Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1986, Side 1
19
Ef þú vilt dansa
Ártún,
Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090
Gömlu dansarnir á föstudags- og laugar-
dagskvöld. Hljómsveitin Drekar leikur fyrir
dansi.
Broadway,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Söngbók Gunnars Þórðarsonar á föstu-
dags-, laugardags og sunnudagskvöld.
Glæsibær
við Álfheima, Reykjavík, sími 685660
Hljómsveitin Kýprus leikur fyrir dansi í
kvöld og annað kvöld. Ölver opið alla daga
vikunnar.
Hollywood,
Ármula 5, Reykjavík, sími 81585
Diskótek á föstudags- og laugardagskvöld.
Á sunnudagskvöldið verður úrslitakvöld í
blautbolskeppninni.
Hótel Borg,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
Gömlu dansarnir undir stjórn Jóns Sigurðs-
sonar á sunnudagskvöld.
Hótel Esja, Skálafell,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími
82200
Dansleikir á föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld. Tískusýning öll fimmtu-
dagskvöld.
Hótel Saga
v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221
Föstudagskvöld: Einkasamkvæmi í Súlna-
sal og Átthagasal. Mímisbar opinn til kl.
03. Dúettinn, André Bachman og Kristján
óskarsson, leikur fyrir dansi. Opið í Grillinu
til kl. 0.30. Þar sér Reynir Jónasson um
tónlistina. Astra bar er opinn til kl. 0.30.
Laugardagskvöld: Opið í Súlnasal frá kl. 19.
„Laddi á Sögu“. Maturinn borinn fram kl.
19.30. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar
leikur fyrir dansi til kl. 3. Mímisbar opinn.
Dúettinn sér um fjörið. Opið á Grillinu og
Astra-Bar til kl. 0.30. Reynir Jónasson sér
um tónlistina. í Átthagasal er einkasam-
kvæmi. Á sunnudagskvöld efnir ferðaskrif-
stofan Terra til ferðakvölds. Ferðir sumars-
ins verða kynntar en meðal skemmtikrafta
verður hinn eini og sanni Laddi
Klúbburinn,
Borgartúni 32, Reykjavík, sími 35355
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
Pétur Kristjánsson og Bjartmar Guðlaugs-
son skemmta bæði kvöldin.
Kreml
við Austurvöll, Reykjavík, sími 11630
Opið föstudags-, laugardags- og sunnudags-
kvöld.
Leikhúskjallarinn
v/Hverfísgötu, Reykjavík, sími 19636
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
Naust,
Vesturgötu 6-8, Reykjavík, sími 17759
í kvöld verður skemmtidagskrá með þekkt-
ustu lögum Simons og Garfunkels í ílutningi
bræðranna Helga og Hermanns lnga. Dúó
Naustsins leikur fyrir matargesti og Hljóm-
sveit Jónasar Þóris fyrir dansi. Á laugar-
dagskvöld leika Jónas og Hrönn ljúfa tónlist
við kertaljós. Hermann Ingi og Jónas Þórir
leika fyrir dansi
Sigtún
v/^uðurlandsbraut, Reykjavík, sími
685733
Á föstudags- og laugardagskvöld leikur
hljómsveitin Bogart fyrir dansi ásamt
blökkumannahljómsveitinni bandarísku,
Members Only. Á sunnudagskvöldið verða
gömlu dansarnir.
Roxzy,
við Skulagötu
Hljómsveitin Kukl leikur á föstudagskvöld,
diskótek á laugardagskvöld.
Uppi og niðri,
Laugavegi 116, Reykjavík, sími 10312
Hljómsveit Bobby Harrissonar sér um fjörið.
Þórskaffi,
Brautarholti 2, Reykjavík, sími 23333
Edda Björgvins, Júlíus Brjánsson og Pálmi
Gunnarsson skemmta á föstudags og laug-
ardagskvöld. Pónik og Einar leika fyrir
dansi á efri hæðinni, diskótek á neðri hæð.
AKUREYRI
H-100
Diskótek á öllum hæðum hússins föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld.
Sjallinn
Fjörið í Sjallanum föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Þórskaffi í
nýjum búningi
I Þórskaffi var opnað nýtt og glæsi-
legt diskótek á neðri hæðinni um
síðustu helgi. Óhætt er að segja að
að diskótek þetta sé óvenjuglæsi-
legt og sérstaklega er ljósabúnað-
urinn glæsilegur. Til að kóróna
allt berst síðan reykur ugp úr gólf-
inu.
Nú um helgina er mikið um að
vera eins og venjulega í Þórskaffi.
Þau Edda Björgvinsdóttir og Júl-
íus Brjánsson eru með skemmti-
dágskrá í gangi þar sem bregður
fyrir persónum sem margir þekkja.
Má þar nefna Turillu og Indriða
Skordal ásamt mörgum fleiri.
Skemmta þau bæði á föstudags- og
laugardagskvöld.
Pálmi Gunnarsson kemur einnig
fram þessi sömu kvöld og syngur
gömul lög eftir sig eða lög sem
hann hefur gert fræg í gegnum
tíðina en þau eru orðin ansi mörg.
Það er hljómsveitin Pónik og
Einar sem leikur fyrir dansi í Þór-
skaffi og spilar hljómsveitin einnig
undir hjá skemmtikröftunum.
-SMJ
Það er orðið mikið úrval af glæsidansstöðum í Reykjavík. Um síðustu
helgi var opnað í Þórskaffi enn eitt glæsidiskótekið.
1 kvöld spilar hljómsveitin Kukl í Roxzy en hljómsveitin er nýkomin úr hljómleikaferðalagi um Norður-Evrópu.
Lífandi uppákomur
íRoxzy
Skemmtistaðurinn Roxzy var opn-
aður um síðustu helgi eftir gagnger-
ar breytingar. Er staðurinn á Skúla-
götunni þar sem Safarí var áður til
húsa. Tókst opnunarhátíðin ákaf-
lega vel og má þegar greina góoar
undirtektir hjá tónlistarmönnum.
Það er ætlunin að vera með lifandi
tónlistaruppákomur í Roxzy en
þannig stað hefur einnmitt vantað
fyrir tónlistarunnendur. Það var
hljómsveitin Rikshaw sem spilaði á
opnuninni og sýndi hljómsveitin á
sér nýjar hliðar við góðar undirtekt-
ir.
Það eru þau Freyr Njarðarson,
Hjörtur Hjartarson, Pétur Gíslason,
Björn Baldvinsson og Elínborg
Halldórsdóttir sem reka staðinn. Er
það von þeirra að staðurinn verði
aflvaki íyrir lifandi tónlist. Eru
undirtektir góðar og er dagskráin
fýrir marsmánuð þegar fullbókuð.
Eru það margir fremstu rokktónlist-
armenn landsins sem munu þama
koma fram. Og í byrjun hvers kvölds
verður ungum og óþekktum hljóm-
sveitum gefinn kostur á að sýna sig
sem upphitunarhljómsveitir.
I kvöld er það Kuklið sem treður
upp í Roxzy með nýtt og ferskt efhi
en hljómsveitin er nýkomin úr
hljómleikaferðalagi um Norður-
Evrópu. Á laugardagskvöldum
verða óvæntar uppákomur og annað
kvöld er það hljómsveitin sem hefur
spilað undir hjá Megasi sem spilar.
Þar er Björgvin Gíslason fremstur í
flokki en hljómsveitinni hefur ekki
verið gefið nafn ennþá. -SMJ