Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1986, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986. 31 Sandkorn Sandkorn Guðlaugur Friðþórsson. Öryggið öllu ofar Fyrirtæki, sem starfa að öryggisvörslu, hafa þotið upp að undanförnu. Þykir nú ekkert bæjarfélag óhult nema að minnsta kosti eitt slíkt sé starfandi þar. Vestmannaeyingar eru ekki eftirbátar annarra í þessum efnum. Ekki alls fyrir löngu stofnuðu nokkr- ir .knáir menn, þar á meðal Guðlaugur Friðþórsson, ör- y ggisgæslufyrirtæki. Fengu þeir þegar allmikil viðskipti. Festu þeir fijót- lega kaup á bíl til að fara á milli staða og athuga hvoi-t ekki væri allt í lagi. Svo var það einhvern tíma að þeir félagar brun- uðu í byggingu eina til að tékka á hlutunum og sjá um að öryggismálin væru í fullkomnu lagi. Á meðan var bílnum, sém þeir höfðu skilið eftir fyrir utan, stolið... Alþýðu- skáld Ungt alþýðuskáld hafði nýverið samband við Dag á Vilhjálmur Stefánsson. Akureyri. Vildi skáldið koma einhveijum verka sinna á framfæri, eins og gerist og gengur. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef skáldið, Vil- hjálmur Stefánsson frá Vatnsenda í Saurbæjar- hreppi, væri kominn á listamannalaun. En svo er aldeilis ekki því Vilhjálmur er ekki nema 12 ára. Dagur birti svo sýnishorn af kveð- skap drengsins og er eftir- farandi vísa þar á meðal. Við höldum að hún sé um hest, eða vonum það alla- vega: Fontur hinn ungi falskur er froðufellir og bítur hann dr... á sig, datt svo hér nú dauðadóm hann hlýtur. Það yrði enginn hissa þótt Vilhjálmur gæti rakið ættir sínar til Bólu-Hjálm- ars heitins. Nýr pakki Þeir segja að nýjasta pakkatilboð Flugleiða heiti Flug og vextir. Hálftíma betur Kalli og Kiddi voru tvi- burar. Einhveiju sinni á afmælisdaginn þeirra fóru þeir að velta þvi fyrir sér hvernig stæði eiginlega á því að þeir væru nákvæm- Iega jafngamlir. „Það er nú ekki alveg svo,“ sagði móðirin. „Þú, Kalli, fæddist hálftíma á undan Kidda. Hvað ertu gamall þá?“ „Sex ára,“ svaraði Kalli hróðugur. „En þú, Kiddi?“ „Ætli ég sé ekki hálfsjö." Tvær aldir Það varð uppi fótur og fit í sumar þegar fornminjar fundust á Dagverðarnesi við Breiðafjörð. Töldu forn- leifafræðingar að þeir hefðu fundið rústir frá ár- unum 6-700. Þar með höfðu þéir lengt íslandssöguna um tvær aldir því elstu fornminjar, sem áður hafði verið vitað um, voru frá 900. Þessa tímasetningu höfðu fræðingarnir ís- lensku frá Þrándheimi i Noregi, en þangað höfðu sýni úr rústunum verið send. Urskurður Norð- mannanna var sá að rú- stirnar væru frá um 600 BP. Varð af þessu nokkurt uppistand og fagnaðarlæti. En svo kom hið sanna í Ijós. Sérfræðingarnir hér höfðu lesið 600 BP sem 7. öld eftir Krist. En síðar kom í Ijós að BP þýðir „be- fore presence" og táknar frá 13. öld. Þar með skrapp íslands- sagan saman aftur. Bjami og beina útsendingin Bjarni Felixson er sem Bjami Felixson. kunnugt er ötull baráttu- maður lyrir beinum út- sendingum á meiri háttar íþróttaviðburðum. DV greindi nýlega frá því að hann hefði lagt fram tillögú þess efnis að sýndur yrði beint 31 leikur af 52 í HM í knattspyrnu. Þarf ekki að fara mörg- um orðum um það að þarna er um að ræða sérlega vin- sælt efni fyrir stóran hóp fólks. Engu að síður stóð þessi tillaga eitthvað í út- varpsráði. Var Bjarni því spurður hvort hann gæti valið forgangsleiki sem hann legði sérstaka áherslu