Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 8
30 DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. ★ ★ ★ Vinir 1 von- lausu strlði 1915. 3 spólur. Leikstjóri: Chris Thopson. Aðalhlutverk: Scott McGregor, Scott Burgess, Sigrid Thornton. Þaö er skemmst frá því að segja að á fáeinum árum hafa Ástralir komið sér í hóp fremstu þjóða í kvikmynda- gerð. Ástæðan er einföld. Áströlsk kvikmyndagerð hefur verið dyggi- lega studd innanlands og árangurinn lætur ekki á sér standa. 1915 er ný áströlsk þáttaröð á myndbandamarkaðnum. Hún f jallar í sem skemmstu máli um vinina Billy MacKenzie og Walter Gilchrist. Þetta era ólíkir piltar. BQly er óhefl- aður alþýðumaður og kvennagull en Walter aftur á móti háskólagenginn og feiminn. Leiðir þessara tveggja liggja öðru hverju saman. Þeir fara í útreiðartúra í heimahögum, verða ástfangnir af sömu stúlkunni og loks ganga þeir í herinn. Fyrri heims- styrjöldin er nýhafin og bandamenn vantar byssufóður í skotgrafimar. ★ Í Löggan með lurkinn Walking tall 1,2 og 3. Leikstjórar: Earl Beelang, Jack Starret, Phil Karlson. Aðalhlutverk: Joe Don Baker Tími: 4 klst. 45 mín. Buford Pusser, lögreglustjóri í McNairy fylki, á um tvennt að velja: Annars vegar að loka augunum og þiggja mútur frá glæponum eins og fyrirrennari hans eða standa upp og berjast gegn spillingunni. Hann tekur síðari kostinn og hefur blóöuga baráttu gegn glæpamönnum fylkisins. Og Pusser er ekkert að vanda pakkinu kveðjurnar. Hann lemur krimmana sundur og saman með lurkinum sinum og góðar horfur eru á að honum og mönnum hans takist að hreinsa tU í bænum í eitt skipti fyrir öll. En hyskið vill ekki gefa sinn hlut eftir átakalaust. Leigumorðingjar eru gerðir út af örkinni til að koma Pusser fyrir kattarnef en aUt kemur fyrir ekki. Löggan er hreint ódrepandi en hann verður samt fyrir skakkaföllum. I einni árásinni er konan hans drepin og hálft andUtið skotið af honum. Framhaldi er lofað og framleiðend- urnir nota tækifærið til að skipta um aðalleikara. Rétt er að taka fram að hér er ekki um eiginlega þáttaröð að ræða held- ur eru þetta þrjár myndir um sama efni. Sú fyrsta er gerð 1973 með Joe Hér er gömul saga sögð. Ást, af- brýði og sorg skiptast á og dramatík- in í hávegum höfö. VígvöUurinn við GaUopoli hefur verið Áströlum nokk- urt umfjöllunarefni. Leikstjórinn Peter Weir lýsti einmitt sambandi Walter og Bretinn Olly Melrose búa til handsprengjur ætlaðar Tyrkjum. tveggja vina sem sendir voru á þenn- an blóðvöU í samnefndri mynd sinni, Gallopoli. Uppgjör Ástrala viö þenn- an harmleik hefur undantekningar- laust verið á einn veg. Spurningunni um tilgang stríösins hefur verið varpað fram og svarið tilgangsleysi gefið. Það er Scott nokkur Burge sem leikur piltinn Billy. Ég er illa svikinn ef þessi leikari á ekki eftir að ná langt í heimi kvikmyndanna. Hann leikur hinn hispurslausa Billy af miklu öryggi og nær aö vekja samúð með þessum ólánsama dreng. Þetta er tUvalin „Mad Max týpa”. Sigrid Thomton, sem lék í myndaflokknum um fljótabátinn, leikur eftirminnUega stúlkuna Frances ReiUy sem BUly og Scott uröu báðir hrifnir af. Scott McGregor leikur svo vininn Walter. Minna ber á öðrum persónum en margar þeirra eru engu að síður eftir- minnUegar, sérstaklega hermaðurinn og heimspekingurinn OUy Melrose. Ef á heUdina er Utiö má segja aö leik- stjóranum Chris Thompson takist vel aö koma þessari viðkvæmu sögu tU skila. 