Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986.
21
RUV, laugardag, kl. 21.20
Rætt við
Guðrúnu
ferðagarp
Að þessu sinni ræðir Ari Trausti
við þaulreyndan ferðagarp, Guðr-
únu Guðvarðardóttur. Hún hefur
gengið víða um landið sér til
skemmtunar og er raunar ein af
fáum sem hefur gengið hartnær um
alla Vestfirði, byrjaði á Súðavík,
þaðan sem hún er ættuð. Síðar
starfaði hún m.a. með Ferðafélagi
Akureyrar en hefúr haldið áfram
að skoða Vestfirði upp á eigin spýt-
ur og í hópi fleiri kvenna. Auk
þess er Guðrún fróð um náttúrufar
og mannlíf i okkar landi og ekki
síst sögu þess. Hún hefur skrifað
ýmsar írásagnir um ferðir sínar í
blöð og tímarit, einnig hefiir hún
flutt ferðaþætti í útvarp.
RÚVAK suimudag
kl. 22.20:
Sænska
tónskáldið
Sten-
hammer
Leikin verður tónlist eftir
sænska tónskáldið Wilhelm Sten-
hammer. Hann fæddist í Stokk-
hólmi árið 1927. Stenhammer var
af tónlistarfólki kominn og
stundaði tónlistarnám í heimal-
andi sínu og í Berlín en var þó
af miklu leyti sjálfmenntaður.
Auk tónsmíða lagði Stenhammer
ennfremur stund á píanóleik og
starfaði sem hljómsveitarstjórn-
andi.
Verkin, sem leikin verða, eru:
I Seriaillets Have, sönglag, Út-
varpskórinn syngur undir stjórn
Eric Ericson, og Sinfónía nr. 1 í
F-dúr, Sinfóníuhljómsveitin í
Chicago leikur, stjómandi er
Neeme Járvi. Umsjónarmaður er
Sigurður Einarsson.
Konan
í Downing-
stræti 10
Á sunnudag verður sýnd heimild-
armynd um konuna í Downing-
stræti 10 (Woman at No. 10), en
Downingstræti 10 er bústaður for-
sætisráðherra Bretlands. Frú
Margaret Thatcher segir frá ferli
sínum, bæði frá stjómmálaferli og
einkalífi, auk þess verða sýndar
nokkrar myndir úr ráðherrabú-
staðnum, sumar þeirra hafa aldrei
komið fyrir augu almennings áður.
Spyrjandi er gamall félagi forsætis-
ráðherrans, rithöfundurinn og
könnuðurinn Sir Laurens van der
Post.
Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverkum
sinum i Undir sama þaki.
Sjónvarpið laugardag kl. 20.10:
Undir sama þaki að nýju
Á morgun verður endursýndur þáttur úr gamanmyndaflokknum Undir
sama þaki frá 1977 sem Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði. Þættirnir voru
sýndir við miklar vinsældir á sínum tíma.
Undir sama þaki fjallar um fólk sem býr í fjölbýlishúsi, samskipti þeirra
í blíðu og stríðu á kíminn hátt.
Leikendur eru: Þórhallur Sigurðsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Arn-
ar Jónsson, Björg Jónsdóttir, Róbert Arnfmnsson, Herdís Þorvaldsdóttir
og Kjartan Ragnarsson.
Rás 2 laugardag kl. 10.00:
Jólaundirbúnmgur
og litgreining
Milli 10 og 12 á laugardagsmorg-
vrn leitar Ásta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir fanga viða þar sem mikið
er um að vera. Katrín Þorkels-
dóttir snyrtifræðingur kemur og
segir frá litgreiningu sem er tiltölu-
lega ung grein innan snyrtifræð-
innar og fæst við að leiðbeina fólki
'um hvaða litir í fatnaði og snyrti-
vörum fara því best. Auk þess mun
Ásta Ragnheiður ræða við Am-
þrúði Karlsdóttur um jólaundir-
búning í Noregi og í heimsókn
kemur gestur sem leiðbeina mun
um gerð aðventukransa. Nýstárleg
músíkgetraun verður á dagskrá
auk léttrar og fjölbreyttrar tónlist-
ar úr ýmsum áttum.