á að sýndir yrðu. Hann hélt nú það og lagði fram lista með öllum leikjunum 52, og einnig annan lista með þeim 31 leik, sem hann hafði áður valið úr allri súp- unni. Hafa menn mjög gaman af þessari ýtni íþróttafréttamannsins. Kalla þeir 31-leiks Iistann „Erfðaskrána hans Bjarna“. Umsjón: Jóhanna S. Sig- þórsdóttir Hinn glæsilegi veitingastaður Sprengisandur. Innfellda myndin er af Tómasi Tómassyni, eiganda staðarins. DV-mynd S Hænsnakappflug- inu á Sprengi- sandi aflýst - í staðinn verður á morgun sérstakur dagur til styrktar Styrktarfélagi vangefinna Mikil spenna hefúr ríkt að undan- íomu í sambandi við hænsnakapp- flug, sem fyrirhugað var að færi fram við veitingastaðinn Sprengisand á morgun, sumardaginn fyrsta. Kapp- fluginu hefur nú verið aflýst. „Að fenginni ábendingu frá Dýravemd- unarfélagi íslands og Sambandi dýravemdunarfélaga ákvað ég að aflýsa kappfluginu. Ástæðan fyrir því er sú, að um misþyrmingu á hænsnunum gæti orðið að ræða, ef illa tækist til. Ég vil ekki að það hendi að dýrum verði misþyrmt," sagði Tómas Tómasson, eigandi Sprengisands, þegar DV hafði sam- band við hann. Tómas sagði, að í staðinn fyrir hænsnakappflugið yrði Sprengi- sandur með sérstakt tilboð á rnorgun. „Tilboðið er hamborgari, franskar kartöflur og kók fyrir 149 krónur. Allur ágóðinn af sölunni á morgun mun renna til Styrktarfélags vangefinna," sagði Tómas, sem kvaðst vonast til að fólk kæmi til að styrkja gott málefiii um leið og það fagnaði sumarkomunni. -sos Veðurathugunarmenn á Hveravöllum Veðurstofa Islands óskar að ráða tvo einstaklinga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hveravöll- umá Kili. Starfsmennirnir verða ráðnirtil ársdvalar, sem væntanlega hefst seint í júlímánuði 1986. Um- sækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglusamir og nauðsynlegt er að a.m.k. annar þeirra kunni nokk- ur skil á meðferð véla. Tekið skal fram að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og samviskusemi. Laun eru samkvæmt launakerfi ríksins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 6. maí nk. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í tækni- og veður- athuganadeild Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9, Reykjavík. Vöxtur og velgengni — Nýjar leiðir I stefnumótun: Ralph Sörenson, forstjóri Barry Wright Corporation. Samanburður á stjórnunarháttum í (slenskum og erlendum fyrirtækjum: Sigurður Helgason, forstjóri Flugleióa. • Ahrif erlendrar aðildar á stjórnun f íslenskum fyrirtækjum: Valur Valsson, bankastjóri Iðnaöarbanka íslands hf. • Hlutverk stjórnandans í framtlðinni: Gunnar M. Hanson forstjóri IBM. Nútíminn og stjórnun f (slenskum fyrirtækjum: Þórir Einarsson, prófessor H. í. Breyttir stjórnunarhættir í opinberum rekstri: Magnús Pétursson, forstöðumaður Fjárlaga- og hagsýsiustofnunarinnar. Þróun f stjórnun smáfyrirtækja: Kristinn Björnsson, forstjóri Nóa og Slrfus. Stjórnun fslenskra stórfyrirtækja í framtfðinni: Jón Sigurðsson, forstjóri Islenska járnblendifélagsins hf. • Samantekt, lokaorð: Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskip hf. Ráðstefnustjóri verður Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar hf. Léttar veitingar verða f boði f ráðstefnulok. Timi og staður: Súlnasalur Hóteis Sögu, H. 13.30-17.30 Jk Stjórnundrfélag Islands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.