Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Page 5
DV. FÖSTUDAGUR12. JULI1985.
27
11 nútíma-
lendinga
ður opnuð á morgun
ilsstöðum
sögu ýmsir kunnir listamenn á mörgum
sviðum. Myndin verður sýnd a.m.k. tvisvar
daglega meðan á kynningunni á Kjarvals-
stöðum stendur.
Bæði kvikmyndin og ljósmyndir
Vladimirs Sichovs voru gerðar að frum-
kvæði og á kostnað Hildu hf.
Bókin
I tengslum við sýningarnar á Kjarvals-
stöðum kemur út á vegum Bókaútgáfunnar
Vöku stór og vönduð bók á ensku með úr-
valsmyndum Sichovs af um 170 íslenskum
listamönnum úr hinum ýmsu greinum og á
öllum aldursskeiðum.
Bókin ber heitið Iceland Crucible, A
Modern Artistic Renaissance. Texta hennar
samdi Sigurður A. Magnússon. rithöfundur
og rekur hann í skilmerkilegu máli þróun og
helstu afrek hverrar listgreinar frá önd-
verðu fram á þennan dag.
Aldrei fyrr hefur svo yfirgripsmikil bók
um sögu allra listgreina komið út í neinu
landi veraldar. Hér er því um að ræða jafnt
alþjóðlegan sem innlendan menningarsögu-
legan viðburð.
Heimskynning
Á næsta ári er ráðgert að fara með ljós-
myndasýninguna og kvikmyndina um þver
og endilöng Bandaríkin og Kanada og koma
bókinni á framfæri við lesendur sem allra
víðast vestan hafs. Bókaútgefendur og for-
stjórar sýningarsala og sjónvarpsstööva
hafa sýnt þessu framtaki verulegan áhuga.
Síðan er ætlunin að snúa sér að Evrópu og
Asíu og þá fyrst og fremst Japan.
Með því að hefja kynninguna hérlendis
vakir fyrst og fremst fyrir aðstandendum
bókar og sýninga að vekja athygli heima-
manna á þeirri ótrúlegu blómgun, sem átt
hefur sér staö í öllum listgreinum á undan-
förnum áratugum. Þar koma bæði við sögu
listamenn sem unnið hafa afrek á heimavelli
og fjölmargir listamenn sem gert hafa
garðinn frægan með öðrum þjóðum.
Stúdentaleikhúsiö frumsýnir:
Draumleik
— eftir Strindberg á sunnudaginn
Á sunnudaginn kl. 22 frumsýnir
Stúdentaleikhúsið Draumleik eftir
Strindberg, í þýðingu Sigurðar
Grímssonar, og er þetta jafnframt í
fyrsta skipti sem Draumleikur er
sviðsettur hér á landi. Leikstjórn
þessarar uppfærslu annast Kári
Halldór. Söngur og hljóöfærasláttur
gegnir veigamiklu hlutverki í sýn-
ingunni og var öll tónlistin samin sér-
staklega í þessu tilefni af Áma
Harðarsyni, tónskáldi og stjórnanda
Háskólakórsins. Lýsingu hannar
Ágúst Pétursson en hópur ungs
myndlistarfólks sér um leikmynd og
búninga. Sextán ungir áhugaleikar-
ar koma fram í sýningunni.
I leikskrá, sem er mjög vönduð og
efnismikil, kennir margra grasa.
Þar hefur verið safnað saman ýms-
um fróðleik um og eftir Strindberg
auk þess sem þar er aö f inna greinar,
t.d. eftir Thor Vilhjálmsson og séra
Gunnar Kristjánsson.
Eins og áður segir verður frum-
sýning á sunnudaginn en síðan verða
sýningar öll þriðjudags-,
fimmtudags- og sunnudagskvöld út
júlí. Sýningar verða i Félagsstofnun
"túdenta, við Hringbraut og munu
hefjast nokkuð seinna en venjulega,
eða kl. 22.00. Miðar eru seldir við inn-
ganginn en jafnframt er hægt að
panta miða í sima 17017.
færa meðlimir hljómsveitarinnar Pétri
Hjaltested fyrir frábæra hljóöblöndun.
Platan er gefin út í tilefni af tíu ára afmæli
■hljómsveitarinnar og túlkar hún spila-
mennsku hennar á þessu tímabili.
