Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Blaðsíða 20
- segir Magnús Óskarsson borgarlögmaður
„Það sem byijar á félags- þarf að
skoðast með sérstökum fyrirvara.
Eins er varhugavert þegar venjuleg
starfsemi breytist í stofoun. Er þar
skemmst að minnast ónefodrar
stofaunar sem nokkuð hefur verið
í fréttum. Sérstaklega er þó var-
hugavert ef nafoið byrjar á félags-
og endar á stofaun.
Magnús Óskarsson borgarlög-
maður er að gefa eina forskrift að
því þegar von er finna sérkennileg
ummæli. Sjálfur hefur hann safaað
ýmsu slíku saman og gefið út á bók
nú fyrir jólin og kallar Ah'slenska
fyndni. Þetta er þó ekki svona doð-
rantur í geitarskinni sem menn fá
í jólagjöf heldur kver með gaman-
sögum og broslegu efoi úr dag-
blöðunum.
Ómarkviss söfnun
Þetta er úrvalið úr safai Magnús-
ur. Það hefur orðið til á undanföm-
um árum án þess að um eiginlega
söfaun væri að ræða. „Málið er að
það er bara ómögulegt að geyma
úrklippur án þess að líma þær á
blöð,“ segir Magnús þegar hann
sýnir bunkann af úrklippubókun-
um. „Ég hef alla tíð fylgst með því
sem mér hefúr þótt fyndið og haldið
því til haga. Það byxjaði tilviljunar-
kennt og ein og ein úrklippa fór að
sjást á borðinu hjá mér. Ég var
ekki að safaa en til að þetta
skemmdist ekki þá fór ég að líma
þessa glefsur inn.
Þetta er ólíkt frímerkjasöfaun að
því leyti að hún er gjaman mark-
viss. Ég hef ekki hirt um slíkt enda
væri ég þá með betra safa en raun
ber vitni. Auðvitað hefur mikið far-
ið í súginn vegna þess hve söfaunin
hefur verið tilviljunarkennd.
Ég er eiginlega hissa á hvað
mönnum finnst gaman að þessum
brotilm þvi auðvitað hafa fleiri gert
þetta án þess að gefa út. Ég vildi
óska að fleiri legðu í púkkið því
þetta er hin mesta skemmtun. Ég
neita því ekki að mér hefúr verið
bent á eitt og annað en mest hef
ég gert þetta sjálfur. Það þarf held-
ur enginn að óttast að verða of
seinn að byija því víst er um að það
halda gamanmál áfram að fæðast.
Menn hafa meira að segja verið að
gauka ýmsu að mér nú síðustu
daga.“
Málblóm blaðamanna
í bók sinni blanuar Magnús sam-
an gamansögum og kátlegum fyrir-
sögnum úr blöðunum. Sumar þeirra
hafa orðið þannig vísvitandi en
fleiri þó væntanlega fyrir mistök
og þær eru allajafaa bestar. „Blaða-
menn stytta sér oft leið í fyrirsögn-
um,“ segir Magnús um uppruna
þessara málblóma. „Oft tekst þó
ekki betur til en svo að lesa þarf
alla greinina til að komast að því
hvað átt er við. Málið er að menn
hafa ekki alltaf tíma til að kynna
sér málið sérstaklega eins og stjóm-
málamennirnir segja.
Síðan em þessar elskulega minn-
ingargreinar alveg sérstakar. Þar er
oft svo stutt á milli einlægninnar
og þess broslega. Höfandum þeirra
hættir við að verða svo innilega ein-
lægir í skrifum um kunningjana. I
einni þeirra stóð t.d.: „Fljótlega eftir
að Guðjón fluttist til Eyrarbakka
var hann beðinn um að ganga í
stúku,“ og ótal fleiri dæmi em til í
þessum dúr.
Þótt ég hafi verið að safaa sögum
af þessu tagi þá vil ég forðast að
vera einhver brandaratrúboði. Það
er ekki mitt hlutverk. Ég er ekki
fyndinn maður því það em aðallega
alvörumennimir sem em fyndnir.
Máhð snýst um að koma auga á það
skemmtilega í kringunl sig og leyfa
því að krydda hversdagstilvemna.
Það er engin hætta á að alvaran
sjái ekki um sig. Menn þurfa ekki
að óttast að hún hlaupi frá þeim
þótt slegið sé á léttari strengi.
íslendingar hafa húmor
Ég vil meina að fslendingar skilji
gamanið vel og þeir em afskaplega
móttækilegir fyrir skemmtilegheit-
unum ef þau em borin á borð. Það
er að því leyti misskilningur að
þeir hafi ekki húmor. Þeir mættu
aftur á móti jafaa betur hlutföllin
á milli alvömnnar og gamanmál-
anna. Þórbergur Þórðarson sagði
eitt sinn eitthvað á þá leið að ís-
lendingar héldu alltaf að það væri
verið að ljúga að þeim ef þeim væri
sagður sannleikurinn í góðu skapi.
Það er mikið til í þessum orðum.
Ég held að þeir sem vilja tala við
fólk í alvöru gætu fengið það til að
hlusta ef þeir gerðu ekki of mikið
úr henni. Sem lögmaður hef ég
stundum getað skýrt mál mitt betur
með því að setja það fram með
ýmsum blæbrigðum en þá í hæfilegu
hlutfalli við annað efai málsins. En
það fer enginn langt á að segja
skrýtlur í Hæstarétti og þó, það er
heldur ekki sigurstranglegt að vera
fram úr hófi leiðinlegur," segir
Magnús Óskarsson. GK