Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1986, Side 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. ^riggja stjömu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaöarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg. fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%, 4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, og eftir 6 mánuði 37%. Frá 11.02. 1986 verða vextir eftir 12 mánuði 38% og eftir 18 mánuði 39%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggð- um reikningum gijdir hún um hávaxtareikn- inginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8‘X» eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reiknihgum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða rcikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn veröbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með aflollum og ársávöxtun er al- mennt 12-1870 umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaúpa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aóeins vextir og verðbætur. Útlán lifeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan .í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í febrúar 1986 er 1396 stig en var 1364 stig í janúar. Miðað er viö grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvisitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20.02. 1986 innlAnmeðsérkjórum sjAsérlista ll ll iililf HÍililiíl innlAn úverðtryggð SPARtSJÚÐSBÆKUR óburxiin innslai&a 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3|á mán. uppsovi 25,0 28.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23,0 25.0 25.0 6 min uppsogn 31.0 33.4 30.0 28,0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0 12 mán. uppsoon 32.0 34.6 32.0 31.0 33.3 SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Sp.r.135 mán 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 29.0 26.0 28.0 29.0 28.0 INNLANSSKlRTEINI Til 6 mAiuða 28.0 30.0 28.0 28.0 TtKKAREIKNINGAR Avisanaraiknmgar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 Hlauparaiknmgar 10.0 10,0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3|a mln uppsngn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 8 mán. uppsopn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.6 7.5 7.5 7.5 8.0 Starlmgspund 11.5 11.5 12.0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.6 11.5 ■ * á — r -á. vmur-pysK mori 5.0 4.5 4.0 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krtnur 10.0 3.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 utlAn ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR (fonraxtir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAVlXLAR (fonraxtir) 34.02) kg« 34.0 kge 32.5 kg. kfl* k* 34.0 ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 VMJSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kg« 35.0 kga 33.5 kga kga 35.0 HLAUPAREIKNINGAR útlAn verðtryggð YUII0RATTUR 31.5 31.5 31.5 31.6 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 skuloabrEf AA 2 1/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Langri an21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 útlAntilframleiosui sjAnedanmAlsi) 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10%, í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14^5%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafiiárfirði, Kópavogi, Keflavik, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjöre vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og órverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Vereiunarbankanum. Flugleiðir geta náð meirihluta í stjórn Arnarflugs: Arnarflug treystir á póli- tískan þrýsting Meirihluti stjómar Amartlugs treystir á að ráðherrar beiti þrýstingi til að koma í veg fyrir að Flugleiðir eignist á ný meirihluta í Amarflugi. Forráðamenn Amarflugs hafa rætt málið við ráðherra úr báðum stjórn- arflokkunum. Vegna hættu á að missa völdin í félaginu til Flugleiða hefur stjómar- meirihlutinn í Amarflugi ekki þorað að leggja fram tillögu um hlutafjár- aukningu fyrr en nú eftir viðræður við ráðherra. Flugleiðir hafa ekki enn svarað fyrirspum Amarflugs frá 4. desember um hvort félagið ætli að taka þátt í hlutafjáraukningu Arnarflugs. Nú- verandi stjómarmeirihluti Arnar- flugs hefur því verið í óvissu í rúma tvo mánuði meðan brýn þörf hefur verið á auknu hlutafé. Síðastliðinn föstudag samþykkti stjóm Amarflugs að leggja til við hluthafa félagsins að hlutafé verði allt að því tvöfaldað með tæplega eitt hundrað milljóna króna aukn- ingu. Flugleiðir eiga nú tæp 44 prósent í Amarflugi. Vegna forkaupsréttar, sem margir smærri hluthafar myndu ekki nýta sér, er talið víst að Flug- leiðir kæmust í meirihluta ef félagið keypti upp það hlutafé sem byðist. A hluthafafundi, sem boðaður hef- ur verið eftir tvær vikur, verður lögð fram tillaga um að hluthafar neyti ekki forkaupsréttar. Til að tillagan nái fram að ganga verða 75 prósent hluthafa að samþykkja hana. Fimm ár em síðan Alþingi setti Flugleiðum það skilyrði fyrir ríkis- ábyrgð vegna taps á Norður-Atlants- hafsfluginu að félagið seldi Starfs- mannafélagi Amarflugs hluta eignar sinnar í Amarflugi. Hlutur Flugleiða minnkaði þá úr 57,5 prósentum niður í 40 prósent. Ameríkuflugi Flugleiða er nú aftur ógnað. Flugleiðir hafa neyðst til að draga seglin vemlega saman á und- anfömum vikum. f þessari veiku stöðu telja Arnar- flugsmenn að Flugleiðir eigi erfitt með að standast þrýsting stjóm- málamanna. -KMU Stjóm Arnarflugs á fundi í desemberby rjun. Tveir af fimm stjórnarmönnum eru fulltrúar Flugleiða, Bankaeftirlitið skoðar þá stóru —stærstu viðskipti Landsbanka og Búnaðarbanka undir smásjá Athugun bankaeftirlits Seðlabank- ans á viðskiptum nokkurra stærstu viðskiptavina Landsbankans og Búnaðarbankans mun ljúka í þessum mánuði. Tilgangurinn er sá að kanna hvort nægar tryggingar standa alls staðar að baki. Úttektir þessar em gerðar að beiðni viðskiptaráðherra en sams konar úttekt var gerð á viðskiptum aðalviðskiptavina Út- vegsbankans á síðasta ári. Eins og kunnugt er kom í ljós í fyrra að Útvegsbankinn hafði ekki nægar tryggingar fyrir lánum og ábyrgðum Hafskips hf. Þórður Ólafs- son, forstöðumaður bankaeftirlits- ins, vildi engar upplýsingar gefa um það hvort fleiri slík tilvik hafi komið fram í athugunum. Hann kvað áhuga fjölmiðla á eftirlitinu hafa verið lít- inn síðustu 15 ár og best færi á að svo yrði áfram. Viðskiptaráðherra skýrði nýlega frá því á Alþingi að stærstu við- skiptavinir ríkisbankanna, einkum Útvegsbanka og Landsbanka, nytu gríðarmikillar fyrirgreiðslu miðað við eiginfjárstöðu bankanna. Þann- ig vom tveir viðskiptavinir Útvegs- bankans með meiri lán en nam öllu eigin fé bankans, hvor um sig. Og í Landsbankanum var einn viðskipta- vinur með yfir 80% af eigin fé bank- ans. Ekkert hefur fengist upp um það hvaða viðskiptavini er um að ræða. Upplýsingar viðskiptaráðherra náðu til fimm stærstu viðskiptavina hvers þriggja ríkisbankanna eða fimmtán viðskiptavina alls, en engin nöfn vom nefnd. Eins og vant er var vísað til bankaleyndar. Vitað er að í hópi stærstu, við- skiptavina Útvegsbankans telst Hafskip hf., eða þrotabúið, skulda mest. Skeljungur hf. mun vera í þessum hópi og líklega Amarflug hf. I Landsbankanum munu SÍS, Olíufé- lagið hf. og KEA vera meðal helstu skuldaranna, hugsanlega einnig Reykjavíkurborg. Þessi fimmtán viðskiptavina listi viðskiptaráðherra, sem greindi að- eins frá hlutfallslegum skuldum án nafna skuldara, var tekinn saman 30. nóvember síðastliðinn. Þar em fjár- hagslega tengdir aðilar teknir sem einn aðili, svo sem borgin og hrein borgarfyrirtæki saman. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.