Hljómsveitin hefur komið víða við á starfs-
ferli sínu, sett upp ha»fileikakeppni í sam-
vinnu við DV, og söngleikinn „Evitu” svo
eitthvað sé nefnt. I framtíðinni hefur hljóm-
sveitin hug á að halda áfram að skemmta
landsmönnum.
í dag hefst
á Selfossvelli íþróttahátíð HSK, þar
sem héraðsmót allra aldursflokka í
frjálsíþróttum innan sambandsins
fara fram um sömu helgina.
Mótið hefst kl. 17 og stendur til kl. 13
á sunnudeginum og kl. 14 þann dag
hefst vegleg hátíðadagskrá, sem m.a.
er helguð 75 ára afmæli HSK og ári
æskunnar.
Búist er við 2—300 þátttakendum frá
um 20 félögum innan HSK, auk um 70
starfsmanna.
Ljóst er að hart verður barist á
íþróttavellinum alla helgina og verður
gaman að sjá spennandi keppni, jafnt
afreksfólks á landsmælikvarða, sem
ungra og leikglaðra barna, og búast
má við að hin ýmsu met f júki.
Grímsævintýr, nýtt tímarit
Ot er komið nýtt tímarit, Grímsævintýr. Er
því einkum ætlað það hlutverk að kynna
nýjustu afurðir ungra Reykvfltinga á sviði
bókmennta og lista og mun koma óreglulega
en örugglega út.
I þessu fyrsta tölublaði er m.a. að finna
tvær smásögur eftir nýja höfunda, ljóð Dag
Sigurðarson, Sony HaUgrímsson og Jochum
Mathiesen og grein um dadaismann. FjaUaö
er um Karmen-mynd Godards og ástand
menningarmála, auk þess sem vmsældalisti
fylgir. I gaUeríi tímaritshis eru að þessu sinni
myndir eftir HaUgrUn Helgason, en svo
skemmtUega viU einmitt til að hann er jafn-
framt ritstjóri þess.
Grímsævintýr eru 24 síður í A4, 27 broti,
prýdd fjölda mynda og prentuð í SteUunarki.
Þau verða seld á götum í góðu veðri og víðar í
vondu.
Skólakór Kársness syngir
í Kópavogskirkju
Skólakór Kársness undir stjóm Þórunnar
Bjömsdóttur heldur tónleika í Kópavogs-
kirkju mánudagUin 15. júU kl. 20.30. KórUm er
aö fara á alþjóðlegt kóramót, „Europa
Cantat”, í Strasbourg í Frakklandi eftU-
fáema daga. Kórinn mun þar halda sjálfstæða
tónleika með vandaðri efnisskrá, sem verður
flutt í Kópavogskirkju á mánudagskvöld nk.
Aðgangur að tónleikunum er kr. 150.
Fréttatilkynning
Nú um helgina lýkur hljómleikaferð Megasar
um landið með viðdvöl á Akranesi í kvöld,
föstudag, þar sem hann og sveinar hans spila
á Hótel Akranesi kl. 20.30, þá fara þeir tU
Eyja og leika þar í Samkomuhúsmu og hefj-
ast hljómleikarnir þar einnig kl. 20.30. A
sunnudagskvöld koma þeir við í Garði og
spUa á sama tíma. Þá er ótalin uppákoma
þeirra félaga i Austurbæjarbiói næstkomandi
miðvikudagskvöld kl. 21, en með henni lýkur
samfylgdinni. Megas mun tvær komandi
helgar slást i för með Stuðmönnum og spUa
með þeim í Húnaveri og Atlavík.
Undirleikarar í þessari hljómleUtaför Meg-
asar eru þeir Björgvm Gíslason gítarleikari,
Asgeir Oskarsson trommari, Haraldur Þor-
steinsson bassisti og Jens Hansson blásari. A
dagskrá hljómleUtanna eru gömul og ný lög,
standardar af eldri plötum Magnúsar í nýjum
búningi og gömlum og nokkur lög eftir aðra
sem hann hefur bætt á efnisskrá sma.
Miðasala fer allajafna fram viö innganginn,
en þrU- hljómMtana í Reykjavík næsta mið-
vikudag verða miðar seldir í Gramminu og
svo við inngangmn fyrir hljómleUtana.