1915 er vandaður myndaflokkur, vel leikinn og alveg sniðinn fyrir sjónvarp. Breska ljónið má fara að vara sig á þessari fyrrum nýlenduþjóð sinni á sviði kvikmyndagerðar. o Barist við hláturinn Tho People that time forgot. Leikstjóri: Kevin Connor. Aðalhlutverk: Patrick Wayne, Sarah Doubles, Dana Gillespie. Timi: 90 mín. Fólkið sem tíminn gleymdi. Segir þessi titill þér ekki heilmUcið? Hér er um að ræða mynd sem byggö er á skáldsögu Edgar Rice Burroughs og fjallar um leiðangur í íshafinu. Ben McBride fer ásamt nokkrum mönn- um og konu að leita að horfnum land- könnuði. Hópurinn lendir í alls konar ævintýrum, berst við „fjandsamlega frumbyggja og stórhættulegar forn- aldareðlur”. Þau sleppa samt í lokin og horfni landkönnuðurinn deyr. Þetta er hreint óborganleg vit- leysa. Þaö er langt síðan ég hef skemmt mér jafnvel enda er þaö frá- bær skemmtun að horfa á lélegar myndir á borð við þessa. Handritið er hörmulegt og mynda- takan einstaklega viðvaningsleg. Leikmyndin er kapítuli út af fyrir sig. Risaeðlurnar eru álíka ógnvekj- andi og heimUiskettir og umhverfið þar sem sagan á aö gerast minnir helst á Skólavöröuholtið áður en það byggðist. Hetjuna Ben McBride leikur sonur John heitins Wayne, Patrick (Hann minnir mig nú frekar á Charlton Heston.) Patrikur þessi er eins og auU í myndinni og ber höfuð og herð- ar yfir annars lélega kollega sína. Handrit þessarar myndar er eins og ég sagði fyrr hörmulegt. Það býð- ur engu að síður upp á kostuleg sam- töl og skal hér tekið dæmi um þaö. Flugvélin hafði nauðlent á stórri sléttu og leiöangursmenn voru að vandræðast yfir hvernig þeir gætu dregið hana (hvert?)JCemur stúlkan þá ekki auga á risaeðlu og fær um leið snilldarhugmynd: Stúlkan: „Hún getur dregiö vélina.” Vísindamaðurinn: „Það er ekki slæm hugmynd.” Ben McBride: „Hún er svo sem nógu stór en hvaö ef hún vill það ekki?” -ÞJV. Don Baker í aðalhlutverki en hinar tvær ekki fyrr en ’76 og ’77 og þá er Bo Svenson kominn í hlutverk Pussers. Sá er ólíkt líflegri en Baker. Sagan af Pusser ku vera byggð á sönnum atburðum. Þrátt fyrir það minnir þessi frásögn helst á gamlan vestra. Hugmyndafræðin sver sig allavega í ætt við kúrekamyndir eins og til dæmis Clint Eastwood lék í á sín- um tíma. Okunni maöurinn (hetjan) kemur tU bæjarins og sér einn um að koma glæponunum burt, lífs eða liðn- um. Ofbeldið er gegndarlaust og það sem meira er, það er framið í nafni réttlætisins. Þetta er alkunnur boð- skapur margra amerískra ofbeldis- mynda. Sé eitthvað í vegi fyrir að hið góða geti sigrað skipta tvö-þrjú mannslíf tU eða frá engu máli. En er morð nokkum tíma réttlætanlegt? Burt með heimspekilegar pæUngar og snúum okkur að afþreyingargildi. Fyrsta myndin var fyrir ofan meðal- lag. Lögmálum lögreglumynda hvað varðar samtöl og aðgerðir fylgt utan að Pusser beitir lurkinum