Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 2
42 HITT LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. ÞETTA! Hvaða leið á listmálarinn að velja til að ná i penslana sina? Sendið svar til: Barna-DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Kæra Barna-DV! Eg sendi þér nokkrar gátur og fjölskyldumynd. Um leið þakka ég fyrir mjög gott blað. Mxmmm& y) f 1 / /a v7 t ,1 Fjölskyldumyndir Mamma Ég Daníel Sigurður Gátur Brandarar Veiðistjórinn: - Ertu með leyfi? Bjössi: - Nei, ég er með pabba - Hvað er systir þín gömul? - Tuttugu og fjögurra ára. - En hún segist vera tuttugu. - Það er vegna þess að hún var íjögurra ára þegar hún lærði að telja! Maðurinn: - Læknir, ég held að ég sé orðinn að blýanti. Læknirinn: - Sestu og skrifaðu nafnið þitt! Maðurinn: - Ég held að ég sé orðinn epli. Læknirinn: - Við verðum að komast að kjarnanum í þessu máli! Pétur: - Hvers vegna rignir, pabbi? Pabbi: - Til þess að tré og blóm geti vaxið. Pétur: - En hvers vegna rignir þá á gangstéttina? Inga litla (í búðinni): - Ég ætla að fá spegil. Búðarstúlkan: - Á það að vera handspegill? Inga: - Ég vildi gjarnan geta séð andlitið líka! Maður talar við skósmið sinn: - Ég sagði þér að hafa annan skóinn stærri en hinn. En svo er annar skórinn minni en hinn! Pési var nýbyrjaður í leikskólan- um. En hann eignaðist enga vini þar. - Það vill enginn vera með mér, sagði hann í kvörtunartóni við mömmu sína. - Jæja, lemurðu kannski krakk- ana? - Já, en það dugir ekkert! 1. Hvenær hefur maður sex fætur en gengur aðeins á fjórum? 2. Hvað er á milli fjalls og dals? 3. Hvaða boga er ekki hægt að rétta? 4. Hvaða hús er fullt af mat með þunna veggi en á því eru hvorki dyr né þak? 5. Hver á alltaf síðasta orðið? 6. Á hverju byrjar lífið? (Svör aftast í blaðinu). Vigdís Gígja Ingimundardóttir, Húnabraut 26, 540 Blönduósi. Grindavík, 12.02.87 Kæra Barna-DV’’. Ég sendi hér 2 myndir sem ég teiknaði. Mér finnst gaman að Barna-DV og skemmtilegast að strika númera- myndirnar og rata um völundarhúsin. Mamma skrifar þetta fyrir mig því ég kann ekkiað skrifa ennþá. Bless W UHTf ^ >V \ ....) SKHWOue 'OSMS tfáfmdstejV Í.A&A: f i Sæmundur Ó. Haraldsson, Baðsvöllum 21, 240 Grindavík. 46 4ð' •45 • 47 •49 20 .22 *■ 24 .43 .41 • 42 23 2A ‘25 • 26 o 40 9- *•? 8* 6 .5 3 27 • .29 .26 33 * ,36 30* .32 ** .37 • .39 35 38 6o .44 .43 .45 46 46* 50 .47 .49 .54 5? .59 56 .53 52' . .55 54 •56 F U *.* -I • 6 L K M Tengdu punktana frá 1 til 2, 2 til 3 o.s.frv. Einnig punktana frá A til B, B til C o.s.frv. Þá kemur falleg mynd í ljós. Litaðu myndina vel! Hvaða tvær trommur eru alveg nákvæmlega eins? Sendið lausn til: Barna-DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Gáta: Það er ekki í lit, mjög skemmtilegt með þrautum og bröndurum og heitir? Svar: Barna-DV! Guðný Hilmarsdóttir, Vesturási 51, 110 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.