Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. 15 Hvers konar fjölmiðlun? Þessar vikumar eru hugsjónir þeirra er vildu afnema einkarétt rík- isins til útvarpsrekstrar að verða að veruleika. Vissulega er ekki enn út- séð um hvemig til tekst, því þróunin er rétt nýhafin, en engu að síður lofar byrjunin góðu. Nýja útvarps- stöðin, Bylgjan, hefúr greinilega farið mjög vel af stað. Um það er glöggt vitni hin mikla hlustun, sem staðfest hefúr verið í skoðanakönn- un. Talsverðar hræringar em í fjölmiðlaheiminum vegna undirbún- ings nýrrar sjónvarpsstöðvar og lítill vafi á að hún muni lokka til sín marga áhorfendur þegar hún tekur til starfa. Líklega erum við íslendingar í hópi heldur nýjungagjamra þjóða. Það sýna viðbrögð okkar við ýmsu nýjabrumi, svo sem litvæðingu sjón- varps, myndbanda- og tölvutækni, svo nýleg dæmi séu tekin. Þessi nýj- ungagimi okkar kemur sér ábyggi- lega vel fyrir nýju útvarps- og sjónvarpsstöðvamar, enginn telst maður með mönnum nema hann fylgist með þeim fyrsta spölinn. Eftir er svo að sjá hvemig þeim gengur að „halda uppi dampi“ þegar fi-á líður, hvort þær megna að verða sífrískar og vakandi, eða verða værukærar þegar komið er yfir fyrsta og örðugasta hjallann og falla í ónáð hjá neytendum þegar næsta bylgja ríður yfir og enn nýjar stöðv- ar líta dagsins ljós. Þetta má alls ekki túlka sem neinar hrakspár, að- eins er bent á einföld sannindi sem öllu fjölmiðlafólki em ljós. Hvernig fjölmiðlun? Við þessi miklu tímamót í fjölmiðl- un okkar íslendinga er ekki óeðlilegt þótt við reynum að kryfja til mergj- ar, hvers konar íjölmiðlun við viljum hafa á öldum ljósvakans í framtíð- inni. Við höfum nú þegar stigið það stóra skref að aflétta ríkiseinokun. Það var ekki aðeins sjálfsagt heldur líka óhjákvæmilegt vegna nýrrar tækni. Tæknin heldur áfram að þró- ast og hún mun einnig halda áfram að stýra þróun fjölmiðlunannnar að nokkm leyti. Hinu megum við samt ekki gleyma að tæknin á ekki og má ekki taka völdin af mönnunum. Það er þeirra að hagnýta sér hana og leika mótleiki gegn þeim áhrifum sem hún kann að hafa. Ég gat áðan um nýjungagimi okk- ar, og þar með að þó ekki væri nema hennar vegna myndu nýjar stöðvar ná til margra í upphafi. En við eigum líka Ríkisútvarp sem hefúr þjónað okkur i meira en hálfa öld. Vissulega höfum við verið misjafhlega ánægð með þjónustu þess og við höfúm líka verið misjafhlega reiðubúin til þess að auka veg þess. Engu að síður er það staðreynd að flestir sterkustu burðarásar nýju fjölmiðlanna eru þangað sóttir og þaðan hefur komið mjög stór hluti þess fólks er annast almenna kvikmyndagerð í landinu. Það er því bamaskapur að halda að það fólk, er nú starfar þar, kunni ekki ýmis ráð til þess að standast þá samkeppni sem því er nú búin. Raunar em fyrstu viðbrögðin þegar komin á sjálfu markaðssviðinu. Ljóst er að á næstunni verður hart barist um hlustendur og glápendur og um leið auglýsingar. Nýju stöðv- amar verða að lifa af þeim, Ríkisút- varpið hefur sitt aðalframfæri af afhotagjöldum í framtíðinni því aug- lýsingatekjur þess hljóta að minnka lilutfallslega. Nýju stöðvamar hafa mun minni skyldur að uppfylla, Rík- isútvarpið verður áfram að sjá til þess að allir landsmenn geti notið þjónustu þess. Nú á dögum eiga helst allir hlutir að bera sig, eins og sagt er. Ekki skal úr því dregið, en nú, þegar KjaHarínn á fimmtudegi Magnús Bjarnfreðsson