mun meira en byssunni. En myndir númer tvö og þrjú eru afskaplega þreytulegar og spennan ekki sú sama. Þannig ef þú vUt forvitnast um afrek Pussers lög- reglustjóra í Tennessee þá aetti fyrsta myndinalvegaðduga. -ÞJV. -ÞJV. Patrik Wayne, sonur John heitins, leikur hetjuna Ben McBride. A demöntunum skuluð þér þekkja þá ★ i Live á little-steal a lot. Leikstjóri: Marvin Chomsky. Aðalhlutverk: Robert Conrad, Don Stroud, Dana Mills. Tími: 102 mín. Þessi mynd hefur gengið undir ýmsum nöfnum eins og You Can’t steal love og Murph the surf. Hún er frá ’75 og heitir í þessari útgáfu Live a little — steal alot. Myndin fjallar um skartgripaþjóf- ana Alan og Jack. Þetta eru lífsglað- ir menn, stela skartgripum ríkra kvenna og leika sér á brimbrettum í flæðarmálinu. Dag einn er þeim boð- ið stórt verkefni. Þeir eiga að brjót- ast inn í safn í New York og ræna geysiverðmætum demöntum. Meö dollaramerki í augunum brjótast félagarnir inn í safnið en lögreglan er ekki á þeim buxunum aö láta þá sleppa með fenginn. Hér er á feröinni spennumynd af léttara taginu. Myndin er byggð á sönnum atburðum, eins og flestar aðrar þessa dagana, og er mikið til byggð upp á „flashbökkum”. Sagan hefst þar sem félagarnir eru að brjótast inn í safnið og smám saman fær áhorfandinn vitneskju um það sem er að gerast. Þrátt fyrir þessa ágætis byrjun tekst leikstjóranum, Marvin Chomsky, ekki aö halda spennunni út í gegn. Þernað hefur maður líka séö mörgum sinnum áöur í f immbíóum á sínum tíma. Conrad og Stroud fara skítsæmi- lega með hlutverk þjófanna. Sól- brúnir, hæfilega töff og ágætir á brimbrettum. Hinir raunverulegu þjófar lentu svo í fangelsi á sínum tíma. Allan gerðist heiðarlegur eftir að hann slapp út en Jack hélt áfram fyrri iðju sinni. Gott hjá þeim fyrr- nefnda en gott á hann síðarnefnda. Það borgar sig ekki að stela. -ÞJV. V^I^N^S^Æ^L^D^ A^L^I^S^T^A^R DV-listinn Myndir: Þættir: 1. ( 1 ) Deceptions 2. (2) Mallense 1. ( 1 ) Falcon and the 3. (-) 1915 snowman. 4. (3) Gloria litla 2. (3) Gulag 5. (5) Return to Eden 3. (10) Places in the heart 6. ( 4 ) Power game 4. (2) Dalaltf 7. ( 7 ) Onceupon 5. (4) The karate kid a time . . . 6. (9) Hvers vegna ég? 8. ( 6 ) Lace2 7. ( 5 ) Blood simple 9. ( 8 ) Chiefs 8. ( 6 ) The flamingo kid 10. (9) Luisiana 9. (7) Nýttlff 10. (8) The terminator Madonna, Desperately seeking Susan hefur nú velt Karate drengnum af toppi bandariska vinsœldalistans. Bandaríkin 1. ( 5 ) Desperately seeking Susan 2. (22) The killing fields 3. (1) The karate kid 4. ( 3 ) A soldiers story 5. ( 2 ) Falconandthe snowman 6. ( 4 ) Starman 7. (12) Stick 8. ( 7 ) A nightmare on Elm street 9. (11) Runaway 10. (6) The f lamingo kid BANDARÍKIN/TÓNLISTARMYNDBÖND 1. (1) Prince and the revolution live-Prince 2. ( 2 ) Wham! the video-Wham! 3. ( 3 ) Wearethe world -USA for Africa 4. ( 7 ) Ratt the video-Ratt 5. ( 4 ) Madonna-Madonna 6. ( 5 ) Private dancer 7. (6) Dance on f ire-The doors 8. (12) Tina live private dancer tour-Tina Turner 9. (14) U2-liveatredrocks-U2 10. (8) Animalize live uncensored-Kiss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.