Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 8
30 DV. FÖSTUDAGUR11. OKTOBER1985. Murphy enn á myndband Þaö er ekki ofsögum sagt af vin- sældum hetjunnar Axel Foley í myndinni Beverly Hills Cup. Og þó voru tvær fyrri myndir Murphys, 48 Hours og Trading Places ekkert slor. Paramount Home Video hefur ný- lega tilkynnt að fyrirtækiö ætli aö gefa þessa vinsælu gamanmynd út á myndbandi. Er útgáfa þessi liður í söluherferð Paramount fyrir jólin og sem gengur undir nafninu 25 fyrir 25. Beverly Hilis Cup á aö kosta 29 doll- ara og 95 sent á almennum markaöi og ætla þeir hjá Paramount að byrja að taka á móti pöntunum 14. október eöa á mánudaginn kemur. Þaö má heita öruggt aö slegist veröur um eintökin enda full ástæöa til. Myndin veröur nefnilega tekin af markaði 31. janúar um óákveöinn tíma. 1 Bandaríkjunum er því spáð aö Beverly Hills Cup muni bera höfuð og heröar yfir aörar myndir á mynd- bandamarkaönum í ár hvaö sölu snertir. Eina myndin, sem hugsan- lega gæti veitt henni einhverja sam- keppni, væri mynd þeirra Columbíu- manna, Ghostbusters. Sú kostar hins vegar 79 dollara og 25 sent á almenn- um markaði eöa rúmlega helmingi meiraerB.H.C. Þess má og geta aö Paramount ætlar í umræddri 25 fyrir 25 söluher- ferð aö gefa út mynd þeirra Bing Crosbys og Danny Kays, „White Christmas”. Þessi mynd, sem gerð var 1953, hefur ekki verið sýnd opin- berlega síöan 1979. Þaö má víst meö sanni segja aö sölumennskan sé þeim Könum í blóð borin. Heims um ból, Foley um jól. -ÞJV Frisll Axel Foley, lögreglumaðurinn i Beverly Hills, verður að öllum líkindum gestur á hverju heimili í Bandaríkjunum um jólin. í fótspor föðursíns IpJ i '' \ v |/ | ; i y, I /*#&&&£ ‘i ••• Madonna — hefðarfrú i dœgurlagaheiminum i dag. Living Proof. Leikstjóri: Dick Lowry. Aðalhlutverk: Richard Thomas. Tími: 102 mín. Kántrítónlist hefur aldrei veriö í uppáhaldi hjá mér. Þess vegna geri ég ekki meira en rétt kannast viö nafnið Hank Willams. Og ekki vissi ég að þeir heföu verið tveir. Þessi mynd, Living Proof, fjallar um Hank Willams jr. eöa son Willams hins fyrsta. Sá lést víst aðeins þrítugur aö aldri eftir of- neyslu áfengis og lyfja. Eftirlifandi konu hans var pnjög í mun aö halda minningu manns síns á lofti og dubb- aöi því soninn upp í kúrekaföt og lét hann syngja gömlu topplögin. Myndin hefst þegar Hank yngri er kominn yfir tvítugt. Hann er oröinn leiður á aö raula topplögin fööur síns og vill reyna að gera eitthvað á eigin spýtur. En á það vill mamma hans ekki heyra minnst. Loks rís Hank upp gegn ofurvaldi hennar og ákveöur aö hefja eigin tónlistarferil. Það gengur brösuglega. I staöinn fyrir aö apa eftir lögin hans pabba, snýr piltur sér aö því aö apa upp lifnaðar- hætti hans. Áfengi og pillur í hvert mál og hann stefnir hraðbyri í átt til glötunar. Hér er tekið á því vandamáli sem börn frægra foreldra eiga viö að etja. Hinn stööugi samanburður viö verk pabba eöa mömmu og viðleitni til aö skapa sér sitt eigið lífsform. I þessari mynd er farið hratt yfir sögu og ekki staldrað viö einstök smáatriöi. Sjálfsvitund Hanks yngri hafði næstum komið honum til helvít- is en hann sá að sér að lokum. Kántritónlist er mikiö notuð til að skapa réttan bakgrunn. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að þetta sé hræðilegasta tónlistarform sem til er. „Eg fór á krána og fékk mér í glas” fílingur. Þetta eyðilagði dálítiö fyrir mér ánægjuna því sem afþrey- ing er Living Proof í góöu lagi. Þaö er forvitnilegt að sjá hvað börn fræga fólksins þurfa aö ganga í gegnum, þó að í þessu tilfelli sé farið töluvert hratt yfir sögu. -ÞJV Lady Madonna vö,d_ ástríður, sársauki Madonna. Tími: ca 18 min. Um þessar mundir ber hún þaö nafn með rentu. Madonna er sann- kölluð heföarfrú í dægurlagaheimin- um í dag og hvert lagið á fætur ööru sest í toppsæti vinsældalista. Hún af- rekaði það meðal annars á dögunum aö koma tveim lögum í tvö efstu sæti breska vinsældalistans og komst þar með