einkaaðilar hafa tekið að sér að reka útvarps- og sjónvarpsstöðvar, sem verða að bera sig, þá má velta því fyrir sér hvort Ríkisútvarpið eigi að vera í samkeppni við þá, eða hvort þess biði nýtt hlutverk. Fordæmi Bretanna í Bretlandi em starfandi tvær sjón- varpssamsteypur, ef svo má að orði komast. Önnur er BBC sem er nokk- urs konar ríkisútvarp þeirra þótt ekki sé það alger ríkiseign eins og Ríkisútvarpið okkar og hins vegar er samsteypa „frjálsra" sjónvarps- stöðva er reka ýmsa sameiginlega starfsemi eins og aðalfréttastofú og dreifikerfi. í útvarpsmálum er staðan eilítið flóknari en í báðum tilvikum fær BBC afhotagjöldin en hinir aug- lýsingatekjumar. Auglýsingatekjumar era hærri í sjónvarpsstöðvunum þar en afnota- gjöldin, þannig að „frjálsa" sam- steypan hefúr meiri tekjur og minni skyldur. Engu að síður em flestir þeirrar skoðunar að BBC sé toppur- inn á sjónvarpi í heiminum og þangað em sífellt sóttar fyrirmyndir úr öllum heimshomum. Stjómvöld í Bretlandi nú vilja gjama skikka BBC til að hefja rekstur auglýsinga- sjónvarps, en starfsmennimir berjast með kjafti og klóm gegn því og telja þá grundvallarskiptingu, sem nú rík- ir, besta fyrirkomulagið. Nú er ég alls ekki að leggja til að Ríkisútvarpið verði svipt auglýsin- gatekjum sínum enda þótt hæpið sé að auglýsingamarkaðurinn hér beri margar stöðvar. En ég vara eindreg- ið við því að við einblínum á arð- semisjónarmiðið eitt þegar í hlut á ríkisútvarp okkar. Það á hér eftir sem hingað til að gegna marghátt- uðu hlutverki á menningarsviðinu sem einkastöðvar, er byggja á aug- lýsingum, munu tæplega geta sinnt á okkar litla markaði. Það var tvímælalaust rétt að af- nema einokun Ríkisútvarpsins. Það fólk, sem þar starfar, mun verða full- fært um að mæta samkeppni. En hve langt viljum við að það gangi? Á það að berjast einvörðungu um meiri- hluta hlustenda og sjáenda við hinar nýju stöðvar? Eða á það fremur að verða útvörður íslenskrar menning- ar í þeirri ógurlegu fjölmiðlaskriðu sem yfir okkur fellur úr auglýsinga- stöðvum, gervitunglum og mynd- bandaleigum? Og ef svo er, viljum við þá í raun styrkja það til slíkrar baráttu? Erum við reiðubúin til þess að kosta þá fjölmiðlun með hærri afhotagjöldum eða beinum framlög- um af skattfé, um leið og við tökum á okkur kostnaðinn við nýju stöðv- amar í hækkuðu vömverði vegna aukins auglýsingakostnaðar? Ég veit að svörin liggja ekki í aug- um uppi og ég hefi þau ekki á takteinum. En þetta em spumingar sem við þurfúm að velta fyrir okkur. Islenska ríkið - við öll - þarf að móta fjölmiðlastefnu framtíðarinn- ar. Magnús Bjamfreðsson „Hinu megum við ekki gleyma að tæknin á ekki og má ekki taka völdin af mönnun- um. Ritskoðun í Morgunblaðinu birtist miðviku- daginn 3. september sl. grein eftir Huldu Jensdóttur, forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavíkurborg- ar um langt árabil. Grein þessi fjallaði um fóstureyðingar og skal aðalefrú greinarinnar ekki gert að umtalsefrii hér. Greinin hefet hins vegar með eins konar formála og það var hann sem vakti sérstaka athygli Kjallaiinn Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn fá að senda inn svargrein. Málið var lagt fyrir ritstjóm og samþykkt. Nokkm síðar var ég beðin að stytta grein mína, sem annars tæki of mik- ið af rými blaðsins. Að sjálfeögðu kom ég til móts við þá ósk, þótt ekki færi framhjá mér, að stytting grein- arinnar átti að gerast á kostnað þess sem að mínu mati var mikilvægast að kæmi fram. Fjórum mánuðum eftir að ég skila svargrein minni til Vem, fæ ég ódagsett bréf, en póst- implað, þar sem segir: „Ritnefndin treystir sér ekki til að birta grein í þessum anda, þar sem við telj- um hana vera á skjön við þá kvenfrelsisbaráttu, sem við leit- umst við að standa fyrir.