendi.
Þaö réði yfir sérþekkingu og við-
skiptasamböndum sem reyndust
Kaffibrennslunni á Akureyri mjög
hagkvæm, sem sæist best á vax-
andi markaðshlutdeild hennar á
þessum tíma. Við ákvörðum um
endurskoöun á skiptingu bónustekna
þessara þriggja ára vó sú skoðun
hins vegar þungt að í samvinnu-
starfinu skuli ætíð gæta hófs í álagn-
ingu og töku umboðslauna.
Heildartekjur af umboðslaunum
vegna kaffiviðskiptanna námu rúm-
um 40 miiijónum króna. Af því fékk:
Kaffibrennslan í sinn hlut áriö 1981
rúmar 13 milljónir. Arið 1984 var
ákveðið að taka tekjuskiptingu
þessara þriggja ára til endur-
skoðunar og voru kaffibrennslunni
Uppi eru vangaveltur um samstarf SÍS og NT í fjölmiðlamálum. Á aðalfundinum var NT dreift til fundar-
Skyldu þeir vera afl rœfla stöflu
konunnar innan SÍS?
KONA í
STJÓRN?
Stjórnarkosningar fara fram á
aðalfundinum á Bifröst síðdegis i
dag. Umræðan um stöðu konunnar
hefur skipað háan sess á fundinum.
Velta nú margir yfir því vöngum
hvort konu takist að ná kjör í níu
manna stjóm Sambandsins. Þijár
konur eru nefndar sem h'klegir
kandidatar af Norðurlandi í stað
Finns Kristjánssonar sem ekki gefur
kost á sér til endurkjörs. Þetta eru
þær Helga Pétursdóttir frá Reynihlíð
í Mývatnssveit, Inga Valdis Tómas-
dóttir frá Sauðárkróki og Valgerður
Sverrisdóttir húsfreyja á Lómatjöm
sem nú á sæti í aðalstjórn KEA. Þá
hefur verið nefnt nafn Dagbjartar
Höskuldsdóttir úr Stykkishólmi en
hugsanlega gæti hún komið inn í staö
Harðar Zophaníassonar úr Hafnar-
firði en kjörtímabil hans er runnið
út. I aðalstjóm Sambandsins eiga
sæti níu manns, þar af er alltaf einn
frá hverjum landshluta.
Texti: Elín Hirst
Myndir: GVA
þá greiddar rúmar 18 milljónir
ásamt vöxtum. Þessi ákvörðun var:
tekin meira en ári áður en rannsókn
skattyfirvalda hófst. Eftir þá
greiðslu hafa um 32 milljónir króna
af bónusum þessara ára runnið til
Kaffibrennslunnar en Sambandiö
heldur eftir 8,5 milijónum króna sem
svarar til 8% umboðslauna af brúttó-
veröi kaffisins. Síðustu þrjú árin hafi
innkaupaþóknun Sambandsins verið
enn lægri eöa um innan við 4%.
Valur sagði að vegna þeirrar
rannsóknar sem nú stæði fyrir væri
ótímabært að fjalla frekar um ein-
staka þætti þessa máls en eins og
kunnugt er hefur rikissaksóknari
sent málið til Rannsóknarlögreglu
rikisins til athugunar.
-EH.
Valur Arnþórsson í samtali við DV:
„Engin áform um að
hætta í ísfilm”
Eins og fram kom á aðalfundi SlS
í fyrra vakti ákvörðun stjórnar SIS
um aöild að Isfilm andstöðu mikils
fjölda samvinnumanna um land allt.
Búast má við að f jölmiðlamálin verði
til umræðu á Bifröst einnig að þessu
sinni.
Rætt hefur verið um að það í fjöl-
miðlum aö SlS hyggi nú á stofnun
nýs fjölmiðlafyrirtækis og muni
draga sig út úr Isfiim. Sé hugmyndin
að kaupfélög víða um land taki sig
saman og stofni útvarpsstöðvar.
Vrðu stöðvamar að stórum hluta í
eigu kaupfélaganna en miðstýrt frá
Nútimanum í Reykjavík.
Um þetta hafði ValurAmþórsson
að segja í samtali við DV i gær:
„Sambandið á þátt í Isfilm og Sam-
veri hf. á Akureyri. Engin áform eru
uppi af hálfu Sambandsins að hætta
þátttöku í þessum fyrirtækjum og
engar ráöagerðir i þessa átt. Á þess-
um aðalfundi hefur komið fram mik-
iii áhugi að Sambandiö fylgist vel
með þessum málum og hasli sér völl
eftir því sem skynsamlegt verður
taiið og þájpeð hliðsjón af breytingu
á útvarpslögunum. Á því hefur verið
hreyft hér að borin verði fram álykt-
un um að þessi mál verði athuguö
gaumgæfilega,” sagði Valur.
— Hvað um samstarf við NT?
,,Sambandsstjórnin hefur engin
áform um þátttöku í NT. ”
— Því er varpað fram i DV í gær
að þú viljir á þing. Er eitthvað til í
þessu?
„Nei, ég get ekkert sagt annað en
nei.”
