Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1986, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 7 vrSA Hollensk leðursófasett - Hagstætt verð - Góðir greiðsluskilmálar. Opið í öllum deildum til kl. 20 í kvöld. Opið laugardag kl.9-16. KORT Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 tala um gott verö Húsavík: Rækjuborgarar til Bretlands Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni Rækjuborgararnir verða úr smá- DVáAkureyri: rækju og rækjusmælki, sem ekki Fiskiðjusamlag Húsavíkur hefur er hægt að nota í hefðbundnar hafíð framleiðslu á rækjuborg- rækjupakkningar. Þorskhakki, til urum fyrir Englandsmarkað. dæmis að 1/10 hluta, er blandað Fyrsta alvörusendingin fór út í lok saman við og borgararnir mótaðir janúar, alls fimm tonn. Borgararnir > formflakavél. eru seldir til fiskréttaverksmiðja. Það er Iceland Seafood í Hull sem „Tilgangurinn með þessu er að annastsöluna. nýta smælkið betur og fá þannig „Þetta hefur verið á tilraunastigi. meiri verðmæti úr rækjunni," sagði En þetta er byrjað, fimm tonna Tryggvi. sendingin var fyrsta sendingin sem Fiskréttaverksmiðjurnar í Eng- var meira en sýnishorn," sagði landi ætla að djúpsteikja rækju- Tryggvi Finnsson, framkvæmda- borgarana í orly-deigi. En endan- stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, lega lenda þeir á diskum neytenda í gær. í brauði líkt og hamborgarar. Ólafur Skúlason á Laxalóni með einn albínóanna. Þrjátíu þúsund albinóar í Reykjavík Hafið þið ekki séð bæjarlífið taka á sig nýjan lit? Ekki það. Samt er það satt að fyrir nokkru bættust 30.000 albinóar eða hvítingjar í tölu borgarbúa. Þeir hafa raunar ekki sést á götunum en verið þeim mun meira í sundi. Þetta eru nefnilega laxar .en ekki menn. Á Laxalóni er búið að koma upp nýjum laxastofni sem á sér enga hliðstæðu í heiminum. Fyrir nokkrum árum komu al- binóahrogn með öðrum hrognum úr Elliðaárlaxi, sem bárust Laxalóns- stöðinni. Ólafur Skúlason, fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar, ákvað að ala 500 seiði og síðar að láta á það reyna, hvort sams konar vöxtur og tímgun yrði hjá albinóunum og venjulegum laxi. Svo reyndist og nú er kominn upp eldisstofn. 30.000 gönguseiði fara í sjóeldi i vor. Seiðin verða alin á einu útibúi Laxalóns, í Hvammsvík í Hvalfirði. Haustið 1987 verða þau væntanlega komin í sláturstærð, 5-6 punda fiska. Þá verða það um 75 tonn sem koma til slátrunar. Söluverðmætið verður ekki undir 25 milljónum króna. „Þetta er tilraun sem er dýr en spennandi. Við fáum sama mat og af venjulegum laxi en útlitið er geró- líkt,“ segir Ólafur á Laxalóni. „Þessir hvítingjar eru gylltir á bakið og silfraðir á kviðinn. Norskir seiðakaupendur hafa margreynt að fá mig til þess að selja þeim albinóa- seiði og fiskkaupmaður frá Boston sem kom hér og sá albinóana bað þegar í stað um einkaleyfi á sölu í Bandaríkjunum. En við ætlum að sjá hvað úr þessu verður, þetta er alveg einstakt fyrirbæri." -HERB Loðnuveiðum lýkur senn: UM 850.000 T0NN ERU K0MIN Á LAND Frá Emil Thorarensen, fréttaritara DV á Eskifirði: Yfirstandandi loðnuvertíð, sem hófst 1. ágúst síðastliðinn, fer nú senn að ljúka. íslendingar hafa veitt 850.000 tonn af þeim 983.200 sem þeir fengu í sinn hlut. Að sögn Jóns B. Jónassonar í sjávarútvegsráðuneytinu má reikna með að heildarveiði verði liðlega 1300.000 tonn, því Norð- menn fengu kvóta upp á 267.000 tonn, Danir upp á 65.000 og Færey- ingar 15.000. Af þeim 850.000 tonnum, sem fs- lendingar hafa veitt, hefur 115.000 verið landað á Eskifirði, eða um 14%. Þrír loðnubátar eru gerðir út frá Eskifirði. Jón Kjartansson og Guðrún Þorkelsdóttir luku við sína kvóta um mánaðamótin síð- ustu, samtals 46.000 tonn, en Sæ- berg á eftir 34 túra af sínum kvóta. Alls fengu 48 bátar leyfi til loðnu- veiða að þessu sinni. Þar af hafa 12 nú lokið veiðum en 34 eru í síðasta túr. Mikil kokhreysti ad — segir Björgvin Jónsson um skreiðarsamning Péturs Einarssonar „Því miður er þetta rangt,“ sagði Björgvin Jónsson, formaður hags- munanefndar skreiðarframleiðenda, um að samningur væri kominn um sölu á allri skreið, sem til er í landinu, til Nígeríu. „Það er búið að undirrita fallega viljayfirlýsingu,“ sagði Björgvin. DV skýrði frá því á forsíðu í gær, eftir Pétri Einarssyni, framkvæmda- stjóra Sjávarvara, að samningur hefði verið undirritaður í London á þriðjudag um sölu á skreiðinni. Pét- ur, sem undirritaði samninginn, kvaðst halda að verðið væri mjög gott. „Það hafa ekki verið lögð á borðið nein verð. Þau eru óþekkt annað en að það er 25,7 prósent afsláttur í fyrstu lotu,“ sagði Björgvin Jónsson. „Þar á ofan er okkur tjáð að það séu einhver óþekkt erlend umboðs- laun, sem við höfum ekki fengið uppgefið hver eru. í þriðja lagi er samningurinn byggður á kaupum á vörum frá Nígeríu, sem við vitum ekki hverjar eru, og framleiðendur myndu bera ábyrgð á endursölu þeirra. Þannig að endanlegt söluverð skreiðarinnar, ef þessi samningur kynni að verða uppfylltur, sem eng- inn veit um, er 25,75 prósent afslátt- ur, óþekkt erlend umboðslaun og óþekkt endursöluverð þeirra vara sem kynnu að koma í vöruskiptum vegna skreiðarinnar. Þar til því yrði öllu lokið bæru íslenskir framleiðendur alla ábyrgð á máli þessu. Finnst mér því mikil kokhreysti að tala um gott verð,“ sagði Björgvin Jónsson. -KMU Björgvin Jónsson, formaður hags- munanefndar skreiðarframleiðenda. „Það hafa ekki verið lögð á borðið nein verð.“ Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.