“ “ Fróðleg vinnubrögð Þetta vom orð Huldu Jensdóttur. Það er afar fróðlegt fyrir allan al- menning á íslandi að kynnast þessum vinnubrögðum og afetöðu aðstandenda Kvennalistans. Á síð- ustu árum hefur öll fjölmiðlun á Islandi færst mjög í frjálsræðisátt. Dagblöð og aðrir fjölmiðlar em opn- ir fyrir andstæðum skoðunum og meira að segja Þjóðviljinn er ein- staka sinnum farinn að birta greinar sem em andstæðar skoðunum flokksins og blaðstjómarinnar. I þessu felst unmburðarlyndi og virð- Kvennalistans „íslenskar konur eiga miklu belra skilið. Þær eiga enga samleið með þessum ofstækisfulla og vinstri sinnaða stjómmálaflokki." „Öll einkennist barátta Kvennalistans af skorti á umburðarlyndi og ótrúlegri ein- ' • íí sym. mína og það svo að mér finnst nauð- synlegt að sem flestir geti kynnt sér hann. Ég ætla því að vitna hér orð- rétt í upphafskaflann í grein Huldu Jensdóttur. Þar segir: „Tímaritið Vera er málgagn Kvennaframboðsins í Reykjavík og Samtaka um kvennalista. I 4. tölu- blaði Vem 1985 er grein, sem ber yfirskriftina „Lífevon gegn frelsi kvenna“. Greinin fjallar um kynn- ingarfund Lífevonar í Isl. ópemnni vorið 1985. Lífsvon er landssamtök til vemdar ófæddum bömum. Eftir að hafa lesið nefhda grein í Vem, hafði ég samband við einn rit- stjómarmeðlim Vem og bað um að ing fyrir skoðunum annarra og umfram allt traust á almenningi sem á rétt á því að kynnast málum frá öllum hliðum áður en afetaða er tek- in. Þá koma fram á sjónarsviðið stjómmálasamtök, sem kenna sig við konur sérstaklega og neita að birta grein „í þessum anda“. Greininni er hafnað, þar sem skoðanir greinar- höfundar falla ekki í kramið. Og hver er nú greinarhöfundurinn. Er það eitthvert alþekkt karlrembusvín og kvenhatari sem sjálfeagt sé að hafa úti í homi. Nei - alls ekki. Greinarhöfundur er þekkt kona, sem um árabil hefur gegnt ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu við góðan orðstír. Sjálf segist hún reyndar í grein sinni vera í þeim hópi „sem berst fyrir og styð- ur heilshugar frelsisbarráttu kvenna“. Skoðanir hennar vom bara „á skjön við“ skoðanir forystusveitar Kvennalistans. Þess vegna skulu skoðanir hennar ekki komast á framfæri. Afturhaldshugsunarháttur Slíkur afturhaldshugsunarháttin er því miður ekkert einsdæmi í þess- um herbúðum. öll einkennist bar- átta Kvennalistans af skorti á umburðarlyndi og ótrúlegri einsýni. Þetta er mjög oft einkenni stjóm- málaflokka, sem skipa sér yst til vinstri í stjómmálunum. Grundvall- arstefria þessara kvenna byggir á stjómlyndi og þeirri trú að nauðsyn- legt sé að hafa vit fyrir fólki í flestum greinum. Mér finnst þessi formáli í grein Huldu Jensdóttur segja meira en flest annað um þann hugsunarhátt sem ríkir í herbúðum Kvennahstans. Það er raunar leitt til þess að vita að þessi hópur skuli kenna sig við konur. íslenskar konur eiga miklu betra skilið. Þær eiga enga samleið með þessum ofetækisfulla og vinstri sinnaða stjómmálaflokki. Birgir ísl. Gunnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.