-EH
„Rógur og f jand-
skapur í garð SÍS”
— í athugun að leita ráðgjafar erlendis til að
skapa jákvætt viðhorf hjá almenningi
„Því meiri framkvæmdir á
vegum samvinnuhreyfingarinnar í
atvinnuuppbyggingu og þjónustu,
því meiri er fjandskapur og rógur
þeirra sem á móti standa,” sagði
Erlendur Einarsson, forstjóri Sam-
bandsins, um meintar árásir á sam-
vinnuhreyfinguna í fjölmiðlum að
undanfömu.
Sagði Erlendur að þegar skoöuð
væri 100 ára saga samvinnuhreyf-
ingarinnar kæmi í ljós að þegar
hreyfingin væri í sókn þá væri vegið
að henni af keppinautum og þeim
sem litu á samvinnuhreyfinguna
sem andstæðing i þjóðmálabarátt-
unni. Sagði Erlendur aö þetta gengi
eins og rauður þráður í gegnum sam-
vinnusöguna.
I máli forstjórans kom fram að
ákveöiö hafi verið aö gera ítarlega
áætlun um aðgerðir sem miða að þvi
að skapa jákvætt viöhorf almennings
til samvinnuhreyfingarinnar. Þessar
áætlanir væru tvíþættar, annars
vegar áætlanir sem koma ættu til
framkvæmda sem fyrst og svo lang-
tímaáætlanir. Leitaö hefði verið til
ráðgjafa hér heima og ef til vill yrði
líka leitað til ráðgjafa erlendis. Hér
væri að sjálfsögöu um mjög viða-
mikið verkefni að ræða sem snerti
marga þætti samvinnustarfsins. Er-
lendur sagði að almannatengsl SIS
væru eitt þýðingarmesta verkefnið í
hreyfingunni.
Eitt kaupfélag á Stór-
Reykjavíkursvæðinu
„Eg dreg enga dul á það að í
framtíöinni á að starfa eitt kaupfélag
á Stór-Reykjavíkursvæðinu,” sagði
Erlendur ennfremur. Sagði hann
samkeppni knýja á nýtt skipulag i
verslun og þaö væri orðiö tímabært
að líta á Stór-Reykjavíkursvæðið
sem eina markaðsheild þótt þar
starfaði fleiri en eitt félag um sinn.
-EH.
Sambandið tapaði 78
milljónum á síðasta ári
Sambandið var rekið með halla
upp á 78 milljónir króna á síðasta ári.
Þetta kom fram í ræðu Erlends
Einarssonar forstjóra á aöalfundi
SIS sem haldinn er á Bifröst dagana
13. og 14 júni. Sagði Erlendur að
þessi niöurstaða ylli miklum von-
brigðum, sérstaklega þar sem
hagnaður var af rekstri Sambands-
ins fyrstu níu mánuði ársins. A síð-
asta ársfjórðungi breyttist rekstur-
inn mjög til hins verra en það varð til
þess að Sambandið kom út meö nei-
kvæöa rekstramiðurstöðu á árinu.
Helstu ástæður fyrir þessum halla-
rekstri værú gengistap, óhagstæö
verðþróun og verkfall opinberra
starfsmanna. Gengistap af erlendum
fjárskuldbindingum vegur lang-
þyngst í halla ársins. Gengisfellingin
í nóvember varð til þess aö gengistap
varð mun meira en gert hafði verið
ráð fyrir. Auk þess styrktist banda-
ríkjadollarinn verulega þannig aö
heildargengistap á síðasta fjórðungi
ársins nam 154 milljónum króna.
Heildarvelta sambandsins nam
8,6 miiljörðum króna á móti 7,1
milljaröi áriö áður sem er 21%
aukning. Fram kom i ræðu forstjór-
ans að veltuaukningin er mjög
breytileg eftir deildum. Mest er hún í
iðnaðardeild 43% en minnst í
búnaðardeild 12%
Sambandið greiddi samtals 97,5
miiljónir króna i opinber gjöld og
skatta á árinu 1984 sem er 26%
hækkun frá árinu áöur.
-EH
Stef nuleysi í
fiskeldismálum
Valur Amþórsson, stjórnarformaður
Sambandsins, gagnrýndi harðlega ís-
lensk stjómvöld fyrir skort á stefnu-
mótun í fiskeldismálum í ræöu sinni i
gær. Sagði Valur að á Islandi ríkti
verulegur áhugi á uppbyggingu fisk-
eldis en skortur á stefnumótun muni
leiöa til þess að Islendingar dragist
enn aftur úr í þróun þessa mikilvæga
atvinnuvegar.
Valur sagði að þátttaka Sambands-
ins í Oslaxi hf., Arlaxi hf. og Islandslaxi,
fiskeldisfyrirtækjum sem Sambandið
hefði tekið ákvörðun um fjárfestingu í
á árinu, væri stefnumarkandi að því
leyti að með því hafi samvinnu-
hreyfingin haslað sér völl í þessari
nýju atvinnugrein með ótvíræðum
hætti. -EH.