Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER1985.
29
ÍR-ingurinn Bjarni Bessason (Bjarnasonar) reynir hér skot að marki Gróttu í leik liðanna i vikunni. Bæði
liðin munu verða í eldlinunni í 2. deild karla um helgina. DV-mynd Bjarnleifur.
Bikarmeistar-
amir mæta ís-
landsmeisturunum
í Laugardalshöllinni á morgun. Mikið að ske í
handknattleik og körff ubolta um helgina
Þaö hefur líklega ekki fariö fram-
hjá mörgum aö vertíð handknatt-
leiksmanna er hafin. Tæplega fjórar
umferðir eru búnar í 1. deildinni en
keppninni lýkur óvenjusnemma að
þessu sinni. Síöustu leikir verða á
dagskrá 12. janúar. Þrír leikir veröa
háöir um helgina. Víkingur mætir
FH á morgun klukkan 14 í Laugar-
dalshöllinni og strax aö þeim lokn-
um munu liö KR og Fram reyna með
sér. Á sunnudaginn munu síöan
Stjarnan og Þróttur leika í Iþrótta-
húsi Digranesskólans.
Omögulegt er að spá um endanleg
úrslit mótsins aö þessu sinni en fersk
byrjun nýliða KA hefur óneitanlega
nokkuö komið á óvart. Um helgina
skellti Uðiö bæöi Þrótti og Stjömunni
og líklega veröur liðið enn sterkara á
heimavelli sínum ef marka má
árangur erkif jendanna Þórs í knatt-
spyrnunni fyrir noröan. Að þessu
sinni beinast augu flestra að Vals-
mönnum og Víkingum sem líklegum
kandídötum tU Islandsmeistaratign-
arinnar þrátt fyrir aö bæði liöin hafi
misst snjalla leikmenn úr sínum röö-
um fyrir keppnistímabiliö. Sama má
íþróttir
um helgina
segja um lið FH en ungt Uð þeirra er
ennþá spurningarmerki.
Fjórir leikir fara fram í 2. deild á
morgun. Haukar mæta Gróttu klukk-
an 14 í Iþróttahúsinu í Hafnarfiröi.
Hálftíma áöur hefst leikur Þórs og
Breiðabliks í Vestmannaeyjum.
Afturelding mætir IR aö Varmá
klukkan 14 og þá munu Ármenningar
og HK leiða saman hesta sína í
Laugardalshöllinni klukkan hálf-
fimm.
Körfubolti
Einn leikur veröur háöur í úrvals-
deildinni og er hann í Hagaskólan-
um. KR mætir IR og hefst leikurinn
klukkan 14. Að þeim loknum mun
kvennalið KR leika gegn Keflavík. Á
sunnudeginum er leikið í Sandgeröi í
1. deild. Reynir mætir Fram klukkan
20.
er á seyði um helgina?- Hvað er á seyði um helgina
Systkini elskast
w ■ ari
a svioi
„Fyrrum ungfrú
ísland"
— leysir frá skjóðunni í einstöku viðtali
er DV átti við hana í New York.
Fegurðardrottningin segir Bandaríkja-
mönnum kynlífssögur í gegnum síma
og samþykkir öll helstu greiðslukort.
Hana langar meira að segja að opna
útibú á íslandi þar sem ófullnægðir
íslenskir karlmenn gætu fengið
þjónustu við hæfi.
„Sekúndu
úr slíðri
Johnny King, kú-
rekasöngvari frá
Húsavík, er nýskilinn
og fluttur til móður
sinnar í Þorláks-
höfn. Hann hyggur
á landvinninga
sunnanlands og æf-
ir stíft fyrir framan
spegil. Sannkallað-
ur „kántrý-blús" í
Þorlákshöfn.
Listasafn Einars Jónssonar
v/Njarðargötu
er opið alla laugardaga og sunnudaga
frá kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn
er opinn alla daga frá kl. 10—17.
Þjóðminjasafnið
„Meö silfurbjarta nál” nefnist sýning
er stendur yfir í Bogasal Þjóöminja-
safnsins. Þetta eru handverk íslenskra
hannyröakvenna og eru verkin frá
miööldum fram til síðustu aldamóta.
Sýningin er ætluö bæði tslendingum
sem útlendingum og er opin frá kl.
13.30—16. Sýningin mun standa fram í
október.
„Úr hugarheimi"
Gríma og Sigurlaug Jónas-
dóttir
Laugardaginn 28. september var
opnuö í Listasafni ASI sýningin „Ur
hugarheimi”. Hér er um að ræöa sam-
sýningu þeirra Grímu (Olafar Grímeu
Þorláksdóttur) og Sigurlaugar Jónas-
dóttur. Sýningin er haldin í tilefni af
lokum kvennaáratugarins.
Gríma fæddist 25. september 1895 á
Lambanesreykjum í Fljótum. Hún hef-
ur stundað kvöldnámskeiö í myndlist í
Myndlistaskólanum í Reykjavík og
fengist við aö mála í rúm tuttugu ár.
Gríma hefur haldiö einkasýningu og
tekiö þátt í samsýningum. Gríma sýnir
18 olíumálverk.
Sigurlaug Jónasdóttir fæddist í Öxn-
ey á Breiöafirði 4. júlí 1913. Hún hefur
stundaö kvöldnámskeið í myndlist í
Myndlistaskólanum í Reykjavík og
fengist viö aö móla í rúm fimmtán ár.
Þetta er fyrsta sýning hennar hér á
landi, en myndir hennar hafa m.a.
birst í tímaritinu Storö.
Sýningin stendur til 20. október. Hún
er opin virka daga kl. 14—20 og kl. 14—
22 um helgar.
Systkinin Arnar Jónsson og Helga
Jónsdóttir eru elskendur uppi á leik-
sviði þessa dagana. Langt og ítarlegt
viðtal við „elskendurna" í helgarblaði
DV.
Umferðar(ó)menning
f Reykjavík
Forvitnilegar myndir sem varpa Ijósi á
daglegt líf og rennsli á malbiki.
OG MARGT FLEIRA!