Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FI_MMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986, Sverrir hugsar um % heimspeki „Ég var að fá plöggin í hendur í gær. Ég á eftir að lesa þetta yfir, það er margt að athuga," sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra, aðspurður hvað liði veitingu lektors- embættis við heimspekideild Háskóla íslands. Umsækjendur voru þrír, Mikael Karlsson, Erlendur Jónsson og Harmes Hólmsteinn Gissurarson. Að mati dómnefndar er Mikael Karls- son hæfastur þeirra þremenninga en Hannes Hólmsteinn óhæfur. „Það má búast við að ég taki ákvörð- un í næstu viku. Hins vegar var ég að skipa Þór Whitehead prófessor í sagnfræði í gær,“ sagði Sverrir Her- . tHfe mannsson. -EIR Nýttláns- fé í ísegg? „Það er rétt að fyrirtækið á í greiðsluerfiðleikum en ég neita þvi alfarið að það sé á heljarþröm. Ég hef fulla trú á því að okkur takist að bæta greiðslustöðuna," segir Eyþór ’Elíasson, framkvæmdastjóri eggja- dreifingarstöðvarinnar fseggs. í DV í gær var haft eftir eggja- bónda, sem skiptir við stöðina, að fyrirtækið væri á heljarþröm og hefði ekki borgað í þrjá mánuði það sem lagt hefði verið inn. „Það hefur verið mjög erfitt hjá okk- ur og öðrum að undanfömu vegna þess hversu lágt eggjaverðið hefur verið. Við erum að skoða það hvemig við getum útvegað meira fjármagn, annað hvort með lánsfé eða eigin fé.“ - Verður fyrirtækið kannski selt? „Nei, það er ekki inni í dæminu núna. Það á að reyna aðrar leiðir fyrst, til dæmis er verið að reyna núna að fá fleiri inn í fyrirtækið.“ ( - Nú hafið þið ekki greitt'bændum fyrir þriggja mánaða sölu? „Nei, þetta fer allt eftir sölunni en ég á von á því að við reynum að greiða bændum eitthvað upp í það á næst- unni,“ sagði Eyþór Elíasson. -KÞ n ^ r" 1 TRÉ-X TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SÍMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Hvar er Perry Mason? Fra vitnaleiðslum bandariska dómstólsins í flugtuminum í gær. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunn- ar, yfirheyrður. Neðst til hægri má greina sérstakt bandarískt hraðritunartæki. DV-mynd GVA Bandarískar vvtnaleiðslur á íslandi: Er ekki tekið mark á íslensk- um dómstólum? - spyr Jónatan Þórmundsson lagaprófessor „Mér finnst þetta mjög óeðlilegt," sagði Jónatan Þórmundsson laga- prófessor um bandarískar vitna- leiðslur sem þessa dagana fara fram í fundarherbergi flugmálastjóra í Reykjavík í skaðabótamáli íslenska ríkisins gegn Sikorsky-þyrlufyrir- tækinu. „Það eru til leiðir eftir íslenskum lögum til að afla upplýsinga. Það er hægt að höfða vitnamál sem er ein- falt. Með dómtúlki hefði ekkert verið því til fyrirstöðu að bandarískir lög- fræðingar væru viðstaddir og legðu fram spumingar. Ríkislögmaður gerir í Morgun- blaðinu i morgun ráð fyrir tveim kostum; að senda vitnin utan eða halda þetta hérlendis eftir banda- rískum lögum í sparnaðarskyni. Þriðji kosturinn, að það sé aflað upplýsinga eftir íslenskum réttar- reglum, virðist ekki koma til greina. Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er spumingin: Mundu banda- rískir dómstólar ekki taka mark á íslenskum dómstólum? í samskiptum sjálfstæðra ríkja er leitað til erlends ríkis og það gerir nauðsynlegar ráðstafanir. Banda- rískir dómstólar leita til vestur- þýskra og franskra. Hér er hringt í menn og þeim sagt að mæta. Mér skilst að menn sverji á ameríska vísu og þetta fari meira og minna fram á ensku,“ sagði Jón- atan. -KMU Veðrið á morgun: Léttskýjað sunnan- lands Á morgun verður hæð yfir Græn- landi og hæðarhryggur suður um Grænlandshaf. Lágþiýstisvæði verð- ur yfir Skandinavíu. Á landinu verður hæg norðlæg átt og kólnandi veður, einkum norðan- lands. Sunnanlands verður léttskýj- að en skýjað fyrir norðan. Hiti á bilinu 4-11 stig. Kratar deila í Kópavogi: Formaður flokks- félagsins segir af sér Allnokkur hiti hefur verið í alþýðu- flokksmönnum í Kópavogi undanfarið sem lauk með því að formaður flokks- félagsins í Kópavogi, Steingrímur Steingrímsson, sagði af sér formenns- kunni nú í vikunni og öllum nefhdar- og stjómarstörfum í flokknum. „Ég sagði af mér vegna þess að þar sem flokksbræður mínir í bæjarstjóm- inni telja mig ekki hæfan sem atvinnu- rekanda í bænum hlýt ég að vera jafnóhæfur til að gegna trúnaðarstörf- um og sjá um uppbyggingu þar,“ sagði Steingrímur, í samtali við DV. Forsaga þessa máls er sú að þegar boðnar vom út byggingarframkvæmd- ir við Snælandsskóla í Kópavogi gerði fyrirtæki Steingríms, Eðalverk, tilboð í verkið. Reyndist hann með lægsta tilboðið en því var ekki tekið. Ástæður þessa em sagðar þær að félagi Stein- gríms í fyrirtækinu er sagður eiga h'tt fagran viðskiptaferil að baki sem verk- taki í byggingarframkvæmdum í bænum. „Þetta er rétt. Þetta var sögð ástæð- an,“ sagði Steingrímur. „Hins vegar er þetta bara vitleysa því þessi .maður er mjög virtur í þessum viðskiptum og það em hvergi til skrifleg gögn um að þetta sé rétt svo að þama stóð orð á móti orði. En bæjarráðsmenn Al- þýðuflokksins i Kópavogi stóðu svo harkalega á þessu og á móti því að fyrirtæki mitt fengi verkið að ég sá ekki annan kost en að segja af mér.“ - Má búast við að þú segir þig úr Alþýðuflokknum í kjölfar þessa? „Nei, það ætla ég ekki að gera. Þetta er aðeins deila mín við þessar persón- ur,“ sagði Steingrímur Steingrímsson. -KÞ Loðnuverðið frjálst: Búist við lækkun Almennt er búist við að loðnuverðið lækki í kjölfar fijálsrar verðlagningar frá og með 15. september til 14. októb- er til reynslu. Á mánudaginn ætti að koma í ljós hversu mikil þessi verð- lækkun verður. Markaðsaðstæður em ekki betri nú en þegar ákveðið var 1900 króna verð fyrir tonnið, sem kau- pendur hafa verið óánægðir með. En það em skiptar skoðanir um ágæti frjálsrar verðlagningar. „Þetta er mun betra en eitthvað verð út í loftið. Ég hef verið því fylgjandi að mönnum verði leyft að spreyta sig á þessu sviði. Þetta gefur verksmiðjum möguleika á að lengja vertíðina, bjóða hærra verði í upphafi og lok vertiðar. Svo er það meðalverðið sem sker úr um hvort reksturinn gengur," sagði Geir Zoega, forstjóri Krossanesverk- smiðjunnar á Akureyri. Aðalsteinn Jónsson, framkvæmda- stjóri á Eskifirði, er ekki á sama máli. „Mér finnst afskaplega óábyrgt að gefa þetta frjálst. Ég tel að með þess- ari ákvörðun hafi fúlltrúar í Verð- lagsráði verið að bregðast því trausti sem þeim er falið. Ég kem ekki auga á að það sé til bóta að annar aðilinn, kaupendur, geti ákveðið verðið. Ég tel því að það hljóti að vera betra að aðil- ar komi sér saman um eitt sanngjamt verð,“ sagði Aðalsteinn. -APH f i i i i i i i i i i i i Í i i i i i i i Í i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.