Fréttatilkynning frá
Hinu leikhúsinu
Nú fer sýnmgum brátt að ljúka á Piaf eftU"
Pam Gems, sem LeUtfélag Akureyrar sýndi
fjörutíu og ernu smni norður á Akureyri í vet-
ur og leikið hefur verið að undanfömu í
Gamla bíói í boði Hins leikhússms. Eru
sýningar orðnar fUnmtán og varð að bæta við
tveim aukasýningum, föstudags- og laugar-
dagskvöld, sökum mikillar aðsóknar. Verða
sýningar þá orðnar fimmtíu og átta alls.
Edda Þórarinsdóttir leikur Piaf og er þaö
stærsta og veigamesta hlutverk sem hún hef-
ur fengist við til þessa. Er það samdóma áht
að hún vinni mikinn leiksigur í þessu erfiða
leik- og sönghlutverki. Meðal annarra leik-
enda má nefna Sunnu Borg, Þrárn K. Karls-
son Theódór Júliusson, Gest E. Jónasson og
Guðlaugu Maríu Bjamadóttur. Sigurður Páls-
son er leikstjóri, en texta og tal þýddi Þórar-
inn Eldjám. Roar Kvam stjómar hljómsveit,
Guðný B. Richards gerir leikmynd og Viðar
Garðarsson lýsir.
Síðustu sýningamar á föstudag og laugar-
dag hefjast kl. 20.30 í Gamla bíói.
Ferðalög
Kl. 20.00 Hellaskoöun í Dauöadala-
hella.
Helgarferðir 19,—21. júlí:
1. Þórsmörk 2. Landmannalaugar —
Eldgjá, hringferö 3. Skógar —
Fimmvörðuháls — Básar.
Sjáumst. Utivist.
Ferðafélag
íslands
ÚTIVIST
10 Á R A
Útivistarferðir
Dagsferðir á sunnudag, 12. júlí:
Kl. 8.00 Þórsmörk: Stansað 3—4 klst. í
Mörkinni. Verð aðeins 650 kr.
Kl. 10.30 Þorlákshöfn — Selvogur. Sér-
kennileg strönd. Verðkr. 400.
Kl. 13.00 Selvogur — Strandarkirkja.
Létt ganga og skoðunarferð. Verð kr.
400.
Brottför frá BSI, bensínsölu.
Miðvikudagur 17. júlí.
Kl. 8.00 Þórsmerkurferð. Dagsferð og
fyrir sumardvalargesti.
Dagsferðir sunnudag 14. júií:
1. Kl. 10. Hvaifell — Glymur — hæsti
foss landsins. Verð. kr. 400.
2. Kl. 13. Gengið að Glym frá Stóra-
botni. Verðkr. 400.
Báðar þessar ferðir eru um svæði
sem býður upp á stórkostlega náttúru-
fegurð. Glymur er 198 m á hæð og er í
Botnsá í Botnsdal, Hvalfirði.
Hvalfell er móbergsstapi (848 m) og
er koiiur þess mosagróinn.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt
fyrir börn í fylgd fullorðinna.
Tapað fundið
Tösku stolið
Svartri Belsey skjalatösku var stolið úr bíl við
Vitastíg 11. júní. I töskunni voru mikilvæg
skjöl. Ef fólk hefur komið auga á töskuna ein-
hvers staðar er það vinsamlegast beðið um að
hafa samband í síma 11266 eða 76759 og spyrja
um Sveinbjöm.
Hvað er á seyði
um helgina?
Sýningar
Gunnar örn sýnir 1
Laxdalshúsinu
Gunnar öm Gunnarson sýnir mono-
þrykksmyndir í Laxdalshúsinu á Ak-
ureyri. Sýningin mun standa út júlí.
Listasafn ís' jnds
Þar stendur yfir 100 ára afmælissýning
safnsins. Á sýningunni eru 110 verk, öll
í eigu safnsins, eftir frumherjana
Ásgrím Jónsson, Þórarinn B. Þorláks-
son, Jóhannes S. Kjarval og Jón
Stefánsson. Sýningin er opin um helg-
ina kl. 13.30—22 en virka daga kl.
13.30-16.
Árbæjarsafn
Þar stendur yfir sumarsýning Ár-
bæjarsafns og er þar um að ræða far-
andsýningu frá þjóðminjasafni Græn-
lendinga í Nuuk og fjallar hún um
grænlensku bátana gajag og umiag.
Sýningin er hingaö komin á vegum Ut-
norðursaínsins. Sýningin er opin á
opnunartíma safnsins sem er frá kl.
13.30—18.00 alla daga nema
mánudaga.