í hóp ekki ófrægari manna en Bítlanna og Frankie goes to Holly- wood. Lifi jafnréttið! Bomban sprakk þegar Madonna gaf út plötuna Like a Virgin og um svipað leyti lék hún í myndinni Desperately Seeking Susan. Þetta tónlistarmyndband er stutt, aðeins rúmar átján mínútur. Þaö inniheldur fjögur lög og þar af er aðeins eitt lag af jómfrúrplötunni, titillagiö Like a Virgin. Hin þrjú eru eldri, hlutu mismiklar vinsældir á sínum tíma og helst sá árangur í hendur viö gæöin. Best þykir mér Borderline sem er ágætlega flutt og meö grípandi laglínu. Þetta myndband má heita tilvaliö fyrir aödáendur Madonnu sem þó gætu saknaö annarra topplaga hennar eins og Angel og Into the Groove. Spólan er víöast hvar leigö á 50—60 krónur sem teljast má sann- gjarnt sé hinn stutti sýningartími hafður til hliösjónar. En hvort Madonna veröur eins og hver önnur loftbóla í heimi dægur- laganna sker timinn einn úr um. Byrjunin er allavega glæst, hvaö sem síöar verður. -ÞJV Lousiana. Leikstjóri: Philippe De Broca. Aðalhlutverk: Margot Kidder, lan Charleson, Victor Lann- oux. 3 spólur. Nú, þegar framhaldsþættirnir eru hvaö vinsælastir, hefur ný þáttaröö bæst í flokk annarra slíkra á mynd- bandaleigur borgarinnar. Þessir þættir nefnast Louisiana. Efni þáttanna er ekki nýtt af nál- inni, þaö hefur ótal sinnum veriö tek- iö fyrir af hinum ýmsu leikstjórum. I þessari þáttaröö er efnið meðhöndl- aö af leikstjóranum Philippe De Broca og ferst honum þaö ágætlega úr hendi. Virginia Tregan (Margot Kinder) snýr heim til ættstööva sinna, Louisi- ana í suöurhluta Bandarikjanna, eft- ir langa fjarveru. Viö heimkomuna kemst hún aö því aö látinn faöir hennar hefur misst allt sem hann átti. Ákveðin í að verða efnuð aftur giftist Virginia guðföður sínum, Adrien (Victor Lannoux), sem er all- ríkur baömullarbóndi. Sagan spann- ar síðan næstu 30 árin í lífi Virginiu með samspili gleði, ástríöna og sárs- auka. Efni þáttanna lýsir vel því ástandi sem var í Bandaríkjunum á þessum tíma. Ber þar hæst þrælahaldið sem var mjög algengt í Suöurríkjunum. Þrælar gengu kaupum og sölum eins og hver annar búfénaöur og þóttu einungis fjárfesting sem ekki átti rétt á neinu frelsi. Þessi blettur á sögu mannkynsins hefur alltaf áhrif á skoðanir manns um frelsi einstakl- ingsins en skilur nú ekki eftir jafn- djúp spor og ætla mætti. Ástæðan er fyrst og fremst sú hversu oft þessir atburðir hafa verið teknir til umfjöll- unar. Aöalleikarar sem aukaleikarar skila hlutverkum sinum vel enda sumir ekki óvanir framhaldsþáttum sem þessu. Fólk ætti almennt aö kannast viö þá Victor Lannoux úr Dynasty og Ian Charleson úr Master of the Game. Þættirnir sem slíkir eru ágætlega unnir og vel þess viröi aö horfa á, nú þegar dimm og köld vetr- arkvöld eru á næsta leiti. -LH. DV-listinn Myndir 1. ( 1 ) Falcon and the snowman. 2. ( 3 ) Gulag 3. (10) Places in the Heart 4. ( 2 ) Dalalíf 5. (4) The Karate Kid 6. (9) Hvers vegna ég? 7. ( 5 ) Blood Simple 8. ( 6 ) The Flamingo Kid 9. ( 7 ) Nýtt líf 10. ( 8 ) The T erminator Bandaríkin Tónlistarmyndbönd/Music Þættir: Week 1.(1) The Video EP - Ma- 1.(1) Deceptions donna 2. ( 2 ) Mallense 2. ( 3 ) Private Dancer Tour 3. ( - ) 1915 — TinaTurner 4. ( 3 ) Gloria litla 3. ( 5 ) Live in Rio — Queen 5.(5) Return to Eden 4. ( 4 ) „Under a Blood Red 6. ( 4 ) Power game Sky - U2 7. ( 7 ) Onceupon 5. ( 7 ) The Greatest Flix — a time . . . Queen 8. ( 6 ) Lace 2 6. ( 8 ) Animalize, Live Unc- 9. ( 8 ) Chiefs ensored — Kiss 10. ( 9 ) Luisiana 7. ( 2 ) '68 Comeback Special — Elvis Presley Bandaríkin (Billboard): 1. (2) The Killing Fields 2. ( 1 ) Desperatly Seeking Susan 3. ( 3 ) The Karate Kid 4. ( 4 ) A Soldiers Story 5. ( 5 ) Falcon and the Snowman 6. (17) TheSureThing 7. ( 6 ) Starman 8. ( 8 ) A Nightmare on Elm Street 9. (12) Mrs. Soffel 10. ( 7 ) Stick Myndin Ths Killing Fiolds hefur skotist á toppinn í Bandarikjun- um þessa vikuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.