Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Page 4
22
DV. FÖSTUDAGUR 23. AGUST1985.
Hvað er á seyði
um helgina?
Messur
Guösþjónustur í Reykjavíkurprófasts-
dæmi sunnudaginn 25. ágúst 1985.
Árbæjarprestakall: Guðsþjónusta í
safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl.
11.00 árdegis. Organleikari Jón Mýr-
dal. Sr. Guömundur Þorsteinsson.
Breiðholtsprestakall: Messa kl. 11.00 í
Breiðholtsskóla. Sr. Lárus Halldórs-
son.
Bústaðakirkja: Guösþjónusta kl. 10.00.
Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds-
dóttir. Organleikari Guðni Þ.
Guðmundsson. Ath. sumartímann.
Sóknarnefndin.
Dómkirkjan: Messa í kapellu Há-
skólans kl. 11.00. Dómkórinn syngur.
Sr. Agnes M. Sigurðardóttir.
Elliheimiiið Grund. Messa kl. 10.00. Sr.
Árelíus Níelsson.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl.
11.00. Organisti Guðný Margrét
Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson.
Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00.
— Fyrirbænir. Organisti Árni
Arinbjarnarson. Sr. Halldór S.
Gröndal.
Háteigskirkja: Messa kl. 11.00. Sr.
Arngrímur Jónsson.
Kópavogskirkja: Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11.00 árdegis. Sr.
Árni Pálsson.
Langholtskirkja: Guðsþjónusta kl.
11.00. Prestur Sr. Sigurður Haukur
Guöjónsson. Organisti Jón Stefánsson.
Sóknarnefndin.
Laugarneskirkja: Messa kl. 11.00.
Þriðjudag 27. ágúst: Bænaguös-
þjónusta kl. 18.00. Sóknarprestur.
Frikirkjan í Hafnarfirði: Guösþjón-
usta kl. 11.00. Orgel og kórstjórn Þóra
Guðmundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson.
Hafnarfjaröar- og Garða-
sóknir
Guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 ár-
degis á sunnudag í umsjá Arnar Báröar
Jónssonar.
Sóknarprestarnir.
Eitt af verkum Guðlaugs á sýningunni, Köllunarklettur.
Selfoss:
Gulli
sýnir
í Safna-
húsinu
Á morgun, laugardag, kl. 14.00
opnar Guðlaugur Jón Bjarnason
sýningu í Safnahúsinu á Selfossi.
Hann sýnir 40 vatnslitamyndir, unn-
ar á þessu og síðasta ári. Þetta er
fjórða einkasýning Guðlaugs sem
þekktur er sem Gulli á Selfossi.
Áöur hefur hann haldið einkasýn-
ingu í Gallerí SOM 1974, á Selfossi
’77 og í Mývatnssveit ’80.
Verk hans eru aöallega lands-
lagsmyndir og nokkrar huglægar
fantasíur. Flest eru þau gerð á
feröalögum og unnin á staðnum,
jafnvel í sunnudagsbíltúrum.
Guðlaugur stundaði nám viö
Myndalista- og handíðaskóla Is-
lands á árunum 1968—70 en hyggst
taka upp þráöinn aö nýju í haust í
sama skóla. Hann er fæddur og
uppalinn á Selfossi.
Sýningunni lýkur 1. september
og er opin kl. 14.00—22.00 um helg-
ar og 17.00—22.00 virka daga.
Gallerí Salurinn:
Gunnar
Karlsson
opnar um
helgina
Á morgun, laugardag, kl. 14.00
opnar Gunnar Karlsson sýningu sína
í Gallerí Salnum aö Vesturgötu 3.
Nefnir hann sýninguna Oöur til
Islands og á henni eru olíumálverk
og skúlptúr. Opið er frá kl. 13—18
alla daga nema mánudaga, þá er
lokað. Opið er lengur á fimmtu-
dögumeöa tilkl. 22.
Siglufjarðarkirkja
Guðsþjónusta verður sunnudaginn
25. ágúst, kirkjudag, kl. 14. Þorvaldur
Halldórsson guðfræðinemi predikar
og syngur einsöng. Kirkjukaffi eftir
guðsþjónustu í safnaðarheimilinu á
vegum systrafélags kirkjunnar.
Organisti Anthony Raley.
Vigfús Þór Árnason.
Sýningar
Sýning í Galleríi Salnum
Laugardaginn 24. ágúst kl. 14. verð-
ur opnuö sýning á verkum Gunnars
Karlssonar í Gallerí Salnum, Vestur-
götu 3, Reykjavík. Á sýningunni
verða olíumálverk og skúlptúrar.
Verkin hafa veriö unnin hér á landi
og erlendis, á þessu og næstliðnu ári.
Gunnar lauk námi frá Myndlista-
og handíðaskólanum 1979 og stundaði
nám við Konunglegu listaakademíuna
í Stokkhólmi 1980-1982.
Hann hefur tekið þátt í sýningum
víðs vegar á Norðurlöndum.
Sýningin verður opin daglega milli
kl. 13 og 18 og til kl. 22 fimmtudaga,
lokaö mánudaga. Sýningin stendur
fram til 13. september.
Hún stendur við þjóðveginn einog sóreins og hún hafi sprottið upp úr
jörðinni, sundlaugin við Súgandafjörð. Hún hefur staðið þarna við
heitavatnsuppsprettu eins lengi og elstu unglingar muna, börnin synda
frá 2—4 og fullorðna fólkið milli 20 og 22. Annars er hún lokuð. En það
vœri reyndar ekkert mál fyrir heila fjölskyldu að aka bíl sinum út af
veginum þarna ofan við sundlaugina og enda í henni miðri. Ef einhver
hefuráhuga.
-EIR./DV-mynd KAE.