Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 44
44
DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
• Framleiðcndur Dallas-
þáttanna eru farnir að hafa á>
hyggjur af því hversu J.R. er
orðinn óvinsæll. Þeir hafa þvi
ákveðið að iáta kappann fá
taugaáfall til að fá örlitla samáð
sjónvarpsáhorfenda.
★ ★ ★
• Menn hafa nú áhyggjur af því
að samband þeirra Mick Jagger
og Jerry Hail sé eitthvað að
kólna. Jagger birtist nefniiega
um daginn í París með nýja
dömunppáarminn.
★ ★ ★
• Tina Turner hefur tekið
saman við nýjan mann. Sá heftir
Ciaude Ravier og er forrikur
viðskiptajöfur.
★ ★ ★
• Dudley Moore er kominn með
nýja dömu. Hann var i Monte
Carlo á dögunum og sást þar með
Brogan Lane, sem er leikkona.
Virtist fara mjög vel á með
hjúunum.
Víggirtur
Stallone
Það er stundum ekki tekiö út sem
sældinni að vera frægur í henni
Ameríku. Slíkt fá leikarar og aðrir þeir
sem eru í sviðsljósinu oft að reyna.
Vinur okkar í kvikmyndinni Rambo,
öðru nafni Sylvester Stallone, krafta-
karl og kvennasjarmör er þar engin
undantekning. Hann er nú talinn á
hátindi frægðar sinnar og einn
vinsælasti leikari í Bandaríkjunum og
þótt víðar væri leitað. Lögregluyfir-
völd í Los Angeles vinna nú að því
hörðum höndum að komast til botns í
öldu símahótana er aðallega er beint
' *
• Kvikmyndahetjan Stallone
innan girðingar á eigin lóð i
einu úthverfa Hollywood.
Þangað skyldi enginn reyna að
komast óboðinn.
til filmstjarnanna er búa í nágrenni
borgarinnar í Hollywood.
„I dag kemur þú til með að deyja...
þú færð banahöggið í dag,” heyrðist
um daginn úr dimmrödduðum karl-
mannsbarka er hringdi til Stallone og
hótaði honum öllu illu. Yfirmenn í
MGM kvikmyndaverinu í Culver City,
þar sem Stallone vinnur þessa dagana
við kvikmyndatökur á myndinni
Rocky IV, hafa eðlilega miklar
áhyggjur af síauknum hótunum í garð
frægra starfsmanna sinna og hafa
tvíeflt alla öryggisvörslu við kvik-
myndaverið.
Rambo sjálfur er reyndar ekki
sagður hafa of miklar áhyggjur af
öllum hótununum en segist þó fara að
öllu með gát. Ekki þarf Stallone að
hafa áhyggjur af því aö óbótamenn
komist óboönir inn í rammgirta villu
kappans í Hollywood. Þar eru öryggis-
verðir, aðvörunarkerfi og blóðhundar
á hverju strái.
Karólína Mónakóprinsessa setur eiginmanni sínum afarkosti:
Annað barn eða skilnað
Karólína prinsessa í Mónakó hefur
sett ektamanni sínum, Stefano, stólinn
fyrir dyrnar: „Ég vil annað barn eöa
skilnað,” hefur hún sagt við hann.
Og ekki nóg með það, hún krefst þess
að hann hætti að hlaupa á eftir hverju
pilsi sem á vegi hans verður. Herma
áreiðanlegar heimildir að Stefano
muni láta í minni pokann. Hann sé
nefnilega stórhrifinn af Karólínu, þrátt
fyrir allt. Þess utan veit hann að
Roberto Rossellini, vinur Karólinu, er
meira en tilbúinn að hiaupa í skarðið fyrir
hann.
Karólínu iangar mjög til aö eignast
annað barn. Þaö á að verða stúlka og
þegar hefur verið ákveðið hvað það
barn á aö heita, auðvitað Grace.
Samkomulag þeirra Karólínu og
Stefano hefur ekki verið upp á það
allra besta upp á síökastiö. Fyrir
tveimur mánuðum komst hún að því að
Stefano hefur haldið fram hjá henni.
Síðan þá hefur hann verið í heimaborg
sinni, Mílanó á Italiu, en Karólína á
heimili þeirra i Mónakó. En nú standa
yfir samningaviðræður til aö bjarga
hjónabandinu.
Vill Karólína að Stefano komi heim
og verði þar meira en verið hefur. Ekki
síst til að hjálpa til viö uppeldið á syni
þeirra og til að leggja drög að barni
númer tvö.
„Ef Stefano er ekki tilbúinn að
breyta um stíl og vera sá eiginmaður
sem ég kýs vil ég skilnað,” hefur hún
sagt. „Ég er alveg tilbúin til að skilja
við hann ef það er eina leiðin fyrir mig
til að verða hamingjusöm.”
Stefano varð bálreiður þegar
• Karólína hofur sott Stefano afarkosti. Ef hann gengur ekki að þeím
œtlar hún að skilja við hann.
Karóiína setti honum þessa úrslita-
kosti.
„Hún vill hafa allt eftir sínu höfði,”
segir hann. „Ef ég ekki fellst á það vill
húnskilnað.”
En Stefano veit að ef hann gengur
ekki að þessum kostum mun Roberto
Rossellini taka sæti hans í lífi
Karólínu. Roberto hefur verið miklu
meira með henni undanfarnar vikur en
Stefano. Og segja heimildirnar að það
eigi Stefano erfitt með að sætta sig við.
• Joan Collins, stjarnan úr Dynasty, ku vera í megrun. Að minnsta
kosti vakti það athygli þegar hún, ásamt vini sinum Peter Holm, sást á
veitingahúsi fyrir skömmu og pantaði sér bara vatn á meðan Holm fékk
séris.
• Roberto Rossellini hefur mikið verið með Karólinu undanfarnar vikur
og er hann tilbúinn að taka sœti Stefano.