Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985.
51
Margra
milljóna
punda
andlits-
lyfting
Hiö lúna neðanjarðarjámbrautar-
kerfi í London er núna að fá sína fyrstu
meiri háttar andlitslyftingu í 50 ár. Er
það gert til að gefa þeim milljónum,
sem árlega ferðast um þessar stöðvar,
færi á að komast í snertingu við listina.
Sóðalegir steinveggir, flagnandi
málning og glansandi múrsteinar
munu víkja fyrir mósaik-steinum,
glæsilegum sætum, máluöum myndum
og endurbyggðum styttum í
viktoríönskum stíl. Þetta allt á að
kosta litlar77milljónirpunda.
„Hver hinna 100 stöðva, sem veröa
endurbyggðar, mun hafa sín einkenni,
tengd sögu og legu hennar,” segir
arkitektinn sem sér um þessar fram-
kvæmdir, Donald Hill. Allt er þetta
liður í því að gera neðanjarðarkerfið
mannlegra og ferðirnar þar
ánægjulegri fyrir farþegana.
Sex stöðvar hafa þegar fengið
andlitslyftingu og er breyting þeirra
veruleg. En neðanjarðarkerfiö í
London, sem flytur 672 milljónir far-
þega á ári, hefur verið talið af mörgum
óyndislegasta neðanjarðarkerfi í
heimi. Hönnun er í mörgu ábótavant
og á mestu annatímum eru sumar
stöðvar alveg við það að springa.
En kerfið hefur lika sína kosti. T.d.
er tiltölulega öruggt að ferðast þar og
lögreglan segir að árásir og rán séu
frekar fátíð.
Lundúnaborg mun einnig nota 135
milljónir punda í að koma upp sjálf-
virku miðakerfi og 80 milljónir í nýjar
lyftur og rennistiga. Breytingin veröur
síðan fullkomnuð þegar nýjar jám-
brautarlestir verða teknar í notkun.
Þær munu tryggja farþegum þægilega
og notalega ferð. Það er því farið að
styttast í að orð Donalds Hill verði að
veruleika.
„Fyrir flesta Lundúnabúa er neðan-
jarðarkerfið aðeins leið til að komast á
milli staða. En við viljum að það verði
eitthvað meira en það. ”
Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM
Þá hleypur
á snærið
Grein um heppni
Kyssa alla
bless og fara
bara!
Sigríður
Halldó
talar við
Helgu
Thorberg
Lífsreynsla:
Lífshætt
fæðing
Heimsókn
í Fellahelli
Byggt og búið:
Litast um á
Hjónagörðum
Svipast
um á
fornbókasölum
Hvernig væri að gera
eitthvað í málunum?
Ráðleggingartil þeirra
sem vilja koma sér í form
Einar Kárason:
Af biblíusögum
lestrarkennsluhefta
Gamalt meistaraverk kvik-
myndanna kemur í leitimar
Fimm tíma langt klassískt verk
þöglu myndanna kemur nú aftur í ljós
58 árum eftir að gerð þess lauk. Þetta
er myndin „Napóleon”, meistaraverk
Abels Gance frá 1927, en hún hefur
verið sýnd nýlega með tónlist amer-
íska tónskáldsins Carmine Coppola,
föður leikstjórans Francis Ford Copp-
ola.
Endurgerö „Napóleons”, sem er
e.t.v. dýrasta mynd sem gerö hefur
veriö í franskri kvikmyndasögu, var
fyrir tilstuðlan Bretans Kevins Brown-
low. Hann er kvikmyndasagnfræðing-
ur sem fyrir tilviljun rakst á tvö brot
úr myndinni fyrir 30 árum. Síðan hefur
hann unnið við að safna brotum hennar
saman.
Þaö eintak, sem nú er til sýn-
ingar í París, hefur verið sett saman
undir leiðsögn Jean Dreville sem vann
við myndina 1927. Cance undirstrikaði
áhrifarík atriði með því að blanda
saman þrem myndum í eina. En án
hjálpar hins góða minnis Dreville hefði
verið erfitt að ná fram réttum áhrifum
áný.
Myndin var gerð á árunum 1925—26
og samkvæmt hugmyndum Cance átti
hún að vera fyrsti hluti af sex hluta
sögu um Napóleon. En þessi fyrsti
hluti fór svo langt fram úr kostnaðar-
og lengdaráætlun að hætt var viö fram-
hald hennar. Og þrátt fyrir mikið lof,
t.d. sagði Chaplin að allar myndir yrðu
bornar saman við þessa, þá þótti upp-
runalega eintakið of langt. Styttri út-
gáfur voru geröar sem gerðu það að
verkum að mörg bestu atriði myndar-
innar voru klippt í burtu. Það er ekki
fyrr en núna sem myndin er komin i
líkingu við það sem Cance hugsaði sér i
upphafi.
C. Coppola hefur haft veg og vanda
af tónlist við myndina. Hann segir um
verk sitt: „Það er óhemjuverk að gera
tónlist við þessa mynd.” Flestar
myndir þurfa 30 til 50 mínútur af tón-
list en „Napóleon” þarf fimm tíma.”
Einnig er erfitt að fylgja myndinni eft-
ir því ímyndunarafl Cance var mikiö.
Enda var hann álitinn hugmyndarík-
asti leikstjóri síns tíma og beitti mörg-
um aöferðum sem hafa veriö teknar
upp síðar, af öðrum.
Brownlow segir að tilraun sín til að
bjarga „Napóleon” frá gleymsku sýni
hvað hægt sé að gera til að bjarga þögl-
um frönskum myndum. Því eins og
hann segir munu mörg önnur meist-
arastykki glatast ef ekkert er að gert.
Þaö sé staðreynd sem megi kalla
„menningarharmleik”.