Leiðbeint verður um gerð að-
ventukransa i morgunþætti Ástu
Ragnheiðar.
Rás 2, surmudag kl. 15.00:
Tónlistarkrossgáta
ffffiS
Á sunnudag verður Jón Gröndal að vanda með tónlistarkrossgátuna
sína sívinsælu. Lausnir sendist til Ríkisútvarpsins, rás 2, Efstaleiti 1, 108
Reykjavík merkt „Tónlistarkrossgáta“.
v j v
Margaret Thatcher sýnir á sér hina
hliðina í Konan í Downingstræti 10.
Stöð 2 suimudag W. 18.00:
Stöð 2 sunnudag kl. 19.00:
Listaskóli
íeldlínunrú
Richard Chamberlain leikur Walienberg í samnefndri hetjusögu.
Sjónvarpið sunnudag kl. 21.10:
Wallenberg
- het jusaga
Wallenberg-ættin er ein auðugasta fjölskyldan í Svíþjóð (Rockefellerar
Svíðþjóðar) í seinni heimsstyrjöldinni. Raoul Wallenberg finnur sig knú-
inn til að hjálpa gyðingum úr höndum nasista og það tekst honum heldur
betur. Með harðfylgi sínu getur hann bjargað 100.000 ungverskum gyðing-
um úr greipum Adolfs Eichmann.
Aðalhlutverk er í höndum Richards Chamberlain (Þymifuglamir og
Shogun), Alice Krige (Chariots of Fire og Ellis Island), Kenneth Colley,
Melanne Mayrow, Stuart Wilson og Bibi Andersson.
Bylgjan laugardag kl. 8.00:
Eiríkur og jóla-
undirbúninguriim
Valdís Gunnarsdóttir fer nú að
Sjónvaipið laugaid. ki. 21.10:
Nýrþáttur
með Elvis
Presley
Þetta er nýr breskur sjónvarps-
myndaþáttur, unninn úr efni frá
árinu 1968. í þættinum spjallar El-
vis við áhorfendur og glettist við
samstarfsmenn. Einnig syngur
hann nokkur sígild lög eins og t.d.
Heartbreak Hotel, Blue Suede Sho-
es, Are You Lonesome Tonight,
One Night with You, en það lag
hefur verið sýnt í sinni uppruna-
legu mynd, og fleiri gullkom.
Presley, sem dó í ágúst 1977, hefði
orðið 50 ára í janúar 1985.
Elvis Presley hefði orðið 50 ára á
síðasta ári ef hann hefði lifað.
Á sunnudaginn hefja göngu sína
nýir þættir sem bera nafhið Lista-
skóli í eldlínunni (Buming The
Phoenix).
Þetta eru sex 30 mínútna þættir
og verða þeir næstu sunnudaga.
Skyggnst er inn í þær breytingar
sem eiga sér stað í þessari mjög svo
umdeildu listaakademíu. Áhorf-
andinn er leiddur í gegnum
Konunglegu listaakademíuna, um
hinar ýmsu deildir hennar hverja
af annarri.
Tískan verður skoðuð frá þeim
hönnuðum sem koma viö sögu i
listaakademíunni.
huga að jólunum og undirbúningi
þeirra. Hún fær í heimsókn til sín
Eirík Hauksson sem nýlega hefur
sent frá sér jólalag. Hann mun
koma í þáttinn um klukkan 10.30.
Klukkan 11.30 kemur svo í heim-
sókn Egill Eðvarðsson en nú um
helgina lýkur myndlistarsýningu
hans í Gallerí Gangskör.
Auk þess mun Valdís koma við í
tveimur búðum á Laugaveginum
þar sem hún mun skoða fatnað á
unglinga, athuga verð og fleira.
Einnig talar hún við hlustendur
og þá sérstaklega þá sem að ein-
hverju leyti eru byrjaðir að und-
irbúa jólin.
Eiríkur er kominn i jólaskap og
nýlega sendi hann frá sér nýtt jóla-
lag.