Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Síða 1
DV. FÖSTUDAGUR12. JULl 1985.
19
Um
Dansstaðir — Matsölustaðir — Leikhús — Sýningar — Kvik
Myndbönd o.fl.
Snillingurinn Megas.
Megas
á
ferð
og
flugi
— skemmtir á Akranesi í kvöld og í Vest-
mannaeyjum annað kvöld.
Megas og félagar hans eru nú á
ferð um landið og hafa þeir skemmt
víða. Þeir eru með tveggja tíma
skemmtidagskrá. Með Megas í
ferðum eru þeir Asgeir Oskarsson,
Björgvin Gíslason, Haraldur Þor-
steinsson og Jens Hansson.
Megas leggur nú í annað sinn land
undir fót, en áður hefur hann farið
með „Listaskáldunum vondu”.
Snillingurinn veröur í kvöld með
hljómleika á Akranesi, Hótel Akra-
nesi, kl. 20.30. Annað kvöld verður
Megas svo í Samkomuhúsi Vest-
mannaeyja á sama tíma og ferð hans
lýkur í Garði, Garðahreppi, á sunnu-
daginn.
-sos
Sumargleðin á
Vestfjörðum
Sumargleðin verður með dans-
leiki á Vestfjörðum um helgina.
Omar, Bessi, Maggi, Raggi og
Hemmi, ásamt hljómsveit Ragga
Bjarna, verða í sviðsljósinu á
Patreksfirði í kvöld. Annað kvöld
verða kapparnir komnir með dót sitt
til Hnífsdals og á sunnudaginn verða
þeir svo með fjölskylduskemmtun í
með „Listaskáldunum vondu”.
Þaðan halda þeir síðan til Suður-
eyrar við Súgandafjörð þar sem
dansleikur verður á sunnudags-
kvöldið.
Vlkingar t vígamóð að
Laugar-
vatni
— þarsem mikil víkingahátíð
hefst í kvöld. 100 danskir
víkingar mæta í fullum
herklæðum
Það verða víkingar í vígamóð sem
verða samankomnir á Laugarvatni
um helgina. Þar 'hefst víkingahátíð í
dag kl. 17. Hingað til lands koma
hvorki meira né minna en 100 vík-
ingar frá Frederikssund á Sjálandi.
Það er hópur úr víkingafélagi sem
var stofnað 1951 af fólki á öllum aldri
og úr öllum þjóðfélagsstéttum.
Markmið félagsins hefur verið að
rifja upp fom víkingaatriði. Undan-
farin 20 ár hafa víkingar frá
Frederikssund her jað á mörg lönd og
hingað kemur hópurinn með leikrit
sem hann mun flytja á Laugarvatni.
Það er leikritið „Hagbard og Signe”,
en það hefur einnig verið kvik-
myndað og þá undir nafninu „Rauöa
skikkjan”.
Frumsýning leikritsins fer fram í
kvöld kl. 21 og síðan verða tvær sýn-
ingar á morgun, kl. 16 og 21. Loka-
sýningin verður síðan á sunnudag-
daginn kl. 16.
Þess má geta til gamans að áður
en dönsku víkingarnir halda til
Laugarvatns í dag, býður Davíð
Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur,
víkingunum í boð að Höfða. Þeir
ganga síðan í öllum herklæðum niður
Laugaveg og staðnæmst verður við
Arnarhól.
íslenskir víkingar
Það verður ýmislegt gert til
skemmtunar á Laugarvatni um
helgina. Þar verður t.d. grillað úti í
umsjón víkinganna. Islensku vík-
ingarnir, Jón Páll og Halli, koma á
svæðið og sýna hvað í þeim býr.
Varðeldar verða á kvöldin og kvöld-
vökur að hætti víkinga. Hermann
Ragnar Stefánsson stjómar ýmsum
útileikjum og margt annað verður til
skemmtunar. -SOS
Ef þú vilt dansa
ÁRTÚN,
Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími
685090.
Gömlu dansamir föstudags- og
laugardagskvöld. Hljómsveitin Drek-
ar leikur undir.
BROADWAY,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími
77500.
Diskótek á föstudagskvöld, innlent og
erlent fimleikafólk sýnir listir sínar. Á
laugardagskvöld leikur hljómsveitin
Gimsteinn fyrir dansi.
GLÆSIBÆR
v/Alfheima, Reykjavík, sími
685660.
Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi
föstudags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld. ölver opið alla daga
vikunnar.
HÖTEL BORG,
Pósthússtrœti 10, Reykjavík,
sími 11440.
Dansleikir Orators, félags laganema,
verða á föstudags- og laugardags-
kvöld.
HÓTEL SKÁLAFELL,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík,
sími 82200.
Á föstudags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld leika Guðmundur Haukur
og félagar. Tískusýning öll fimmtu-
dagskvöld.
HÓTEL SAGA
v/Hagatorg, Reykjavík, sími
20221.
Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar
leikur fyrir dansi á föstudags- og
laugardagskvöld í Súlnasalnum. Grét-
ar og Andri leika á Mímisbar.
HOLLYWOOD,
Ármúla 5, Reykjavík, sími
81585.
Diskótek föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld.
INGHÓLL,
Selfossi
Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir
dansi á föstudagskvöld.
KLÚBBURINN,
Borgartúni 32, Reykjavík, sími
35355.
Ball á föstudags- og laugardagskvöld.
LEIKHÚSKJALLARINN
v/Hverfisgötu, Reykjavík, sími
19636.
Sumarfrí hjá Kjallaranum þar til
leiksýningar hefjast að nýju.
NAUST,
Vesturgötu 6—8, Reykjavik,
sími 17759.
Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar
leikur á föstudagskvöld, söngkonan
Elaine Delmar syngur. Opið á laugar-
dagskvöld. Á sunnudagskvöld syngja
Bergþóra Amadóttir og Aðalsteinn
Ásberg í Geirsbúðinni.
ÓÐAL
v/Austurvöll, Reykjavík, sími
11630.
Diskótek föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld.
VILLTI TRYLLTI VILLI,
Skúlagötu 30, Reykjavík, sími
11555.
Dansiball fyrir alla 16 ára og eldri, á
föstudags- og laugardagskvöld.
SIGTÚN,
v/Suðurlandsbraut, Reykjavík,
simi 685733.
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
TRAFFIC,
Laugavegi 116, Reykjavik, simi
10312.
Diskótek fyrir alla 16 ára og eldri á
föstudags- og laugardagskvöld.
RÍÓ,
Smiðjuvegi 1, Kópavogi.
Lokað á föstudagskvöldum í sumar. Á
laugardagskvöldið verður diskótek og
skemmtiatriðifrákl. 10—03.
YPSILON,
Smiðjuvegi 14D, Kópavogi,
sími 72177.
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
ÞÓRSCAFÉ,
Brautarholti 20, Reykjavík.
Dansó-tek á neðri hæðinni. Hljóm-
sveitin Hafrót sér um fjörið á efri
hæðinni.
Akureyri.
H-100,
Diskótek á öllum hæðum föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld.
SJALLINN,
Hljómsveit Ingimars Eydals leikur
fyrir dansi á föstudags- og laugar-
dagskvöld.